Austurland - 22.02.1979, Side 4
Æusturland
Neskaupstað, 22. febrúar 1979.
Auglýsið í Austurlandi
Símar 7571 og 7454
Gerist áskrifendur
Sparisjóður Norðfjarðar —'
Jl’ sparisjóður heimamanna.
y SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR
Smári
Geirsson
NOREGSPISTILL
Það er ekki oft sem minnst er á ís-
land eða íslensk málefni í norsk-
um fjölmiðlum en þá sjaldan það
gerist eru eyrun á landanum spcrt
og augu uppglennt. f síðustu
viku gerðust þó þau undur og
stórvirki að í norska sjónvarpinu
mátti Iíta nokkra fréttaþætti um
íslensk málcfni. M. a. birtist ís-
lenski utanríkisráðherrann á
skerminum og ræddi við norskan
fréttamann um 200 mílna lögsögu
við Jan Mayen. Að venju var
Benedikt Gröndal afskaplega
heiðarlegur í andlitinu þegar hann
túlkaði viðhorf íslendinga á lýta-
lausri skandinavísku. Undur góð-
látlega greindi ráðherrann frá því
að margir íslendingar væru þeirr-
ar skoðunar að Norðmenn ættu
að ákveða 200 mílna efnahags-
lögsögu við Jan Mayen og sagði
hann jafnframt að fiskverndar-
sjónarmið réðu þessari skoðun ís-
Iendinganna. Ekki gat ég betur
heyrt en að ráðherrann héldi því
fram að samkvæmt núgildandi
reglum hefðu Norðmenn fulla
heimild til að gera þetta.
Óneitanlega kom þessi málflutn-
ingur ráðherrans mér nokkuð á
óvart og fljótlega vaknaði spurn-
ingin: Hvað segja íslenskir loðnu-
sjómenn við þessu?
í dag las ég svo frétt í norsku
blaði þess efnis að formaður Al-
þýðubandalagsins hefði gagnrýnt
utanríkisráðherrann harðlega fyrir
þetta viðtal við norska sjónvarp-
ið. Auðvitað er Lúðvík Jósepsson
hér á ferðinni enn einu sinni, en
sl. haust olli þessi sami Jósepsson
ýmsum norskum fjölmiðlum veru-
legum áhyggjum. Ástæða þess var
sú að þessum hættulega kommún-
istaleiðtoga var falin tilraun til
stjórnarmyndunar á íslandi. Bentu
norskir fjölmiðlar á að þetta væri
í fyrsta skipti sem NATO-and-
stæðingi væri falin tilraun til
stjórnarmyndunar í NATO-Iandi
og Ieist sumum satt að segja ekk-
ert á blikuna.
Já, hann er svo sannarlega
hættulegur maður þessi Jósepsson
Lúðvík Jósepssort
hinn hcettulegi.
FÉLAGSVIST A. B. N.
föstudagskvöld kl. 9.
Síðasta kvöldið í 5
kvölda kejjjjninni.
Pólitík
og kreppa
og eins gott að bæði NATO og
Noregur gæti sín á honum.
Verður Jan Mayen-
raálið stórmál í norskri
pólitík?
Hér er á ferðinni mál sem snert-
ir íslendinga verulega og það er
Ijóst að stefna norska íhaldsins
gengur þvert á hagsmuni fslend-
inga í þessu máli.
Kreppa
er vegna þess, en það er staðreynd
að síðan hafa bæði þessi fyrir-
tæki farið á hausinn.
Reyndar eru fyrirtækin vel
þekkt á íslandi. Annað er Tand-
berg, sem hefur framleitt útvörp,
sjónvörp og hljómflutningstæki
margra íslenskra heimila. Hitt er
Wichmann, sem smíðað hefur vél-
ar sem nú eru í um það bil 70
íslenskum fiskibátum.
Þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtækj-
anna er útséð að framleiðslu
Tandberg-tækja og Wichmann-
véla verður ekki hætt, því þegar
er búið að stofna ný félög með
aðstoð ríkisins, sem ætla sér að
halda framleiðslunni áfram. Hætt
er þó við að bæði fyrirtækin verði
að draga nokkuð saman seglin.
Á meðan stórfyrirtæki fara á
hausinn hvert á fætur öðru grein-
ir heimspressan frá tíðindum, sem
túlka má á þann veg að efnahag-
ur austfirskra heimila standi í
blóma og kreppa ógni þeim alls
ekki Það ku nefnilega satt vera
að eiginkonur einnar austfirskrar
togaraskipshafnar hafi ekki látið
sig muna um að versla fyrir 4
milljónir kr. á tveimur dögum, er
þær skelltu sér með í sölutúr til
Blackpool. Sem betur fer virðist
allt í sómanum heima á Fróni.
Eða er ekki svo?
Bergen 3. 2. 1979
Smári Geirsson
FRÁ HÉRAÐI:
Tónlistarlíf
Víkjum aftur að efnahagslög-
sögunni við Jan Mayen.
