Austurland


Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 20.09.1979, Blaðsíða 4
ÆJSTBHLAND Neskaupstað, 20. september 1979. Sparisjóður Norðfjarðar — sparisjóður heimamanna. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR MIKIL ÁTÖK UM STAÐSETNINGU STOFN ANA: „Samstarfsgrundvöllur ínnan SSA brostinn" telur Logi Kristjónsson Á aukaaðalfundi SSA sem hald- inn var sl. vor var samþykkt að koma á fót sérstakri skipulags- stofnun á Austurlandi sem annist hvers konar skipulagsvinnu fyrir sveitarfélög í fjórðungnum. Á aðaifundinum nú í septem- ber var stol'nuninni síðan valinn staður á Egilsstöðum eftir harðar umræður, par scm menn voru ekki á eitt sáttir með staðarval og fram- kvæmd mála. í millitíðinni hafði verið ráðinn skipulagsarkitekt við stofnunina og valdi hann að setjast að á Egilsstöðum eða í Neskaupstað. Á aðaifundinum var því kosið milli pessara tveggja staða. Tóku 48 pátt í kosningunni par á meðal margir fuiltrúar sveitarfélaga sem ekki hafa tekið afstöðu til pess hvort pau ætla að gerast aðiiar að stofnuninni eða ekki. 26 greiddu atkvæði með Egilsstöðum og 16 með Neskaupstað, 6 atkvæði voru auð. Skömmu áður var hins vegar sampykkt tillaga um að dreifa skuii stofnunum til sem jafnastrar uppbyggingar allra svæða og er tillagan svohljóðandi: Kjördæminu skipt í þjónustusvæði og stofnunum dreift „Aðalfundur SSA 1979 telur nauðsynlegt að kjördæminu verði skipt upp í pjónustusvæði par sem í eru tvö eða fleiri sveitarfélög svo að auka og bæta megi þjónustuna við íbúa kjördæmisins. Telur fundurinn að sú pjónusta sem allur almenningur parf á að halda verði veitt innan pessara pjónustusvæða. Þá telur fundurinn að stefna beri að dreifingu fyrirtækja og stofnana á milli svæðanna eins og eðli og hagkvæmni stofnananna frekast leyfir, til sem jafnastrar uppbyggingar allra svæða. Verð- lagning útseldrar pjónustu frá fyr- irtækjum og stofnunum í eigu eða á vegum SSA verði óháð staðar- vali viðkomandi stofnunar með því að sama gjald skuli greift fyrir sömu pjónustu óháð fjarlægð verk- kaupa. Fundurinn samþykkir að kosin verði 5 manna millifundanefnd sem skal á grundvelli þessarar stefnumörkunar gera ítarlega skrá um staðsetningu allra opinberra stofnana í fjórðungnum nú og til- lögur til næsta aðalfundar um þjónustustofnanir á vegum SSA að lokinni könnun á afstöðu ein- stakra sveitarfélaga". „Tel að samstarfs- grundvöllur sveitar- félaga innan SSA sé brostinn“ Vegna pessa máls hafði blaðið samband við pá Magnús Einars- son, oddviti, Egilsstöðum og Loga Kristjánsson, Neskaupstað og lagði fyrir pá nokkrar spurning- ar. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur — Logi, hvað villt þú segja um þessa samþykkt? — Ég tel að með henni sé sam- starfsgrundvöllur austfirskra sveit- arféiaga innan SSA brostinn, par sem pau standa ekki lengur á jafnréttisgrundvelli. Þessi sam- pykkt hefur í för með sér sam- þjöppun valds; það virðist eiga að byggja upp eitt sveitarfélag á kostnað hinna og par með bein stuðningsyfirlýsing við pað að hafa allar stofnanir áfram í Reykjavík en dreifa peim ekki um landið. Sampykktin gengur þvert á þá, sem samp. var samhljóða nokkrum mínútum áður um skiptingu Aust- urlands í þjónustusvæði, dreifingu stofnana og sameiginlega upp- byggingu allra svæða .Sú tillaga hefði markað tímamót ef aust- firskir sveitarstjórnarmenn hefðu borið gæfu til að fylgja henni eftir en gera hana ekki að pappírsgagni einu saman. — Hvar hefðir þú viljað hafa stofnunina? — Alls staðar annars staðar á Austurlandi en á Egilsstöðum eða