Austurland


Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 13.09.1979, Blaðsíða 4
Æjstohland Neskaupstað, 13. seþtember 1979. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Lánið leikur við J»ig í sparisjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR VONARLAND: Framkvœmdirnar dragast Fjárframlög hins opinbera minni en vonir stóðu til Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi var stofnað 30. júní 1973. Strax á stofnfundinum var gcrð ályktun um könnun á þörf fyrir hjálparstofnun fyrir vangefna á Austurlandi og athugun á mögu- leikum á stofnun slíkrar aðstöðu, ef þörf reyndist fyrir hana. Þörfin reyndist vera fyrir hendi, og tók félagið þá að vinna mark- visst að því að koma upp slíkri hjálparstofnun. Jafnframt var hug- að að því mikilvæga atriði, að sérmenntað fólk yrði þar tiltækt til starfa. Hefur félagið í þessu augnamiði styrkt fólk til sérnáms í þjálfun og umönnun vangefinna. Vistheimili félagsins fyrir van- gefna var valinn staður í Egils- staðakauptúni og gefið nafnið Vonarland. Byggingarnefnd heim- ilisins var kosin 8. júlí 1974. Mikið starf fór fram, áður en framkvæmdir við byggingu gátu hafist og fjármálin hafa ætíð verið Vonarland. erfið viðureignar og dregið fram- kvæmdir á langinn. En þann 7. ágúst 1977 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu Vonarlands. Þá hófust fram- kvæmdir við fyrsta áfanga af þremur, sem þar eru fyrirhugaðir. Alls eiga að rísa sex hús á bygg- ingarsvæði Vonarlands, en í fyrsta áfanga eru tvö hús, annað þeirra með kjallara, og ennfremur kjall- ari þriðja hússins, þar sem verður kynding og áhaldageymsla. Þess- um fyrsta áfanga tiiheyrir einnig að ganga frá nær allri lóðinni að fullu svo og leiktæki. Fyrsti áfang- inn er því nokkru stærri og kostn- aðarmeiri en hinir tveir, en þeir þurfa að fylgja fast í kjöifarið, svo að vistheimilið komi sem fyrst að því gagni, sem því er ætlað. í húsunum tveimur í fyrsta áfanga er rými fyrir átta vistmenn og auk þess aðstaða fyrir stjómun, æfingar og kennslu. Stærð hvers húss um sig er 210 m2. í upphafi var áætlað, að unnt yrði að ljúka fyrsta áfanga á einu ári, en fyrirsjáanlegt er nú, að framkvæmdir dragast töluvert á þriðja ár. Er þar fyrst og fremst því um að kenna, að fjárframlög hins opinbera hafa verið of lág og minni en vonir stóðu til. En Vonarland er byggt fyrir opinbert fé og verður opinber eign. Lionskiúbbarnir á Austurlandi hafa tekið að sér að styrkja félag- Framh. á 2. síðu „Gróðurinn sterkur og þróttmikiir „og mér virðist það sama umjólkið" segir oddviti Skeggjastaðahrepps Á aðalfundi SSA var oddviti Skeggjastaðahrcpps mættur: Guð- ríður Guðmundsdóttir, Skeggja- stöðum. Blaðamaður Austurlands spurði hana frétta frá Bakkafirði. Við höfum verið dálítið afskipt í vegamálum en nú erum við að fá það sem sumir kalla hafísveg. Við fáum 100 milljónir króna af 600 milljónum sem ætlaðar eru til Norð-austurvegar og nú eru komn ir 2 vinnuflokkar og við vonumst til að verða í vegasambandi fram- vegis. Þetta verður hinn eiginlegi hringvegur þegar búið er að tengja Vopnafjörð, hitt kalla ég ekki hringveg. Hvað með hafnarmál? Þar hefur verið erfiður róður. Það er unnið að byggingu hafna svo víða að við verðum að bíða, við erum svo fá en fiskurinn er nægur hér úti fyrir. Við erum að vonast eftir að fá krana sem gæti lyft stærri bátum á land. Það pýddi að við gætum haft 11 tonna báta eins og við þurfum til að geta lengt tímann sem hægt er að róa. Hafnarmálastofnunin er treg til, teiur þetta jafnvel firru. Nú erum