Austurland


Austurland - 06.03.1980, Blaðsíða 2

Austurland - 06.03.1980, Blaðsíða 2
Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og h. s. 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prcntun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Traust menning - styrkasta sfoð sjálfstœðisbarátt- unnar Sjálfstæð og sönn Jijóðmenning er stcrkt vopn í baráttu lítilJar þjóðar í )>á veru að halda fullri reisn í samfélagi Jjjóðanna. sjálfstæði sínu í þess orðs fyllstu merkingu. Fátt reynist okkar J>jóð giftudrýgra í sjálfstæðisbaráttu sinni en einmitt sú dýrmæta varðveisla menningarinnar sem jafnvel myrkustu aldir í þjóðsögunni leiftra af. í dag er nauðsyn sannrar víðtækrar menningar ótvíræð og ber margt til. Við erum hersetin J>jóð og andmenningar- ásókn hemámsaflanna er býsna sterk. Til eru J’eir sem leggjast svo lágt að biðja um dátasjónvarpið á ný. vilja útbreiða kanaútvarpið sem mest. Að okkur sækja menning- arstraumar víða að, sumir hollir aðrir eiga nafngiftina í engu skilið. Við þurfum að vera menn til að meta og vega, vinsa úr og aðlaga ]>að okkar 'pjóðlegu menningararfleifð og efla pannig hverja pá menningarstarfsemi er til heilla horfir og vera par sem virkastir pátttakendur og skapendur í senn. Menning er sameign okkar. Með breyttum lífsháttum. aukinni velmegun og tæknipróun hvers konar verður hún víðfeðmari og nær til fleiri sviða. Að mörgu er pví að gæta. í allri velmegun okkar höfum við engan veginn sinnt pví mikilvæga hlutverki hvers pjóðfélags að styðja og stuðla að sem mestri, fjölbrevttastri og virkastri menningarstarf- semi. Óverulegur hluti pjóðartekna okkar rennur til pessa brýna verkefnis. Þó er almenn |>átttaka fólks í lifandi menningarstarfsemi, menningarsköpun, sennilega hvergi meiri en einmitt meðal okkar. í pessum málum parf pví stórátak, jafnt til pess að búa sem best að peim sem við hvers konar menningarsköpun fást sem aðalstarfa og peirri blómlegu áhugastarfsemi sem hvarvetna á sér stað vítt um landið. Áhersla sú sem lögð er á pennan málaflokk hjá núverandi ríkisstjórn er vissulega tímabær og henni ber að fagna. Að hinu ber einnig að gæta, að við purfum á að haida vissri stefnumörkun í ]>essum málum öllum. Engar fastar viðjar en nauðsynlegan vegvísi til handa stjómvöld- um jafnt sem almenningi, |>ó ekki síst ef gera á verulegt fjárhagslegt átak til pess að leysa menningarstarfsemi okkar úr pví svelti sem hún vissulega er í. Þar duga engin tilvilj- unarkennd heljarstökk heldur sameiginleg stefnumótun sem tekur til allra greina á hinum mikla meiði, sem íslensk menning blessunarlega er. Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi. Styrkasta stoð hennar er traust menning pjóðarinnar sem byggist á pjóðlegri arf- leifð fyrst og fremst en aðlagar pað besta utan frá að peirri arfleifð, dýpkar pannig og fyllir út í myndina. Átak í menningarmálum er pví nauðsyn sem við skul- um fylgja vel eftir. — H. S. Alþýðubandalagið Bæjarmálaráðsfundir Alpýðubandalagsins í Neskaup- stað verða framvegis haldnir hvem miðvikudag kl. 20 í húsnæði félagsins að Egilsbraut 11. — Mætið stund- víslega. BÆJARMÁLARÁÐ Leiðtogi látinn E:nn þekktasti baráttumaður ís- lenskrar verkalýðshreyfingar, um langan aldur, Jón Rafnsson, and- aðist 28. febrúar. Jón var fæddur hér á Norðfirði 6. mars 1899, sonur hjónanna Guðrúnar Gísladóttur og Júlíusar Rafns Símonarsonar, sem var Skagfirðingur að uppruna. Þegar Jón óx úr grasi og hóf þátttöku í lífsbaráttunni, sneri hann sér að sjónum, eins og flest- ir drengir hér um slóðir gerðu og sjómaður var hann á meðan hann átti heima á Norðfirði og lengi eftir það. .Tón var í eðli sínu maður rót- tækur og vildi ekki sætta sig við misrétti eóa kúgun. Hann hóf því snemma þátttöku í verkalýðsbar- áttunni og stjómmálabaráttu al- þýðunnar, en sú saga gerðist að mestu utan æskusveitarinnar. En snemma hafa menn séð hvað í Jóni bjó. Þegar Verkalýðsfélag Norðfjarðar var stofnað var hann, þá kornungur maður, kjörinn for- maður þess. Eftir að Jón fluttist til Vest- mannaeyja varð hann mikill bar- áttumaður fyrir bættum hag