Austurland


Austurland - 08.11.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 08.11.1979, Blaðsíða 1
lUSTDRLAND 29. árgangur. Lúðvík Jósepsson w Obilandi trúáfólkið í öndvegi rviili.il tíðindi teljast það þegar leiðtogi okkar austfirskra sósial- ista lætur nú af þingmennsku, gefur ekki framar kost á sér til forystu og leiðsagnar á vettvangi Alþingis. Austurland og Alþingi sam- tengjast í nafni og starfi Lúðvíks Jósepssonar. Alpingi hefur verið sá staður par sem hann hefur beitt kröftum sínum fyrir málefnum Austurlands, þar hafa málefni þess fengið umfjöllun og afgreiðslu, par hefur hann sem og í svo mörgu öðru sýnt hörku og einurð samfara lagni og lipurð, aldrei eftir gefið í sókninni framávið fyrir málstaðinn, fyrir betra og byggilegra Austurlandi í heild. Sú saga öil verður síðar rakin en í atvinnusögu Austuriands síðustu áratugina verður nafn hans stórt, þáttur hans mikili, afdrifaríkari og affarasælli en menn jafnvel skynja nú í dag. Þar um gildir öll þjóðarsagan einnig. Sem samstarfsmanni hans um fjölda ára er ómaeld þökk mér efst í huga nú. Þá þökk veit ég bergmála um allt Austurland, ekki aðeins hjá samherjum heldur og andstæðingum. Markviss og fórn- fús barátta hans er þökkuð. Bar- átta sem einkenndist af einurð og drengskap en umfram allt af hug- sjón, ekki aðeins hugsjón sósíal- ismans um fegurra mannlíf og bættan hag alþýðu, heldur ekki síður þeirrar óbilandi trúar A fólkið og fjórðunginn sem ætíð sat í öndvegi. En Lúðvík er ekki sestur í helgan stein. Sem formaður flokks okkar mun hann áfram berjast ótrauður sem áður og hér eystra mun hann leggja sitt góða lið nú, er á reynir um atfylgi aust- firskrar alþýðu til sjávar og sveita við það einingarafl gegn íhaldi sem Alþýðubandalagið er og sem Lúðvík Jósepsson á besta og gifturíkasta hlutdeild í að hafa gert það að. Um leið skal því licitið af okkur öllum að reyna sem best að halda á lofti þvf merki, sem hann licfur af glæsi- brag borið fyrir okkur, fram til sóknar og sigurs hér eystra. Það yrði honum dýrmætast alls nú ef okkur mætti auðnast að ná árangri scin skiluði alþýðufólki enn lengra áfram þá braut sem hann hefur vfsað og mun vísa sem heilla- venlegasta fslenskri þjóð. Hclgi Seljan Neskaupstað, 8. nóvember 1979. 40. tölublað. Framboðslisti Alþýðu- #it ndalagsins á Austurlandi Á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Austurlandskjördæmi, sem hald- inn var á Reyðarfirði 28. október 1979, kynnti kjörnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum Alþýðu- bandalagsfélógunum á svæðinu, tillögu um skipan framboðslista f lokksins í komandi alþing- iskosningum. Var hún samþykkt einróma og kjörnefnd falið að ganga endanlega f rá skipan listans. Var það svo gert á fundi kjörnefndar á Egilsstöðum 31. október og er framboðslistinn þannig skipaður: l.Helgi Seljan, jyrrv. alþingis- 2. Hjörleifur Guttormsson, 3. Sveinn Jónsson, verkfrœð- 4. Þorbjörg Arnórsdóttir, hús- maður, Reyðarfirði. fyrrv. alþingismaður Nes- ingur, Egilsstöðum. freyja, Hala, Suðursveit. kaupstað. 5. Ágústa Þorkelsdóttir, hús- 6. Guðjón Sveinsson, rithöf- 7. Guðjón Björnsson, kenn- freyja, Refstað, Vopnafirði. undur, Breiðdalsvík. ari, Eskifirði. 8. Birgir Stefánsson, kennari, Fáskrúðsfirði. V 9. Pétur Eiðsson, bóndi, 10. Báldur Sveinbjörnsson, Snotrunesi, Borgarfirði. sjómaður, Seyðisfirði. Kjósendur Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 10. nóvember. Stuðningsmenn G-listans, sem ekki eru vissir um að vera heima á kjördag, þurfa að kjósa sem fyrst hjá næsta bæjarfógeta, sýslumánni eða hreppstjóra. MUNIÐ AÐ LISTABÓKSTAFUR ALÞÝÐU- BANDALAGSINS ER G. Veitið kosningaskrifstofunum og umboðsmönnum G-listans upplýsingar um alla fjarstadda stuðnings- menn. Kosningastjórn G-listans Kosningastarfið x G KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í NESKAUPSTAÐ er að Egilsbraut 11, sími 7571. — Opin daglega kl. 17—19. KOSNINGASKRIFSTOFA Á EGILSSTÖÐUM að Bjarkarhh'ð 6 (neðri hæð) sími 1245. KOSNINGASKRIFSTOFA Á HÖFN, sími 8426. KOSNINGASKRIFSTOFA Á SEYÐISFIRÐI að Austurvegi 21 (efri hæð) sími 2388. — Opin öll kvöld og um helgar. Á næstunni verða opnaðar kosningaskrifstofur á fleiri stöðum. Hafið samband við kosningaskrifstofumar og veitið upplýsingar um stuðningsmenn er verða fjarstaddir á kjördag 2. og 3. desember. Kosningastjórn G-listans

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.