Austurland


Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 2
ÍUSTURLAND Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þonnóðsson, Bjarni Þórðar- son, Gnðmnndur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritsrjóri: ÓI»f Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Anglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskanpstað sími 7571. Prentan: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Framhaldsnám á Austurlandi Eins og fram kom í síðasta tölublaði „Austurlands," var í byrjun maí haldin ráðstefna sveitarstjórnarmanna og skóla- manna á Austurlandi um málefni framhaldskólans. Umræður á ráðstefnunni snérust um löggjöf um framhaldsskóla og framhaldsnám á Austurlandi. Af þeim einhug og samstarfs- vilja sem þar ríkti má draga þá ályktun, að Austfirðingar séu tilbúnir til að vinna af festu að bættum menntunaraðstæðum og fjölbreyttari menntunarmöguleikum í fjórðungnum. í áætlun um framhaldsnám á Austurlandi, sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu 1973 er gert ráð fyrir framhalds- námi á nokkrum stöðum. Á Egilsstöðum verði miðstöð bók- legs náms, en miðstöð verklegs náms og skólaverkstæði fjórð- ungsins í Neskaupstað. Milli þessara staða og annarra sem starfrækja framhaldsnám er gert ráð fyrir nánu samstarfi. Samstarf þriggja skóla með framhaldsmenntun hófst sl. vor, en nú á ráðstefnunni var samþykkt merk tillaga frá skóla- stjórnum þeirra sex skóla í fjórðungnum sem starfrækja fram- haldsnám. Þar er kveðið á um markvisst og aukið samstarf þessara skóla sem leiði síðar til stofnunar Fjölbrautaskóla Aust- urlands sem starfræktur yrði á nokkrum stöðum. Lagt er til, að tekið verði upp samræmt námskerfi milli allra skólanna, þ. e. eininga- og áfangakerfi, og ráðnir verði sameiginlegir starfs- menn í náms- og fagstjórn. Þessar hugmyndir falla að þeirri þingsályktunartillögu sem tveir þingmenn Austurlands, þau Þorbjörg Arnórsdóttir og Helgi Seljan lögðu fram á Alþingi í apríl sl. um að mótuð verði stefna um framhaldsnám á Höfn í Hornafirði og verði það hluti samræmds framhaldsskóla á Austurlandi. Því verður ekki móti mælt, að námi í litlum einangruðum einingum eru takmörk sett. Tilgangur náinnar samvinnu skól- anna í fjórðungnum er fyrst og fremst að tryggja nemendum sem besta menntun í heimabyggð þar sem J>ess er kostur og eðlilegt framhald annars staðar. Hér er á ferð stefnumarkandi nýbreytni í skólaskipan hinna dreifðu byggða og mjög mikil- vægt að menntamálaráðuneytið sýni málinu skilning og geri sitt til þess að þessar áætlanir verði að veruleika. Höfuðmarkmið okkar Austfirðinga nú á sviði framhalds- menntunar á að vera, að bæta námið og starfrækja skóla sem sambærilegir eru að gæðum við það sem annars staðar gerist, að öðrum kosti. halda austfirskir unglingar áfram að leita út fyrir fjórðunginn til náms. Stórum áfanga er náð þegar Menntaskólinn á Egilsstöð- um tekur til starfa næsta haust. Brýnasta verkefnið á næstunni er að tryggja hlut verkmenntunar í fjórðungnum með því að reisa skólaverkstæði í Neskaupstað. Því miður hiaut frumvarp til laga um framhaldsskóla sem lagt var fyrir AlJ>ingi í vetur ekki afgreiðslu þingsins nú í vor. Þótt menn hafi greint á um einstaka liði J>ess, er stefna þess ótvírætt til stórra bóta fyrir íslenskt menntakerfi. Allt félags- hyggjufólk hlýtur að fagna mennastefnu þessari, því