verkamanna og sjómanna. Háði hann þar marga hildi og ávann sér óskorað traust verkamanna og sjómanna en fjandskap atvinnu- rekenda og þeirra handbenda. En barátta Jóns var ekki ein- skorðuð við einn stað. Ef eitthvað var um að vera í kjarabaráttunni einhversstaðar á landinu, var Jón þar kominn og skipaði sér í fremstu vfglínu .Stóð svo í ára- tugi. í mörg ár var Jón framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins og eftir það Sósíalistaflokksins. En ekki tök á að gera þeim störfum skil hér. En Jón gekk ekki heill til skóg- ar. Eins og margir aðrir af hans kynslóð sýktist hann af berklum og var um skeið mikið á berkla- hælum. Þetta hefur áreiðanlega onðið til þess að hann gerðist einn af frumkvöðlum stofnunar Sambands íslenskra berklasjúk- linga og um langt skeið einn af forystumönnum þess. Það var alltaf gaman að hitta Jón, hann var skemmtilegur við- ræðu og lék á alls oddi, kvikur í hreyfingum og fljótur að átta sig á því, sem á góma bar. oón hafði mjög gott vald á íslenskri tun,';u, frábærlega snjall hagyrðingur og átti létt með að yrkja. Má ætla að sá hæfileiki sé frá skagfirskum forfeðrum kominn og var faðir hans mjög góður hagyrðingur. Jón skrifaði bækur, Vor í verum, endurminn- in,iar úr verkalýðsbaráttunni, og Austur fyrir fjall, þar sem segir frá kynnum höfundar af austan- tjaldsþjóðum. Fyrir allmörgum árum komu út rfmur eftir Jón Rafnsson, tileink- að ágætum samherja úr verkalýðs- í blaðinu Takmark, litlu frétta- bréfi um heilbrigðismál er skýrt frá þeirri ánægjulegu frétt, að Vopnafjarðarskóli sé reykiaus skóli. í skólanum eru 160 nemend- ur frá forskóla og upp í 9. bekk og þar fyrirfinnst enginn nemandi Jón Rafnsson baráttunni, Rósenkar ívarssyni. Eru þær mjög vel orktar og skemmtilegar aflestrar og bera þess ljósastan vott hve handgeng- in Jón var tungunni. íslensk verkalýðshreyfing mun lengi búa að hinu óeigingjarna starfi Jóns Rafnssonar og nú þeg- ar hann er allur kveður hún hann með virðingu og þökk. Bjarni Þóraðarson sem reykir. „Þeir sem reyktu eltust npp úr skólanum og yngri nem- endur taka ekki við. Það er ekki í tísku,“ segir skólastjórinn. I blaðinu segir ennfremur, að á Austurlandi séu nú 25 reyklaus- ir bekkir (6.—9. bekkir). Reyklaus skóii Neytendahorn Frá Norðfjarðardeild NS Verðk. N. S. 26. 2. 80 Versl. Bj. Bj. Melabúðin Kf. Fram Versl. Ó. J. Egg 1 kg. 1.600 1.600 Strásykur 2 kg. 656 700 787 680 Epli rauð 1 kg. 680 650 680 590 Snap korn fleks 848 810 855 810 Sol grjón 1 kg. 680 665 669 656 Gr. baunir ORA % 295 395 368 339 Hveiti 5 lbs. P. B. 689 P. B. 700 R. H. 720 P. B. 675 Kaffi 250 gr. 932 1.015 1.015 890 Libbys tómats. 340 gr. 475 410 422 420 Rauðkál ORA % 550 420 623 568 River Rice hrísgr. 295 295 300 270 Molasykur ýý kg. 280 250 225 272 Royal karam.búð. 195 198 195 185 Cheerios 485 512 475 Cocoa Puffs 340 gr. / 945 1.000 975 Frón matarkex 490 480 450 Lux sápa 90 gr. 195 195 212 198 W. C. pappír 152 180 160 120 Ananas Heaven T Del Monte Libbys Af. Price 425 gr. 495 heil ds. 1.050 heil ds. 1.060 570 gr. 745 Ferskjur Gold Reef Tom Piper Hearts D heil ds. 985 Vi 530 heil ds. 1.164 Perur Gold R Tom P Gold R Gold R heil ds. 1065 heil ds. 960 heil ds. 1.088 heil ds. 998 Two Fruits Gold R T. P. Coct. Gold R K Y K 665 heil ds. 1.020 heil ds. 1.190 heil ds. 902 Verðkönun þessi var gerð 26. Ég hef verið að velta því fyrir Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta febrúar sl. Þykir mér nokkuð mér hvort neytendur hér í bæ séu verið þá óhrædd við að láta heyra áberandi hvað vöruverð er orðið betur settir með alla þjónustu og í ykkur .Kvörtunarþjónusta er hjá svipað í öllum verslunum, þó eru fyrirgreiðslu en aðrir neytendur öllum stjómarmönnum. einstaka tegundir sem munar landsins. Þetta held ég m. a. af nokkru á. Óhætt er að segja að því að hingað til hefur N. S. eng)n Norðfjarðardeild N.S. vöruverð breytist í viku hverri og kvörtun borist og enginn félags- þá örar þar sem umsetning er maður séð ástæðu til að láta í E ,G. örari . sér heyra um eitt eða neitt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.