Austurland


Austurland - 08.03.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 08.03.1979, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 8. mars 1979 Auglýsifl í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Það er lán að skipta við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Bjarni Þórðarson STJQRNMÁLARABB Heldur hefur sambúðin á stjóm- arheimilinu pótt stirð frá öndverðu og síst hefur hún þótt minna á „ástir samlyndra hjóna“. Oft hafa risið heiftarlegar deilur með stjórnárflokkunum og er það í sjálfu sér ekkert undrunarefni um flokka með jafn ólík sjónarmið í hinum afdrifaríkustu málum. Vegna þessara stöðugu átaka hafa menn átt von á að stjórnin félli þá og þegar. Vissulega hefur oft áður gengið á ýmsu um stjómarsamvinnu flokka. En fram að þessu hefur verið tekist á um þau bak við luktar dyr og almenningur átt þess litinn kost að fylgjast með því, sem var að gerast. Nú bregður hins vegar svo við, að tekist er á um málin fyrir kjúklingar og Emil í Kattholti Oft hefur verið bent á það hér í blaðinu, hve lélegar flugsam- göngur Norðfirðingar búa við. Þó er mikið vafamál, að mörg byggð- arlög hafi jafn brýna þörf fyrir greiðar flugsamgöngur og einmitt Norðfjörður, sem er eins og kunn- ugt er mjög einangraður land- fræðilega. Það er ekkert nýtt, að það fólk, sem býr úti á landsbyggðinni sitji ekki við sama borð og þeir, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar ýmsa opinbera þjónustu. Oftast höfum við þó talið, að við gætum keypt sömu vörur og Reyk- víkingar í verslunum, þ. e. a. s. með því að borga bæði póstkröfu- gjald og flutningskostnað, sem oft hefur verið dágóður hundraðshluti af verði hins keypta. En nú er þetta ekki hægt leng- ur í öllum tilfellum. Kona ein í Neskaupstað hringdi í fyrirtæki í Reykjavík, sem selur kjötvörur og ætlaði að panta sér kjúklinga. Þar var henni tjáð, að fyrirtækið væri hætt að senda matvöru út á land, því að Flugfélag íslands stæði sig svo illa í flutningunum. Hefði það oft komið fyrir að matvæli hefðu skemmst, vegna hins langa tíma sem flutningurinn hefði tekið. Jafnframt var henni tjáð, að um 6 mánuðir væru síðan þessi stefna hefði verið tekin, svo að ekki er það verkfallið, sem þarna á sök á. Það er ekki flogið, þegar flug- mannaverkfall er. Það er heldur ekki flogið þegar ekki er verkfall. Eða eins og Emil í Kattholti orðaði það: „Þegar ég á ekki pen- inga drekk ég ekki kók. Þegar ég á peninga má ég ekki drekka kók. Hvenær í andskotanum má ég drekka kók?“ — Á. J. FÉLAGSVIST A. B. N. Félagsvistin er í kvöld fimmtudagskvöld kl. 9. opnum tjöldum. Stjórnarflokkarn- ir opinbera ágreining sinn, takast á um málin fyrir opnum tjöldum, á þingi, í blöðum og sjónvarpi og útvarpi. Ágreiningur milli stjóm- arflokkanna þarf ekki að vera eins mikið meiri en stundum áður og þessi umræða gefur tilefni til að ætla. En hin opinskáa umræða er til stórra bóta. Hún gerir almenn- ingi fært að fylgjast með málum og að draga rökréttar ályktanir af því, sem fram fer. Aftöku frestað nao eru einKum Kratarrur, eöa réttara sagt íárr menn úr þeirra fiokKi, sem hata haidið uppi hörð- um árásum á ríkisstjórnma. En reynsian hefur sýnt, að þeir eru mestir í kjaftinum. Þegar á hefur reynt að standa við stóru orðin, hafa þeir koðnað niður og reynst venjulegir smákratar. Pessir menn hafa haft einkenni- legar tilhneigingu til að bita sig fasta, eins og steinbítur í þóftu, í ýmsar dagsetningar. Fyrst var það 1. desember. Ef þá hefði ekki ver- ið fullnægt ákveðnum skilyrðum þeirra skyldi stjórnin falla. Hinir stjórnarflokkarnir létu hótanimar ekkert á sig fá og þá var aftöku stjórnarinnar frestað til 1. janúar. Aramótin komu og fóru án þess að nokkuð gerðist í þessa átt og nú var fresturinn lengdur til 1. febrúar. Og enn sat við sama og nú var fresturinn lengdur til 1. mars. Þegar sýnt þótti að enn yrði ekki komið til móts við krata fyrir þann tíma, tók sig til undra- fuglinn Vilmundur Gylfason og flutti þingsályktunartillögu á sprengidag sjálfan um að efnt skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um efnahagsmálafrumvarp for- sætisráðherra, sem þó hafði ekki verið lagt fram á þingi og lá aðeins fyrir sem drög. Krafðist Fyrir opnum tjöldum þingmaðurinn þess, að tillagan vrði afgreidd fyrir 1. mars, þótt aðeins væru nokkrar klukkustund- ir til stefnu og ekkert frumvarp lægi fyrir. Málið mátti sem sé ekki fá þinglega meðferð. Auðvitað hafði þingið kröfu Vilmundar að engu og sá hann sér þá kost vænstan að taka tillögu sína aftur. Það sýnir þó, að ekki er honum alls varnað. Ekki hafa kratar tilgreint nýjan aftökudag stjórnarinnar, en 