Austurland


Austurland - 01.03.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 01.03.1979, Blaðsíða 2
___________Æusturland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, BJarnl Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað simi 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Borgarfjarðarbrýr og Oddsskarðsqöng Benedikt Sigurðsson, kennari á S:glufirði ritar grein í Dagblaðið 21. febrúar. Fjallar hann þar um gatnagerð og kemst að þeirri niðurstöðu, að áður en lagt er í fleiri stór- framkvæmd'r á borð við Borgarfjarðarbrúna, Oddsskarðs- göngin og fleiri framkvæmdir af pví tagi, eigi að leggja bundið slitlag á götur í þéttbýli. Margt er vel sagt og athyglisvert í grein Benedikts og ég sem þetta rita er á sama máli og hann um nauðsyn þess að leggja bundið slitlag á götur í þéttbýli. Jafnnauðsynlegt er að leggja bundið slitlag á vegi, sem liggja um þéttbýlar sveitir og verða að búa við mikla umferð með tilheyrandi rykmengun. Ágætt dæmi um slíka sveit er Norðfjarðarsveit. En varðandi framkvæmdir á þjóðvegakerfinu er ekki sama hvers eðlis þau eru. Þar er einkum ástæða til að greina á milli tvennskonar framkvæmda. Annars vegar þeirra sem stytta mönnum leið, þótt fyrir hendi séu sæmilega góðir vegir, aðeins lengri. Hins vegar eru svo framkvæmdir, sem miða að því fyrst og fremst að rjúfa einangrun einstakra byggða og gera meiri samskipti og samvinnu milli einstakra sveitarfélaga færa eða auðveldari. Benedikt virðist ekki gera sér grein fyrir því, að með Oddsskarðsgöngunum er að mestu leyti brotin niður einangrun sú, sem Norðfirðingar máttu búa við misjafnlega lengi á hverj- um vetri. Af sama tagi hygg ég að telja megi Strákagöngin, veginn um Ólafsfjarðarmúla og fleiri vegaframkvæmdir. Vart munu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar telja þessar framkvæmdir síður nauðsynlegar en malbikun gatna innan kaupstaðanna. Benedikt heldur því fram, að Oddsskarðsgöngin séu fyrst og fremst samgöngubót fyrir Norðfirðinga og Eskfirðinga og að fyrir það fé, sem göngin kostuðu hefði mátt leggja bundið slitlag á alla vegi í þessum kaupstöðum. Vafalaust er það rétt til getið. Líka varpar hann fram þeirri spumingu hvort íbúar þessara kaupstaða hefðu ekki fremur kosið að fá varanlegt slitlag á alla innanbæjarvegi, en klöngrast í staðinn yfir skarðið nokkur ár í viðbót. Fyrir Norðfirðinga eru göngin mjög þýðingarmikil sam- göngubót. Auk þess er þess að geta, að ríkið kostaði gerð Oddsskarðsganga, en bærinn vegagerð í. kaupstaðnum. Frestun á gerð ganganna hefði ekki fært okkur vitundarögn nær því marki, að leggja bundið slitlag á alla vegi í bænum, nema ríkið hefði fengið okkur vemlegan hluta vegafjár til umráða. Það er misskilningur, að Oddsskarðsgöngin séu sam- göngubót fyrir Eskfirðinga, nema í sambandi við samskipti við Norðfjörð. Sömu þýðingu hafa göngin fyrir alla aðra, sem til Norðfjarðar þurfa að komast eða hafa samskipti við Norð- firðinga. Það er þörf á fleiri stórframkvæmdum á þjóðvegakerfi Austurlands til að rjúfa eða draga úr þungbærri einangmr. byggðarlaga og skapa möguleika á auknu samstarfi og aukn- um viðskiptum nágrannasveitarfélaga. Með einhverjum hætti þarf t. d. að koma Vopnafirði í ömggt samband við þjóðvega- kerfi Austurlands. Og svo annað dæmi sé nefnt, þarf að tryggja Seyðfirðingum traustar vetrarsamgöngur við Héraðið. Það verður varla gert með jarðgöngum, en hvemig væri að byggja yfir veginn? Það er ekki ástæða til að telja eftir þær fúlgur, sem Odds- skarðsgöngjn hafa kostað. Líklega mundu þau álíka dýr og eitt stykki Víðishús. — B. Þ. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐ ARSON TÓK SAMAN 17. Brynjar Júlíusson, verslunarmaður f. á Dalvík 9. jan. 1935. For- eldrar: Júlíus Halldórsson, sjómaður og kona hans Kristín Sigmars- dóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1974—1978. Sat 1 bæjar- stjórnarfund. Kona: Fríður Björnsdóttir f. í Neskaupstað 3. nóv. 1935. Foreldrar: Björn Björnsson, kaupmaður nr. 15 og kona hans Guðlaug Ingvarsdóttir. 