Austurland


Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 2
_________JUSTURLAND__________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðneínd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. RHstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað simi 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Beinir skattar og óbeinir Skattamál eru einn þeirra málafiokka, sem sífellt er til umræðu og sífelldar deilur standa um. Sýnist þar sitt hverjum, sem vonlegt er, því ólíkir eru hagsmunirnir og misjafnar skoð- anir. í höfuðatriðum eru skattar tvennskonar, beinir og óbeinir. Beinir skattar eru oftast ákveðinn hundraðshluti tekna og eigna og er það hlutfall j>ví hærra, sem tekjurnar eru hærri og eign- imar meiri. Til eru og nefskattar, óréttlátastir allra skatta. Helstu beinu skattarnir eru tekju- og eignaskattur til ríkisins og útsvar og fasteignaskattur til sveitarfélaganna. Óbeinir skattar eru hinsvegar lagðir á neyslu og eru }>ví jmngbærari sem fjölskyldurnar eru fjölmennari. Þessi skatt- heimta er í hinu margbreytilegasta formi, en hér hjá okkur þekkjum við best söluskatt á sölu innanlands og tolla á inn- flutning. Lengst af hafa verkalýðssamtökin og stjórnmálasamtök alþýðu barist gegn óbeinum sköttum en fyrir beinum. Fyrir allmörgum árum varð kúvending í jæssum efnum hjá verka- lýðshreyfingunni. Hún tók að beita sér gegn tekjuskatti. Þótt beint lægi fyrir, að lækkun tekjuskatts hlaut að leiða til hækk- aðra óbeinna skatta. Þessa stefnubreytingu er erfitt að skilja, því að hin nýja stefna er andstæð hagsmunum láglaunamanna. Helst er hægt að láta sér til hugar koma, að J>ama hafi ráðið ferðinni hinn betur setti hluti launþega og að láglaunamenn hafi látið blekkjast af skattalækkunaráróðrinum. Með lækkuð- um beinum sköttum j?urfa heir ekki að borga eins mikið á skrifstofum ríkis og sveitarfélaga, en í staðinn skilja J>eir miklu hærri upphæðir eftir í kaupfélaginu sínu eða hjá kaupmann- inum. Hér þarf verkalýðshreyfingin að snúa aftur til fyrri stefnu. Sú, sem nú er fylgt, er til hagsbóta hálaunamönnum og j>að er ekki hlutverk alj’ýðusamtakanna að berjast fyrir þeirra hags- munum. En skattamir eru ekki aðeins tekjuöflunarleið fyrir hið opinbera. Þeir eru líka aðferð til hagstjómar. Óbeinir skattar hafa mjög verðbólguaukandi áhrif. beinir skattar verðbólgu- hjaðnandi. Verkalýðssamtökin og stjómmálasamtök }>eim tengd eiga að taka upp harða baráttu fyrir lækkun og afnámi óbeinna skatta. Fróðlegt væri ef einhver reiknimeistari tæki sér fyrir hendur að reikna út hversu mikið verðbólgan hjaðnaði, ef t. d. söluskattur yrði felldur niður. Slík ráðstöfun mundi áreiðan- lega leiða til stórfelldrar verðlækkunar. Stefna ætti að afnámi tolla af innfluttum vömm öðrum en j>eim, sem óæskilegt er talið að flytja til landsins af einhverjum ástæðum, t. d. þeim, sem við framleiðum sjálf, samskonar og jafngóðar vömr. En ríkið, hvemig á j>að að bæta sér upp J>að stórkostlega tekjutap, sem af J>essu leiddi? Fyrst ber að átta sig á j>ví, að tekjutapið yrði ekki nálægt }>ví eins mikið og í fljótu bragði gæti virst, J>ví lækkun verðlags kæmi ríkinu meir til góðs en nokkrum öðmm. En )>að sem á vantar yrði að ná með hækkuðum tekjuskatti og með skatt- lagningu tekna og eigna, sem nú sleppa við skatt að meira eða minna leyti. Til )>ess að gera tekjuskattinn réttlátari, j>arf að færa hann nær j>ví að hann verði brúttóskattur svipað og útsvör em nú. Með j>ví móti féllu niður