þar er m. a. lögð áhersla á að efla hlut verklegrar þjálfunar til jafns við bóklegt nám og gert er ráð fyrir að fullorðinsfræðsla verði sjálfsagður hluti skólastarfsins. Nú torveldar hinn mikli fjöldi laga um einstakar skólastofnanir sveigjanleika skólakerfisins og möguleika skóla á aðlögun að breyttu þjóðfélagi. Því er brýnt að þetta frumvarp verði sem fyrst að lögum. „Austurland" hvetur Austfirðinga til að sýna málefnum framhaldsskóla áhuga og standa að baki þeirra sem að þessum málum vinna. — A. K. NESHREPPUR f NORDFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjðrnarmannatal BJARNIÞÓRBARSON TÓK SAMAN 70. Lnðvík Jósepsson, alþingismaður f. í Neskaupstað 16. juní 1914. Foreldrar: Jósep Gestsson, sjómaður og Þórstína Þorsteinsdóttir. Bæjar- fulltrúi Kommúnistaflokksins jan.—11. sept. 1938, Sósialistaflokksins til 1958 og síðan Alþýðubandalagsins til 1970. Sat 211 bæjarstjórnar- fundi. Forseti bæjarstjórnar 1942—1943 og 1946—1957. Alpingismaður 1942 og síðan. Kona: Fjóla Steinsdóttir f. 15. okt. 1916 í Fljótum, Skagafirði. Foreldrar: Steinn Snorrason og kona hans Steinunn ísaks- dóttir. Fjóla og Ólöf Ólafsdóttir, móðir Ólafar Ólafsdóttur konu Gísla Sighvatssonar nr. 28 eru hálfsystur. 71. Magni Kristjánsson, skipstjóri f. í Neskaupstað 24. ágúst 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson, afgreiðslumaður og kona hans Sigurbjörg Marteinsdóttir. Hún er alsystir Halldóru Marteinsdóttur konu Guð- geirs Jónssonar nr. 29, Unnar Marteinsdóttur konu Haralds Bergvins- sonar nr. 38 og Kristínar Marteinsdóttur konu Jóhanns K. Sigurðsson- ar nr. 54. Bæjarfulltrúi Alpýðubandalagsins 1970—1974, síðan vara- bæjarfulltrúi. Sat 8 bæjarstjórnarfundi. Kona: Sigríður Guðbjartsdóttir f. í Hafnarfirði 21. sept. 1941. Foreldrar: Guðbjartur Guðmundsson, sjómaður og kona hans Gyða Helgadóttir. 72. Magnús Guðmundsson, kennari f. í Sandvík, Norðfjarðarhreppi 26. júlí 1923. Foreldrar: Guðmundur Grímsson, bóndi og kona hans Sesselja Sveinsdóttir. Varabæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1946—1950. Sat 30 bæjarstjóraarfundi. Kona: Guðrún Björnsdóttir f. á Húsafelli, Hálsasveit, Borgarfjarðarsýslu 2. okt. 1923. Foreldrar: Björn Gíslason, bóndi og kona hans Andrína Guðrún Kristleifsdóttir. Magnús og Einar G. Guðmundsson nr. 21 eru albræður. 73. Magnús Hávarðsson, útvegsbóndi f. í Hellisfirði, Norðfjarðar- hreppi 23. júní 1878, d. í Neskaupstað 8. jan. 1967. Foreldrar: Hávarð- ur Einarsson, bóndi og seinni kona hans Björg Árnadóttir. Kosinn í fyrstu hreppsnefnd Neshrepps 22. júní 1913 og átti sæti í henni til 5. júní 1916. Kosinn aftur í nefndina 17. júní 1922 og sat í henni til loka hreppstímabilsins 31. des. 1928. Sat 97 hreppsnefndarfundi. Kona: Guðrún Guðmundsdóttir f. í Fannardal, Norðfjarðarhreppi 8. sept. 1875, d. í Neskaupstað 8. maí 1947. Foreldrar: Guðmundur Magnússon, bóndi og kona hans Helga Marteinsdóttir. Guðrún og Stefán Guð- mundsson faðir Jóhannesar Stefánssonar nr. 55 voru alsystkini. Helga Marteinsdóttir var alsystir Hjörleifs Marteinssonar föður Guðjóns Hjörleifssonar nr. 30, og Ara Marteinssonar föður Gyðu Aradóttur, konu Ragnars R. Bjarnasonar nr. 83, og Maríu Aradóttur móður Stefáns Þorleifssonar nr. 97. Frá Nesskóla Skólaslit verða í Egilsbúð föstudaginn 25. maí kl. 2 eftir hádegi. SKÓLASTJÓRI Frá Heilsuverndarstöð