Austurland


Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 1
AUSTUBLAND Olían og kaupið 29. árgangur Neskaupstað, 3. maí 1979. 19. tölublað. Hörmulegt sjóslys Það hörmulega slys gerðist um kl. 11 að kvöldi mánudagsins 30. apríl, að vélbáturinn Hrönn frá Eskifirði fórst í mynni Reyðar- f jarðar. 6 menn voru á bátnum. Hrönn SH 149 var eikarbátur, 41 tonn, smíðaður 1956 á Akur- eyri og var i eigu Haföldunnar hf. á Eskifirði. Báturinn hafði lagt upp á Breið- dalsvík í vetur en var á heimleið þaðan að lokinni vetrarvertíð. Einn skipverjanna varð eftir á Breiðdalsvík. Hrönn hafði samflot með Magnúsi NK og höfðu skipin lent £ stormi. Leiðir peirra skildu við mynni Reyðarfjarðar en Magnús fylgdist með bátnum í ratsjánni. Magnús var kominn 4 mílur norður fyrir Vattarnestanga er hjálparbeiðni barst frá Hrönn, en eftir það sást ekki til bátsins í ratsjánni. Magnús keyrði þegar í rekstefnu í átt til þess staðar er Hrönn sást síðast um 3 sjómílur innan við Vattarnestangann en er þangað kom eftir um 20 mín. siglingu, sást aðeins ýmislegt laus- legt úr bátnum á sjónum. Fleiri skip komu fljótlega á vettvang og varðskip seinna um nóttina og leituðu þau án árang- urs. Mjög fljótt var einnig brugðið við á landi. Innan 10 mínútna var búið að kalla út björgunarsveitir sem leitað hafa fjörur. Brak sem fullvíst er talið að sé úr Hrönn hefur fundist og lík eins skip verjans, Stefáns V. Guðmundsson- ar stýrimanns. 5 skipverja er saknað, þeir eru: Jóhannes Steinsson, skipstjóri, Eiríkur Bjarnason, 1. vélstjóri, Sveinn Guðni Eiríksson 2. vélstjóri Gunnar Hafdal Ingvarsson, háseti. Kjartan Ólafsson, háseti. Þeir sem kynda híbýli sín með olíu hafa heldur betur fengið að kenna á stríði olíuþjóða og iðn- velda undanfarin ár og enn er ekkert lát á hækkunum. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur birt athyglisverða greinar- gerð um þróun olíuverðs, kaup- gjalds og olíustyrks á tímabilinu 1. júlí 1973, en þá var olíukreppan hin fyrri í aðsigi, fram til 1. mars 1979. í greinargerðinni er ísafjörð- ur lagður til grundvallar, en þar er um 95% íbúðarhúsnæðis upp- hitað með gasolíu. 1. júií 1973 kostaði hver lítri af gasolíu kr. 5.30, en kr. 68,90 hinn 1. mars 1979. Hækkunin nemur 1200%, þ. e. verðið hefur 13-faldast. — Á sama tíma hefur kaup verkamanns í fiskvinnu hækkað lir kr. 135,70 í kr. 981.00. Sú hækkun nemur 623% eða ríflega 7-földun á kaupinu á tímabilinu. — Olíukostnaður á íbúa á ísa- firði var kr. 10.427 á árinu 1973, en kr. 119.047 árið 1978. — Árið 1973 fóru 5,61% ráð- stöfunartekna verkamannsins í olíukostnað, en 17,01% árið 1978. — Hinn fyrsta júlí 1973 feng- ust 25,6 lítrar af gasolíu fyrir tímakaup verkafólks í fiskvinnu, en 1. mars 1979 fengust 14,2 lítrar. . — Og árið 1973 fengust 1358 lítrar af olíu fyrir olíustyrkinn yfir árið. í mars 1979 fengust 151 lítri. — í júlí 1973 var hlutfall olíu- styrks af olíukostnaði 70%, en i mars 1979 tæp 9%. í vísitölu framfærslukostnaðar er hitunarkostnaður í Reykjavík lagður til grundvallar. Kannski er þar að finna tregðu stjórnvalda til að greiða olíuverðið niður. Það hefur nefnilega engin áhrif á bless- aða vísitöluna þó hitunarkostnað- ur úti um land margfaldist!! — Krjóh. Fjárhaesáætlun Neskaupstaðar