Austurland


Austurland - 08.12.1983, Blaðsíða 6

Austurland - 08.12.1983, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 8. desember 1983. ®7222 Slökkvilið Neskaupstaðar ÞAÐ ER LÁN f AÐ SKIPTA VIÐ Auglýsingasími AUSTURLANDS SPARISJÓÐINN er 7629 Sparisjóður Norðfjarðar Tónskóli Fljótsdalshéraðs: Öll strokfjölskyldan 1 gangi Tónskóli Fljótsdalshéraðs hóf 13. starfsár sitt í sept. sl. Nemendur í skólanum eru nú 92 þar af 20 í undirbúnings- deild. f skólanum er kennt á flest hefðbundin hljóðfæri s. s. pí- anó, gítar og blásturshljóðfæri. Pá bættist við kennsla á strok- hljóðfæri fyrir ári síðan, er ung- ur Englendingur, David Knowles, hóf störf við skólann. En hann er menntaður píanó- og cellóleikari. Nú eru 19 nem- endur á strokhljóðfæri. Er öll strokfjölskyldan í gangi, þ. e. fiðla, víóla, celló og kontra- bassi. Kennsla fer aðallega fram í Egilsstaðaskóla og Egilsstaða- kirkju. Málverkasýning á Djúpavogi Gréta Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu í Héraðsbóka- safninu á Djúpavogi laugardag- inn 10. des. nk. A sýningunni verða 16 vatns- litamyndir, 50 olíumálverk og 7 ámálaðar rekaspýtur. Petta er 3. einkasýning Grétu en hún býr nú á Hamri í Ham- arsfirði. Verkin á sýningunni eru öll til sölu og sýningin verð- ur opin til 18. des. nk. Aðventusamkoma í Norðfjarðarkirkju A sunnudaginn kemur, 11. desember, kl. 2 e. h. verður að- ventusamkoma í Norðfjarðar- kirkju. Þessi aðventusamkoma verður að mestu leyti tónlist sem tengist jólum og aðventu. Kirkjukór Norðfjarðarkirkju syngur jóla- og aðventulög und- ir stjórn organistans, Agústar Ármanns Þorlákssonar. Ágúst mun einnig leika einleiksverk á orgelið. Þá verður samleikur á orgel og þverflautu sem Ágúst og Hildur Þórðardóttir leika. Eftir samkomuna í kirkjunni verður kaffisala í Safnaðarheim- ilinu á vegum kirkjukórsins. Þar ætlar kirkjukórinn að syngja nokkur létt lög. Undanfarin ár hafa aðventu- kvöldin í Norðfjarðarkirju verið vel sótt. í ár breytum við svolítið til og væntum þess að Norðfirð- ingar fjölmenni á sunnudaginn í kirkjuna. Auk stundakennara eru tveir fastráðnir kennarar við skólann og þrír stundakennarar. Þá var í haust stofnuð deild frá skólanum úti á Eiðum. Þar er nú kennt á píanó, blokkflautu og gítar. Sjá þau Helga Þór- hallsdóttir og Stefán Jóhanns- son um þá kennslu. Þar sem ekki fékkst fjárveiting, eins og lög um tónlistarskóla gera ráð fyrir til að reka þessa deild, ber Eiðahreppur einn kostnaðinn af framtaki þessu. Hefðbundnir jólatólnleikar skólans fara fram í Egilsstaða- kirkju 15. desember nk. David segir nemanda sínum Védísi Ingólfsdóttur til á fiðlu. Ljósm. M. M. 4. bindi Eskju Út er komið 4. bindi „Eskju - bókarinnar um Eskifjörð" eft- ir Einar Braga. Fjallar það um sögu verkalýðshreyfingarinnar á staðnum og er 264 síður, prýtt 220 myndum. Á næsta ári eru 80 ár frá stofnun fyrsta verka- mannafélags á Eskifirði. Það varð skammlíft, en haustið 1914 var stofnað Verkamannafélagið Árvakur, sem enn starfar. Verkakonur voru í sérstöku fé- lagi, Framtíð, frá 1918 til 1971, er félögin sameinuðust undir nafni Árvaks. Er það eitt hið elsta og langfjölmennasta félag- ið í bænum og gætir hagsmuna bæði sjómanna og