ýmisir óeðlilegir frádráttarliðir. Má j>ar nefna vaxtafrádrátt, sem oft er gífurlega hár, og ekki alltaf NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatat BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 57. Jón Sigfús Einarsson, húsasmíðameistari f. á Hafursá, Vallahreppi 27. nóv. 1920. Foreldrar: Einar Markússon, bóndi og fyrri kona hans Margrét Jónsdóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1954—1958, varabæjarfulltrúi 1958—1970. Sat 49 bæjarstjórnarfundi. Kona' Þor- björg Vilhjálmsdóttir f. í Neskaupstað 16. júlí 1917. Foreldrar: Vil- hjálmur Stefánsson nr. 107 og seinni kona hans, Kristín Árnadóttir. Þorbjörg er alsystir Laufeyjar Vilhjálmsdóttur móður Kristins V. Jóhannssonar nr. 66. 58. Jón Guðmundsson, sölumaður fasteigna, f. í Neskaupstað 20. apríl 1942 Foreldrar: Guðmundur H. Sigfússon nr. 33 og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Varabæjarfuiltrúi Sjálfstæðisflokksins 1970—1974. Sat 4 bæjarstjórnarfundi. Kona: Ásdís Þórðardóttir, flugfreyja f. í Vestmannaeyjum 2. jan. 1948. Foreldrar: Þórður Þórðarson, hárskeri og Theódóra Bjarnadóttir, hárgreiðslukona. Jón og Sigfús Guðmundsson nr. 88 eru albræður. 59. Jón Sigfússon, kaupmaður, f. 20. aprfl 1893 í Brekkugerði Fljóts- dalshreppi, d. í Reykjavík 13. sept. 1958. Foreldrar: Sigfús Jónsson, bóndi og kona hans Stefanía Jónsdóttir. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins 1950—1954 og varabæjarfulltrúi 1942—1946. Jón og Ingólfur Sigfússon nr. 47 voru albræður. Kona: Ingibjörg Einarsdóttir f. á Víkingsstöðum, Vallahreppi 10. mars 1887, d. í Neskaupstað 15. sept. 1952. Foreldrar: Einar Sölvason, bóndi og fyrri kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. 60. Jón Svan Sigurðsson, framkvæmdastjóri f. í Neskaupstað 12. febr. 1913. Foreldrar: Sigurður Jónsson, verkamaður og kona hans Guðrún Gísladóttir. Bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1946—1958 og varabæjar- fulltrúi Alpýðubandalagsins 1958—1962. Sat 149 bæjarstjórnarfundi. Varaforseti bæjarstjómar 1957—1958. Kona: Jóna I. Jónsdóttir, hár- greiðslukona f. í Reykjavík 6. maí 1913. Foreldrar: Jón Barðason, skipstjóri og Friðbjörg Sigurðardóttir. 61. Jón Sigurjónsson, bæjargjaldkeri f. 17. júlí 1888 á Bóndastöðum, Hjaltastaðahreppi, d. í Hafnarfirði 24. mars 1936. Foreldrar: Sigurjón Jónasson, bóndi og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Kjörinn bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins 1930, en flutti úr bænum 1932 Sat 57 bæjar- stjórnarfundi. Kona: Elísabet Kristjánsdóttir f. 23. des. 1892 á Svína- bökkum, Vopnafirði. Foreldrar: Kristján Grímsson og kona hans Guðný Guðnadóttir. Elísabet og Rósa kona Gunnars Sæmundssonar nr. 36 eru alsystur. 62. Jón Sveinsson, útvegsbóndi f. 1. des. 1879 í Seldal, Norðfjarðar- hreppi d. í Neskaupstað 24. okt. 1950. Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi og kona hans Þorbjörg Pálsdóttir. Kosinn í fyrstu hreppsnefnd Neshrepps 22. júní 1913 og átti sæti í henni til 5. júní 1916. Átti og sæti í nefndinni 14. júní 1919—20. júní 1925. Sat 63 hreppsnefndar- fundi. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1934—1938 og sat 30 bæjarstjórnarfundi. Samtals sat hann því 93 sveitarstjórnarfundi. Kona: Lilja Jóhannesdóttir f. á Nolli, Grýtubakkahreppi, S.-þing. 24. jan. 1876 d. í Neskaupstað 24. apríl 1957. Foreldrar: Jóhannes Guðmunds- son, bóndi og kona hans Guðbjörg Pálsdóttir. Lilja og Sesselja Jóhannesdóttir, móðir Jóhannesar Stefánssonar nr. 55 vom alsystur. 