Austurland


Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 4
IUSTURLAND Neskaupstað, Í5. mars 1979 Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur A Þinn hagur. — Okkar styrkur. /jAlk, ¥ SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Smáskaflar hindra eðlileg samskipti Þrátt fyrir óvenjulítinn snjó pað sem af er þessu ári hafa mokst- ursreglur og framkvæmd þeirra hindrað verulega eðlileg samskipti milli Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Norðfjarðar. í flestum tilfellum hefur 20 til 30 m langur skafl sem alitaf mynd- ast rétt sunnan við göngin átt höfuðsökina. Si. föstudagur, sem er opnunar- dagur, er eitt af þessum dæmum, þegar ósanngjamar reglur og röng útfærsla valda ómældum skaða. Síðari hluta dagsins hefði mátt moka en því var frestað til laug- ardags. Þessi frestur leiddi til þess að snjóbíliinn varð að skrölta á auðum vegi stærsta hlutann af leiðinni frá Eskifirði til Norð- fjarðar og þáð sem öllu verrá:var, að um 70 nemendur frá Reyðar- firði og Eskifirði urðu að hætta við að sækja árshátíð Gagnfræða- skólans í Neskaupstað. Ungling- arnir urðu eðlilega fyrir vonbrigð- um og samskipti byggðarlaganna ef til vill fyrir skaða því að til að eðlileg og virk samvinna náist milli staðanna verður að' stuðla að því að unglingarnir geti starfað og skemmt sér saman. Það vakti nokkra furðu hjá undirrituðum, að sjá á laugar- dagsmorgun snjóblásara ásamt tveimur fylgdarbílum vera að moka burt þessum eina skafli. Er ekki hér verið að gera hlutina óþarflega dýra, hefði ekki verið ódýrara að láta hefilinn sem þeg- ar hafði mokað ieiðina að norðan- verðu renna suður yfjr skarð í stað þess að sækja snjóbílinn ásamt fylgdarliði til Reyðarfjarð- ar til 15 míniitna vinnu. Æskilegt væri áð vegagerðin svari þessum spurningum. . Þegar ekki er roeiri snjór en verið hefur að undanförnu verður að telja eðlilegt að á þessa leið sé rennt einu.sinni á dag. — L. K. ESKFiRÐINGAR: Hefja leigu- Eskfirðingar eru að fára af stað með byggingu 12 leigu- og sölu- íbúða, og verður væntanlega byrj- að á verkinu í aþríl ef veður leyf- ir. verksins, Sigurbjörn Haraldsson, frá Hafnarfirði. Fyrstu íbuðunum á;:að, skila I. seþtember 1980 en gert er ráð fyrir að byggingunni verði endanlega lokið 1. maí 1981. Verktaki hefur verið ráðinn til íbúðirnar verða sex 50 m2 (búðir og sex 100 m.2 án bílskúrs, en húsið er sömu gerðar og verið er að byggja á Reyðarfirði. Eskifjarðarbær reiknar með því að efga'B íbúðanna en selja hinar. Eftirspum er mikil eftir þeim og fáar eru eftir lausar. Hamrahliðarkörinn til Austurlands Kór Menntaskólans við Hamra- hh'ð heimsækir Austurland um helgina 23.—26. mars nk. Hann mun halda tónleika í Egilsstaða- kirkju föstudagskvöldið 23. mars kl. 21, á laugardag syngur kórinn fyrir nemendur Alþýðuskólans á Eiðum og um kvöldið kl. 21 verða tónleikar í Valhöll á Eskifirði. Á sunnudaginn 25. mars syngur kór- inn í Egilsbúð Neskaupstað og hefjast þeir tónleikar kl. 21. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins , er Þorgerður Ingólfsdóttir, Þessi heimsókn er viðbúrður sem engin, er ann góðri tónlist, ætti að láta fram hjá sér fara. Hingað tii hefur kórinn heimsótt alla landsfjórðunga utan Austur- lánd. Hamrahlíðarkórinn var stofnað- ur haustið 1967. Allt frá stofnun hefur það verið markmið kórsins að glæða skilning og áhuga á tónlist með söng. Kynnt hafa ver- ið tónverk frá ýmsum tímum og á efnisskrá kórsins er jöfnum höndum innlend og erlend tón- s. list, allt frá 16, öld til 20. aldar. Kórinn hefur m. a. frumflutt verk eftir sex íslensk tónskáld. Kórinn héför komið fram við lýmis tækifæri, bæði í skólanum og utan hans. Hann