Austurland


Austurland - 16.02.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 16.02.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl.845íkvöld 34. árgangur. Neskaupstað, 16. febrúar 1984. 7. (ölublað. Mismuninn burt — Síðan er hægt að breyta kosningalögunum Bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins báru fram eftir- farandi tillögu á fundi bæjar- stjórnar Neskaupstaðar 14. febr. sl. og var hún samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn Neskaupstað- ar samþykkir að beina því til stjórnar S. S. A. að hún gang- ist fyrir söfnun undirskrifta á sambandssvæðinu undir þá kröfu til Alþingis að strax verði hafnar aðgerðir til þess að jafna þá félagslegu og efna- legu aðstöðu landsmanna sem nú þegar hefur valdi^ veru- legri röskun á byggðajafn- vægi, engum til góðs. Bæjar- stjórn leggur áherslu á að fyrst þegar mismunun vegna bú- setu hefur verið eytt getur tal- ist réttlætanlegt að fara að huga að breytingum á kosn- ingalögum og þingmanna- fjölda. Bœjarfulltrúar AB. Loðnukvótinn stóraukinn Seyðisfjörður: Atvinnuleysi úr sögunni Sól farin að sjást eftir ársfjórðungs sólarleysi Loðnu landað úr Magnúsi NK. 4. febrúar sl. Eftir að loðnuveiðar hófust aftur eftir áramót hefur ca. 16.000 tonnum af loðnu verið landað á Seyðisfirði þegar þetta er ritað. Vinna hófst í báðum verksmiðjunum strax og hráefni barst. Samtals hefur þá verið landað um 37.000 tonnum af loðnu á vertíðinni á Seyðisfirði. Togskipin Gullberg og Ottó Wathne lönduðu afla sínum á Seyðisfirði um síðustu helgi, en Gullver mun landa sínum afla erlendis eins og hann gerði að aflokinni fyrstu veiðiferð ársins. Óhætt er að segja að allt at- vinnuleysi sé þar með úr sög- unni á Seyðisfirði þó að rysjótt tíð hamli sjósókn smærri báta. Nú lengir óðum daginn og innan tíðar ná sólargeislarnir að skína um allan bæ eftir rúmlega ársfjórðungs sólarleysi. J. J. I S. G. Nú um síðustu helgi ákvað sjávarútvegsráðherra að leyfa auknar loðnuveiðar samkvæmt tillögum fiskifræðinga. Varafla- kvótinn hækkaður úr 365 þús- und tonnum í 640 þúsund tonn eða um tæp 76%. Fiskifræðingar hafa mælt loðnumagnið sem nú gengur til hrygningar og samkvæmt þeim mælingum telja þeir óhætt að veiða það magn sem nú hefur verið leyft. „Þetta eru mestu gleðifregnir sem ég hef fengið síðan ég tók við þessu embætti" sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra er hann var spurður álits á niðurstöðum fiskifræð- inga. Undirþaðgetaallirtekið. En einn galli er þó á gjöf Njarðar og hann er sá að mjög hæpið má telja að hægt sé að veiða allan kvótann. Oftast nær hefur loðnuveiðum verið lokið um 20. mars og verði sú raunin Ljósm. Ólöf. klárast kvótinn aldrei allur, En loðnuveiðar hafa líka staðið fram í apríl og vonandi gerist það núna. Verði kvótanum skipt eins á milli skipa og gert var fyrir ára- mót máreikna með-að kvóti skipanna hækki um tæp 76%. Erfitt verður fyrir mörg skip að klára kvótann og þeir sem veiði- ferð eftir veiðiferð fylltu ekki skip sín geta nú nagað sig í handarbökin. G. B. Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar lögð fram Utsvar lœkkar niður í 11% - Þó er ekki gert ráð fyrir hœkkun þjónustugjalda Fjárhagsáætlun Neskaup- staðar var lögð fram sl. þriðju- dag. í henni kemur fram að sam- eiginlegar tekjur hækka um 48% og eru áætlaðar 42.3 millj. kr. Eins og áður eru útsvör stærsti tekjuliðurinn eða um 60%. Gert er ráð fyrir lækkun á álagningu útsvars úr 12.1% í 11%. Pá vekur það óneitanlega at- hygli að ekki er gert ráð fyrir hækkun á þjónustugjöldum þetta ár frá því sem þau voru í desember sl. Kom það fram í máli bæjarstjóra, Loga Krist- jánssonar, er hann fylgdi áætl- uninni úr hlaði, að það væri stefna rheirihlutans að hækka ekki þjónustugjöldin á þessu ári því að þær hækkanir kæmu þyngst niður á þeim tekjulægstu og gætu lcitt til þcss, að þeir lægst launuðu sem nú væru flest- ir illa settir, gætu ekki notfært scr þá þjónustu sem í boði væri eins og t. d. dagvistarrými, tón- skóla, íþróttahús o. fl. Langstærsti hluti tekna eða 16 millj. kr. fara í beinar launa- greiðslur. Ncmur þetta um 40% aftekjum. 11% eða 4.6 millj. kr. fara til orkukaupa og þetta árið verður um 5% af samcigin- legum tekjum varið til viðhalds húsa og innanstokksmuna. Rekstrarafgangur er áætlaður 14 millj. kr. eða 33% og hcfur hann ekki verið svo hár um lang- an tíma. Kemur þar margt til cn sl. ár var gott tekjuár hjá Norð- firðingum í heild, m. a. hækka tekjur sjómanna um 95% á milli áranna '82 og '83. Tekjuaukning íbúanna hefur að sjálfsögðu í för mcð sér hærri tekjur hjá bæjarsjóði. Þá hefur lækkun verðbólgu einnig áhrif, bæði til hlutfallslegrar hækkun- ar tekna, þrátt fyrir lækkun út- svarsprósentu og einnig hvað varðar útgjöld. Bæjarstjóri sagði cnnfremur: „Ég er sannfærður um, að það mikla aðhald sem beitt hefur vcrið hjá bæjarsjóði sl. tvö ár hcfur leitt til aukinnar hag- kvæmni hjá flestum stofnunum bæjarins án þcss að það komi um of niður á starfsemi þeirra. Eins og undanfarið hefur ver- ið haft sem nánast samráð við forstöðumenn stofnana og er nú sem oftast áður, beiðnum mjög í hóf stillt og við slíkar að- stæður hlýtur að vera óæskilegt að þurfa að skera þær mikið niður, ekki síst eftir þrjú þröng Bœjarstjóri fylgdi áœtl- uninni úr hlaði og telur 1984 léttara árfyrir bæjar- sjóð en árin áður. Framh. á 4. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.