Austurland


Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 4
lUSTURLAND Neskaupstað, 31. ma( 1979. Auglýsið f Austurlandi Sfmar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Eflum heimabyggðina. Skiptum við sparisjóðinn. SPARISJ(teUR NORÐFJARÐAR ÞORBJORG ARNÓRSDÓTTIR: Um landbúnað á vori 1979 Þegar pessi orð eru rituð, pann 18. maí 1979, er norðan garri hér í Austur-Skaftafellssýslu hitastig 3—5° yfir daginn, en 2—4° frost á nóttunni. Búfénaður er allur á gjöf, sauðburður langt kominn, en með sanni má segja að hvergi sést stingandi strá á jörðu. Grámi vetr- arins grúfir alls staðar yfir, fann- hvítir fjallatindar gnæfa við him- in, tignarlegir en ógnandi, rétt eins og þeir vilji stöðugt minna okkur á, að Vetur konungur hefur ekki aldeilis kvatt íslensku þjóðina, þó nú sé að byrja 5. vika sumars. Fregnir berast af harðri veðr- áttu um land allt, grimmdarfrosti, miklum snjó, hafís í höfum norð- austanlands og miklum klaka í jörðu. Fyrir dyrum vofir nú fóður- skortur ef ekki snýr fljótlega til betra veðurfars, bændur horfa fram á stórfelld vandamál, sem sífellt verða yfirgripsmeiri og meir ógnvekjandi með hverjum degin- um sem líður. Ljóst er, að þrátt fyrir að fljótlega snúi til hins betra eru fyrirsjáanleg stórfelld vandkvæði í landbúnaði er stafa af vondu árferði og bætist sá vandi ofan á það sem við blasti áður. Það sem ekki hefur verið haft hátt um Landbúnaðarmál hafa mikið verið til umræðu manna í meðal og hafa stór orð fallið í garð íslenskra bænda vegna svokall- aðrar „offramleiðslu" landbúnað- arvara og þeirra söluvandkvæða er nú blasa við. Borið hefur töluvert á einhliða og órökstuddum áróðri gegn íslenskum landbúnaði og ís- lenskum bændum, ýmsir fellt dóma vanhugsað og án þess að gera sér ljósar orsakir þess vanda er að steðjar. Það hefur hins veg- ar ekki verið mikið rætt um kjör þess fólks er við landbúnað starf- ar. Það hefur ekki verið haft hátt um vinnutíma þessa fólks, kaup þess, félagslega réttindastöðu þess eða annan aðbúnað. Það hefur ekki verið haft hátt um hversu oft það tekjumið sem bændum er ætl- að lögum samkvæmt hefur verið brotið og þar af leiðandi hefur bændum ár eftir ár verið skipað á bekk með tekjulægstu stéttum þjóðfélagsins með 68—80% af tekjum viðmiðunarstéttanna. Ef á heildina er litið eru hinar lágu tekjur bænda ef til vill ein meginorsök fyrir þeim vanda sem við blasir nú í dag í framleiðslu- málum landbúnaðarins. Búþenslu- stefna undanfarinna ára, þar sem gripið var stöðugt til stækkunar vísitölubúsins til að ná tekjumark- miðunum, neyddi bændur til að stækka bú sín svo að þeir næðu íífvænlegum launum, en hneppti þá jafnframt í fjötra vinnuþrælk- unar og skuldasöfnunar. Þessi bú- þenslustefna hefur gengið sér til húðar, hún þjónar hvorki hags- munum bændastéttarinnar né byggðasjónarmiðum. Nú er þvf tími til að staldra við, vega og meta, læra af reynslunni, reyna að feta sig áfram og finna réttar leiðir. Alþingi hefur nú þegar afgreitt eða hefur til afgreiðslu mál er varða landbúnað. Sumtim ber að fagna, svo sem frumvarpi til laga um afleysingaþjónustu í sveitum og um beina samninga við ríkis- valdið, önnur orka tvímælis svo sem heimild um kjamfóðurskatt og stighækkandi verðjöfnunar- gjald. Ég dreg mjög f efa, að sú heimild leysi á nokkum hátt þann vanda sem við er að etja. Hins vegar, ef til hennar verður gripið bitnar hún mjög hart á bændum og mun lækka til muna þau laun er þeir hafa og bjóða þeirri hættu heim. að bændum fækki meir en orðið er og byggð minnki úti á landsbvggðinni. Vorið verði vegvísir Það vor sem hefur heilsað okk- ur íslendingum nú svo grimmilega, kemur sem einn vegvísir á þeirri leið sem nú er verið að reyna að feta sig eftir til að greiða úr vandamálum landbúnaðarins. Það minnir okkur mjög svo óþyrmi- lega á, að við búurn í harðbýlu landi, þar sem veður öll eru vá- lynd og að afkoma bænda og þjóðarinnar allrar byggist