Austurland


Austurland - 08.12.1983, Page 2

Austurland - 08.12.1983, Page 2
2 FIMMTUDAGUR' 8. DESEMBER 1983. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Stjórn aukins ójöfnuðar Eðli núverandi ríkisstjórnar er alltaf að koma $kýr- ar í ljós. Það fer ekkert á milli mála að hún þjónar fyrst og síðast fjármálaöflum af ýmsu tagi, en stendur fyrir sífelldum árásum á kjör þeirra sem minnst bera úr býtum í þjóðfélaginu. Nú þegar kjör launafólks h'afa verið skert meira en dæmi er um í áratugi keppast tálsmenn ríkisstjórn- arinnar við að boða auknar hagsbætur til handa inn- flytjendum og peningafurstum. Bönkum skal gefið frelsi til að stofna útibú, þann 1. febrúar skal tekin upp hin svokallaða „frjálsa verslunarálagning“, skatt- frelsi hlutafjár skal aukið og auknum möguleikum til gjaldeyrissóunar er heitið. Það skal engan undra þó talsmenn innflutningsverslunar og peningavið- skipta brosi sínu breiðasta um þessar mundir. Á meðan þessu fer fram leitar síðan ríkisstjórnin að nýjum tekjustofnum fyrir ríkissjóð og eins og vænta mátti er hún í þeim efnum fullkomlega sam- kvæm sjálfri sér; ekki skulu auknar álögur á verslun- ina og peningastofnanir þrátt fyrir góða afkomu þess- ara greina eins og sést á gegndarlausri offjárfestingu í verslunarhöllum og bankahúsnæði. Nei, ríkisstjórn- in leitar á allt önnur mið til að auka tekjur ríkissjóðs. Nýverið var upplýst að í heilbrigðisráðuneytinu lægju fyrir tillögur, sem gera ráð fyrir því að sjúkling- ar taki stóraukinn þátt í kostnaði vegna dvalar á opinberum sjúkrastofnunum. í þessum tillögum er m. a. gert ráð fyrir að sjúklingarnir greiði 300 kr. á dag fyrstu 10 dagana sem þeir liggja á sjúkrahúsum og þeir greiði einnig ákveðið fast hlutfall af lyfjakostn- aði. Auðvitað er hér ekki um neitt annað en skatt- lagningu að ræða og reyndar er vart hægt að hugsa sér auðvirðilegri skattlagningaraðferð. í stað þess að heimta aukna fjármuni frá þeim einstaklingum og aðilum, sem eru bersýnilega aflögufærir, skal níðst á þeim sem sjúkir eru. Þetta sýnir betur en flest annað hvert eðli ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar er. Hún er stjórn sem mun stuðla að auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu, stjórn sem mun vernda gróðabrall og brask af öllu tagi, en skerða kjör þeirra sem minnst bera úr býtum. Launafólk í landinu verður að bindast samtökum og efla og styðja þann sjórnmálaflokk sem einarðlegast berst gegn hinni ranglátu stjórnarstefnu. Það fer ekk- ert á milli mála að sá flokkur er Alþýðubandalagið. 5. G. FRA ALÞINGI Aldrei fór þaö svo að menn fengju ekki skammdegismál, sem umræðan snerist um öðru fremur. Varaformaður og varaþing- maður krata fann trulega, að of fáir mundu muna hann og því var um að gera að hressa upp á það og koma nú með bjórinn inn í fáfengilega um- ræðu manna um frið, lífskjör og erlenda auðhringi. Og þjóðaratkvæði skyldi það kosta, svona rétt eins og þegar sveitarstjórnir ákveða at- kvæðagreiðslu um hundahald samfara kosningum hjá sér. Skammdegisumræðunni var bjargað, en alvarlegu ástandi í áfengis- og fíkniefnaniálum okkar bætist ekki liðsauki til úrbóta. Og nú muna menn hann Magnús H. Landsfundur Al- þýðubandalagsins vísaði til- lögu um bjórinn frá með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða gegn 18 og því undrumst við félagarnir dálítið meðreiðar- svein Magnúsar, Guðrúnu