Neskaupstaðar Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu landlæknis, verð- ur augnlæknir ekki væntanlegur hingað fyrr en seinast í ágúst eða byrjun september. Auglýst nánar síðar. DDDDDa DDUUDDDDDD 4TU - ]unauDDDDn Hótel til leigu Hótelaðstaðan í Félagsheimilinu Egilsbúð Neskaupstað, er til leigu í sumar í 3 til 4 mánuði. Allar nánari upplýsingar gefur Sigfinnur Karlsson, síma 7230 á milli kl. 9—17. — Heimasími 7566, Nesk. Knattspyrna Keppni í II. deild íslandsmóts- ins i knattspyrnu er nú hafin. — Austri hefur leikið tvo leiki, gerði jafntefli við Magna í fyrsta leikn- um 1:1 en í síðari leiknum tap- aði liðið fyrir Þór á Akureyri 5 : 2. — Þróttur hefur leikið einn leik við Fylki í Reykjavík og tapaði 2:1. Hafði Þróttur 1 : 0 yfir allan leikinn þangað til 8 mínútur voru eftir en þá fékk liðið á sig tvö mörk á 4 mínútum. Það háir Austfjarðaliðunum nú mjög í byrjun mótsins hversu geysislæmt tíðarfar er hér eystra og vellir félaganna nánast ófærir til að æfa á. Um næstu helgi leikur Austri við Selfoss syðra en Þróttur leik- ur við Reyni í Neskaupstað. Verð- ur sá leikur á sunnudaginn kl. 17. Iðnþróunar- áœtlun Framhald af 1. síðu. skoða hugsanlega eða nauðsyn- lega endurskipulagningu peirra iðnfyrirtækja sem pegar eru starf- andi, einnig með samstarf þessara fyrirtækja í huga, þar sem þá væri sýnilega til bóta nýmyndun fyrir- tækja og athugun á því, hvort hugsanlegt væri vegna smæðar þéttbýliskjarnanna á Austurlandi að koma upp iðnfyrirtækjum, sem skipta m.etti milli byggðarlaga þar sem vegalengdir milli byggð- arlaga (einkum miðsvæðis) eru ekki nema 15—30 km svo og skoðun á því, hvort einhverjir aðilar á viðkomandi stöðum væru fúsir til að takast á við þá nýju möguleika, sem fýsilegir þættu og axla þá áhættu, sem nýrri at- vinnustarfsemi er ævinlega sam- fara. Þá yrði einnig höfð í huga æskileg þróun „stóriðju" á Aust- urlandi með tilliti til allra að- stæðna: mikilla orkumöguleika, fólksfæðar, hættu á röskun á bú- setu og hefðbundnum starfandi atvinnufyr.'rtækjum sem mikið fjármagn cr bund!ð í og sérstak- lega viðkvæmu umhverfi (neyslu- vatni) fyrir hvers konar mengun, en einnig þörf landshlutans fyrir þá kjölfestu sem stórvirkjun og stórt iðnaðarfyrirtæki og öll um- svif þar í kring yrðu fyrir byggða- þróun á Austurlandi um ókomin ár". Ljóst er að hér er hreyft hinu mikilverðasta máli fyrir atvinnu- þróun í fjórðungnum því að á flestum þéttbýlisstöðum er vax- andi áhugi á að efla iðnað og gera atvinnulífið fjölbreyttara en nú er. Fellur þetta saman við al- menna stefnumörkun til eflingar iðnaði á vegum ríkisstjórnarinnar. Þannig lagði iðnaðarráðherra fram þingsályktunartillögu um iðnaðar- stefnu á Alþingi í síðustu viku og þess er að vænta að lögfest verði nú í vikunni ákvæði um svokallaðan lánasjóð iðngarða inn- an Iðnlánasjóðs en mikill áhugi er hjá mörgum sveitarstjórnum á að koma upp iðnaðarhúsnæði. Vinningsnúmer í happdrætti Gagnfræðaskólans í Neskaupstað: 1. Flugfar Nesk., Rvík., Nesk.605 2. Lampi 523, 3. Lampi (lítill) 459, 4. Myndavél 681, 5. Krullujárn 656, 6. Kælibox 606, 7. Málverk 431, 8. Slökkvitæki 174, 9. íþrótta- taska 1, 10. Ullarteppi 651, 11. Silfurarmband 738, 12. Plaggöt 16, 13. Hljómplata 54, 14. Plítur 55. Upplýsingar í símum 7285 og 7483. EFNALAUGEN Neskaupstað verður opin 28. maí—8. júní.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.