Austurland


Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 2
__________Austijrland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmnndur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ó18f Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Bima Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgrciðsla, augiýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað simi 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Olíuverðhækkanirnar Það er að koma æ betur í ljós, að hinar stórfelldu verð- hækkanir á olíuvörum eru ekkert stundarfyrirbæri heldur staðreynd, sem íslenskt þjóðarbú og atvinnuvegir verða að laga sig að á næstuimi. Verð hefur aldrei verið hærra á gas- olíu, bensíni og svartolíu en síðustu vikur og stefnir nú í, að það gjald, sem við þurfum að greiða riú í ár fyrir innflutt elds- neyti, verði þrefalt hærra í krónum talið en í fyrra, j>. e. um 65 milljarðar í. stað 22 milljarða á árinu 1978. Veit raunar enginn nema enn eigi eftir að koma fram verðhækkanir' síðar á árinu. Fob verð á gasolíu hefur nú hækkað um 219% síðan síðastliðið haust, bensín um 14% en svartolían minnst, eða um 96%. Enn skýrara verður hvílíkt áfall hér erum að ræða fyrir þjóðarbúið ef borið er saman, að horfur eru á, að í ár fari um 28% af andvirði heildarvöruútflutnings landsmanna í að greiða olíu- og bensínreikninginn. í fyrra var þetta hlutfall 11%. Stjómarandstaðan hefur klifað mjög á því að undanfömu, að við sættum okurkjörum hjá Rússum við kaup á olíu til landsins. í því sambandi er vert að minna á, að j>að var ríkis- stjóm Geirs Hallgrímssonar, sem óskaði sérstaklega eftir ein- hliða verðviðmiðun við markaðinn í Rotterdam á árinu 1976 enda er verð á unnum olíuvörum í Vestur-Evrópu almennt við hann miðað. Hitt er jafn sjálfsagt, að eftir J>ví verði leitað við Sovétríkin, að fá hagstæðari kjor varðandi olíukaup, en forstjórar olíufélaganna hérlendis eru ekki bjartsýnir á, að J>að beri árangur og telja, að við megum vel við una á meðan við fáum óskert magn af olíuvörum frá Rússum sem teknir eru að draga úr olíusölu til ýmissa Austur-Evrópuríkja og taldir eiga í erfiðleikum með að fullnægja brýnustu J>örfum innan- ■ lands hjá sér. Leggja verður mikla áherslu á að auka aðgerðir til orku- spamaðar hérlendis, einkum að J>ví er varðar notkun á olíu og bensíni, bæði til að draga úr tilkostnaði einstaklinga, fyrir- tækja og J>jóðarbúsins í heild. Það hlýtur að koma sér vel, að byrjað var að vinna að orkuspamaðarmálum á vegum iðnaðar- ráðuneytisins áður en verðhækkanaskriðan skall yfir. Ljóst er einnig að draga verður úr )>ví mikla höggi sem atvinnurekstur og J>á einkum sjávarútvegurinn verður fyrir vegna gífurlegra kostnaðarhækkana og jafnframt að auka enn olíustyrk til j>eirra sem kynda verða hús sín með rándýrri gasolíu. Ríkisstjómin hefur raunar J>egar )>refaldað olíustyrk frá J>ví sem hann var í fyrra, en fyrir okkur sem á landsbyggð- inni búum og j>urfum að greiða meir en fimmfalt hærra verð en Reykvíkingar fyrir hitun húsnæðis, er ástandið sannast sagna meira en