Austurland


Austurland - 06.03.1980, Blaðsíða 4

Austurland - 06.03.1980, Blaðsíða 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 & 7454 Neskaupstað, 6. mars 1980. Gerist áskriíendur Þinn hagur. — Okkar styrkur. ▼ SPARISJÓÐUR NORCFJARÐAR Jón Þórðarson: Skólakerfið og sjávarútvegurinn Lang mikilvægasta uuðlind ís- lendinga er fiskurinn í hafinu um- hverfis landið, pjóðarbúskapurinn stendur og fellur með hversu til tekst iim nýtingu fiskistofnana og skiptingu afrakstursins, petta eru staðré.vndir sem enginn neit- ar. Það hefur verið lenska að þeir sem fást við fiskveiðar og annan sjávarútveg ættu að drífa sig í þetta beint úr barnaskólanum, því í slorinu er ekki þörf fyrir mennt- un. Það er ekki heldur fínt að vera að leggja sig niður við að læra eitthvað um þetta í flestum sjávarplássum landsins eru t. d. tónlistarskólar, iðnskólar og ein- staka aðrir sérskólar, en hvar eru skólarnir fyrir þá sem eiga að verða hornsteinarnir í þjóðfélag- inu, slorfólkið? Æi nei kennum heldur fleirum að spila á flautu, þeir sem eru svo verulega liprir að dansa eftir flautunni geta far- ið í Háskólann og orðið lögfræð- ingar eða viðskiptafræðingar. Tals- vert margir af þessum lög- og viðskiptafræðingum koma svo til starfa í sjávarútveginum en með slorlausa titla, þeir hafa nefni- lega alveg sloppið við að læra nokkurn skapaðan hrærandi hlut um fisk þó' svo ævistarfið verði að mestu í sjávarútvaginum. Menntun í undirstöðu- atvinnuveginum Hjá öllum venjulegum þjóðum þykir sjálfsagt að undirstöðuat- vinnuvegirnir njóti ákveðinna for- réttinda í skólakerfinu, en hjá okkur hefur skólakerfið verið danskara en hjá dönum sjálfum fram á síðustu ár Undirritaður notaði 13 ár í að fara gegnum íslenska skólakerfið frá barna- til menntaskóla og ei,n- ustu fiskveiðar sem ég minnist að hafa heyrt getið um á þeim ferli fóru fram á Genesaretvatninu sællar minningar. Hvaða þýðingu hefur nú þetta? Jú skólakerfið skilar þegnunum á færibandi án þess að þeir viti sérlega mikið um hvaða þjóðfélag þeir eru að labba sig út í. Það er lítil bót að því að vita að fílar vaxa á trjám í Kína og verða minnst þúsund ára gamlir eða eitt- hvað álíka. Félagsleg staða sjávarútvegsins Við endurteknar kannanir á virðingu hinna ýmsu starfsheita hefur það sýnt sig að verkamenn í sjávarútvegi, fiskimenn svo ekki sé nú minnst á verkakonur í fiski, koma alltaf síðast f röðinni. Það er helst kringum kosningar að þessum störfum er einhver gaum- ur gefinn af ráðamönnum, þing- mönnum og álíka .Það er kannski ekki nema von að þessi störf séu ekki hátt skrifuð. Hver vill sjálf- viljugur taka á sig störf sem hafa í för með sér allt að tvöföldum löggildum vinnutíma og margfallt erfiði samanborið við flest önn- ur störf? Sjálfsagt finnast margar skýringar á hvers vegna sjávanút- vegurinn er svona langt á eftir en eitt er allavoga víst, fræðsla og menntun innan atvinnuvegarins er langt fyrir neðan lágmark. Sérskólarnir Lítum aðeins á þá skóla sem bjóða uppá menntun í sjávarút- vegi það eru hetst stýrimannaskól- inn og fiskvinnsluskólinn. Báðir þessir skólar eru stofnaðir til að leysa aikallandi vandamál, undan- farar stýrimannaskólans koma strax um miðja 19. öldina og skói- inn sjálfur l'yrir aldamót, en fisk- vinnsluskólinn kemur fyrst 1971. Stýrimannaskólinn kennir mönn- um að sigla skipum fram og aft- ur um sjóinn og hitta á þá staði sem þeir ætla sér til og lítið meira. I námsskrá stýrimannaskólans finnst ekki eitt einasta orð um fisk, en stór hluti nemanna kem- ur til með að stunda fiskveiðar. Ekkert er að finna í námsskránni um meðhöndlun fisks sem eftir mínum skilningi á fiskveiðum ætti að vera aðalatriðið, ekkert er heldur kennt um undirstöðuatriði fiskifræðinnar, fiskigöngmr, fæðu- nám, viðkomu eða önnur fiski- fræðileg atriði sem ætti a5 vera mikilvægt fyrir alla fiskimenn að kunna skil á. Flestir nemendur stýrimannaskólans eyða svo af- gangi ævinnar í að skipa öðrum fyrir verkum, það væri því ekki úr vegi að minnast lítillega á verk- stjórn eða allavega ræða undir- stöðuatriði mannlegra samskipta. Ekki er heldur fjallað um þau félagasamtök sem nemarnir koma væntanlega til með að hafa sam- skipti við á starfsferlinum svo sem stéttarfélög. Drautnarnir látnir ráða Áran.'