Reyðarfirði vegna pess að SSA hefur beitt sér fyrir Fræðsluskrif- stofu og Tollvörugeymslu á Reyð- arfirði, aðalskrifstofu SSA og Safnastofnun Austurlands á Egils- stöðum. Væru svo jafnframt tekn- ar inn í pessa mynd aðrar opin- berar stofnanir eins og RARIK, Menntaskólinn, Vegagerðin og Fjórðungssjúkrahúsið og ýmsar fleiri, pá hefði Héraðs-, Reyðar- fjarðar- og Norðfjarðarsvæðið ekki átt að koma til umræðu varð- andi staðsetningu þessarar stofn- unar. „Stofnunin gæti eðlis síns vegna verið hvar sem er á svæðinu“ — Þú telur þá eðli stofnunar- Stefán Thors skipulagsarkitekt hefur verið ráðinn að Skipulags- stofnun Austurlands. Stefán lauk prófi í skipulags- arkitektúr árið 1976 frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn og Stefán Thors skipulagsarkitekt innar þannig að hún geti verið utan þessara svæða? — Stofnunin gæti eðlis síns vegna verið hvort heldur sem er á Hornafirði eða Vopnafirði, því að starfsmaður hennar þarf fyrst og fremst að fara út til sveitar- félaganna til að kynnast aðstæð- um og viðhorfum íbúanna á hverj- um stað og aðrir en framkvæmda- stjórar viðkomandi sveitarfélaga purfa ekki að sækja stofnunina heim og þeir ættu ekki að víla fyrir sér ívið erfiðari ferðir 2—3 á ári til að stuðla að auknum og bættum samskiptum og samgöng- um innan fjórðungsins. — Hvers vegna telur þú sam- starfið brostið? — Það er ljóst að með óbreytt- um reglum um skipan fulltrúa til SSA getur Héraðið með stuðningi endasvæðanna beitt ólýðræðisleg- um meirihluta til að draga til sín þj ónustustofnanir. Það er pýðing- armikið fyrir öll byggðarlög á Austurlandi að fá til sín pjónustu- stofnanir og vel menntað fólk. Slíkt á ekki að verða forréttindi eins frekar en annars. Ég vil und- irstrika, að í samþykktinni stend- ur, að dreifingin sé til uppbygg- ingar allra svæða. Þeim mönnum, sem eftir að hafa staðið að þessari samþykkt, horfa framhjá þessu atriði og viija staðsetja stofnanir „miðsvæðis“ vil ég benda á, að pá er eins gott fyrir Hornfirðinga o. fl .að hafa þær í Reykjavík. Þang- að eru mun örari og öruggari sam- göngur ef það er það sem þeir eingöngu hugsa um. — Er framkvæmdaröðin ekki undarleg í þessu máli? — Jú vissulega. Ég sendi stjórn SSA bréf að loknum aðalfundi 1978, þar sem ég hvatti til þess að undirbúin verði ákvörðun um staðarval stofnana. Lítið sem ekk- ert var gert í því máli til undir- búnings aðalfundi. Hins vegar var núna samþykkt að hefja undir- hefur unnið síðan hjá Skipulagi ríkisins. Þar hefur hann unnið að skipulagi fyrir allflesta þéttbýlis- staði á Austurlandi. Undanfarið hefur hann unnið að aðal- og deili- skipulagi fyrir Eskifjörð og Fá- skrúðsfjörð en áður fyrir Seyðis- fjörð þar sem staðfest aðalskipu- lag er nú komið. 1 viðtali við „Austurland“ sagði Stefán að verkefni Skipulagsstofn- unar Austurlands yrði að vinna að undirbúningi og gerð aðalskipu- lags fyrir þéttbýlisstaði á Austur- landi og þá með tilliti til þess að fá það staðfest af ráðuneyti og um leið að vinna að deiliskipulagi. Stefán sagði, að krafa frá yfir- völdum um skipulag hafi aukist mikið eftir samþykkt nýrra bygg- ingarlaga sem gengu í gildi 1. janúar 1979 og nú væru t. d. öll búning. Af þessum vinnubrögðum og öðrum f sambandi við stofnun Skipulagsskrifstofu á Austurlandi er ekki annað að sjá en fram- kvæmdastjóri og framkvæmda- stjórn hafi frá upphafi viljað hafa stofnunina á Egiisstöðum. Ég te! að þau vinnubrögð að taka eitt sveitarfélag fram yfir annað sam- ræmist ekki starfssviði fram- kvæmdastjórans og leiði frekar til sundrungar