Austurland


Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 3
• • • Hurðin Framhald af 1. síðu. inn gerði meðan það vald var neytt uppá hann verður umferðin greið framvegis. Kannski ég hætti þessum útúr- dúr og snúi mér að alvörunni aftur: Yfir vetrartímarin fara 10—15 bílar yfir Skeiðarársand til jafn- aðar á sólarhring. Þegar tekið er tillit til þess að þetta eru undan- tekningarlítið bílar, á langri ferð verður þetta að teljast býsna mik- ið. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér virðist rumlega annar hver þessara bíla vera á leið í gegnum Hornafjörð og þá á leið til eða frá Austfjörðum. Um flugsamgöngur er það að segja að hingað mun flogið flesta daga sem flug er áætlað. Aftur á móti verður oft frestun á flugi fram á kvöldið og eru ástæður ýmsar eins og gefur að skilja. En ein er sú og líklega nokkuð algeng nefnilega að hér er þrátt fyrir fátæklegan búnað hægt að lenda eftir að myrkur er skollið á og er því birtutíminn í skamm- deginu notaður í ferðir á þá vell- ina sem skortir ljósabúnað. Á fjár- lögum síðustu ára hafa verið þó nokkrar krónur til flugvallarins hér. En flugmálastjóri hefur að eigin geðþótta tekið þann pening að stærstum hluta í framkvæmdir annars staðar. Fyrrverandi samgönguráðherra lét þetta afskiptalaust. (Hvað ætli hann hefði sagt ef vegamálastjóri hefði ráðstafað fjárveitingum í Borgarfjarðarbrúna eitthvað Aust- ur á land ár eftir ár?) Á fjárlögum þessa árs er veitt 25 millj. króna til flugvallarins hér. Á sú upphæð að nægja til þess að koma upp fyrsta áfanga varanlegrar f 1 ugstöðvarbyggingar. Fróðlegt verður að sjá hvort nú- verandi samgönguráðherra lætur flugmálastjóra komast upp með það að ráðstafa þessari fjárupphæð eithvað annað. Reyndar er ég þess fullviss að við þurfum ekki að hafa áhyggjur út af þessum hlut- um. Kannski væri nær að standa á varðbergi gagnvart þeim öflum á Alþingi sem sjá það helst til bjargar í okkar þjóðfélagi að skera sem mest niður verklegar framkvæmdir. Ég veit reyndar ekki tij þess að þær raddir hafi heyrst frá þingmönnum okkar kjördæmis. Maður hefur stundum heyrt nú upp á síðkastið talað um „Ara- götusjónarmið". Ætli það sjónar- mið væri ekki dálítið á annan veg ef Aragata væri holótt forarsvað og háskólinn liðlega fokheld bygg- ing um þessar mundir. í þessu rabbi mínu um sam- göngur ætla ég að sieppa skipa- samgöngum við Hornafjörð að þessu sinni. Heiinir Þór Gísluson Gíipið niður Framh. af 4. síðu. fjárveitinga, sem ekki eru bundin af lögum hvað fjárhæð snertir og sem að mestum hluta fjalla um sameiginleg verkefni ríkis og sveit- arfélaga, eða mál, sem eru alfarið í verkahring sveitarfélaga, eða samtaka heimamanna, en njóta stuðnings ríkissjóðs. Þó er sú und- antekning á, að getið er fjárveit- inga til fiugvalla á Austurlandi, þótt þar sé eingöngu um að ræða verkefni ríkisins að því er fjár- mögnun snertir. Að mestum hluta er hér um stofnkostnað að ræða. Ástæða hefði verið til að taka einnig fyrir aðra þætti, og skýra frá fjárveitingum t. d. til orku- mála, vegamála og fræðslumála, en þess er ekki kostur að sinni hvað sem síðar verður. Söluskáli B. P. Neskaupstað er opinn yfir vetrarmánuðina frá kl. 9 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Auk bensíns og allskonar olíuvara, seljum við rnargs- konar vörur til þæginda fyrir viðskiptavinina. Þá má ekki gleyma bragðgóðu pylsunum frá Slátur- félagi Suðurlands, sælgæti, öli og gosdrykkjum. Skálinn er vistlegur og hlýr í vetrarkuldanum. OLÍ UFÉLAGIÐ EGILSBÚÐ Ar „ „ 1 □□□□□□□□□□ Sími 7322 □□□□□□ □□□□□□□□□□ Neskaupstað J BARRY LYNDON Tburðarmikil og vel leikin aldafarslýsing samkvæmt hinu sígilda verki enska meistarans William Makepeace Thackeray. Gerð undir stjóm meistarans Stanley Kubrick. Tónlist úr verkum eftir Bach, Friðrik mikla, Hándel, Mozart. Schubert og Vivaldi. Aðalhlutverk Ryan O’Neil og Marisa Berenson. Sýnd í kvöld, fimmtu- dag. kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. ísl. texti. WIZARDS Bráðskemmtileg ævintýra- og teiknimynd. Sýnd sunnudag kl. 3. íslenskur texti. ÞRUMUR OG ELDINGAR Hörkuspennandi mynd um mikla bruggara á fenja- skógasvæðinu í Florida. Aðalhlutverk David Carradine. Bönnuð innan 14 ára. Tsl. texti. Sýnd sunnudag kl. 9. Austfirðingar - Héraðsbúar Fatahreinsunin að Selási 20, Egilsstöðum, er opin frá 9—12 og 13—17 mánudaga til föstudaga. Notið flugáætlunarferðir. — Sæki og sendi á flugvöll. Sími á vinnustað 1385 og heima 1173. — Reynið við- skiptin. FATAHREINSUN SF. Björn Pálsson Aðalfundur Aðalfundur kvenfélagsins Nönnu verður í Egilsbúð mánudaginn 5.,febrúar kl. 9. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. S T J Ó R N I N Þetta stórglæsilega sófasett er fyrirliggjandi ásamt mörgum öðrum. Góðir greiðsluskilmálar. Verslun Höskuldar Neskaupstað Sími 7132 — B. Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.