.’.urinn af þessu lætur held- ur ekki á sér standa, t. d. má minna á að þegar fiskifræðingar og fiskimenn ræða mál sín opin- berlega tala þeir yfirleitt hvorir framhjá öðrum. Menn með venju- legt skipstjórapróf hafa ekki feng- ið þá grunnmenntun í sinni at- vinnugrein sem nauðsynleg er til að átta s;g á hvað fiskifræðingam- ir eru að fara. fiskifræðingamir eru líka langt frá nógu duglegir við að kynna niðurstöður sínar á mannamáli. Niðurstöður þessara umræðna eru oftast þær að við- komandi halda því fram að mót- partinum gangi illt eitt til með ræðu sinni. Það er líka oft gaman að hlusta á íslenska skipstjómar- menn ræða aflahorfur í talstöð, það er miklu oftar að þeir grípa til drauma sinna sem röksemda cn hitt að veiðihorfur séu ræddar út frá einhverri grundvallar þekk- ingu eða á fræðilegan hátt. Fiskvinnsluskólinn er öllu nær sínu marki sem ég ætla að sé að framle;ða verkstjóra fyrir fisk- vinnslufyrirtækin. Þeir sem útskrifast úr þessum skólum eiga sameiginlegan djöful að draga þar sem eru undanþáigur frá starfsréttindum til nær því hvers sem hafa vill. Þetta undan- þágukerfi vinnur að sjálfsögfiu alla tfð á móti aukinni þekkingu og bættri fræðslu í viðkomandi starfsgreinum. Það er lítil ástæða tii að vera að kosta á sig starfs- Höfundur meö hópi úr 7. hekk Gagnfrœðaskólans í Neskaup- staö á krœklingafjöru í Mjóafirði haustiö 1979. menntun ef þú getur fengið sömu réttindi símleiðis án nokkurrar skólagöngu. Slíkt eykur ekki held- ur sérlega á atvinnustolt þeirra er laigt hafa á sig skólagönguna. Hvað á að gera? nn nvao SKai gera, a aö láta reira a reioanum eöa gera atax. ur uroota.' r*aj er eiua nog aö oua ul einnvern siatta ar uuum sem t. tl. byrja a stor, po ao eg se sannxærður um aö öara þaö vært stort sirret í rétta átt. Þaö þarl einmg ao koma til breyttur nugsunarbáttur í sambandi vtð vinnuaostóöu, vinnutíma o .s. trv. Þaö gengur ckki endatausl að þetr sem vinna í kauptéiagiinu haft 40 úma vmnuviku á meðan þeir sem eru t fiski haía 60—80 tima, þó svo að það eigi aö bjarga verð- mætum (hvermg væri annars að veiða aðetns minna eða bara svo að það hefðist at á 40 tímum). Allt þetta þarf miklu meiri umræðu en verið hefur, en benda má á ráð- stefnu um verkafólk í sjávarút- ve(ji sem haldin var í Vestmanna- eyjum kosningahelgina. En hvað er hægt að gera í skóla- kerfinu? Talsvert hefur verið gert og ýmislegt er í bígerð. Lítum fyrst á grunnskólann. Eðlilegt verður að teljast að samfélags- fræðsla grunnskólans miði að því að styrkja þekkingarheim nem- endanna um sitt nánasta umhverfi. Átthagafræðsla í sjávarplássum myndi þá óneitanlega fjalla mikið um sjávarútveg og þá verðmæta- sköpun sem þar fer fram. Nauð- synlegt er eins snemma og hægt er að nemendunum verði gerð grein fyrir samhengi þess sem þeir hafa fyrir augunum dags daglega og þess sem er lengra úti í þokunni. Allir krakkar í sjávarplássum vita til hvers bátar, veiðarfæri og fisk- vinnslutæki eru. Hitt er ekki eins augljóst hvernig verðmætin skap- ast við vinnsluna og hvað verður af þeim. Það gæti verið spennandi að reikna út hvað verður af þess- um sömu krónum. Þannig kennsla held ég að sé mun meira mennt- andi en að þurfa að læra að Hinrik VIII átti 69 konur. Sjávarútvegsbraut á jafnréttisgrundvelli Á framhaldsskólastiginu munu nýju framhaldsskólalögin opna (eða halda opnum) manga mögu- leika, sérlega verður áhugavert að fylgjast með þróun fjölbrauta- skólanna og sjá hvað þeim tekst að fá fram við að færa mennta- kerfið nær atvinnulífinu. Sérskólar sjávarútvegsins eru í dag allir á framhaldsskólastigi og er því mjög nauðsynlegt að þeir taki upp náið og gagnkvæmt sam- starf við fjölbrautaskólana. Fisk- vinnsluskólinn hefur þegar gert