hefur ferðast á íslandi og erlendis og haldið tónleika á fjöltnörgum stöðum m. a. í Kaupmanrtahöfn 1975 og 1977 og London 1976. Hann var full- trúi fslands í lokakeppni norrænna æskukóra í Noregi 1973, í Svíþjóð 1975 og Danmörku 1977. Hann tók þátt í kórhátíðunum „Evrópa syngur“ á Englandi 1976 og „Zimirya“ í fsrael 1977. Framh. á 3. síðu Úr einu í annað KRISTINN V. JÓHANNSSON Á skíðum skemmti ég mér... Máttur auglýsinganna Undanfarið hefur Skíðasam- band fslands og skíðaráð víðsveg- ar um land hvatt fólk mjög til skíðaiðkana. Skíðaráð Þróttar í Neskaupstað var þar enginn eftirbátur annarra og undirbjó og auglýsti skíða- trimm í Oddsdal fyrir alla fjöl- skylduna. Og það dugði. Innan orfárra daga var allur snjór horfinn neðan við 400 m hæð yfir sjó og gaf ekkýiá snjó fyrir trimmara. Menn fórú að rifja það upp, að þegar til stóð að halda hér lands- mót á skíðurii tvö ár í roð varð í bæði skiptin að hætta við; vegna snjóleysis og flytja mótin norður og vestur á land. Síðan hefur Skíðasambandið ekki verið til við- tals um stórmót í Oddsdal. Væri ekki ráð fyrir bæjarstjórn að nota sér afstöðu æðri máttar- valda til skíðamótahalds hér? Ef Þróttur t. d. auglýsti svona hálfs- mánaðaflega allan veturinn skíða- trimm og skíðamót væri nokkuð öruggt að snjólétt yrði. Og þó bæjarsjóður þyrfti að kosta nokkr- ar útvarpsauglýsingar yrði það örugglega ódýrara en snjóýtingin! Farið til fjalla Fólk lét ekki snjóleysið á lág- lendi á sig fá og sótti bara hærra til fjalla. Síðustu helgar hefur fjöldi fólks á öllum aldri flykkst inn á Oddsda! og gengið og rennt sér, rúliað og oltið í skíðalandi og umhverfi sem áreiðanlega á óvíða sinn líka að fjölbreytni og náttúrufegurð. Ég hef slegist í hópinn nokkr- um sinnum, enda nýbúinn að fjár- festa í skíðaútbúnaði og hérmeð ráðlegg ég öðrum að gera slíkt hið sama. Kunnátta skíðafólksins er æði misjöfn sem eðlilegt er. Sumir eyða meiri tfma í að detta og standa upp aftur en renna sér. Ég er i' þeim flokki. Aðrir þjóta niður brekkurnar með sveigjum og beygjum líkt og getur að líta í Nesguikauglýsing- unni í sjónvarpinu.. Ungu strák- arnir, Ólafur Gunnarsson og Stebbi Þorleifs eru í þeim hópi. ■ Bommsara boms Aðal skíðaleiðirnar undanfarið hafa verið á svæðinu frá gangaopi og niður að brúnni á miðjum dal. Um daginn fór ég þessa leið — í mörgum áföngum — og þá vöktu athygli mína, allmargar holur og dældir meðfram brautinni. Þær reyndust auðvitað eiga sína eðli- legu skýringu. Þarna voru smádældir, sem mýnduðust þegar Lóa og Bára voru að stoppa sig. Apótekaraholan myndaðist þeg- ar Vigfúsi, sém er ágætur skíða- maður, hlektist á, — en langmynd- arlegastur var bæjarstjóragígurinn! Hvar er minnihlutinn? .Glöggur maður hafði tekið eftir því að allur meirihluti bæjarstjóm- ar. að Þórði undanskildum, var kominn á skíði og spurði hverju sætti. Ég sagði honum sem var að við gerðum þetta til að halda okkur í formi, en svo hefði heyrst að minnihlutinn ætlaði að hefna ófaranna í koddaslagnum á 17. júní f fyrra með því að skora á okkur í' svigkeppni um páskana. Þórður er leynivopn okkar og æf- ir í laumi. List og lyst Þó ég hvetji alla til að hreyfa sig sem mest get ég ekki tekið undir þá útbreiddu skoðun að trimm sé megrunaraðferð. Víst koma menn heim endurnærðir og útiteknir eftir dýrðlegan dag á fjöllum og allir skemmta sér jafn- vel, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Það er álitamál, hvort mér hef- ur farið fram í skíðalistinni þessi skipti, en þegar ég kem heim eftir trimmið er ég svo glorhungraður að ég borða á við fjóra, sem er tvöföldun á matarlystinni. — Krjóh

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.