1. apríl virðist einkar vel valinn dag- ur. En hafa ber í huga, að þeir lifa lengst, sem með orðum eru vegnir. Gáfust upp Kratar höfðu mjög við orð, að flytja frumvarp forsætisráðherra sem eigið frumvarp, legði hann það ekki fram í tíma sjálfur. Og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur skoraði á þingmenn flokksins að gera það. En þegar til kastanna kom sáu þeir sér það ekki fært. Það hefði þó verið skemmtilegur þáttur í skrípaleik krata. Klikkun í krataflokknum Menn virðast nokkurnveginn sammála um, að fráleitt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um jafn viðamikið mál og frumvarp forsætisráðherra er. Sá kjósandi mun torfundinn, sem vildi hafna öllum atriðum þess eða fallast á þau öll. Skýra afstöðu var ekki hægt að taka. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ein- stök mál er mjög fátíð hér á landi og mætti þar gjarnan verða breyting á. Oft hefur vissulega verið ástæða til að leita úrskurðar þjóðarinnar og vil ég þar tjl nefna inngöngu íslands í Nato og hing- að komu erlends hers til þrásetu. Og enn eru full rök fyrir því, að spyrja þjóðina hvort hún vill vera áfram í hernaðarbandalagi þessu og hvort hún vill að landið verði áfram hersetið. En að leggja til að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um mikinn og flókinn frumvarpsbálk og það áður en hann er full sam- inn, ber vott um alvarlega klikk- un. Líka klikkun í Sjájfstæðisflokknum En það eru fleiri klikkaðir en kratar. Framhald á 3. síðu STARFSSKÝRSLíl MINJASAFNS AU STLIRLANDS ÁRIÐ 1978: Minjasafnið húsvillt Aflafréttir Um 12.700 tonn af loðnu hafa borist til Fáskrúðsfjarðar. Svolítið hefur verið fryst af hrognum, en annarri frystingu er ekki hægt að koma að bæði vegna fólkseklu og plássleysis. Ljósafellið landaði í dag, þriðju- dag, um 100 tonnum en Hoffellið kemur á miðvikudag. Bæði hafa skipin verið á veiðum á Vest- fjarðamiðum því að fiskurinn minnkaði á miðunum fyrir austan eftir að loðnan gekk hjá. Hjá Pólarsíld leggja 3 netabát- ar upp en aflinn er ekki mikill ennþá. — B. S. Loðnuafli Sl. þriðjudag hafði verið landað um 240 þús. lestum af loðnu á Austfjarðahöfnum sem skiptist þannig á milli staða. Vopnafjörður 24.000 tonn Seyðisfjörður 67.000 tonn Neskaupstaður 40.000 tonn Eskifjörður 52.000 tonn Reyðarfjörður 23.000 tonn Fáskrúðsfjörður 13.000 tonn Breiðdalsvík 4.500 tonn Stöðvarfjörður 6.500 tonn Djúpavogur 7.000 tonn Skriðuklaustur { stjóm safnsins áttu sæti: Arn- prúður Gunnlaugsdóttir af hálfu Sambands austfirskra kvenna og var hún formaður; Ármann Hall- Frá þjóðminjasýningu SAL og Minjasafnsins á Egilsstöðum 1976. — Ljósm. G. H. dórsson af hálfu Búnaðarsam- bands Austurlands, ritari; Sigur- jón Bjarnason af hálfu Ú.Í.A. gjaldkeri; Halldór Sigurðsson af hálfu Menningarsamtaka Héraðs- búa. Múlasýslur hafa ekki enn gengið frá formlegri aðild að safn- inu, en fulltrúar (áheyrnarfulltrú- ar með málfrelsi og tillögurétti) voru Helgi Gíslason frá N.-Múl. og sr. Þorleifur Kristmundsson frá S.-Múl. Boðaður stjórnarfundur á árinu var einn, haldinn 8. apríl 1978. Helstu störf á vegum safnsins voru: I. Húsnæðismál: — Enn situr við sama í húsnæðismálum safns- ins; og má það heita húsvillt í þeim skilningi, að ekki hefur það sýningarhæft húsnæði. Munir safnsins eru geymdir á tveim stöð- um; eldri hlutinn frá 1934—1952 á Skriðuklaustri, nema nokkrir munir sem teknir hafa verið til viðgerða, og nýrri hlutinn, sem safnað hefur verið síðan 1975, í geymsluhúsnæði í Egilsstaðakaup- túni. Safnastofnun Austurlands fer með húsnæðismál minjasafnsins í samráði við safnstjórn, og er nú málið komið á það stig í árslok 1978, að framundan virðist að skipa viðræðunefnd sem starfi á grundvelli samnings milli land- búnaðar- og menntamálaráðu- neytisins og SAL frá 1972-73 um húsnæðismál safnsins. Er þar um að ræða framtíðarhúsnæði fyrir minjasafnið á Skriðuklaustri eða annars staðar á Héraði. Framh. á 2. síðu Fjáröflun með bollusölu Konurnar í Kvenfélaginu Kol- freyju á Fáskrúðsfirði létu sig ekki muna um að baka á 3. þúsund bollur fyrir bolludaginn. Bollurnar seldu þær síðan, bæði í verslanir á Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði og einnig á vinnu- staði sem margir keyptu bollur handa starfsfólkinu með morgun- kaffinu. Ágóðinn af sölunni, um 546 þúsund kr. rennur allur til Styrkt- arfélags vangefinna á Austurlandi til byggingar Vonarlands á Egils- stöðum. Efnið gáfu konurnar sjálfar og kvenfélagið. Svona sala hefur aldrei verið áður á staðnum og undirtektir voru mjög góðar enda ekkert bakarí þar. B. S./lóa

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.