Austurland


Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 19.07.1979, Blaðsíða 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Neskaupstað, 19. júlí 1979. Lánið leikur við pig í sparisjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Fréttabréf frá Hala í Suöursveit: Á miðju ári Nú, þegar árið er hálfnað, er ekki úr vegi að rifja upp sitt hvað af því, sem sett hefur svip á mannlíf í Suðursveit á fyrri hluta árs 1979. Veðrið á vetrinum Veturinn einkenndist af lang- varandi stillum, langtáma snjóa- lögum og langstæðum frostum, sem þó aldrei urðu mjög hörð, fóru sjaldan upp í 10 stig og varla yfir það. En rigningar voru í algeru lágmarki. Snjóalög voru það langvinn hér í vetur, að hefði slíkt tíðarfar borið að höndum fyrir svona hálfri öld eða jafnvel síðar með- an bændur enn treystu mikið á vetrarbeit og fóðurbætisgjöf nær óþekkt hér um slóðir, þá hefði margur bóndinn verið kominn í hevþrot um sumarmál. En um sumarmál sást naumast komið grænt strá í varpa. Mun það vera nær einsdæmi í Suðursveit, því þar grænkar venjulega fvrr en víðast annars staðar á landinu. Stórveður Þó langvarandi hægviðri væri mjög einkennandi á síðastliðnum vetri, gat samt út af brugðið. Aðfaranóttt 24. janúar hvessti skyndilega hér á vest-norðvestan. En slík er veðurstaðan hér ávallt, þegar verstu stórveðrin gerir, þó áttin sé raunar norðan. Hvassast var milli kl. 6 og 7 um morgun- inn AHmikill snjór var á jörðu og klakaskel ofan á snjónum. Var þetta því versti skarabylur, því allt rauk eins og lausamjöll væri. Upp úr klukkan sjö snögglygndi dálitla stund, svo að hægt var að fara út. Kom þá í ljós að boga- skemma, sem notuð hafði verið á Hala sem fjárhús um 11 ára skeið, var fokin um koll. f hús- inu voru að þessu sinni 137 ær og auk þess 9 hrútar, sem allir voru bundnir á básum. í ljós kom, þegar birti af degi, að féð myndi halda sig í rústunum, en tæpur þriðjungur af þakinu hékk uppi. En nú hafði hvesst svo aft- ur að ekki var viðlit að hreyfa við fénu í rústunum að sinni. Auk hvassviðris og skarabyls var mjög mikil hálka á jörðu, þvf þar sem snjór reif af, var svell undir. Svo vel hafði viljað til, að á síðastliðnu hausti var lokið við að gera fokhelda vélageymslu, sem þá hafði verið í byggingu um sinn á Hala. Var nú ekki annað til ráða en fara með féð í þessa byggingu. En það var ekki fyrr en í rökkrinu um kvöldið að veð- urofsann lægði svo aðeins í bili að hægt var að koma fénu á milli. Gekk það framar öllum vonum, enda margmenni þar að verki, því nábúamir voru komnir fyrr um daginn tilbúnir til aðstoðar um leið og eitthvað slotaði veðrið. í ljós kom, þegar féð var tekið úr rústunum, að aðeins ein ær var dauð, og virtist hún hafa troðist undir. En á öðru fé sá ekkert. Mátti það þó furðu gegna, þar sem sumir þakbogarnir höfðu svipst upp með stærðar stein- steypustykki föst á sér, en aðrir bogar höfðu kurlast sundur við veggbrúnina. Allt þetta drasl hafði svo svipst yfir féð og lagst upp að fjósveggnum, sem var í um það bil 6 m fjarlægð frá boga- skemmunni. Við fjósvegginn hafn- aði líka allt bárujámið af fjár- húsinu. En furðulegt verðui- að telja að