afgreidd Raunverulegt útsvar hefur skerst um 40 prósent Meiri loðna en nokkru sinni fyrr Bæjarstjórn Neskaupstaðar af- greiddi fjárhagsáætlun ársins 1979 á apríifundi sínum. Ástæðan fyrir |>vi að afgreiðsla hennar dróst er sú, að beðið var efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar og auk þess vonuðu menn í lengstu lög, að ríkisstjórnin heimilaði sveitarfé- Iögunum að leggja á 12% útsvar í stað ellefu. Óhætt er að fullyrða, að það urðu sveitarstjóraum mikil von- brigði, að stjórnvöld sýndu ekki meiri skilning á vanda sveitarfé- laganna. Það er ekki sérlega stór- mannlegt í þeirra garð að byrja á því að fulltryggja tekjustofna ríkissjóðs fyrir verðbólguáhrifum og koma svo fram fyrir alþjóð, eins og fjármálaráðherra gerði, og segja að almenningur þoli ekki aukna skattpíningu og því verða sveitarfélögin að búa við það að raunverulegt útsvar hefur skerst um 40 prósent. Helstu tekjuliðir Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru rúmar 449 milljónir. Útsvör (11 %) eru áætluð kr. 252 milljónir, aðstöðugjöld tæpar 59 milljónir, fasteignaskattur 65 milljónir og framlag úr jöfnunarsjóði kr. 44 milljónir. Aðrir tekjuliðir eru minni. Rekstrarafgangur 120 m. kr. Rekstrargjöld eru tæpar 329 milljónir og rekstrarafgangur rúm- ar 120 milljónir (26.7%). Stærstu rekstrarliðir eru fræðslu- mál 61 millj., félagsmál tæpar 57 millj., vextir og lántökukostnaður Framhald á 4. síðu. Atvinnuástand hefur verið með eindæmum gott á Eskif irði í vetur. Tekið var á móti meiri loðnu en nokkru sinni áður og var unnið nótt og dag við vinnslu aflans. Vinnuálagið á þessum tíma hlýtur að vera ærið umhugsunarefni. Það er til lítils að hafa lögfesta 40 tíma vinnuviku þegar fólk þarf að vinna helmingi lengri tíma bæði vegna lágs tímakaups í dag- vinnu en ekki síður vegna kröf- unnar um að bjarga verðmætum. Því á móti þeim efnahagslegu verðmætum sem bjargast við hinn óhemjulanga vinnutíma, þá eru ómæld menningarleg verðmæti sem tapast og heilsutjón vegna vinnuálagsins. Annar böggull hefur fylgt loðn- unni en það er peningalyktin margfræga. Hún hefur verið með alversta móti í vetur og er orðin nánast óbærileg, enda er orðinn verulegur þrýstingur á rekstrar- aðila verksmiðjunnar hér og stjórnvöld að vinda bráðan bug að því að koma upp hreinsibúnaði við verksmiðjuna. — H. J. Fundur Iðnaðarráðuneytis og SSA um orkumál á Austurlandi Heimamenn leggja áherslu á forgang Bessastaðaárvirkjunar Sumarið notað til framkvæmdaundirbúnings og Hver á gamlar myndir í tilefni 50 ára bæjarafmælis Neskaupstaðar er í undirbúningi myndasýning, sem ætlað er að sýna þróun byggðar og mannlífs í bænum þessi 50 ár og reyndar lengur. Líklegt er að brottfluttir Norð- firðingar eigi í fórum sínum gaml- ar myndir. Myndir af gömlum at- vinnuháttum, gömlum bátum eða húsum. Myndir af atburðum, fólki eða félagslífi svo eitthvað sé nefnt. Afmælisnefnd Neskaupstaðar beinir því til allra brottfluttra Norðfirðinga að þeir leiti að gömlum myndum og öðru sögu- NESKAUPSTAÐUR 19291 1979/ legu efni í fórum sínum og láni það til skoðunar og ef til vill til eftirtöku og sýningar. Því er heitið að fara vel með myndirnar, skrá þær og skila þeim aftur sé þess óskað. Tíminn er naumur og því biðj- um