Austurland


Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 9. ÁGÚST 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristmn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjávarútyegur á engan talsmann í ríkisstjórn Þegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar í ljósi hins gríðarlega vanda, sem íslenskur sjávarútvegur á nú við að etja, hljóta menn að spyrja: Á sjávarútvegurinn engan talsmann í ríkisstjórn íslands? Skuldbreytingin er góðra gjalda verð, þó að hún vissulega gangi alltof skammt, en skuldbreyting getur aldrei verið annað en neyðarráðstöfun, því að enginn lifir lengi á því að fá verðtryggð lán til að fjármagna tap. Og hugmyndir um 2% vaxtahækkun eru út í bláinn. Það er viðurkennt, að tap útgerðar og fiskvinnslu er vart undir 20% nú og því eru aðgerðir, sem bæta þá stöðu um2-3%, ekkerttil aðhrópahúrrafyrir. Þegar útflutningsatvinnuvegirnir eru komnir á hliðina, m. a. af því að rekstrarkostnaður hefur hækkað um minnst 35%, en afurðirnar erlendis að- eins um 7 - 9%, segir sig sjálft, að krukk af þessu tagi er til lítils. Talsmenn sjávarútvegsins eru á einu máli um, að þetta séu óverulegar aðgerðir. „Að láta sér detta í hug, að rekstrarvandinn sé úr sögunni er fráleitt. Til þess er misvísun í gengisþróun annars vegar og þróun tilkostnaðar hins vegar allt of mikil“, segir fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS. „Mörg orð um lítið efni“, segir formaður LÍÚ, og stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvarinnar kveður fast að orði og segir: „Það er umhugsunarvert, hversu djúpt ís- lenskur sjávarútvegur þarf að sökkva, áður en stjórn- völd grípa til raunhæfra ráðstafana.“ Ummæli þessara þriggja forystumanna eru þungur dómur yfir ráðleysi stjórnvalda og þau staðfesta, að það er því miður rétt niðurstaða, að sjávarútvegurinn á engan talsmann í ríkisstjórninni. Krjóh. ~ ^ NESKAUPSTAÐUR Til gjaldenda Álagningu útsvara og aðstöðugjalda 1984 er lokið Álagningarseðlar hafa verið sendir gjaldendum 1. gjalddagi var 1. ágúst Greiðið á gjalddaga og forðist óþarfa kostnað Fjármálastjórinn í Neskaupstað. Göngum betur um bæinn Það er alltaf gleðilegt að verða var við, að einhver les það, sem maður er að skrifa í blaðið okkar. Allmargir hafa komið að máli við mig og bent á þætti í umgengni við umhverf- ið, sem lagfæra þyrfti og rétt væri að vekja athygli á. Plássið er takmarkað, en í dag ætla ég að koma nokkrum ábendingum á framfæri. Ibúi einn út og uppi í bæ segir, að veruleg brögð séu að því, að fólk raki saman grasið af blett- um sínum og fleygi því út í gil, t. d. Lúðvíksgil ogNesgil. Þetta er lítil snyrtimennska og raunar ótækt. Best væri, að í hverjum garði væri safnhaugur, en ef menn ekki vilja sjálfir breyta grasinu í áburð og gróðurmold, verður að ætlast til þess, að þeir losi sig við það í sorpið, en dreifi því ekki á opin svæði. Einn af nágrönnum Fram- haldsskólans bað mig að koma því á framfæri, að það væri ósköp að sjá, hvernig þar væri umhorfs utan dyra. Húsið væri viðhaldslaust og klofhátt gras og njólaskógur ásamt ýmsum bygg- ingarleifum prýddu umhverfið. Þetta er hálfnöturlegt, en stend- ur vonandi til bóta. í haust næst góður áfangi í húsnæðismálum skólans og ef svigrúm gefst á næstu árum ætti að ganga í að gera umhverfið í stand, enda hlýtur umhverfi barna og unglinga að hafa mót- andi uppeldisáhrif. Væri e. t. v. hægt að taka fyrsta skóladaginn nú í haust í lagfæringar á lóð eða þá opnu vikuna að vori? Og að lokum ábending frá einum nýfluttum í bæinn. Hann sagði, að í sínum fyrri heimabæ hefði umhverfi kaupfélagsins verið áberandi vel hirt bæði hús og lóðir, en fannst hér vanta mikið á að svo væri. Þessu er komið á framfæri við stjórnend- ur kaupfélagsins og var bent á reitinn norðan byggingarvöru- ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Árni Vilhjálmsson, skipstjóri, Urðarteigi 5, Neskaupstað varð 65 ára í gær, 8. ágúst. Hann er fæddur í Neskausptað og hefír alltaf átt hér heima. Ragnheiður Pétursdóttir, hús- móðir, Hlíðargötu 9, Neskaup- stað er 80 ára í dag, 9. ágúst. Hún er fædd að Gunnlaugs- stöðum á Völlum og alin þar upp. Hún fluttist til Neskaup- staðar 1924 og hefir átt hér heima síðan. Ragnheiður er að heiman í dag. Þessi mynd er tekin fyrir tveimur árum. Hér sér upp í hinn grósku- mikla trjágarð Guðrúnar Björnsdóttur og Magnúsar Guðmunds- sonar að Hlíðargötu 2 í Neskaupstað. Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. verslunarinnar, gamla íshúsið, Látum þetta nægja í dag. vörugeymsluna og eitthvað Góða helgi í garðinum. fleira. Krjóh. Kappreiðar Hestamannafélagið Blær heldur kappreiðar á Kirkjubólseyrum laugardaginn 18. ágúst Dagskrá: Kl. 1000 Gæðingadómar A og B fl. KI. 1400 Hópreið Unglingakeppni eldri og yngri Kynning gæðinga og úrslit A og B fl. Kappreiðar Óvænt uppákoma Skráning keppnishrossa í síma 7476 og 7454 Aðgangur 100 kr. og 50 kr. fyrir börn Nefndin NESKAUPSTAÐUR Frá Bæjar- og héraðsbókasafni Neskaupstaðar Safnið verður opnað fimmtud. 9. ágúst, og verður opið í ágúst og september sem hér segir: Mánudaga kl. 16 — 19 Miðvikudaga kl. 16 — 19 Fimmtudaga kl. 20 - 22 Bókavörður

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.