landverka- fólks. Vegna fyrrnefndra tíma- Gömul mynd af húsi Verkalýðsfélagsins Árvakurs. móta ákvað Árvakur að standa straum af kostnaði við útgáfu þessa bindis Eskju. Liðin eru 17 ár frá því er undirbúningur hófst að skrán- ingu á sögu Eskifjarðar og 12 ár síðan fyrsta bókin kom út. Hef- ur sérstök byggðarsögunefnd unnið að framgangi málsins í nánu samstarfi við höfundinn. Alls eru þessi fjögur bindi yfir 1200 síður og myndir á sjöunda hundrað. Er stefnt að því að ljúka meginverkinu fyrir 200 ára afmæli kaupstaðarins, en Eski- fjörður var einni þeirra sex ís- lensku verslunarstaða, sem hlutu kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Síðan hafa menn hug á að halda útgáfu söguritsins Eskju áfram um ókomin ár eftir því sem efni fellur til og ástæður leyfa. Á hlífðarkápu er litmynd af Hólmatindi eftir Bolla Davíðs- son. Útgefandi er Byggðarsögu- nefnd Eskifjarðar. Leikfélag Neskaupstaðar: Frumsýning á föstudag Leikfélag Neskaupstaðar fumsýnir leikritið „Hjálpar- sveitin“ eftir Jón Steinar Ragnarsson nk. föstudag. Þetta er 33. leikrit sem leikfé- lagið setur upp, nútíma leikur sem er saminn í tilefni „árs aldraðra“. Að þessu sinni er það yngri kynslóðin sem spreytir sig í öllum hlutverk- um. Leikfélag Neskaupstaðar hefur ekki sett á svið leikrit í 2 ár, og er þetta skemmtileg tilraun með ungu fólki til að endurvekja leiklistaráhuga á staðnum. Leikstjóri er Sólveig Traustadóttir. Næg atvinna á Borgarfirði Atvinnuástand hefur verið gott í haust á Borgarfirði. En það ástand gæti breyst ef gæftir verða stirðar og engin síld berst hingað á land. í október hafa bátarnir lítið getað róið vegna óhagstæðs veðurs, en þrátt fyrir það hefur fólk haft vinnu við saltfisksverkun, en talsvert var saltað af fiski í sumar. Margir vonuðust eftir vinnu við síld í haust en þær vonir urðu að engu, því aðeins einn smá- slatti af síld barst hingað í haust. Pétur. Ný bók: Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu Um þessar mundir er að koma út bókin Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu eft- ir Smára Geirsson skólameist- ara í Neskaupstað. Bókin er gef- in út af Samvinnufélagi útgerð- armanna og Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað í tilefni af því að á árinu 1982 voru 50 ár liðin frá stofnun fyrrnefnda félagsins og 25 ár frá stofnun hins síðar- nefnda. Bók þessi er sagnfræðileg út- tekt á helstu þáttum norðfirskr- ar atvinnusögu allt frá þeim tíma áð fiskvinnsla og útgerð varð sjálfstæður atvinnuvegur í byggðarlaginu. í bókinni er fjallað um ýmsa þætti er snerta atvinnuþróun á Austfjörðum & r • ri ' þessum tíma og er því óhætt að CjtlY öYYl(XY(l CjeiYSSOYl fullyrða að ritið höfðar ekki ein- vörðungu til Norðfirðinga, heldur einnig til allra sem áhuga hafa á austfirskri atvinnusögu og sögu sjávarútvegs almennt. Norðfjörður - saga útgerðar og fiskvinnslu er tæplega 380 blaðsíður í stóru broti og eru um 300 ljósmyndir í bókinni. Formála ritar Lúðvík Jóseps- son, formaður stjórnar Sam- vinnufélags útgerðarmanna. Prentsmiðjan Hólar hf. ann- aðist vinnslu bókarinnar, en Árni Pétursson hannaði kápu. Innkaupasamband bóksala ann- ast dreifingu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.