Austurland


Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 1
Austurland Auglýsið 1 Austurlandi 34. árgangur. Neskaupstað, 2. febrúar 1984. 5. tölublað. Tónlistarskóli og kórar á Djúpavogi Stofnaður var tónlistarskóli á Djúpavogi í haust, Tónskóli Djúpavogs. Skólastjóri er Eyj- ólfur Ólafsson. Þá var og stofn- aður barnakór og blandaður kór. Héldu Tónskólinn og kórarn- ir skemmtun með söng og tón- leikum fyrir gamla fólkið sl. sunnudag 11. des. og buðu því upp á kaffi og kökur í leiðinni. Var þessi skemmtun endurtekin á fimmtudagskvöldið 15. des. fyrir almenning. E. G. B æj arstj ór askipti á Seyðisfirði í vor í vor mun Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði láta af störfum. Þann 9. janúar sl. gekk bæjarstjórn Seyðisfjarðar frá ráðningu eftirmanns hans, en það mun verða Þorvaldur Jó- .hannsson sem verið hefur skóla- stjóri á Seyðisfirði um árabil. Það var meirihluti bæjarstjórn- arinnar sem bar fram tillögu um ráðningu Þorvaldar, en minni- hlutinn sat hjá í atkvæða- greiðslu um hana. J. J. I S. G. Sérleyfismálið að leysast Útlit er fyrir að lausn fáist á sérleyfismálinu á leiðinni Neskaupstaður - Egilsstaðir nú um helgina Umsóknarfrestur um leyfið rann út 20. jan. sl. og sóttu 3 aðilar um það: Fyrrverandi leyfishafi „Benni & Svenni", Sigurður Björnsson, Neskaup- stað, sem ekið hefur fyrir Benna og Svenna á leiðinni sl. ár og Haukur Sigfússon, leyfis- hafi á leiðinni EskifjÖrður - Reyðarfjörður, sem fyrir um 10 árum hætti Neskaupstaðar- anganum án þess að missa allt leyfið. Að ósk bæjarstjórans í Nes- kaupstað fór Skipulagsnefnd fólksflutninga fram á umsögn bæjaryfirvalda í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði. Þær umsagnir fóru á þann veg, að Bæjarstjórn Neskaupstaðar mælti einróma með Benna og Svenna en töldu Sigurð Björnsson þó mjög vel hæfan til að sínna leiðinni en hvorki hann né Haukur hefðu yfir snjóbifreið að ráða sem væri algjör forsenda til að halda megi uppi samgöngum á leið- inni Neskaupstaður - Egils- staðir. Benti hún jafnframt á að styrkur til snjóbíls væri veittur sérleyfishafa. Aukþess hefðu Benni og Svenni veitt fádæma góða þjónustu þau ár sem þeir hafa haft sérleyfið. Bæjarráð Eskifjarðar fjallaði einnig um málið og mælti með Benna og Svenna hins vegar samþykkti Byggðarráð Reyð- arfjarðarhrepps að styðja Hauk Sigfússon og benti á í því sambandi að þá væri sér- leyfið á einni hendi, þar sem Haukur hefði þá bæði sérleyf- in. í þessu sambandí vill AUSTURLAND benda á að sérleyfið er auglýst Neskaup- staður - Eskifjorður - Reyð- arfjörður - Egilsstaðír sem þýðir, eftir skilningi blaðsins, að ekkert sé því til fyrirstöðu að sá sem það fær taki farþega upp alla leiðina. Málið er nú hjá ráðherra sem væntanlega afgreiðir það á næstu dögum. Neskaupstaður: Hægar byggt síðustu 2 ár Síðustu tvö ár hefur mun minna verið tekið í notkun af nýju húsnæði en næsta áratug á undan að meðaltali að undanskildu árinu 1976 en þá voru fáar íbúðir teknar í notkun en margar í byggingu.^ Vaxtapólitíkin hefur vafalaust reynst húsbyggjendum erfiður þröskuldur svo og hin mikla kjaraskerðing á síðasta ári. Ibúðir teknar í notkun Frystigeymsla Síldarvinnslunnar í byggingu. Ljósm. Jóh. G. K. I I 1 1 i I I Samkvæmt skýrslu byggingar- fulltrúans í Neskaupstað um árið 1983 sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 10. jan. sl. voru 15 hús í byggingu um áramótin '82 - '83 með 36 (búðum. Á árinu 1983 var hafin bygging á 6 húsum með 8 íbúðum. Aðeins þrjú hús með alls 4 íbúðum voru tekin í notkun og fimm hús með 7 íbúð- um gerð fokheld. í byggingu nú eru 18 hús með 40 íbúðum. Inni í ofangreindum tölum eru íbúðir fyrir aldraða en þær verða alls 12, 4 hjónaíbúðir og 8 ein- staklingsíbúðir. Einnig eru í byggingu frysti- geymsla Síldarvinnslunnar og iðnaðarhús byggingarfélagsins Valma. Hafin var á síðasta ári bygging 4 bílskúra og voru þeir allir teknir í notkun. Þá eru einnig í byggingu Fjöl- brautarskólinn við Mýrargötu 10 og sorpbrennsluþró við Vind- heim. 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 Á súluritinu hér til hliðar má glöggt sjá þróun í húsbyggingum í Neskaupstað á tímabilinu 1972 - 1983 en þar er sýndur fjöldi íbúða sem teknar voru í notkun. Athyglisvert er, að þrátt fyrir mikinn fjölda íbúðabygginga hefur fólki ekki fjölgað í bœnum á þessu tímabili en mun fœrri eru nú um hverja íbúð.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.