okkar Helgadóttur. í þessu máli á hún fáa fylgis- menn okkar á meðal, ef nokkra, enda hefur forystu- sveit íslenzkra sósíalista ávallt talið það skyldu sína að hamla gegn öllu, sem aukið gæti vandann í áfengismálum okkar. En nóg um bjórinn. Ríkisfjölmiðlarnir til skammar Undarlegar eru fréttir ríkis- fjölmiðlanna. Þar er því slegið upp sem miklum tíðindum, að Sverrir Hermannsson sé farinn að upplýsa síðustu svik ÍSALS og hefur án efa margur hugsað: Batnandi manni er bezt að lifa. Ekki var vikið að því einu orði að þessar upplýs- ingar þurfti Hjörleifur að toga með töngum upp úr Sverri. I annarri atrennu tókst loks að fá svör og mátti greina hryggð í rómnum að þurfa að upplýsa Alþingi um einkavinina góðu. Þáttur ríkisfjölmiðlanna var til skammar svo sem oft áður. Umræðunnar í heild að engu getið, enda var frammistaða sjálfstæðismanna slík að meira að segja Mogginn hefur kveinkað sér við að birta, enda var ekki annað að heyra á þeim Birgi ísleifi og Gunnari Schram en þeir væru talsmenn álhringsins að ógleymdum sjálfum ráðherranum. Því hryggilegra og alvarlegra er þetta sem staðreyndin er sú að nú fara þessir menn með æðstu völd þessara mála. En suður í Sviss hafa menn fagnað og hugsað hlýlega til heiðurs- mannanna nýju, sem þeir herr- ar sögðu í sumar, að væru mjög hagstæðir fyrir álhring- inn. Og eflaust lofa þeir Mammon sinn fyrir að vera nú lausir við erkióvininn Hjörleif úr valdastóli. Öflugur stuðningur við landbúnaðinn Stefnumörkun Alþýðu- bandalagsins í landbúnaðar- málum liggur nú fyrir, flutt af Steingrími J. Sigfússyni og öðrum þingmönnum flokks- ins. Þar er megináherzla lögð á landnýtingu, kjarajöfnun og hagsmuni bænda jafnt og neyt- enda. Þar er kveðið upp úr um öfl- ugan stuðning flokksins við blómlegan landbúnað og nauðsyn byggðar sem víðast í landinu. Er vel að flokkurinn skuli svo myndarlega á málum taka og leggja þar með áherzlu á landbúnaðinn sem einn helzta hyrningarstein íslenzks atvinnulífs. Þá hafa þeir Helgi, Skúli og Steingrímur endurflutt tillög- una um nýtingu bújarða sem dvalarheimili fyrir aldraða. Tómlega hefur tillögunni verið tekið á þingi hingað til, en hún hefur vakið verðuga athygli og stuðning þeirra, er fást við úr- lausn á málefnum aldraðra. Tillagan er komin frá bænda- fólkinu sjálfu og það veit betur en aðrir hvar skórinn kreppir. I utanríkismálum ber æ meira á eingangrun íhaldsins. Að vísu vita menn lítt um vilja meirihluta framsóknarmanna, en þar ganga þó einstaka upp- réttir gegn Geirslínunni, vit- andi um vilja kjósenda sinna, sem enn eru fjölmargir gegn þjónkunarstefnunni við er- lenda herra. Fróðlegt verður að fylgjast með umræðunni um friðarmál- in og fá innsýn í stefnu flokk- anna, alveg sér í lagi ráðherra Framsóknar, sem virðast í einu og öllu fylgja Geir. Þögn þeirra mun a. m. k. staðfesta það. H. S. I7I4SVJN VERSLUN — VIDEÓ S7707 Handskorin VERSLUN — VIDEÓ S7707 íslensk skrautkerti I Bamafatnaður ýmiss konar Sænsktrévaia Ódýr jólapappír Puma íþróttagallar úr furu Jólakort Puffins kuldaskór Glös Jólamerki' á alla fjölskylduna Silfurplett Jólatré Inniskór á konur og karla Kertastjakar Jólaljós Fingravettlingar á Vinsælu Og alls konar dömur og herra sjússamælamir jólaskraut komnir UÉM2M Lítið inn! VERSLUN — VIDEÓ Opið alla daga VERSLUN — VIDEÓ S7707 kl. 1 - 6 ®7707

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.