óbærilegt. Jafnframt hlýtur )>að að vera mark- mið stjómvalda, að herða á innlendum orkuframkvæmdum og útrýma á sem stystum tíma olíukyndingu húsnæðis með jarðvarma )>ar sem hann er tiltækur en ella með fjarvarma- veitu eða beinni rafhitun. Iðnaðarráðuneytið lagði í aprílmán- uði fram tillögur )>ar að lútandi er séð varð að hverju stefndi með hækkun á innfluttu eldsneyti. Vonandi )>arf ekki lengi að bíða J>ess að ríkisstjórnin taki afstöðu til )>eirra tillagna. Leiðrétting Nauðsynlegt er að leiðrétta tvær prentvillur í frásögn af aðalfundi Slldarvinnslunnar. Stafa pær báð- ar af vondri rithönd minni. í frásögn af afkomu bræðslunn- ar segir I niðurlagi kaflans, að vinnslan hafi reynst á priðja hundrað milljón króna. Hér átti að sjálfsögðu að standa vinnulaun. í næstu málsgrein þar sem fjallað er um saltfiskverkun, er samskon- ar villa. — B. Þ. TIL SÖLU Zodiac gúmmíbátur M2 með 30 ha Crysler-utanborðsvél. Uppl. í síma 7635, Neskaupstað. Bílaleiga Höfum til leigu góða bíla. Upplýsingar í símum 7639 og 7553, Neskaupstað. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannata! BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 98. Steinn Jónsson, kénnari f. á Gerði í Suðursveit 5. des. 1861 d. í Reykjavík 5. mars 1952. Foreldrar: Jón Steingrímsson bóndi og kona hans Oddný Sveinsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1930-— 1934. Sat 7 bæjarstjórnarfundi. 99. Svanbjörn Jónsson, sjómaður f. í Neskaupstað 10. ág. 1906, d. í Neskaupstað 2. febrúar 1950. Foreldrar: Jón Bjarnason, sjómaður °g fyrri kona hans Halldóra Björnsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins 1946—1950. Sat 1 bæjarstjórnarfund. Kona: Guðný J>. Guðna- dóttir f. í Neskaupstað 28. febr. 1911. Foreldrar Guðni Eiríksson, sjó- maður og kona hans Þuríður Ásmundsdóttir. Guðný og Halldóra Guðnadóttir kona Péturs Waldorff nr. 82 eru alsystur, en þær og Stefán Þorleifsson nr. 97, Ásgeir Lárusson nr. 8 og Lára Halldórsdóttir móðir Guðmundar Bjarnasonar nr. 31 eru alsyslkinabörn. 100. Sveinn Magnússon, verkamaður f. á Kirkjubóli í Vaðlavík, Helgustaðahreppi 19. júlí 1904. Foreldrar: Magnús Marteinsson, bóndi og kona hans Sigurbjörg Stefánsdóttir. Varabæjarfulltrúi Kommúnista- flokksins jan.—sept. 1938 og Sósíalistaflokksins 1946—1950. Sat 5 bæjarstjórnarfundi. Fyrri kona: Sigurveig Ketilsdóttir, f. í Bjamar- nesi, Nesjahreppi 18. mars 1904, d. í Reykjavík 15. sept 1942. Foreldr- ar: Ketill Sigurðsson og kona hans Jónína Jónsdóttir. Sigurveig var móðursystir Gylfa Gunnarssonar nr. 37. — Seinni kona: Anna Jóns- dóttir f. í Fjarðarkoti, Mjóafirði 30. okt. 1902. Foreldrar: Jón Ólafs- s°n, bóndi og kona hans Þorgerður Jónsdóttir. Aldís Stefánsdóttir móðir Ármanns Eiríkssonar nr. 6 og Björns Eiríkssonar, manns Ingi- bjargar Hjörleifsdóttur nr. 46 var móðursystir Sveins. Marteinn Magnús- son faðir Unnar Marteinsdóttur konu Haralds Bergvinssonar nr. 38, Halldóru Marteinsdóttur konu Guðgeirs Jónssonar nr. 29, Kristínar Marteinsdóttur konu Jóhanns K. Sigurðssonar nr. 54 og Sigurbjargar Marteinsdóttur móður