við með 3—4 tonna trillur. Úr aflanum vinnum við aðallega saltfisk. Hér hefur verið árvisst atvinnuleysi þar til grásleppuveið- in hefst og ennþá lengra varð það í vetur er hafísinn kom og hindr- aði veiði. Okkur þykir dálítið hart að fá svo þorskveiðibann yfir hásum- arið. Þessir litlu bátar róa kannski 50—80 róðra yfir árið. Það var reynt að fá undanþágu en gekk ekki nema þeir fengu að hafa net aðeins lengur. Er afli þá mikið minni í ár? Það hefur tekist að reyta eitt- hvað og ég held að þetta sé ekki mikið minna en sl. sumar og við vonum að haustið verði gott. Og skólamálin? Við erum að hefja byggingu skóla. Börnunum er að fjölga og ungt fólk vill gjarnan setjast að en húsnæði vantar. Nokkuð hefur verið byggt en vantar meir svo að þcir sem vilja geti sest að. Skólinn hefur verið okkar heimili síðan 1950. í vetur verða um 10 nemend- ur en gert er ráð fyrir fjölgun á næstu árum. Hafist verður handa með skólabyggingu á næsta ári. Byggður verður lítill skóli og fé- lagsaðstaða í sama húsi og þar verður líklega aðstaða fyrír lækni Guðríður Guðmundsdóttir. — Ljósm. lóa. eða heilsugæslustöð H. Læknir sit- ur á Vopnafirði en kemur á hálfs- mánaðar fresti og hefur gert það í ár og það þykir okkur mjög gott. Heyskapartíð hefur verið erfið. Vorið var sérstaklega kalt og ég man ekki eftir eins erfiðu vori síðan ég kom. Tún spruttu seint svo komu óþurrkar, þannig að hey eru enn úti en við vonum að rætist úr og komi J4 mánaðar kafli með sunnan átt, þá myndi þetta lagast. Samt sem áður eru 3 bændur að hefja fjárhúsabyggingar, eru að endumýja gömul hús. Veðráttan hefur lagt stjómvöld- um lið varðandi samdrátt í bú- skapnum og þurfa þau því ekki að herða að bændum. En þó tíðar- far sé erfitt núna þá höfum við mjög góð beitilönd og dilkar eru þungir hjá okkur og alls engin ofbeit. Sá gróður ,sem er, er sterk- ur og fallegur og mér virðist það sama um fólkið, að það sem vex upp í erfiðleikum verður oft sterkara og þróttmeira. — lóa Aðalfundur Kjördæmis- ráðs AB verður í Neskaupst. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi mun halda aðalfund sinn í Neskaupstað dagana 29. og 30. september næstkomandi. Dagskráin er í undirbúningi og verður nánar kynnt síðar og einnig í bréfi til félaga. Smfóníu- hljóm- sveitin á Austurlandi Sinfóníuhljómsveit fslands heldur í hljómleikaferð um landið á næstu dögum. Leikið verður á 12 stöðum alls og á efnisskránni verður létt klassísk tónlist úr óperum og óperett- um, dansar o. fl. í hljómsveitinni eru 48 hljóð- færaleikarar. Stjórnandi hennar verður Páll P. Pálsson. Ein- söngvari með hljómsveitinni verður á Austurlandi Svala Nielsen og einleikari í Nes- kaupstað Lárus Sveinsson trompetleikari. Hljómsveitin verður á Egils- stöðum 18. sept kl. 21, Eski- firði 19. sept. kl. 19 og í Nes- kaupstað kl. 22 sama dag. Á Seyðisfirði verður hún 20. sept. kl. 21 og á Höfn í Homafirði 21. sept. kl. 21. Frá S.V.A. Nýlega tóku sig til 8 ungar stúlkur í Neskaupstað og héldu 2 hlutaveltur til ágóða fyrir Vonarland og ágóðinn varð samtals 12.500 kr. Styrktarféiagið flytur þeim öllum kærar þakkir. Stúlkurnar heita: Ingunn Sveinsdóttir, Hlíðargötu 1 A, Gunnur Björg Gunnarsdóttir, Þiljuvöllum 37, Bryndfs Guð- mundsdóttir, Melagötu 2, Hanna Guðlaug Guðmunds- dóttir s. st. — Þær söfnuðu kr. 8.300. Anna Kristín Þorsteinsdótt- ir, Noregi, Birna Björg Gunn- arsdóttir, Miðstræti 22, Bára Hólmgeirsdóttir, Starmýri 9, Sigrún Hólmgeirsdóttir s. st. — Þær söfnuðu kr. 4.200.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.