Austurland


Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld Ljósm. Ólöf. Gagnleg ferð 34. árgangur. Logi hættir Logi Kristjánsson bœjarstjóri. „Ég tel að menn eigi ekki nema í undantekningartilfellum að gegna störfum bæjarstjóra lengur en 8 - 10 ár“, sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri i Nes- kaupstað þegar AUSTUR- LAND innti hann eftir ástæð- unni fyrir ákvörðun hans um að hætta bæjarstjórastarfinu en hann hefur sagt því lausu frá og með 1. október nk. „Sjálfur verð ég búinn að gegna starfinu í rúm 11 ár þegar ég læt af því og er nú með hæstan starfsaldur þeirra er gegna bæj ar- stjórastarfi", sagði Logi. Er ekki slæmt fyrir bæjarfélag- ið að bæjarstjóri hætti á miðju kjörtímabili? „Ég tók við þegar ár var til kosninga og fann ekkert til þess en það er ekki sama hvenær hætt er og óæskilegt, að hætt sé þegar erfitt er í ári eins og sl. ár hjá Neskaupstað. Ég tel hins vegar að það eigi að vera gott að taka við stjórn bæjarins á þessum tíma, hvort sem eftirmaðurinn verður sóttur innan eða utan fjallahringsins, því að mál eru í föstum farvegi og jafnframt álíka rúmt í fjármálum og best hefur gerst á undanförnum 10 árum.“ Logi hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Tölvudeildar Sambands ísl. sveitarfélaga en hann hefur verið stjórnarfor- maður þeirrar stofnunar frá stofnun hennar. Á annað hundrað manns í Námsflokkum Neskaupstaðar Mikill fjörkippur hefur hlaup- ið í starfsemi Námsflokka Nes- kaupstaðar á þessari námsönn. Nýlega hófust námskeið í líkams- beitingu og skyndihjálp á vegum Námsflokkanna og Framhalds- skólans og ef þátttakendur í þeim eru meðtaldir stunda á annað hundrað manns nám í Náms- flokkunum á þessari önn. Á ferð sinni um Austurland í kringum síðustu helgi komu þau Svavar, Vilborg, Margrét, Helgi og Hjörleifur, sem skipuðu sendisveit Alþýðubandalagsins að þessu sinni, við á alls 9 stöðum og auk þess hafði Hjör- leifur heimsótt 3 staði skömmu áður. Austurland spurði Hjörleif Trillukarlar eru nú mjög ugg- andi um sinn hag og skyldi eng- an undra þar sem sjávarútvegs- ráðherra hefur sett á þá kvóta sem skiptist í 4 tímabil með ákveðnum heildarafla yfir allt landið sem alls er um 7000 tonn. Pað segir sig sjálft að þessi einstrengislega og undarlega ákvörðun kemur mjög illa við þá sem hafa lifibrauð af afla smábátanna og má benda á heil byggðarlög í því efni eins og Bakkafjörð og Borgarfjörð. Trillukarl sem AUSTUR- LAND hitti að máli á dögunum sagði að ekkert væri framundan þegar kvótinn væri búinn og hann hlyti að klárast fljótt, t. d. hafi trillur í Neskaupstað aflað Neskaupstað, 12. apríl 1984. hvort árangur hafi orðið góður: „Já tvímælalaust, það komu fram ótal atriði í þessari ferð sem eru gagnleg fyrir þingmenn og stjórn flokksins að vita. Þetta gildir um landsmál, heimamál og einnig persónulegar óskir sem þingmönnum ber að sinna. Annars höfðum við hálfgert samviskubit af því að boða til fundar í þessu blíða vorveðri, sem er kjörið til útivistar en um leið var færðin líka ákjósanleg. En varðandi árangur í ferð- inni má ekki gleyma að allmarg- ir tóku sér kynningaráskrift að Þjóðviljanum sem mönnum er boðin til 2 mánaða eða alls um 60 manns“, sagði Hjörleifur hress í bragði. 15. tölublað. Héraðsvaka í fullum gangi Margt á dagskrá Góðir dagar eru um þessar mundir í menningarlífi Héraðs- búa en þeir fóru af stað með Héraðsvöku á þriðjudagskvöld með píanótónleikum banda- ríska píanóleikarans Nancy Weems. Í gærkveldi var svo opnuð ijósmyndasýning, þáttur af sýningunni Scandinavia to day og er um menningarlíf á Norðurlöndum. í kvöld verður dagskrá undir heitinu Alþýðulist á Héraði í Menntaskólanum. Þar flytur formaður Menningarsamtaka Héraðsbúa ávarp og sýndar verða 3 kvikmyndir um jap- anska list, indíánalist og íslenskt skart og síðan verður opnuð sýning alþýðulistamanna á Hér- aði. Á morgun verður skálda- kynning. Kynnt verða núlifandi skáld á Héraði í tónum, bundnu og óbundnu máli. Flestir flytja verk sín sjálfir eða alls 10. Þá mun Karlakór Fljótsdalshéraðs koma fram eftir margra ára hlé og veitt verður viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi. Á laugardaginn er svo fyrir- hugaður „Héraðskabarett'1 kl. 830. Þar munu allir hreppar á Héraði leggja til efni í léttum dúr, leikþætti, upplestur, sam- Framh. á 6. stðu. Trillukarlar: Ekkert framundan þegar kvótinn er búinn Ljósm. Ólöf. 1000 tonn í fyrra svo menn geta af þessu fyrirkomulagi því að kvótinn yrði búinn og það byði séð hversu mikið er til skipt- menn reyndu hver sem betur hættunni heim, menn færu að anna. Hannbentilíkaáhættuna gæti að ná sem mestu áður en róa við tvísýnar aðstæður.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.