ekkert sá á fjósinu, jafn- vel brotnaði ekki ein rúða í fjós- gluggunum. Framstafn fjárhússins, sem var úr steinsteypu hafði í sviptingum þessum fallið fram á hlaðið. Meiri skaðar urðu á Halabæj- um í veðri þessu, Halabæirnir eru Framh. á 2. síðu Súrmjólk slett af syndlausum — Séð í norðaustur jrá Hala. Tvö af íbúðarhúsunum þar með Steinafjall í baksýn. Ég vil með þessum línum byrja á því að þakka Vilhjálmi Hjálm- arssyni fyrir að gera Tunguhrepp loks að umræðuefni í málgagni sínu — Austra — nú nýverið. Þótt það komi ekki til af góðu, par sem hann er að verja okkur vesæla fyrir skyrslettum frá Helga Seljan. Sannast þar tómatsósusaman- burðurinn við Framsókn, að ann- að hvort kemur allt eða ekkert af málæði þeirra, sem vafasamt er að borgi sig að bíða eftir. Mér er nær að halda að Vilhjálm ur hafi keypt upp alla þá mjólk hér í hreppnum síðustu árin, sem farin var að fúlna vegna erfiðleika á flutningum af ófærð á vegum hér, einkum miðsveitis, til að skvetta á móti. — Bágt er að vera svona. Rýtingurinn þinn hef- ur dottið úr erminni, en lent á skökkum stað, — Vilhjálmur Einnig vil ég þakka Helga Seljan fyrir hans hressilega og þrátt fyrir allt bjartsýna bréf, sem var eins og önnur bréf hans af góðum rót- um sprottið. Villi hefur ekki kom- ist í þau ennþá til að skera með rýtingi sfnum, sem dottið hefur greinilega fram úr erminni. Ég vona Helgi, að sú ósk þín rætist að viðbótafé fáist, — jafn- vel viðhaldsfé og bætist við 2x30 milljónirnar, sem áætlaðar eru hér miðsveitis til uppbyggingar vegar á næsta ári. Ég var að lesa Tilbrigðin hans Vilhjálms við bréf til Tungu- manna og held ég að karlaum- inginn sé dauð afbrýðisamur út í Helga eftir því hvað sýrudauninn leggur af skrifum hans, og eitt- hvað finnst mér lítilmannlegt að vitna aðeins í upphaf og eftir- skrift bréfsins, fyrst hann á ann- að borð fór að hnýsast í bréfið, sem ekki var stílað til hans. Ég leyfi mér því að vitna í sjálft bréfið, þar stendur: “Með viðhaldsfé, sem þama bættist við mundi verða um vem- lega framkvæmd að ræða á næsta ári í Tungu og nýting þess fjár astti þar með að vera betur tryggð.” Helgi er hér bjartsýnn og lýsir það manninum vel, og er ekki nema von, að framsókn svíði í augun, því varla geta þeir hugsað sér að viðhaldsfé bætist við öll þessi ósköp, sem á áætlun eru. Vona auðvitað, að vegspottar liggi einhvers staðar opnir í báða enda ofan f daunill díki, sem hingað til. Enda em einkunnar- orð Framsóknar, að hafa allt op- eða hvaö? ið í báða enda, og segja fólki að fara svo bara hina leiðina. í Vilhjálms sporum hefði ég heldur þagað og reynt að biðja Tomma um peninga nú þegar til þessara framkvæmda hér, fyrst hann var ekki búinn að biðja Dóra samgönguráðherra og flokks bróður fyrir löngu. Er það ekki hart, nú undir mán- aðarmót júní og júlí, að ófærðin á þeim vegum, sem um er rætt, Brekkubæjavegi og veg um Kirkjubæ sé þannig, að ef veik- indi bæru að, og flytja yrði sjúk- ling þaðan, þyrfti að bera hann á börum 3—7 km leið á akfæran veg. Það væri gagn, að sá væri ekki í bráðri lífshættu. — Ég held það sé ekki víða, sem betur fer, sem vegasamband er eftir þessari