þetta að talsverðu leyti og er það mjög gott. Fjölbrautaskólarnir ættu að geta sparað sérskólunum talsverða kennslu allavega í bók- legum greinum og þar með gætu sérskólamir aftur á móti aukið sitt tilboð af sérgreinum. Þetta mun óneitanlega hafa í för með sér lengingu náms í ýmsum grein- um en ekki þarf það þó að fæla nemendur frá atvinnuveginum heldur þvert á móti, aukið sémám býður upp á aukin réttindi og ætti því að vera hvetjandi fyrir atvinnugreinina. Að mínu mati er fyrsta hlut- verk fjolbrautaskólanna að bjóða uppá almenna sjávarútvegsbraut á jafnréttisírundvelli með öðrum námsbrautum. Það á að kenna fög eins og fiskifræði, veiðarfæra- tækni, skipatækni, fiskvinnslu- tækni, fiskihagfræði, félagsmál sjávarútvegsins, rekstrarhagfræði, markaðsmál, atvinnusögu, kæli- tækni, meðhöndlun afla o. fl. o. fl. Þe;r sem svo velja sér eitthvað af þessum greinum eða jafnvel allar geta síðan annað hvort farið út I atvinnulífið með talsverða þekkingu á sjávarútveginum eða haldi'5 áfram f sérskólana eða þá Háskólann. Ég hefði kannski ekki átt að nefna Háskólann því í Háskóla íslands finnst fjarska lítið um undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. En hver veit, ef við fáum fólk úr öðrum skólum sem labbar sig upp í Háskóla bankar uppá og segir: nú höfum við undirstöðumenntun í sjávanútvegi og viljum læra meira. Þá svarar væntanlega hið háa háskólaráð tja . . . þið getið orðið prestar eða jafnvel lögfræð- ingar. Nei nú er kominn tfmi til að Þyrnirós vakni og átti sig á að svefnstaðurinn er ekki steinkastal- inn í ævintýrinu heldur æðsta menntastofnun fiskveiðiþjóðar. Stopp, það er komið nóg af lög- fræðingum, viðskiptafræðingum og alls konar skoffínum inn í atvinnugreinar sem þeir hafa enga menntun til að starfa í. Sjávarút- vegsdeild á stundinni! Ég læt þessu lokið hér og vona að aðrir verði til þess að taka upp þráðinn og bæta um betur. — Jón Þórðnrson 60 þús. á barn Nokkrar umræður fóru fram í fjölmiðlum í fyrra um laun skólatannlækna og tannlækna yfirleitt og þótti fáum rrúkiS þótt mönnum blöskraði. Þannig voru greiddar um 20 milljónir vegna tannviðgerða barna í Neskaupstað á aldrin- um 6—16 ára og greiddi bæjar- félagið 10 milljónir þar af o.g ríkið hinn helminginn. Það er 3svar sinnum hærri upphæð en gert hafði verið ráð fyr'r á fjárhagsáætiun sl. ár og var þó búið að gera ráð fyrir ein- hverri verðbólgu. Börn á þessum aldri eru um 320 í bænum og er kostnaður á hvert bam því BÚmletga 60 þúsund. Nýr tannlæknir kom í bæinn um mitt ár og eru því tveir starfandi tannlæknar í Nes- kaupstað. Eldri borgarar halda suður Dagana 14. til 18. mars n. k. fer hópur eldri borgara á Norðfirði í helgarferð til Reyjavíkur. Dvalið verður á Hótel Esju. Undirbúning og skipulagningu ferSarinnar hef- ur annast nefnd sú er sér um félagsstarf eldri borgara, en hún er skipuð fulltrúum frá Kvenfélaginu Nönnu og Tóm- stundaráði Neskaupstaðar. Datskrá ferðarinnar er I aðalatriðum þannig að tvisvar verður farið í leikhús, listasafn Einars Jónssonar heimsótt og farið í skoðunarferð um Reykjavík. Einnig verða skoð- aðar íbúðir fyrir aldraða, sam- svarandi við þær sem fyrir- hugað er að byggja hér á næst- unni. Þá er hópnum boðið í he;msókn að Norðurbrún 2 en þar er miðstöð félagsstarfs aldraðra í Reykjavfk. Fararstjórar verða Stefanía 'ónsdóttir, Anna Bjömsdóttir og Valur Þórarinsson. Frestur til að skrá sig í ferðina rennur út 9. mars. Slys við Stemmu Færð á vegum á Austurlandi hefur verið með ágætum og talsvert um hópferðir til Rvíkur, ýmist fljúgandi eða akandi. Ekki gengur þetta þó allt klakklaust. Alvarlegt bif- reiðarslys var rétt við brúna á Stemmu á Breiðamerkursandi sl. mánudagskvöld. Þar meidd- ust feðgar og liggja báðir með laskaðan hrygg. Þeir voru að flytja bifreið til Reykjavíkur og höfðu hana á .palli vörubíls sem valt við Stemmu sem fyrr sagir. —H.Þ.G./Ó.Þ. Blaða- BINGÓ B 11 — I 23 — N 37 — G 54 — O 68

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.