63. Jón Sveinsson, verslunarmaður, f. í Neskaupstað 27. des. 1892, d. í Reykjavík 2. febr. 1931. Foreldrar: Sveinn Sigfússon, kaupmaður og fyrri kona hans Þorbjörg Runólfsdóttir. Hreppsnefndarmaður 17. júní 1922—31. des 1928, síðan bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1929— dauðadags. Sat 92 hreppsnefndarfundi og 22 bæjarstjórnarfundi, samtals 114 sveitarstjórnarfundi. Kona: Guðrún Karlsdóttir f. á Eskifirði 17. apríl 1899. Foreldrar: Karl Sigurðsson og kona hans Sólrún Jóns- dóttir. Guðrún og Sigurður Lúðvíksson nr. 91 og Sigríður Lúðvíksdóttir kona Jónasar Guðmundssonar nr. 64 voru bræðrabörn. Jón var hálf- bróðir Friðrikku Sigríðar Sveinsdóttur konu Guðjóns Hjörleifssonar nr. 30 og albróðir Sigfúsar Sveinssonar föður Guðmundar H. Sigfús- sonar nr. 33. Ráðstefnu AB um verkalýðsmál sem halda átti um næstu helgi verður frestað. Nýr ráðstefnutími auglýstur síðar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ lögum samkvæmt. j’akkað sé bankaleyndinni. Heimila ætti frádrátt af vöxtum húsnæðismálastjómarlána og lífeyrissjóðs- lána til byggingar eða kaupa á íbúð til eigin nota og ekkert j>ar fram yfir. Þörf er umræðna um skattamál á j>essum grundvelli, ekki síst á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Gætu j>ær umræður orðið til }>ess að hún víki af }>eim villigötum, sem hún nú fetar í skattamálum. — B. Þ. Skíðamót Austurlands Framhald úr 17. tölublaði. Ganga drengir 11—12 ára 1. Sigurður Jensson Nk. 13.41.0 2. Jóhann Þorvaldss. Sf. 13.50.4 3. Óskar Finnson Sf. 14.27.5 Ganga drengir 13—14 ára 1. Sveinn Ásgeirsson Nk. 10.36.0 2. Börgvin Gunnarss. Sf. 12.04.8 3. Arnar Jónsson Sf. 12.46.0 Ganga drengir 15—16 ára 1. Gunnar Magnússon Sf. 20.54.8 2. Þorsteinn Arason Sf. 25.52.7 3. Kristján Logason Nk. 26.53.7 Ganga karlar 1. Haraldur Sigmarss. Sf. 29.44.5 2. Sigurjón Kristinss. Sf 33.21.6 3. Steinar Hreiðarss. Sf. 33.29.7 Boðganga 1. A-sveit Seyðisfjarðar 40.17.20 2. B-sveit Seyðisfjarðar 41.11.24 3. sveit Neskaupstaðar 47.20.52 ALPATVÍKEPPNI: Drengir 9—10 ára 1. Birkir Sveinsson Nk. 2. Bogi Bogason Esk. 3. Jón Steinsson Esk. Stúlkur 9—10 ára 1. íris Bjarnadótir Sf. 2. Anna Borgþórsdóttir Esk. 3. Ingibjörg Jónsdóttir Sf. Drcngir 11—12 ára 1. Jóhann Þorvaldsson Sf. 2. Víðir Ársælsson Nk. 3. Magnús H. Bjamason Sf. Stúlkur 11—12 ára 1. Unnur Jónsdóttir Sf. 2. Sigrún Guðjónsdóttir Sf. 3. Sigríður Knútsdóttir Sf. Drengir 15—16 ára 1. Ólafur Hólm Þorgeirsson Nk. 2. Skúli Jónsson Sf. 3. Kristján Logason Nk. Stúlkur 13—15 ára 1. Margrét Blöndal Sf. 2. Unnur Óskarsdóttir Sf. 3. Helga Jóhannsdóttir Sf. Drengir 13—14 ára 1. Jón E. Bjarnason Sf. 2. Einar Sv. Jónsson Sf. 3. Bergvin Haraldsson Nk. Konur 1. Sigríður Jónsdótir Nk 2. Ester Þorvaldsdóttir Sf. 3. Emilía Ástvaldsdóttir Sf. Karlar 1. Jóhann Stefánsson Sf. 2. Unnar Sigurðsson Sf. 3. Ólafur Sigurðsson Nk. Bíll til sölu Volga árgerð 1973 til sölu. Upplýsingar í síma 7392, Nesk. IBUÐ íbúð óskast til leigu. Góðri um- gengni heitið. Upplýsingar í síma 7283 eða 7212. * ÆÆÆKFÆÆFÆÆÆÆ EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 7.—11. maí. Tek að mér trjáklippingar. Upplýsingar í síma 7518. Guðbjörn Oddur Bjarnason skrúðgarðameistari Bíll til sölu Scout-jeppi árgerð 74, sjálf- skiptur, powerstýri, driflokur. Bíllinn er ný yfirfarinn. Upplýsingar í síma 7565 Nesk. Stefán Þorleifsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.