Austurland


Austurland - 18.01.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 18.01.1979, Blaðsíða 4
Æjstubland Fimmtudagur 18. janúar 1979. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Lánið leikur við pig í sparisjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJ ARÐAR Smári Fiskveiðar Norðmanna- Geirsson við island NOREGSPISTILL Viðtal við Kari Shetelig Hovland Kari Shetciig Hovland er búsett á eyjunni líiunlo, rétt fyrir utaii Haugcsund. Hún hefur lengi haft mikil samskipti við Islcndinga og komið tii Isiands nokkrum sinn- um. Upp á síðkastið hefur áhugi hcnnar fyrst og frcmst beinst að sjávarplássum á íslandi, sérstak- lega á Norður- og Austurlandi. Ástæða pess er sú að Kari er að vinna að merku sagnfræðilcgu verki um fiskveiðar Norðmanna við ísland. Fyrra bindi þcssa verks kemur væntanlega út á árinu 1979. Kari er enginn unglingur, 62 ára, en lífsglcði hennar og dugn- aður er mcð eindæmum. M. a. er hún formaður ferða- og siigu- nefndar Bpmlo, sem hcfur með höndum umfangsmikla starfsemi. Fyrst kom Kari til íslands vor- ið 1939 og stundaði þá nám í Háskóla íslands, en hún er mennt- uð í norrænum málum, ensku og sagnfræði. Lengi vann hún við blaðamennsku að námi loknu, cn tók að sér að skrifa byggðasögu Bomlo upp úr 1960. Tók ritun byggðasögunnar u. þ. b. tíu ár. Kom hún út árið 1972, glæsileg 500 síðna bók. Blaðamaður Austurlands dvaldi í lok nóvembermánaðar í Bpmio hjá Kari í góðu yfirlæti og ekki gat hann huldið aftur af sér og fór fram á viðtal um það athyglis- verða vcrk sem hún vinnur nú að. Kari tók þessari málaleitan vel og fer viðtalið hér á eftir. — Hvernig stóð á því, Kari, að þú valdir þér viðfangsefnið „fiskveiðar Norðmanna við ls- Iand“ til að skrifa um? — Það átti sér nokkurn að- draganda. Þegar ég hafði lokið við að skrifa byggðasögu Bomio, sem fjallar að miklu leyti um fisk- veiðar og fiskverkun, langaði mig til að halda áfram og vinna að öðru verkefni um sjávarútveg og úrvinnslu sjávarafla. Ég fékk reyndar brennandi áhuga á þessum þætti, en það tók talsverðan tíma að finna viðráðanlegt verkefni á þessu víðtæka sviði. Fyrst ætlaði ég að skrifa um fiskveiðar frá vesturströnd Noregs og byrjaði að ræða við gamla fiskimenn, en í umræðum . mínum við þá báru fiskveiðar Norðmanna við ísland aftur og aftur á góma og endirinn varð sá að ég ákvað að takmarka mig við þær veiðar. Þessir gömlu norsku fiskimenn, sem ég byrjaði að ræða við, voru frá Karnoy, en þaoan Komu ymsir sjomenn sem nöfdu verió meö í fyrstu íisk- veiöúeiööngrum Norömanna tu Isiands um 1860. Hjá þessum mönnum fékk ég því ýmsar uþp- lýsingar um lslandsveiðarnar sem mér þóttu merkilegar og þarna var svið sem lítið eða ekkert hafði verið skrifað um hér í Noregi. — Hvernig hefur gengið að safna heimildum til þessa verks? — Það hefur tekið langan tíma, en gengið nokkuð vel. Hér í Noregi fann ég fyrst og fremst heimildir á söfnum í Bergen. Stavanger og Haugesund. Ég hef skrifað eina grein um þetta efni og birtist hún í ársriti Sjóminja- safnsins í Bergen. Þessi grein hafði þau áhrif að margir einstak- iingar og jafnvel fyrirtæki, sem höfðu heimildir frá þessum veið- um