á duttl- ungum náttúruaflanna. Það má nú ljóst vera að varlega verður að fara í að draga saman búvöruframleiðsluna og að sam- dráttur um 20% er óraunhæfur. Gera þarf ráð fyrir umfram- framleiðslu í góðærum, ef ekki á að koma til búvöruskortur þegar harðnar í ári. Einnig minnir þessi harðinda- kafli okkur á hve erfitt er að skipuleggja framleiðslumagn bú- fjárafurða til langs tíma hér á landi. Veðurfar og árferði verður alltaf svo stór óvissuþáttur í slíkri skipulagningu, að um fyrirfram ákveðið framleiðslumagn getur aldrei orðið að ræða í íslenskum landbúnaði. En þetta kalda vor ætti ekki síst að vara ráðamenn þjóðarinnar, svo um munaði, við því að nú er vá fyrir dyrum í íslenskum land- búnaði og nú er vá fyrir dyrum f íslenskri byggðaþróun. Þau Framh. á 2. síðu Ingó svæðis- meistari Blaðinu hefur borist blaðaúr- klippa, þar sem sagt er frá svæðis- móti á skíðum í Noregi. Þar segir að sigurvegari í svigi karla og þar með svæðismeistari hafi orðið Ingo Sveinsson frá Lar- vik sem eins og segir í greininni „keyrði vel og örugglega í báð- um umferðum". í stórsvigi varð hann fjórði. Ingó eða Ingþór Sveinsson er 19 ára Norðfirðingur búsettur í Noregi (Larvik) þar sem hann er við nám. Það er óneitanlega gaman að fá fréttir af velgengni íþróttafólks- ins „okkar“ og ennþá meira gam- an væri að fá að sjá og læra af því hér heima. Með greininni um Ingó fylgdi þessi mynd og undir henni stóð, að Larvíkur Ingó þjóti hér niður til meistaratitilsins í svigi. Bráðum kemur betri tið . . . Sumarblómin eru ræktuð í Neskaupstað, leitið ekki langt yfir skammt. Nánar verður auglýst síðar hvenær blómasala hefst. Guöbjörn Oddur bjarnason, skrúögaröyrkjumeistari Þórhólsgötu 4 — Shni 7518 Aðalfundir Aðalfunjdir Samvinnutrygginga g. t., Líftryggingafélags- ins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygg- ingahf., verðahaldntr að Hótel Sögu í Reykjavík þriðju- daginn 19. júní n. k. og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félaganna. STJÓRNIR FÉLAGANNA NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 74. Magnús Pálsson, skipstjóri f. í Breiðuvík, Borgarfjarðarhr. 8. jan. 1913. d. í Reykjavík 10. nóv. 1948. Foreldrar: Páll Sigurðsson, verkamað- ur og kona hans Margrét Grímsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins 1942—1946 að hann fluttist úr bænum. Sat 5 bæjarstjórnarfundi. Kona: Sveinbjörg Hinriksdóttir f. í Neskaupstað 7. mars 1913. For- eldrar: Hinrik Þorsteinsson, útvegsbóndi og kona hans Jóhanna Björnsdóttir, alsystir Jóns Björnssonar föður Guðröðar Jónssonar nr. 34. Sveinbjörg og Helga Hinriksdóttir kona Benedikts Benediktssonar nr. 12, Borghildur Hinriksdóttir kona Níelsar Ingvarssonar nr. 75 og Sigurður Hinriksson faðir Ragnars Sigurðssonar nr. 84 eru alsystkini. 75. Níels Ingvarsson, framkvæmdastjóri f. í Neskaupstað 21. sept. 1900. Foreldrar: Ingvar Pálmason nr. 48 og kona hans Margrét Finns- dóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1938—1954. Sat 241 bæjar- stjórnarfund. Varaforseti bæjarstjórnar 1942—1945. Kona: Borghildur Hinriksdóttir f. í Neskaupstað 9. maí 1908. Foreldrar: Hinrik Þorsteins- son, útvegsbóndi og kona hans Jóhanna Björnsdóttir, alsystir Jóns Björnssonar föður Guðröðar Jónssonar nr. 34. Þau eru alsystkin Borg- hildur, Helga Hinriksdóttir kona Benedikts Benediktssonar nr. 12, Sveinbjörg Hinriksdóttir kona Magnúsar Pálssonar nr. 74 og Sigurður Hinriksson faðir Ragnars Sigurðssonar nr. 84. Níels og Sigurjón Ing- varsson nr. 92, Fanney Ingvarsdóttir kona Gísla Kristjánssonar nr. 27, Guðlaug Ingvarsdóttir kona Björns Bjömssonar nr. 15 og Björn Ing- varsson faðir Önnu Björnsdóttur nr. 3 era alsystkini. 76. Oddur Alfreð Sigurjónsson, skólastjóri f. á Grund í Svínadal A-Hún. 23. júlí 1911. Foreldrar: Sigurjón Oddsson, bóndi og Ingibjörg Jósefsdóttir. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1946—1950 og 1954—1958, varabæjarfulltrúi 11. sept. 1938—1946. Sat 114 bæjarstjómarfundi. Kona: Magnea Bergvinsdóttir f. á Svalbarðseyri 26. febr. 1917. For- eldrar: Bergvin Jóhannsson, verkamaður og kona hans Sumarrós Magnúsdóttir. Magnea og Haraldur Bergvinsson nr. 38 eru alsystkini. 77. Ólafur Kristjánsson, verkamaður f. í Neskaupstað 7. ág. 1909. Foreldrar: Kristján Benjamínsson, verkamaður og kona hans Salgerður Jónsdóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins (yfirlýstur Alþýðuflokks- maður í samstarfi við Framsóknarflokkinn) 1958—1962, varafulltrúi Alþýðuflokksins 1962—1966. Sat 56 bæjarstjómarfundi. Kona: Margrét Lilja Arnadóttir, f. á Borgarfirði, N-Múl. 24. febr. 1918. Foreldrar: Ámi Sigurðsson og kona hans Lára Stefánsdóttir. Sigurjón Kristjánsson nr. 95 var albróðir Ólafs. 78. Ólafur Magnússon, bókari, f. 5. jan. 1907 í Víðinesi, Fossárdal, Bemneshreppi. Foreldrar: Magnús Jónsson, verkamaður og seinni kona hans Sigrún Gísladóttir. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1934—1946. Sat 248 bæjarstjórnarfundi. Forseti bæjarstjórnar 1938—1942 ogl943— 1945, varaforseti 1936—1938. Kona: Sigríður Bjarnadóttir f. í Hraun- koti, Bæjarhreppi, A-Skaft. 25. mars 1905 d. í Reykjavík 24. júlí 1957. Foreldrar: Bjarni Þorsteinsson, bóndi og kona hans Ragnhildur Sig- urðardóttir. Sigríður Magnúsdóttir móðir Jóhanns K. Sigurðssonar nr. 54 var hálfsystir Ólafs. 79. Óskar Helgason, húsasmíðameistari, f. ( Neskaupstað 8. sept 1943. Foreldrar: Helgi Hjörleifsson, verkamaður og kona hans Jónína Hansdóttir Beck. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1966—1970. Sat 1 bæjarstjórnarfund. Guðjón Hjörleifsson nr. 30 var föðurbróðir Óskars, en Óskar og Jakob Jónsson nr. 50 eru hálfsystrasynir. 80. PáIl G. Þormar, kaupmaður f. á Eiðum, Eiðahreppi 27. maí 1884 d. í Reykjavík 1. maí 1948. Foreldrar: Guttormur Vigfússon, bóndi og alþingismaður og kona hans Sigríður Sigmundsdóttir. Hreppsnefndar- maður 1919—1928. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1929—1935 að hann fluttist úr bænum. Hreppstjóri 1925—1928, oddviti 1922—1925. Hann sat 137 hreppsnefnndarfundi og 94 bæjarstjórnarfundi, alls 231 sveitarstjórnarfund. Kona: Sigfríður Konráðsdóttir f. á Brekku í Mjóafirði 4. sept. 1889. Foreldrar: Konráð Hjálmarsson, kaupmaður og fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir. Sigfríður og Sigdór V. Brekkan nr. 86 vom bræðrabörn, en hún og Benedikt Benediktsson nr. 12 og Gísli Kristjánsson nr. 27 voru systkinabörn. 81. Pétur Thoroddsen, héraðslæknir f. í Þórukoti, Ytri-Njarðvík 8. ág. 1884, d. í Reykjavík 4. mars 1957. Foreldrar: Þórður Thoroddsen, læknir og kona hans Anna Pétursdóttir Guðjhonsen. Fyrsti læknir í Norðfjarðarhéraði frá 1. júlí 1913. í hreppsnefnd 1916—1922. Sat 34 hreppsnefndarfundi. Kona: Friðrikka Valdimarsdóttir f. á Vopnafirði 27. nóv. 1883, d. í Reykjavík 15. febr. 1954. Foreldrar: Valdimar Davíðs- son, verslunarstjóri og kona hans Elín Davíðsson. Pétur og Jónas Thoroddsen nr. 65 voru albræðrasynir. 82. Pétur Lárusson Waldorff, kaupmaður f. í Neskaupstað 5. maí 1897 d. í Reykjavík 14. ág. 1973. Foreldrar: Lárus Waldorff, verkamað- ur og kona hans Margrét Bjarnadóttir. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- inns 1930—1934. Sat 62 bæjarstjórnarfundi. Fvrri kona: Ólafía Stefanía Óladóttir Söring f. 14. febr. 1895 á Sléttu í Mjóafirði, d. í Neskaup- stað 20. ág. 1927. Foreldrar: Óli Söring, beykir og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Seinni kona: Halldóra Guðnadóttir f. í Neskaup- stað 15. des. 1910. Foreldrar: Guðni Eiríksson, sjómaður og kona hans Þuríður Ásmundsdóttir. Halldóra og Guðný Þ. Guðnadóttir kona Svanbjörns Jónssonar nr. 99 eru alsystur. Hún og Ásgeir Lárusson nr. 8, Lára Halldórsdóttir móðir Guðmundar Bjarnasonar nr. 31 og Stefán Þorleifsson nr. 97 eru systkinabörn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.