IJví miður er íhaldið hér í
Noregi (Hojre) í mikilli sókn um
þessar mundir. Sýna skoðanakann-
anir ört vaxandi fylgi þess og er
nú svo komið að það ógnar veldi
Verkamannaflokksins verulega, en
sá flokkur hefur verið langstærsti
og valdamesti flokkurinn í Nor-
egi frá því fyrir stríð.
Eitt af helstu trompum norska
íhaldsins um þessar mundir er
krafan um 200 mílna efnahags-
lögsögu við Jan Mayen. Höfðar
flokkurinn til norskra sjómanna
með kröfunni og vonast að sjálf-
sögðu eftir auknu fylgi frá þeim
fyrir vikið.
Það eru meira en hundrað ár
síðan Karl Marx gerði skilmerki-
lega grein fyrir því að kreppur
væru óhjákvæmilegur fylgifiskur
kapítalískra framleiðsluhátta. í
Noregi er mikið rætt og ritað um
kreppu, sem norskur iðnaður er
inní um þessar mundir. í hverri
viku er sagt frá efnahagslegum
erfiðleikum eða jafnvel gjaldþrot-
um fyrirtækja. Að sjálfsögðu hef-
ur þetta víðtæk áhrif á atvinnu-
lífið og atvinnuleysi er talsvert
vandamál.
Ég held að ég hafi ekki þekkt
nöfn á fleirum en tveimur stór-
fyrirtækjum í Noregi þegar ég
fyrst steig fæti á norska grund á
sl. hausti. Ekki veit ég hvort það
Tónskólinn var stofnaður 1971
og var mikill fengur að þessum
nýja skóla. Skólastjóri hefur verið
frá upphafi Magnús Magnússon
sem hefur mikla reynslu í kennslu
og kórstjórn. Tónleikar, þar sem
nemendur og kennarar hafa leikið,
hafa verið haldnir árlega síðan
skólinn hóf starf.
Þann 14. des. síðastliðinn voru
haldnir tónleikar á vegum skólans
í Egilsstaðakirkju. Efnisskrá var
fjölbreytt og hófst með því að
skólastjóri og nokkrir blásarar
léku gömul bresk kirkjulög.
Þá léku nemendur á píanó og
gítar og einn af nemendum lék
kafla úr klarinettukonsert við
píanóundirleik.
Hópur yngstu nemandanna lék
einraddað á blokkflautur og síðan
léku þeir nemendur sem lengra
voru komnir í námi. Bamakór
söng jólalög og ungur drengur
lék á hið nýja orgel kirkjunnar.
Einnig lék Kristján Gissurarson
á orgelið, þrjú verk eftir Bach.
Árni ísleifsson kennir aðallega
á píanó og gítar, hefur hann einn-
ig æft nemendur í samleik, og lék
lítil skólahljómsveit undir hans
stjóm. Er ánægjulegt að sjá hve
margir hafa náð góðum árangri
og var gleðiblær yfirbragð tón-
leikanna. í Kína er sama táknið
fyrir gleði og tónlist.
Tónleikar þessir voru vel sóttir
og rann allur ágóði ( orgelsjóð
Egilsstaðakirkju.
Tónkór Fljótsdalshéraðs er jafn-
gamall Tónskólanum og hefur
Magnús stjórnað kórnum frá upp-
hafi. Nú er kórinn tekinn að æfa
af kappi og eru viðfangsefni fjöl-
breytt, lög innlendra höfunda,
negrasálmar og fl. Er gott fyrir
Austfirðinga að eiga þessa tón-
leika í vændum með vorinu.
— A. E.
Verðlaun í
jólagetraun
Bókin um hann Emil í Kattholti
er lögð af stað til Hlyns Áskels-
sonar, Hólsvegi 7, Eskifirði, sem
verðlaun fyrir réttar lausnir í jóla-
getraunum blaðsins. Vonandi
verða þeir Emil hinir mestu mátar.
Fráblaðínu
Launagreiðendur
Kynnið yður skipan ó greiðslu orlofsfjár
Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launa-
greiðendum að gera skil á orlofsfé fyrir 10.
hvers múnaðar, vegna launa næsta mánaðar
á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á
þar til gerðu eyðublaði sem Póstur og sími
gefur út.
Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt.
Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða
fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið
orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna.
Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort
rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofs-
reikninginn.
Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun
á orlofsfé sitt.
Eyðublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar.
Áskrift
PÓSTGÍRÓSTOFAN
Ármúla 6 — Sími 86777 — Reykjavík
fyrir árið 1979 hefur verið ákveð-
ið kr. 4.000. Gjalddagi er 1. apríl.
Áskrifendur eru vinsamlega
beðnir um að greiða það sem allra
fyrst, því að það er bæði leiðin-
legt starf og kostnaðarauki þegar
illa gengur að innheimta.