Magna Kristjánssonar nr. 71 var albróðir Sveins, svo og Ármann Magnússon nr. 7, og Sigurjón Magnússon faðir Sigur- bjargar konu Þorfinns Isakssonar nr. 110, en Sveinn Stefánsson nr. 101 var móðurbróðir þeirra. Sveinn Magnússon og Guðjón Hjörleifsson nr. 30, Helgi Hjörleifsson faðir Óskars Helgasonar nr. 79, Gyða Aradóttir kona Ragnars R. Bjarnasonar nr 83 og María Aradóttir móðir Stefáns Þorleifssonar nr. 97 voru albræðrabörn, en þau og Stefán Guðmunds- son faðir Jóhannesar Stefánssonar nr. 55 voru alsystkinabörn. Sveinn og Halldór Jóhannsson faðir Aðalsteins Halldórssonar nr. 1 og Sigurð- ur Jóhannsson faðir Jóhanns K. Sigurðssonar nr. 54 voru hálfbræðra- synir. 101. Sveinn Stefánsson, verkamaður f. í Efri-Ey, Meðallandi, V-Skaft. 15. okt. 1863, d. í Neskaupstað 25. sept. 1952. Foreldrar: Stefán Stefáns- son, bóndi og kona hans Halidóra Sveinsdóttir. Varabæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins 1930—1934. Sat 1 bæjarstjórnarfund. Kona: Sólveig Hermannsdóttir f. á Barðsnesi, Norðfjarðarhreppi 9. júlí 1865, d. í Neskaupstað 15. ág. 1948. Foreldrar: Hermann Vilhjálmsson, bóndi og kona hans Guðný Jónsdóttir. Sveinn var móðurbróðir Ármanns Magnússonar nr. 7, Sveins Magnússonar nr. 100, Sigurjóns Magnús- sonar föður Sigurbjargar Sigurjónsdóttur konu Þorfinns ísakssonar nr. 110, Marteins Magnússonar föður Unnar Marteinsdóttur konu Haralds Bergvinssonar nr. 38 Halldóru Marteinsdóttur konu Guðgeirs Jónssonar nr. 29, Kristínar Marteinsdóttur konu Jóhanns K. Sigurðs- sonar nr. 54 og Sigurbjargar Marteinsdóttur móður Magna Kristjáns- sonar nr. 71, Ármanns Eiríkssonar nr. 6 og Björns Eiríkssonar, manns Ingibjargar Hjörleifsdóttur nr. 46. 102. Sævar Már Steingrímsson, prentari f. í Neskaupstað 28. júní 1943. Foreldrar: Steingrímur Guðnason, verslunarmaður og kona hans Fanney Sigfinnsdóttir, alsystir Halldóru Sigfinnsdóttur konu Guðröðar Jónssonar nr. 34. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1970—1974. Sat 4 bæjarstjórnarfundi. Kona: Bára Hákonardóttir f. í Reykjavík 21. apríl 1946. Foreldrar: Hákon I. Jónsson, málarameistari og kona hans Ólafía Ámadóttir. 103. Tómas Zoéga, sparisjóðsstjóri f. í Reykjavík 26. júní 1885 d. í Reykjavík 26. apríl 1956. Foreldrar: Jóhannes Zoega, skipstjóri og kona hans Guðný Hafliðadóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins 1938—1942. Sat 29 bæjarstjórnarfundi. Kona: Steinunn Símonar- dóttir f. í Bakkakoti, Skorradal, Borgarfjarðarsýslu 7. okt. 1883 d. í Neskaupstað 10. sept. 1977. Foreldrar: Símon Jónsson, bóndi og kona hans Sigríður Davíðsdóttir. Reynir Zoéga nr. 85 er sonur Tómasar og Steinunnar. 104. Valdimar Eyjólfsson, sjómaður f. í Sandvík, Norðfjarðarhreppi 1. sept 1902, d. í Neskaupstað 3. mars 1966. Foreldrar: Eyjólfur Jóns- son, bóndi og kona hans Jóhanna Stefánsdóttir. Varabæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1954-—1958. Sat 1 bæjarstjómarfund. Kona: Sólrún Haraldsdóttir f. 29. sept. 1911 á Tandrastöðum, Norðfjarðarhreppi. Foreldrar: Haraldur Árnason, bóndi og kona hans Mekkín Magnús- dóttir. Jóhann S. F.yjólfsson nr. 51 og Sigurborg Eyjólfsdóttir kona Antons Lundberg nr. 5 voru alsystkini Valdimars. 