Austurland


Austurland - 07.06.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 07.06.1979, Blaðsíða 2
__________Austurland_________________________ Málgagn Aíþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sfmi 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Sjómannadagurinn Hinn árlegi hátíðisdagur sjómanna, sjómannadagurinn, er á sunnudaginn kemur 10. júní. Þessi dagur er löngu orðinn hátíðisdagur allrar þjóðarinnar. Þá samfagnar þjóðin sjómönn- um og er það ekkert undrunarefni svo mikið sem hún á undir störfum sjómanna. Og allir taka undir kröfu þeirra um bættan hag en pá fyrst og fremst um aukið öryggi þeim til handa. Störf sjómanna hafa skilað þjóðarbúinu miklum verð- mætum á síðasta ári, eins og jafnan áður. Þegar á heildina er litið, hafa þeir haft sæmileg laun fyrir erfiði sitt. Oft vaxa mönnum í augum tekjur sjómanna og mæna pá jafnan á hæstu launin. En pað er ekki réttmætt, því sjómenn bera mjög mis- jafnt úr býtum. Ef tekið er meðaltal af tekjum sjómanna, munu fáir telja sig hafa ástæðu til að öfundast yfir þeim. Og þess ber að gæta, að „svikull er sjávarafli". Eitt árið er hlut- urinn stór, annað rýr. Hér við bætist, að sjómenn stunda hættulegustu störf í þjóðfélaginu og alltof oft slasast peir til örkumla við störf sín á hafinu eða týna lífi. Árlega geldur sjómannastéttin hafinu pungan skatt með þessum hætti. Ástæða er til að ætla, að á þessu ári lækki tekjur sjó- manna til muna vegna mikilla takmarkana á }>orskveiðum. Engir skilja betur en sjómenn nauðsyn }>ess að vemda fisk- stofnana. Þeir munu J>ví eftir megni beina sókninni í pá, sem ekki eru taldir ofveiddir. En J>ær fiskitegundir eru verðlitlar og gefa minna í aðra hönd en J>orskveiðamar. Því má ætla, að hlutur sjómanna fari lækkandi. Vissulega eru skipin — vinnustaðir sjómanna — nú yfir- leitt stór og góð og aðbúnaður allt annar og betri en áður var. Þrældómurinn er heldur ekki jafn gegndarlaus og áður, vegna aukinnar tækni og ákvæða laga og samninga um lágmarks- hvíld. Engu að síður er erfiðið mikið og vinnutíminn langur. öryggisútbúnaður er líka m:klu meiri og betri en var fyrir fáum áratugum. Skipstöpum hefur J>ví fækkað, en samt eru sjóslysin enn óhugnanlega tíð. Er J>ess skemmst að minnast, að á liðinni vetrarvertíð fórust a. m. k. 4 bátar með ailri áhöfn. Þessi staðreynd á að verða mönnum hvatning til að spara hvorki fé né fyrirhöfn til að auka öryggi sjómanna.. Ekki verður gengið fram hjá sjómannskonunum og öðrum vandamönnum sjómanna }>egar minnst er á líf }>eirra. Þær bíða oft í eftirvæntingu og milli vonar og ótta, oft í hörðum vetrarveðrum, eftir J>ví að menn }>eirra komi að landi. Og J>að eru J>ær, sem búa sjómönnum heimili í landi, J>ar sem )>eir njóta hvfldar og næðis pegar }>eir eru í landi. Þjóðin öll stendur vissulega í }>akkarskuld við sjómannskonumar engu síður en við sjómennina sjálfa. Þegar J>etta er skrifað eiga farmenn í hörðu verkfalli, sem staðið hefur síðan 24. apríl. Allar horfur eru á, að verkfallinu ljúki ekki fyrir sjómannadaginn. Færi )>ó betur á J>ví, að út- gerðarfyrirtæki semdu við pá fyrir }>ann dag. Lofræður tals- manna útgerðanna á sjómannadaginn yrðu J>á ekki eins hjá- róma og ella. Sjómönnum, eiginkonum )>eirra og öðrum vandamönnum flytur Austurland heillaóskir í tilefni sjómannadagsins og J>ar með, að }>eirra )>jóðnýttu störf nýtist J>eim og J>jóðinni allri sem best. Megi sjómenn jafnan skipi sínu heilu í höfn sigla. — B. Þ. Frá Nesbúum Fyir skömmu afhenti Lions- klúbbur Norðfjarðar Nesbúum kr. 100 þúsund að gjöf til starfsemi sinnar. Við flytjum Lionsmönnum kær- ar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf ög þann skilning á starfi okk- ar, sem að baki hennar býr. Nesbúar. KIRKJA Sjómannamessa í Norðfjarðar- kirkju á sjómannadaginn 10. júní n. k. kl. 2 e. h. Sóknarprestur. Bíll til sölu Toyota Crawn