settu sig í samband við mig og létu mér heimildir og upplýs- ingar í té. — Þú hefur einnig leitað heim- ilda á íslandi, er ekki svo? — Jú, ég fór til íslands árið 1975 til að safna heimildum. Á íslandi leitaði ég fyrst og fremst eftir opinberum gögnum, sem gáfu upplýsingar um atvinnulíf Norð- manna og fyrirtæki þeirra. Ég ferðaöist þá um Austfirði og kom einnig til Eyjafjarðar. Á Eskifirði hitti ég Jóhann Klausen, sem hjálpaði mér mikið með heimildir. Afi Jóhanns var norskur og kom fyrst til Islands með leiðangri J. E. Lehmkuhls. Eg fékk m. a. bréf hjá Jóhanni, sem tilheyrðu afa hans, en Jóhann hefur nú gefið Sjóminjasafninu í Bergen þessi bréf. — Var það ljóst í upphafi hversu viðamikið þetta verk yrði? — í upphafi ætlaði ég að skrifa um fiskveiðar Norðmanna við ís- land frá upphafi, eða um 1860, og allt til 1940. Nú eru hins vegar líkur á að verkið nái til ársins 1929 pví þá voru samþykkt lög á íslandi sem gerðu Norðmönnum ókleift að reka síldarsöltun á ís- landi. Urðu þeir því að hætta rekstri þessara fyrirtækja, þó þeir stunduðu veiðar áfram við ísland. Vegna þessa eru ákveðin þáttaskil 1929 og þykir mér á margan hátt eðlilegt að enda þar. — Og vcrkið er semsagt nú komið vel á veg? — Já, ég er að verða tilbúin með fyrra bindið sem ber nafnið „Norskar skútur á íslandsmioum" og fjallar það að mestu um tíma- bilið 1860—1912. Síðustu ár þessa tímabils voru Norðmennirnir farn- ir að nota véiskip jafnframt við veiðarnar. Síðari hluti þessa verks kemur til með að fjalla um veiðar á vélskipum og hefjast þær 1902—1903. Það verk sem ég er að vinna að fjallar eingöngu, vel að merkja, um síldveiðar og þorskveiðar. Hvalveiðar Norðmanna við ís- land tek ég ekki fyrir. — Hvaða staðir eru það á ís- landi, sem fyrst og fremst koma við sögu í þessu verki? — Norðmenn byrja að veiða síld við ísland með landnót um 1860. í fyrstu voru fá skip við þessar veiðar, en þær ukust mikið um 1880. Veiðarnar hófust við Austurland. Seyðisfjörður og Eskifjörður urðu einskonar mið- stöðvar þessara veiða, en Mjói- Framh. á 2. síðu Tilmil aovínna! argus Happdrætti Háskólans greiöir 70% velt- unnar í vinninga. Það er hæsta vinnings- hlutfall í heimi! Til þess aö vinningar HHÍ haldist í hendur viö verölag í landinu, hafa vinningar happ- drættisársins 1979 hækkaö um 1361 milljón. u Samtals greiöir Happdrætti Háskólans 4.536.000,000.- krónur í vinninga. Lægstu vinningarnir hækka í 25.000.- krónur, og í ár veröa 50.000.- króna vinningarnir og 500.000.- króna vinning- arnir fleiri en áöur. Vinningarnir fimmfaldast hjá þeim sem eiga trompmiöa! þvi iiJS 18 - 198 432 — 4.014 — 14 355 - 1 15.524 134 550 — 450 aukav Miðar í HHÍ ’79 kosta nú 1.000.- krónur. „Stóri vinningurinn“ kemur okkur öllum til góöa. Þaö er þáttur HHÍ í auknum fram- kvæmdum til eflingar menntunar og vísinda í þágu atvinnulífsins. Vinningaskrá 1979: 5.000.000 2 000.000 1.000.000 500 000 100.000 - 50 000 - 25 000- 75 000 45.000.000- 36 000 000 - 198 000 000 216 000 000 401 400.000 717 750.000 - 2 888 100.000,- 4.502.250.000.- 33.750 000 - 135 000 vinningar samt kr 4 536 000 000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.