105. Vigfús Guttormsson, útgerðarmaður, f. á Ekkjufellsseli Fella- hreppi 7. des. 1900. Foreldrar: Guttormur Árnason, bóndi og kona hans Sigríður Sigurðardóttir. Bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1950—1954, varabæjarfulltrúi sama flokks 1938—1950 og ’54—’58, varabæjarfulltrúi Alþýðubadalagsins 1958—1966. Sat 258 bæjarstjórnarfundi. Kona: Ingi- björg Guttormsson f. Biskopstö f. í Klakksvík í Færeyjum 8. okt. 1903. Foreldrar: Jakob Biskopstö, bóndi og bátasmiður og kona hans Anna Elísabet Biskopstö f. Samúelsen. Framh. á 3. síðu íþróttir Eftir nokkurn frest vegna slæms veðurs, tókst loks að halda meist- aramót U.Í.A. í frjálsum íþrótt- um. Fyrir eldri flokka 12. maí sl. á Eiðum og fyrir yngri flokka 19. maí í Neskaupstað. Athyglisverðasti árangur á mót- inu var nýtt íslandsmet Ármanns Einarssonar, í þrístökki án at- rennu, en hann stökk 8,31 m og bætti gamla metið um 34 cm. Einnig var athyglisverður árangur Sigfinns Viggóssonar en hann jafn- aði íslandsm. í hástökki m. atr. í aldursflokki 11—12 ára í þriðja skipti á vetrinum, stökk 1,45 m. Með þessu móti lauk innanhúss- æfingum. En sumarvertíð frjáls- íþróttafólks hefst nú þegar. Úrslitin á Eiðum: Meyjar (15—16 ára) Langstökk án atrennu: 1. Arney Magnúsdóttir, Hetti 2.40 m. Hástökk með atrennu: I. Arney Magnúsdóttir, Hetti 1.45 m. Stúlkur (17—18 ára) Langstökk án atrennu: 1. Oddný Kjartansdóttir, Súl- an 2.39 m. Hástökk með atrennu: 1. Oddný Kjartansdóttir, Umf. Súlan 1.30 m. Konur (19 ára og eldri) Langstökk án atrennu: I. Dagný Hrafnkelsdóttir, Hetti 2.43 m. Hástökk með atrennu: 1. Dagný Hrafnkelsdóttir, Hetti 1.40 m. Sveinar (15—16 ára) Langstökk án atrennu: 1. Kristinn Bjarnason, Umf. Fljótsdæla 2.65 m. Hástökk án atrennu: 1. Kristinn Bjarnason, Umf. Fljótsdæla 1.20 m. Þrístökk án atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti 8.31 m — nýtt íslandsmet pilta. Drengir (17—18 ára) Langstökk án atrennu: 1. Kjartan Ólafsson, Umf. Súlan 2.93 m. Þrístökk án atrennu: 1. Kjartan Ólafsson, Umf Súlan 9.11 m. Hástökk með atrennu: 1. Egill Eiðsson, Umf. B. 1.65 m. Hástökk án atrennu: 1. Kjartan Ólafsson, Umf Súl- an 1.35 m. Karlar (19 ára og eldri) Langstökk án atrennu: 1. Guðlaugur Sæbjörnsson, Huginn Fellahr. 2.96 m. Þrístökk án atrennu: 1. Ágúst Ólafsson, Umf. B. 8.75 m. Hástökk með atrennu: 1. Stefán Friðleifsson, Hetti 1.85 m. Hástökk án atrennu: 1. Stefán Friðleifsson, Hetti, 1.40 m. Stigakeppni milli félaganna: íþróttafélagið Höttur á Egilsstöð- um 66 stig. Ungmennafélag Borgarfjarðar 40 stig. Umf. Súlan Stöðvarfirði 30 stig. Umf. Fljótsdals 17 stig. Umf. Huginn Fellahr. 11 stig. Umf. Bára Berufirði 10 stig. Samv.fél. Eiðaþinghár 8 stig. Úrslit i Neskaupstað: Stelpur (10 ára og yngri) Langstökk án atrennu: 1. Guðrún M. Ásgrímsdóttir Hetti 1.86 m. Hástökk með atrennu: 1. Anna S. Brynjarsdóttir, Þrótti 1.00 m. Framhald á 3. síðu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.