lýsingu, “þó þar sé verið að byggja nýjan veg”. í þessu vegamáli, held ég, að eftirfarandi atriði hafi hjálpast að: I. Framsókn hefur í of mörg ár Framh. á 2. sfðu Knaltspyrna Um helgina léku Austfjarðalið- in Austri og iÞróttur bæði í 2. deildinni. Þróttur fékk Þór í heim- sókn og lauk leiknum með marka- lausu jafntefli. Á Eskifirði léku Austri og Magni og sigraði Austri 1—0 í miklum baráttuleik. Þrótt- ur hefur leikið 9 leiki í deildinni og hlotið 8 stig. Haldi liðið sama striki ætti það að sigla lygnan sjó í deildinni. Austri hefur Ieikið 10 leiki og hlotið 5 stig. Er Austri í alvarlegri fallhættu og verður liðið að taka sig verulega á ef það ætlar að halda sæti sínu f deildinni. Þar sem Austurland er nú að fara í frí þá eru hér birtir næstu leikir 2. deildar liðanna, sem leikn- ir verða hér eystra. 21. júlf Austri—iÞór kl. 14.00. 24. júlí Þróttur—Fylkir kl. 20.00 27. júlí Austri—Selfoss kl. 20.00. 28. júlí Þróttur—Reynir kl. 14.00. 2. ágúst Þróttur—Breiðablik kl. 20.00. 11. ágúst Austri—f.B.Í. kl. 16.00. 17. ágúst Þróttur—Selfoss kl. 20.00. Austfirðingar eru hvattir til að fjölmenna á vellina og hvetja Austfjarðaliðin til sigurs. — G.B. í stjórn Rarik í síðasta mánuði skipaði iðn- aðarráðherra Erling Garðar Jónasson rafveitustjóra í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins í stað Axels Kristjánssonar forstjóra í Rafha sem nýlega er látinn. Enginn Austfirðingur var fyrir í stjórn Rafmagnsveitnanna. í Það hefur tíðkast í mörg ár, að hljómsveitir „að sunnan" og trúðar þeim áhangandi, leggi land undir fót á sumrin til að skemmta landsbyggðar- fólki. Ganga ferðir þessar undir alls konar skemmtilegum nöfn- um: „Sumargleði". „Hopp og hí um borg og bý“. Sameiginlegt með öllum þessum landreisum er alveg ó- trúleg fyrirlitnmg á íbúum landsbyggðartnnar, sern kemur m. a. fram í óhóftegu miða- verði, mikilli öivun skenunti- krafta og hljóðfæraleikara, þótt til séu undantekningar frá því, að sjálfsögðu, og síðast en kannski ekki síst, í furðulegum auglýsingum: „Fyrstu 65 döm- urnar fá ókeypis svitalyktar- eyði til að fela fjósalyktina". Er ekki kominn tími til að fólk geri þessum skunkum ljóst, að fólk úti á landsbyggð- inni gerir kröfur til skemmti- krafta, ekki síður en Reykvík- ingar? Meðal annarra orða. Það hefur frést, eftir áreið- anlegum heimildum, að Geiri Lár sigli nú undir rauðum segl- um. Velkominn í hópinn Geiri. Egill rauði. Farandmót í næstu viku verður haldið svokallað „Farandflokkamót" í umsjá skáta á Egilsstöðum (Ásbúar) og í Neskaupstað (Nesbúar). Mótið hefst á Egilsstöðum þriðjudaginn 24. júlí og stðan iarið á Seyðisfjörð og Nes- raupstað. Á miðvikudagskvöld i'erður varðeldur í lystigarðin- jm í Neskaupstað opinn al- nenningi og hefst kl. 8. Á 'immtudagsmorgun verður far- ð í bíl á Reyðarfjörð en það- tn gengið í Skriðdal þar sem ivalið verður fram á sunnu- lag. Á laugardeginum verður nótssvæðið opið almenningi irá 3—7 og þá verður varð- ;ldur og sýning sem ber heitið skátalíf — þjóðlíf. Frá blaðinu tÞetta blað er síðasta blað fyrir sumarfrí. Næsta blað kemur út 6. sept.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.