Austurland


Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 08.03.1984, Blaðsíða 4
 A VISA KORT HJÁ OKKUR - *Ek7222 Auglýsingasími m Austurland Slökkvilið AUSTURLANDS v ■■■■ Neskaupstað, 8. mars 1984. Neskaupstaðar er 7629 Sparisjóður Norðfjarðar AUSTURLAND KYNNIR AUSTFIRSK FYRIRTÆKI í þessu blaði hefst greinaflokkur undir yfirskriftinni „Austurland kynnir austfirsk fyrirtœki“. Þar hyggst A USTURLAND reyna að veita lesendum sínurn nokkra vitneskju og innsýn í þá atvinnustarfsemi sem stunduð er hér í fjórðungi, vœntanlega til nokkurs fróðleiks og ef til vill gangs. Það liggur beinast við að AUSTURLAND taki fyrst fyrir það fyrirtœki, sem upphaflega var stofnað beinlínis svo að blaðið gœti komið út. Þetta fyrirtœki er Nesprent í Neskaupstað. Húnæði Nesprents lætur ekki mikið yfir sér þar sem það kúrir að húsabaki að Nesgötu 7. Það er ekki fyrr en inn er komið að notalegheitin gera vart við sig og þeir sem til þekkja eru ekki undrandi yfir að sjá hvít teppi á gólfi í setjaraherbergi, baðklefa fyrir starfsfólk, að ógleymdu rjúkandi kaffinu sem alltaf er á könnunni. Forstjóri Nesprents og annar eigandi er Guðmundur Haralds- son, prentari og á hlýlegri skrif- stofunni inn af prentsalnum greiddi hann úr spurningum blaðamanns: - Nesprent hf. var upphaflega stofnað af Bjarna Þórðarsyni 1951 til að gefa út AUSTUR- LAND. Hann keypti gamlar vélar sem fluttar voru hingað með Agli rauða og síðan var prentari sóttur til Reykjavíkur. Faðir minn Haraldur Guð- mundsson kom hingað 1955 og tók að sér að reka prentsmiðj- una fyrir eigin reikning til ársins 1969 að ég tók við. Ég keypti þá hlutabréfin sem fyrir voru, endurnýjaði og bætti vélakost- inn. Árið 1975 var vélakosturinn enn endurnýjaður og aukinn og notaður þar til sl. haust að skipt var yfir í offset. Þá var keypt fullkomnasta setningartölva í sínum stærðar- flokki sem er á markaðnum, CRTronic 200 Linotype og ný offsetvél frá Heidelberg ásamt myndavél, framköllunarvél og fleiri tækjum sem tilheyra filmu- vinnu og annarri frágangsvinnu. Slarfsfólk Nesprents við nýju offsetprentvélina. Talið f. v.: Guð- mundur Haraldsson, Sigrún Geirsdóttir, Þórarinn Smári og Hlöð- ver Smári Haraldsson. Ljósm. Sig. Arnf. Nesprent Hlöðver Smári Haraldsson við setningartölvuna. Ljósm. Guðni Agústsson. Prentsmiðjustjórinn við papp- írshnífinn. Ljósm. Sig. Arnf. Þórarinn Smári vökvarprentvél- ina. Ljósm. Sig. Arnf. Var þetta ekki mikið átak fyrir lítið landsbyggðarfyrirtœki? - Jú, þetta var átak og hefði ekki verið mögulegt nema því aðeins að bróðir minn, Hlöðver Smári, kom inn í fyrirtækið. Hann hefur unnið við setningar- tölvur í mörg ár og tekið þátt í uppsetningu þeirra og aflað sér aukinnar þekkingar erlendis í þessum efnum. Við þessi tækjakaup aukast afköstin gífurlega, þannigað við getum annað fleiri verkefnum. Það hefur verið nóg að gera hingað til og ég vona að svo verði áfram. Hvaðan fáið þið verkefnin? - 90% verkefnanna koma héðan úr fjórðungnum, þetta er aðallega smáprent hvers konar, smábæklingar og tímarit og svo auðvitað AUSTURLAND en lítið um bækur enn sem komið er. Finnstþér gæðin hafa aukist? - Já alveg ótrúlega, sérstak- lega frá fagurfræðilegu sjónar- miði. Þetta er mikið fallegri og hreinni vinna og möguleikarnir við tölvuna umfram blýsetning- una eru miklir t. d. er mun fljót- legra að setja erfiða strikaforma og töflur en áður. Einnig setjum við upp allar síður í tölvunni, eins og t. d. í Sjómannadags- blaðið sem við erum að hefja vinnu á núna, jú og AUSTUR- Framh. á 3. síðu. Stórmeistarar . . . Framh. af 3. síðu. hann Hjartarson náð tveimur áföngum að stórmeistaratitli og Helgi Ólafsson einum og Karl Þorsteinsson náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og þegar þetta er ritað eru góðar líkur á að Jón L. Árna- son nái áfanga að stórmeist- aratitli á Grindavíkurmótinú. Taflfélag Norðfjarðar hef- ur leitað til fyrirtækja í Nes- kaupstað um stuðning og undirtektir verið mjög góðar og mikill áhugi virðist vera fyrir mótinu í bænum. Flugleiðir í samvinnu við Egilsbúð bjóða upp á skák- og skíðapakka til Neskaup- staðar meðan á mótinu stendur. Lyftistöng fyrir skáklífiö Fyrirhugað er að einhverjir íslensku skákmannanna verði eftir hér fyrir austan og leið- beini um skák fram að helgar- skákmótinu á Seyðisfirði. Einnig er gert ráð fyrir að skákmeistararnir tefli fjöl- tefli. Svipuð aðstaða ... Framh. af 1. síðu. fræðingur hjá Vegagerðinni sagði að í sínum huga væri það svo að ekki væri enn kom- ið að veggangagerð, en að því hlyti hinsvegar að koma. Taldi hann nauðsynlegt að ís- lendingar næðu tökum á þeirri tækni, sem notuð væri við jarðgangagerð, enda yrðu vegamál ýmissa staða ekki leyst nema með jarðgöngum. Benti hann á að ef hver km í jarðgöngum kostaði 50 millj- ónir kr. kostuðu 12 km 600 milljónir, sem er álíka mikið og Vegagerðin hefur til ráð- stöfunar til nýbygginga á ári. Bjarni Einarsson taldi að ekki mætti bera þetta saman við fjárreiður Vegagerðarinn- ar, heldur ætti að bera þetta saman við hvers virði efna- hagsstarfsemi þessara lands- hluta er og hvaða jákvæð áhrif jarðgangagerðin hefði. Haukur Tómasson jarð- fræðingur stjórnaði fundin- um. í lokin benti hann á að jarðgangagerð væri seinleg og vinna þyrfti jafnt og stöðugt. Ef vel ætti að vera þyrfti stöðugt að vera að vinna að gerð jarðganga hér á landi. Von er á skýrslu frá Orku- stofnun um þessi mál og er hægt að panta hana í síma 91-83600. H. Á.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.