Austurland


Austurland - 01.05.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 01.05.1984, Blaðsíða 2
2 PRIÐJUDAGUR, 1. MAÍ 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Gudmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir ®7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Islensk alþýða hefur verk að vinna Aö hvaða leyti er verkafólk nú reynslunni ríkara í maíbyrjun en var fyrir ári? Síðan hefur setið að völdum hægristjórn undir forystu Framsóknarflokksins, sem látið hefur kné fylgja kviði gagnvart verkalýðshreyfingunni og fært til stórfellda fjármuni í þjóðfélaginu. Samstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins síðustu áratugi hafa allar verið illræmdar aftur- haldsstjórnir, en valdaferill þeirrar ríkisstjórnar sem brátt heldur upp á ársafmæli er grimmilegri í garð verkalýðshreyf- ingarinnar en um getur í sögu lýðveldisins. Ríkisstjórnin svipti verkafólk samningsrétti með bráða- birgðalögum og lækkaði kaupmátt með valdboði um 25 - 30%. Slíkar aðgerðir gegn almenningi eru óþekktar í lýðfrjálsum ríkjum, én Framsóknarflokkurinn vildi raunar ganga enn lengra og banna kjarasamninga í tvö ár. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar hefur launafólkið eitt ver- ið látið bera herkostnaðinn gegn verðbólgunni með þeim af- leiðingum að alþýðu manna á íslandi er nú skipað á bekk með láglaunafólki suðurlanda eins og Ítalíu. Siðleysi hinna nýju valdhafa var slíkt, að á sama tíma og þannig var vegið að kjörum almennings gáfu ráðherrarnir sér einn af öðrum helminginn af kaupverði nýrra lúxxusbíla. Þar reið á vaðið Steingrímur forsætisráðherra sem færði þannig sjálfum sér að gjöf 700 þúsund krónur á einu bretti. „Mildandi aðgerðum" var lofað fyrir ári, sem taka áttu sár- asta broddinn úr kjaraskerðingunni. Húshitunarkostnaður skyldi lækkaður svo um munaði og veifað var 150 milljónum í því skyni. Nú hefur komið í ljós að ekki var einu sinni ráðstafað helmingi þeirrar upphæðar til niðurgreiðslu orku- verðs, enda hefur orkuverð heimilanna hækkað til muna á valdatíma Sverris í iðnaðarráðuneytinu. Til skamms tíma var verkalýðshreyfingin nánast lömuð eftir það högg sem henni var greitt af sameinuðu afli ríkisvalds og atvinnurekenda. Forystumenn flestra verkalýðsfélaga töldu ekki stöðu til harðra viðbragða og kjarasamningarnir í febrúar síðastliðnum báru þess merki. Með viðnámi nokkurra verka- lýðsfélaga tókst þó að hnekkja verstu ákvæðum fyrirhugaðra samninga eins og unglingataxtanum og ná fram ýmsum öðrum leiðréttingum. Margt bendir þannig til að launafólk sé að átta sig. Afleiðing- ar stjórnarstefnunnar fyrir afkomu heimilanna og félagslega ávinninga blasa æ betur við. Aðeins samtakamáttur vinnustétt- anna getur stöðvað þessa þróun og misnotkun ríkisvaldsins í þágu fjármagnseigenda og milliliða. Forystumenn áhrifamikilla verkalýðsfélaga eins og Dags- brúnar hafa hvatt til baráttu við fyrsta tækifæri eða ekki síðar en 1. september næstkomandi. Stöðugar ögranir ríkisstjórnar- innar að undanförnu með hækkun skatta og þjónustugjalda og hótanir um að skerða félagslega þjónustu hljóta að þjappa launafólki samans til öflugs viðnáms. Á sviði atvinnumála eru jafnvel enn dekkri blikur á lofti. Þar fer saman hættan á atvinnuleysi og ákall til erlendra auð- félaga um að hagnýta séródýrt vinnuafl ogorkulindir á íslandi. Orð Sverris Hermannssonar um Singapúr norðursins segja sína sögu. Gegn kjararáni ríkisstjórnarinnar og uppgjafarstefnu henn- ar í atvinnumálum þarf alþýða manna að rísa. Til að ná árangri í þeirri baráttu þarf samstöðu í verkalýðsfélögunum og sam- stillingu með þeim stjórnmálaöflum, sem berjast fyrir hag vinnandi stétta. Einnig austfirsk alþýða hefur þar verk að vinna. H. G. FRÁ AL-ÞINGI Kennslugagnamiðstöðvar á landsbyggðinni Guðrún Agnarsdóttir og Hjörleifur Guttormsson flytja ásamt þingmönnum úr öðrum flokkum