Austurland


Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 2
Um landbúnað __________Æusturland_________________________ Málgagti Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Óiöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Gcirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: EgUsbraut 11, Neskaupstað síml 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins VIÐ ÞINGLOK Þá hefur Alþingi lokið störfum að pessu sinni. Þingið stóð lengi og var að ýmsu leyti sérkennilegt. Það sem einkum hefur gert það frábrugðið, er mikill og opinn ágreiningur stuðn- ingsflokka ríkisstjómarinnar, f>'ngmcnn stjómarflokkanna deildu hart um ýmis meirihátar pólitísk málefni. Þá munu þess vera fádæmi úr stjórnmálasögunni að jafnoft hafi opinberlega hrikt í stjómarsamstarfi, á fyrsta þingi eftir stjómarmyndun. En hverjar em ástæðurnar til pess. f fyrsta lagi er rétt að nefna ]>að sérkennilega fyrirbæri stjómmálaflokks, sem Alþýðuflokkurinn er nú. Þar er um að ræða 14 manna Júngflokk, sem |>ó lýtur ekki lögmálum venju- legs flokks nema endrum og sinnum. FJokkurinn er stjórnlaus. Nolekrir háværustu þingmenn hans virðast vera í algjörri stjóm- arandstöðu og flytja tillögur og boðskap um ómengaða íhalds- stefnu. f öðru Jagi má nefna, að núverandi ríkisstjóm var barin saman við býsna sérkennilegar kringumstæður. Alþýðuflokkur- inn var nánast negldur í þessa stjóm, hann vildi í stjóm með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn gek til stjómar- samstarfsins í fýlu, hafði tapað miklu fylgi og gekk f>ví særður og reiður til samstarfs við „fjandmenn“ sína. Alþýðubandalagið eitt vildi vinstri ríkisstjóm, stjórn sem breytti um stefnu í grundvallaratriðum frá gömlu íhaldsstefn- unni, ríkisstjóm, sem réðist til atjögu við vandamál efnahags- lífsins í góðu samstarfi við samtök launafólks. Núverandi rikisstjóm, var málamiðlunarstjórn og bar ein- kenni bráðabirgðastjómar, sem mynduð var m. a. til að forða frá allsherjar atvinnuleysi og áframhaldandi meiriháttar átök- um á vinnumarkaði. Og hver hefur orðið reynslan í stuttu máli? Tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu. Meiriháttar deilur, sem yfir stóðu á vinnumarkaði voru leystar. Kaup- máttur launa hefur haldist eins og um var samið sumarið 1977. Vemlega dró úr verðbólguhraðanum á 6 fyrstu mánuðunum. Aljjýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa krafist sam- dráttar í opinberum framkvæmdum og í öllu sem varðar fjár- festingu atvinnuveganna, j>annig hefur framkvæmdafé til orku- mála verið skorið mikið niður. AljjýðufJokkurinn krafðist 30% minnkunar á fjárfram- lögum til vegamála. Framsókn stóð lengi föst á tillögum um 20% samdrátt þar en fyrir harðfylgi Alj>ýðubandalagsins verða framlög til vegamála p\i sem næst hin sömu í ár og á sl. ári, en eiga síðan að fara ört vaxandi. Alpýðuflokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um að binda vísitölubætur á laun langt fyrir neðan verðlagshækkanir og Framsókn hefur tekið undir. Alþýðuflokkurinn hefur verið eins og naut í flagi. j>egar minnst hefur verið á málefni landbúnaðarins. Framsóknar- flokkurinn hefur látið undan honum á ýmsum sviðum eins og varðandi ýmis fyrirgreiðslulán og styrki til landbúnaðar, sem nú er stefnt að að fella niður. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur einkennst af takmarka- lausu ábyrgðarleysi og lýðskrumi. Flokkurinn bar höfuðábyrgð- ina á launalækkunarstefnu síðustu stjómar, en hefur nú gert allt sem hann hefur getað til að auka óróa á vinnumarkaði og spana pá hæst launuðu til verkfalla. Verkamannasamtökin undir forystu Sjálfstæðismanna hafa riðið á vaðið með miklar kaupkröfur. Háskólamenn hafa búið við forystu Sjálfstæðis- manna og krafist fullra vísitölugreiðslna á hæstu laun. Nú stendur Vinnuveitendafélagið fyrir verkbönnum og reynir með öllum ráðum að koma launa- og kjaramálunum í harðan hnút. Og á síðustu dögum J>ings stóð Sjálfstæðisflokkurinn að upp- hlaupi með krötum gegn j>ví að Framleiðsluráð landbúnaðarins fengi ríkisábyrgð fyrir Iáni, til að létta undir með bændum, sem annars standa frammi fyrir 30% launalækkun. Framtíð núverandi ríkisstjómar er óviss. Ýmislegt bendir pó til þess, að j>au öfl í Alj>ýðuflokknum sem leikið hafa fífl á síðasta júngi og gert hafa ríkisstjórninni erfiðast fyrir, séu að láta í minni pokann í j>ingflokki Aljiýðuflokksins. Reynist j>að rétt, gæti ríkisstjórnin á ný náð tökum á vandamálunum og pá væri líka nokkur von til j>ess, að stefna stjórnarinnar yrði mark- vissari og meira í samræmi við óskir vinstri manna, sem stjóm- ina vilja styrkja. — L. J. Garðeígendur Austurlandi Höfum til sölu nú í vor eftirtaldar tegundir af trjám og runn- um í garða: Tegund stærð cm verð pr. stk. kr. Birki 50—150 Birkir í limgerði Reyniviður 75—200 Gráelri 75—150 Alaskaösp 75—200 Alaskavíðir, Viðja, Brekkuvíðir Gullvíðir, Glitvíðir, Loðvíðir Rifs í pottum Fjallarifs, Sólber Birkikvistur Runnamura, Döglingskvistur Blátoppur, Dúntoppur Alaskarós Blágreni, Broddgreni 50—150 Hvítgreni, Rauðgreni 50—150 Sitkagreni, Svartgreni 50—100 Bergfura 30—75 Broddfura, Lindifura 50—150 Stafafura 50—100 Siberiulerki 50—200 Fjallaþinur 50—100 800—2000 500 1400—3500 1500—2400 1300—3000 250—350 250—350 110 900 850 900 1000 1000 verð kr. pr. cm 90 verð kr. pr. cm 60 verð kr. pr. cm 75—100 verð kr. pr. cm 100 verð kr. pr. cm 120 verð kr. pr. cm 70 verð kr. pr. cm 40 verð kr. pr. cm 130 Söluskattur innifalinn í verðinu. Hafið samband við umboðsmenn okkar sem fyrst og fáið pönt- unarlista: Vopnafirði: Una Einarsdóttir. Seyðisfirði: Bjarni Þorsteinsson. Egilsstöðum: Gunnar Gunnarsson. Neskaupstað: Guðbjörn Oddur Bjarnason. Eskifirði: Sigtryggur Hreggviðsson. Reyðarfirði: Björn Jónsson. Fáskrúðsfirði: Hjálmar Guðjónsson. Stöðvarfirði: Petra Sveinsdóttir. Breiðdalsvík: Geirlaug Þorgrímsdóttir. Djúpavogi: Óli Björgvinsson. Höfn: Einar Hálfdánarson. Þegar afgreiðsla getur hafist, væntanlega eftir hvítasunnu, verða farnar auglýstar söluferðir til áðurnefndra staða. SKÓGRÆKT RÍKSINS, Hallormsstað. Framhaldsnám í Neskaup- stað næsta skólaár Iðnskóli Austurlands og Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað bjóða upp á framhaldsnám í eftirtöldum náms- brautum skólaárið 1979—’80, ef j>átttaka verður nægi- leg: — fyrri hluti náms til stúdentsprófs á ýmsum braut- um (4 annir) — heilsugæslubraut (undirbúningur undir sérskóla í heilbrigðismálum og sjúkraliðanámi) — iðnbrautir (málmiðnir, tréiðnir, rafiðnir) — stýrimannabraut (skipstjómarbraut) — tónlistarbraut — uppeldisbraut (m. a. undirbúningur undir fósturnám og þroskaþjálfun) — vélstjórabraut — verslunar- og skrifstofubraut — fomám (fyrir nemendur, sem ekki hafa náð tilskild- um einkunnum á grunnskólaprófi eða gagnfræða- prófi). Upplýsingar gefa: Valur Þórarinsson, skólafulltrúi sími 7625 og 7613. Kristinn V. Jóhannsson, skólastjóri Iðnskólans sími 7620 og 7560. Gerður G. Óskarsdóttir, skólastjóri Gagnfræðaskólans sími 7285 og 7616. Framhald af 4. síðu. vandamál er nú steðja að íslensk- um landbúnaði auk óhagstæðs tíð- arfars, bjóða þeirri hættu heim, að enn fleiri bændur bregði nú búi og flytjist úr hinum dreifðari byggðum landsins. Þessi vandamál eru því vandamál þjóðarinnar allrar og við þeim þarf að bregðast með það sjónarmið fyrir augum. Al- gert frumskilyrði er, að á ein- hvern hátt verði aflað fjár til að mæta þeim fjárhagsvanda, sem bændastéttin stendur frammi fyr- ir, þar sem augljóst er að lög- bundnar útflutningsuppbætur munu ekki duga til að tryggja bændum umsamið grundvallar- verð á þessu ári. Óhugsandi er með öllu, að bændur taki sjálfir á sig 5—6 milljarða tekjumissi, sem mun þýða 12—13 hundruð þúsund króna tekjuskerðingu að meðaltali á hvern bónda í landinu. Nauðsynlegt er að tryggja bænd- um með öllum tiltækum ráðum strax á þessu ári sambærileg laun og viðmiðunarstéttirnar, auk þess sem tryggja þarf félagslega réttar- stöðu sveitarfólks á við aðrar vinnandi stéttir. Athuga þarf möguleika á að draga úr þeim mikla mun sem nú er á afkomu bænda og styðja þarf sérstaklega við bakið á frumbýlingum. Auk þess þarf, ef til lengri tíma er iitið, að huga vel að skipulagi í framleiðslumálum landbúnaðar- ins, hvað varðar samræmingu á framboði afurðanna miðað við markaðsskilyrðin sem fyrir hendi eru og skipuleggja þarf í heild markaðs- og sölumál landbúnað- arafurða með það fyrir augum að sem lægst verð náist til neytenda og greiðslur útflutningsbóta minnki. Mér segist svo hugur um, að þau harðindi er hér hafa geysað að undanförnu, leysi sjálfkrafa hinn svokallaða og margumtalaða „of- framleiðsluvanda". Þess sjást nú þegar merki, þar sem mjólkur- framleiðslan það sem af er þessu ári er töluvert minni en á sama tíma í fyrra. Einnig eru líkur á að grasspretta verði með minna móti í sumar og þar af leiðandi útlit fyrir að færra búfé verði á fóðrum næsta vetur. En þá blas- ir við hrikalegri en fyrr sá vandi er snýr að bændastéttinni sjálfri og afkomu fólksins í sveitum þessa lands. Það má ljóst vera, að á þessum erfiðleikatímum, þegar auk þess blasir við stórfelldur fjárhags- vandi, veltur efnahagsleg afkoma íslenskra bænda að miklu leyti á ákvarðanatöku ríkisvalds í mál- efnum landbúnaðarins. Þar vegur þyngst, að ríkisstjórnin hafi vilja til að greiða eða afla fjár til að greiða þá 5—6 milljarða er vant- ar upp á að lögbundnar útflutn- ingsuppbætur nægi. Nú reynir því á, hvern vilja ríkisstjórnin hefur til að stuðla að bættri afkomu sveitafólks og hvort hún hefur getu til að sýna það í verki á næstu mánuðum. Þorbjörg Arnórsdóttir Bílaleiga Höfum til leigu góða bíla. Upplýsingar í símum 7639 og 7553, Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.