station árgerð 1969. Upþl. í síma 7286, Neskaupstað. Búist við ... Framhald af 1. síðu. starfi Menntaskólans á Egilsstöð- um og Alþýðuskólans að Eiðum um námsframboð. Er við það miðað að kennslan og námið í skólunum verði að öllu leyti sam- bærilegt og nemendur, sem hefja nám á Eiðum eigi tryggt fram- haldsnám á Egilsstöðum á sama hátt og þeir sem þar hefja nám. Stúdentar 1981 Von er á liðlega 30 umsóknum um skólavist á 3. námsári og lfk- legt er, að 1981 útskrifist fyrstu stúdentarnir frá M. E. Allveru- legur hluti þessara nemenda kem- ur frá Reykholti. Að nýta kosti fámennisins Skólameistari M. E. benti á, að um fyrirsjáanlega framtfð yrði M. E. lítill skóli. Það setur hon- um takmörk um fjölbreytni náms- framboðs, en vonandi tekst að nýta sem best kosti fámennisins og draga úr ókostum þess, m. a. með nánu samstarfi við aðrar stofnanir á sama skólastigi. Aðal- atriðið er, sagði skólameistari, að skólinn beini kröftum sínum að bættu innra starfi með þarfir hvers nemanda sem einstaklings fyrir augum. Námsftamboð næsta vetur Eftirfarandi nám verður í boði næsta haust við M. E., að sjálf- sögðu með þeim fyrirvara að í hverjum námshópi verði ákveð- inn lágmarksfjöldi. danska 103, 203, 302 eðlisfræði 103 efnafræði 103, 203 enska 103, 203, 302 félagsfræði 103, 203 fundarsköp 101 franska 103 grunnteikning 102 handmenntir 102 íslenska 103, 213, 303, 323 íþrótta- og þjálfunarfræði 102 jarðfræði 103, 203 líffræði 103 listasaga 102 mynd- og handmennt 102 saga 103, 122 sálar- og uppeldisfræði 203, 213 stærðfræði 103, 113, 303, 313 tjáning 102 tónlist 102 vélritun 101 þýska 103, 203, 302. Umsóknir ásamt prófskírtein- um eiga að sendast skrifstofu skólans að Selási 11, Egilsstöðum fyrir 8. júní 1979. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjérnarmannatal BJARNIÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 83. Ragnar Rósant Bjarnason, vélstjóri f. á Gerðabakka í Garði, Gullbringusýslu 28. des. 1900, d. í Neskaupstað 18. sept. 1978. Foreldr- ar: Bjarni Jónsson, sjómaður og kona hans Guðveig Eiríksdóttir. Vara- bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1930—1934. Sat 2 bæjarstjórnarfundi. K°na: Gyða Aradóttir f. i Neskaupstað 2. okt. 1901. Foreldrar: Ari Marteinsson, bóndi og kona hans Vilhelmína Bjarnadóttir. Gestur J. Ragnarsson nr. 26 er sonur Ragnars og Gyðu. Gyða og María Ara- dóttir, móðir Stefáns Þorleifssonar nr. 7 voru alsystur. Gyða og Guð- jón Hjörleifsson nr. 30, Helgi Hjörleifsson faðir Óskars Helgasonar nr. 79, Ármann Magnússon nr. 7 og Sveinn Magnús. nr. 100 voru albræðni- börn, en hún og Stefán Guðmundsson, faðir Jóhannesar Stefánssonar nr. 55 voru alsystkinabörn. Gyða og Halldór Jóhannsson, faðir Aðal- steins Halldórssonar nr. 1 og Sigurður Jóhannsson, faðir Jóhanns K. Sigurðssonar nr. 54 voru hálfbræðrabörn. 84. Ragnar Sigurðsson, hafnarstjóri f. í Neskaupstað 27. jan. 1930. Foreldrar: Sigurður Hinriksson, útgerðarmaður og kona hans Kristrún Helgadóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1962—1974. Sat 116 bæjarstjómarfundi. Kona: Kristín Lundberg f. í Neskaupstað 31. jan. 1930. Foreldrar: Anton Lundberg nr. 5 og kona hans Sigurborg Eyjólfs- dóttir. Móðurbræður Kristínar voru Jóhann S. Eyjólfsson nr. 51 og Valdimar Eyjólfsson nr. 104. 85. Reynir Zoéga, vélvirki f. f Neskaupstað 27. júm' 1920. Foreldrar: Tómas Zoéga, sparisjóðsstjóri nr. 102 og kona hans Steinunn Símonar- dóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1954—1958, bæjarfulltrúi 1958—1978, síðan varabæjarfulltrúi. Sat 277 bæjarstjórnarfundi. Kona: Sigríður Jóhannsdóttir f. í Neskaupstað 12 des. 1921. Foreldrar: Jóhann Gunnarsson, rafveitustjóri og kona hans Ólöf Gísladóttir. 86. Sigdór Vilhjálmsson Brekkan, kennari f. á Brekku í Mjóafirði 14. maí 1884 d. í Neskaupstað 19. ág. 1964. Foreldrar: Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og kona hans Svanbjörg Pálsdóttir. Hreppsnefnd- armaður 1922—1928. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1930—1938, vara- bæjarfulltrúi sameiningarmanna 11. sept 1938—12. maí 1939 að hann tók fast sæti í bæjarstjórn sem fulltrúi Sósíalistaflokksins við brottför aðalmanns og átti þar sæti til 1942. Sat 98 hreppsnefndarfundi og 181 bæjarstjórnarfund, samtals 279 sveitarstjórnarfundi. Kona: Anna Her- mannsdóttir f. 9. júnf 1883 á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfjarðarhreppi, d. í Neskaupstað 29. sept. 1956. Foreldrar: Hermann Ólafsson, beykir og kona hans Þóra Vigfúsdóttir. Sigdór og Sigfríður Konráðsdóttir kona Páls Þormar nr. 80 voru bræðrabörn og hann og Benedikt Bene- diktsson nr. 12 og Gísli Kristjánsson nr. 27 voru systkinasynir. 87. Sigfinnur Karlsson, framkvæmdastjóri f. í Neskaupstað 19. febr. 1915. Foreldrar: Karl Árnason, sjómaður og kona hans Vigdís Hjartar- dóttir. Varabæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins 1942—1974 og 1978, bæjarfulltrúi 1974—1978. Sat 205 bæjarstjómar- fundi. Kona: Valgerður Ólafsdóttir f. í Neskaupstað 6. sept. 1919. Kjörforeldrar: Ólafur Þórðarsson, smiður og kona hans Helga Gísla- dóttir. 88. Sigfús Guðmundsson, sparisjóðsstjóri f. í Neskaupstað 18. maí 1940. Foreldrar: Guðmundur H. Sigfússon nr. 33 og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1966—1970. Sat 68 bæjar- stjórnarfundi. Kona: Elínborg Eyþórsdóttir f. í Neskaupstað 5. jan. 1943. Foreldrar: Eyþór Þórðarson nr. 23 og kona hans Ingibjörg Sig- urðardóttir. Sigfús og Jón Guðmundsson nr. 58 eru albræður. 89. Sigrún Þormóðsdóttir, húsmóðir f. 8. okt. 1945 á Dalatanga, Mjóafjarðarhreppi. Foreldrar: Þormóður Sigfússon, bóndi og seinni kona hans Helga Vilhjálmsdóttir. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsinns 1974 og síðan. Sat 53 bæjarstjórnarfundi. Varaforseti bæjarstjórnar 1974—1978. Maður: Þórður Óli Guðmundsson, kennari f._ í Neskaup- stað 14. júní 1943. Foreldrar: Guðmundur Jónsson nr. 32 og kona hans Björg Sigurðardóttir. Björg og Ásgeir Lárusson nr. 8 og Sigurður Guðjónsson nr. 90 eru systrabörn. 90. Sigurður Guðjónsson, húsasmíðameistari f. í Neskaupstað 28. des. 1908. Foreldrar: Guðjón Símonarson, útgerðarmaður og kona hans Sigurveig Sigurðardóttir. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1946— 1950. Sat 1 bæjarstjórnarfund. Kona: Sigríður Jónsdóttir f. í Neskaup- stað 19. júní 1900, d. í Neskaupstað 18. nóv. 1965. Foreldrar: Jón Bessason verkamaður og Margrét Guðmundsdóttir. Sigurður og Ásgeir Lárusson nr. 8 og Björg Sigurðardóttir kona Guðmundar Jónssonar nr. 32 eru alsystrabörn. 91. Sigurður Lúðvíksson, útgerðarmaður f. í Neskaupstað 21. des. 1904. Foreldrar: Lúðvík Sigurðsson, útgerðarmaður og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir. Varabæjarfulltrúi Sjáifstæðisflokksins 1938— 1946. Sat 6 bæjarstjórnarfundi. Kona: Serína Stefánsdóttir f. í Nes- kaupstað 24. des. 1914. Foreldrar: Stefán Stefánsson, kaupmaður og kona hans Anna Stefánsson f. Bakke. Serína og Sigrún kona Á. A. Pálmasonar nr. 2 eru alsystur. 92. Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri f. í Neskaupstað 30. nóv. 1909. Foreldrar: Ingvar Pálmason nr. 48 og kona hans Margrét Finnsdóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1958—1966 og 1970—1974. Vara- bæjarfulltrúi 1954—1958 og 1966—1970. Sat 194 bæjarstjórnarfundi. Kona: Jóhanna Sigfinnsdóttir f. í Neskaupstað 16. febr. 1916. Foreldrar: Sigfinnur Sigurðsson sjómaður og kona hans Vilborg Benediktsdóttir. Alsystkini Sigurjóns eru Níels lngvarsson nr. 75, Guðlaug Ingvarsdóttir kona Björns Björnssonar nr. 15 Fanný Ingvarsdóttir kona Gísla Kristjánssonar nr. 27 og Björn Ingvarsson faðir Önnu Björnsdóttur nr. 3. Framhald á 3. síðu,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.