þingsályktunartil- lögu, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina: „að láta kanna hvernig best væri að haga sam- starfi við samtök sveitarfélaga um að koma á fót kennslu- gagnamiðstöðvum í tengslum við fræðsluskrifstofur í öllum landshlutum. Kennslugagnamiðstöðvarn- ar hafi það meginverkefni að lána skólum námsgögn, kennslutæki og hjálpargögn, þannig að öllum nemendum verði tryggður aðgangur að fjölbreyttum kennslugögnum hvar á landinu, sem þeir búa“. Trimmnámskeið fyrir leiðbeinendur og stjórnendur örfunarleikfimi á vinnustöðum Námskeið fyrir væntanlega leiðbeinendur og stjórnendur örfunarleikfimi á vinnustöðum fer fram í Alþýðuskólanum á Eiðum dagana 30. maí - 2. júní 1984. Jafnframt verður leiðbeint um skipulagningu og stjórnun hressingarleikfimi ásamt lík- amsræktarþjálfun með áhöldum og tækjum. Fluttir verða fyrirlestrar um megrun, mataræði og heilbrigða lífshætti, líffæra- og lífeðlis- fræði. líkamsbeitingu og bak- verki og kennslufræði. Kennd verður skyndihjálp og lífgunaraðferð. Þá verðurboðið upp á líkamsnudd og sýnt hvernig nudda má og losa um stífa vöðva. Leiðbeint verður í borðtenn- is, badmintoni og sundi. Á kvöldin verða kvöldvökur með uppákomum. Góð íþrótta - og trimmað- staða er við skólann svo sem leikfimisalur, sundlaug og sauna. Þá er vísir að líkams- ræktarstofu og möguleiki á að komast í sólbekk. Mjög góð aðstaða er til úti- veru og gönguferða í nágrenni skólans og í Eiðaskógi. Gist verður í nýju heimavist- arhúsi Alþýðuskólans sem rúm- ar 30 manns. Hollur og góður matur verður í boði og á allan hátt stefnt að því að búa sem best í haginn fyrir þátttakendur námskeiðisins. Námskeiðið hefst fimmtu- dagskvöld 30. maí með kvöld- verði og kvöldvöku kl. 1930 og Iýkurásunnudag2. júníkl. 16°°. Það eru trimmnefnd íþrótta- sambands íslands í samvinnu við UÍ A og Alþýðuskólann á Eiðum sem standa fyrir námskeiðinu. Kennarar og fyrirlesarar verða: Hermann Níelsson íþróttakenn- ari, Ásbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari, Anna Hjalta- dóttir nuddari, Stefán Þórarins- son læknir, Helga Hreinsdóttir næringarfræðingur og Sigríður Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi. Namskeiðið er ætlað körlum og konum á öllum aldri sem taka vilja að sér að leiðbeina og stjórna örfunaræfingum á vinnustöðum. Einnig þeim sem stjórna vilja leikfimi og trimmi í kunningja hópi. Þá er einnig opið fyrir þá sem vilja kynnast af eigin raun líkamsrækt með frekari ástundun í huga og nota tækifærið til breyttra lífshátta og heilbrigðari venja. 1. maí ávarp . . . Framh. af 1. síðu. tekjutap, sem þeir einir verða fyrir vegna minni afla sem þeir mega fá. Áföll sem þjóðin verður fyrir af ástæðum eins og þeim sem gerðu aflatakmarkanir nauðsynlegar, verður þjóðin öll að bera en ekki einstakar stéttir. í atvinnumálum blasir hvarvetna við stefnuleysi og afturhaldssjónarmið stjórnvalda og atvinnu- rekenda. Þeirra lausn á öllum vanda eru lækkuð laun, minni samneysla og útlend stóriðja. Til varnar kjörum sínum og til sóknar gegn þeirri afturhalds- og ófarnaðarstefnu sem núverandi ríkisstjórn fylgir þarf verkalýðshreyfingin að efla samstöðu sína og setja fram kröfur og tillögur til úrbóta á sem flestum sviðum. Verkalýðshreyfingin þarf að gera kröfur um stór aukna samneyslu í þjóðfélaginu því samneyslan er mikil kjarajöfnun. Þann 1. september verða samningar verkalýðsfélaganna lausir og þá mun reyna á styrk hreyfing- arinnar til að ná fram sanngjörnum kröfum sínum um fulla atvinnu, tryggingu kaupmáttar, að unnt verði að lifa af dagvinnu einni, allir geti eignast mannsæmandi húsnæði og launajafnrétti kynjanna. Verkalýðsfélag Norðfirðinga heitir á alla að standa þétt saman um þessar kröfur og félagið lýsir yfir andstöðu sinni við hvers konar hernað og hernaðarumsvif hvar sem er í heiminum. Stjórn Verkalýðsfélags Norðfirðinga.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.