en samstarfs. „Stofnanir sem fluttar verða til f jórðungsins ættu að staðsetjast miðsvæðis“ — Magnús, nokkruni mínútum áður en þið samþykktuð staðsetn- ingu stofnunarinnar á Egilsstöðum samþykktuð þið tillögu um dreif- ingu stofnana. Finnst þér seinni samþykktin ekki stangast á við hina fyrri með tilliti til þeirra stofnana sem þegar eru á staðn- um? -— í samþykktinni stendur „að stefna beri að dreifingu fyrirtækja og stofnana á milli svæðanna eins og eðli og hagkvæmni stofnan- anna frekast leyfir“. Ég held að það sé greinilegt atriði að til þess að fá stofnanir út á land, þá þurfi að staðsetja þær þannig, að þær þjóni sem best öllum á svæðinu og það er ekki okkur Egilsstaðamönnum að kenna að við erum staðsettir svona á svæðinu. Með þessu er ég ekki að segja að allar stofnanir eigi að vera á Egilsstöðum, það fer eftir eðli og verkefnum stofnunarinnar hvar hún á að vera. — Þér finnst þá cðli Skipulags- stofnunarinnar vera þannig að hún verði að vera á Egilsstöðum? — Það er ljóst að sveitarstjórn- Framh. á 3. síðu sveitarfélög skipulagsskyld, sem þýddi, að það mætti hvergi byggja mannvirki án þess að fyrir lægi samþykkt skipulag. Hann sagði að þetta væri fyrsta stofnun sinnar tegundar á landinu, reyndar væri skrifstofa á Selfossi en hún sinnti annars konar verkefnum. Vegna þess mætti gera ráð fyrir ein- hverjum byrjunarörðugleikum en mikilvægt væri að góð samstaða náist milli sveitarfélaganna og SSA um rekstur stofnunarinnar. Aðspurður um hvort hann væri ánægður með staðarval sagði Stefán: „Ég veit ekki hvort ég á að segja nokkuð um það. Ég nefndi þessa tvo staði sem æskilega. Það fór fram lýðræðisleg atkvæða- greiðsla og svo verður reynslan að skera úr um hvemig fer“. Fundir hjá AB í næstu viku gengst Alþýðu- bandalagið fyrir fundum víða um Austurland þar sem m. a. verður rætt um ríkisstjórnar- samstarfið og endurskoðun málefnasamnings. Á fundina koma þeir Helgi •Seljan og Baldur Óskarsson. Þessi mál og önnur verða einnig rædd á kjördæmisráðs- fundi AB í Neskaupstað helg- ina 29.—30. sept. nk. og eru félagar hvattir til að láta vita um þátttöku þar hið allra fyrsta. Austri áfram í 11. deild Austra tókst að verjast falli niður í 3. deild um síðustu helgi er þeir Austramenn flugu norður í land til að keppa við Reyni Sandgerði. Eftir fram- lengingu var staðan jöfn 0 : 0 svo að vítaspyrnukeppni fór frarn og vann Austri hana 5 : 4. Vel af sér vikið Austri. Fórnir skulu færðar í síðasta tbl. Austra birtist eftirfarandi klausa: „Vegir eru nauðsynlegir, alveg bráðnauðsynlegir bæði í þéttbýii og strjálbýli og heim á hvern byggðan bæ. Og ekki er Tunguvegurinn síður nauð- synlegur en aðrir vegir. Vegim- ir og vegagerðin er mikið mál. Hitt er þó meira mál, að þjóð- in búi áfram við þingræði og lýðræði, málfrelsi og mannrétt- indi, laus við sósíalistmann". Þarna kemur fram næsta ólrúleg skoðun. Er það raunverulegur vilji framsóknarmanna hér í kjör- dæminu að fórna þeim fram- kvæmdum í vegamálum sem samþykktar voru á Alþingi sl. vor og sem markað gætu tíma- mót í vegamálum okkar Aust- firðinga (eins og Helgi Seljan víkur að í leiðara sínum hér í blaðinu) til þess eins að losna við sósíalismann úr r/kisstjórn- inni? Erfitt er að trúa því að þessi klausa spegli skoðun aust- firskra framsóknarmanna al- mennt og enn síður þingmanna þeirra og ráðherra sem að síðustu vegaáætlun stóðu. Úr því fáum við skorið á næstunni, hverra hag þeir bera fyrir brjósti. Egill rauði. Krafa um skipulag hefur aukist mikiö

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.