við alla að bregðast fljótt við. Senda má myndirnar til afmælis- nefndarinnar, en starfsmaður hennar er Ágúst Ármann Þorláks- son og sími hans er 7625. Ágúst gefur allar nánari upplýsingar og ennfremur formaður afmælis- nefndarinnar Kristinn V. Jóhanns, son. (Fréttatilkynning frá af- mælisnefnd Neskaupst.) Um fjörutíu manns sátu fund á Egilsstöðum síðastliðinn föstu- dag 27. apríl um orkumál á Aust- urlandi en til hans var boðað af Iðnaðarráðuneytinu í samvinnu við Samband sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi. Var þetta með vissum hætti framhald fundar sem haldinn var í Reykjavík 9. mars sl. en allmargir heimamanna sem þangað var boðið komust þá ekki vegna samgönguerfiðleika. Góð sókn var á fundinn á Egils- stöðum, þangað var boðið alþing- ismönnum kjördæmisins, stjórn SSA, orkunefndar SSA og Hafn- arhrepps, og nokkrum starfsmönn- um Austurlandsveitu. Einnig komu til fundarins ýmsir sérfræð- ingar í orkumálum og fluttu fram- söguerindi: Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, Finnur Jóns- son, forstjóri Hönnunar hf., sem unnið hefur að undirbúningi Bessastaðaárvirkjunar, Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, sem greindi frá undirbúningi að stofnun landsfyrirtækis til raforku- öflunar og Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, sem sagði frá stöðu og horfum í jarðhitaleit á Austur- landi. Verkfræðingarnir Jóhann Indriðason frá verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen og Sveinn Þór- arinsson á Egilsstöðum greindu frá athugunum sínum varðandi raf- orkumál Austurlands, sem þeir hafa unnið að á vegum SSA. Að framsöguerindum loknum fóru fram hringborðsumræður þar sem margir lögðu orð í belg og í fundarlok var samþykkt ályktun þar sem áhersla er lögð á að virkj- un í fjórðungi komi á undan hringtengingu sem þó verði einnig stefnt að. Fundarstjórar voru: Hörður Þórhallsson, stjórnarfor- maður SSA, og Bergur Sigur- björnsson, framkvæmdastjóri SSA. í ávarpi iðnaðarráð- herra, Hjörleifs Guttormssonar, í upphafi fundar kom meðal ann- ars fram, að iðnaðarráðuneytið vildi með þessum fundi og dreif- ingu upplýsinga milli funda gefa þeim aðilum heima fyrir sem mest láta sig varða orkumál fjórðungs- rannsókna ins kost á að fylgjast með fram- vindu mála, heyra rök sérfræðinga og koma á framfæri gagnrýni og ábendingum. Viðhorf í orkumálum lands- manna tækju nú örum breytingum meðal annars vegna hækkunar innfluttra olíuafurða sem kölluðu á verulegt átak og auknar fram- kvæmdir til að draga úr olíunotk- un. Hefur ráðuneytið nýlega lagt fram tillögur um verulegar við- bótarfjárveitingar til orkumála þegar á þessu ári og væru þær til- iögur nú til athugunar í ríkis- stjórninni. Þar væri meðal annars um að ræða hröðun á línulögn til Vopnafjarðar og lúkningu und- irbúnings vegna línu frá Skriðdal til Hafnar í Horaafirði. Megin málið sem við Austfirð- ingum blasir nú sé hins vegar spurningin um, hvort áformin um Bessastaðaárvirkjun nái fram að ganga í bráð eða hvort orkumál fjórðungsins yrðu í bili leyst með hringtengingu sunnan jökla eins og mjög væri nú knúið á um af ýmsum aðilum utan fjórðungs að undanförnu. Framhald á 3. síðu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.