18. Dagmar Sigurðardóttir f. í Sandgerði, Miðneshreppi 8. sept. 1929. Foreldrar: Sigurður Guðmundsson, smiður og kona hans Guðbjörg Bjarnadóttir. Varabæjarfulltrúi Alpýðubandalagsins 1974—1978. Sat 7 bæjarstjórnarfundi. Maður: Friðjón Þorleifsson verkstjóri f. í Nes- kaupstað 13. ág. 1928, albróðir Stefáns Þorleifssonar nr. 96. Foreldrar: Þorleifur Ásmundsson, verkamaður og kona hans María Aradóttir. 19. Einar Hilmar Bjarnason, lyfsali f. á Seyðisfirði 6. des. 1896. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét S. Einarsdóttir. Varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1942-1947 að hann fluttist brott. Sat 13 bæjarstjórn- arfundi. Kona: Hansína Benediktsdóttir f. á Reyðarfirði 17. ág. 1900. Foreldrar: Benedikt Eyjólfsson og kona hans Jakobína N. Hansdóttir. 20. Einar Einarsson, sjómaður f. á Stöðvarfirði 6. nóv. 1902, d. 26. apríi 1933, drukknaði pegar v/b Friðþjófur frækni fórst í Norðfjarðar- flóa. Foreldrar: Einar Brynjólfsson, verkamaður og kona hans Oddný Jónsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1930 til dauðadags. Sat 17 bæjarstjórnarfundi. Kona: Gíslína Haraldsdóttir f. 10. júlí 1904. Foreldrar: Haraldur Brynjólfsson nr. 39 og kona hans Þórey Jónsdóttir. í Neskaupstað. Nú þegar er lokiö múrhúöun, hitalögn tengd, vatns- og skolpiagnir frágengnar aö taekjum og loftræsistokkar uppsettir aö mestu. Verkinu skal skila í þrem áföngum. Verklok eru áætluö 15. nóv. 1981. Útboðsgögn veröa afhent gegn 25.000.- kr. skilatryggíngu á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og ennfremur hiá sjúkrahússráösmanni. Neskaupstaö. Tílboö veröa opnuö á skrifstoíu vorri þriöjudag- inn 3. apríl .1979, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 80RGARTÚN1 7 SÍMS 26844 PÖSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Hús til sölu * Tilboð óskast í húseignina Hafnarbraut 28 Neskaupstað eign M.F.N. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. — Tilboðum sé skilað fyrir 10 mars í pósthólf 70. — Uppl. gefur Einar Sólheim s. 7375. Myndlistarfélag Neskaupstaðar Búið að frysta Framhald af 1. sfðu. Fáir hafa sýnt eins mikið fram- tak í því og Norðfirðingar að veiða þessa fiskitegund og lagt í eins mikinn kostnað við að vinna hana til manneldis og skeþnu- fóðurs, þar sem við höfum bæði þurrkað koimunnann og unnið úr honum mjöl. Nú bindum við miklar vonir við það framtak sem þeir sýna sem Jóna Kata við fœribandið eru að vinna að því að ná sér í skip, mikið til þess að veiða kol- munna og fleiri fisktegundir. Von- andi hafa stjórnvöld og fleiri aðil- ar þann skilning að greiða fyrir því að þeir komist yfir þetta skip“. Hertir þorskhausar á bandi Úti við dyr stóðu kassar með þorskhausum sem þræddir voru upp á band. Þessa hausahnýtingu sagði Guð- jón vera vaxandi framleiðslu og hafi hún verið tekin upp nú í janúar í fyrsta sinn. „Þessi framleiðsla er fyrir Nigeríumarkað og hefur þróast í nokkur ár hér á landi og farið ört vaxandi í seinni tfð. Hausarnir eru þræddir uþp á spotta og bundnir fastir einn og einn. Síðan eru þeir settir í skreið- arhjall, þurrkaðir og þakkaðir í 30 kg pakningar. Sums staðar eins og t. d. á Suðurnesjum þar sem saltfiskþurrkunarklefar eru fyrir hendi eru hausamir jafnvel alveg þurrkaðir í þeim. Með þessari framleiðslu er fisk- urinn nýttur í kringum 80%, að- eins innyflin eru eftir. Þetta er stórt skref í þá átt að nýta hrá- efnið betur en gert hefur verið“, sagði Guðjón Marteinsson að lok- um. — lóa 1 Austurlandi SÍMAR 7571 og 7454 Gistið í hjarta borgarinnar Bjóðum mjög hag.stætt vetjarvcrö. Björr og rúmgóð horbcrgi og viðurkenndan vejslumat, Sérsiakt aídáttar- verð fyrir hópa.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.