Austurland


Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 09.08.1984, Blaðsíða 4
Knattspyrna: Leiknir með yfirburði í Austfjarðariðli 4. deildar Mf>fkkl'er Að ráða gátuna Austfirðingar hafa lengi vitað það, að Sverrir Her- mannsson er ekki allur þar sem hann er séður. Maður- inn lumar á miklum hæfileikum, ekki aðeins til munns, heldur líka í hugarfylgsnum. Petta fæst enn á ný stað- fest í viðtali sem Morgunblaðið átti við hann að loknum fundi þingmanna og útgerðarmanna á Austurlandi í síðustu viku. Par hefur þingmaðurinn m. a. þetta að segja útgerðarmönnum og starfsfólki í fiskvinnslu til huggunar: „Beinn stuðningur stjómvalda við útgerðina, niður- greiðsla á olíu eða gengisfelling kemur ekki til greina. Þau ráð hafa verið reynd með afleiðingum, sem alþjóð er kunnugt um . . . Við eigum önnur og fleiri ráð. Auðvitað er þröngt um hendur." „Ég er að hugsa um að leggja til að þessi ríkistjórn haldi það strik, em hún hefur sett út í kompás sinn. . . . það hefur aldrei verið minni ástæða fyrir ríkis- stjórn að sveigja eitthvað á bakborða fyrir þrýstihópum og kröfugerðarmönnum en fyrir okkur, sem höfum ráðið aðalgátuna, verðbólgugátuna, sem allir vissu að myndi ella ríða útgerðinni fullkomlega á slig . . „Það er ekki hægt að stjórna landi með Alþýðu- bandalaginu. Það hef ég sannfærzt um enda verður það ekki prufað á þessari öld. Menn bera örin enn og lengi eftir það. Það skipa gjörsamlega ábyrgðarlausir menn.“ Og nú eru ráðin komin fram í dagsljósið, m. a. vaxtahækkanir og ávísun á enn meiri erlendar lán- tökur. Hógvær maður Sverrir. r hafnar að nýju mmmm Sjálfsbjörg mótmælir lyfjahækkunum og skerðingu Trillur 1 NeskauPstaðarhöfn lífeyristekna Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. Fundur í stjórn Sjálfsbjargar, félagi fatlaðra á Akureyri, hald- inn fimmtudaginn 19. júlí 1984, mótmælir harðlega þeirri breyt- ingu sem gerð var á reglugerð nr. 261, um greiðslu almannatrygg- inga á lyfjakostnaði, sem tók gildi 1. júní sl., þar sem lyf til öryrkja voru hækkuð um 140%, ásamt því sem sett var reglugerð um hámark eininga lyfjaávísana við tveggja mánaða not, en það þýðir í raun allt að 300% hækkun á lyfjum til langsjúkra öryrkja, á sama tíma sem örorkulífeyrir hækkar aðeins um 16.5%. Þá mótmælir stjórnin einnig þeirri hækkun, sem gerð hefur verið á greiðslum sjúkra- tryggðra á sérfæðingshjálp og rannsóknum, sem nemur á sama tíma 170%. Hér er um að ræða hina alvar- legustu árás á lífsafkomu ör- yrkja og annarra langsjúkra, þegar jafnvel stór hluti af lágum lífeyri fer til greiðslu á þessarri lífsnauðsynlegu þjónustu. Þá lýsir stjórnin furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda, og mótmælir henni harðlega, að hækka aðeins grunnlífeyri al- mannatrygginga hinn 1. júní, en hækka ekki einnig tekjutrygg- ingu, barnalífeyri og heimilis- uppbót, sem eru bara hluti af lífeyri öryrkja og ellilífeyris- þega, á sama tíma sem öll önnur laun í landinu hækkuðu um 2%. Stjórnin skorar á stjórnvöld að endurskoða þegar ákvörðun sína um þessar hækkanir og skerðingu lífeyristekna, þar sem með þeim ræðst hún á garðinn þar sem hann er allra lægstur og varpar raunar stórum hópi sjúkra öryrkja út á kaldan klakann. Vart er hægt að segja, að keppnin í Austfjarðariðli 4. deildar í knattspyrnu hafi verið spennandi í sumar. Til þess hafa yfirburðir Leiknis frá Fáskrúðs- firði verið of miklir. Lið Leiknis er sterkt, skorar mikið og fær á sig fá mörk. Ekki er óraunhæft að ætla, að möguleikar þeirra Fáskrúðsfirðinga í úrslitariðli 4. deildar fyrir Norður- og Austur- land séu allgóðir. Þar munu Leiknismenn etja kappi við Reyni frá Árskógsströnd og Tjörnes, en það lið, sem fer með Netaveiðibannið, sem hófst um mánaðamótin júní og júlí og standa átti til 15. ágúst, hefir nú verið stytt, og máttu neta- veiðar hefjast að nýju um síð- ustu helgi. Atvinnumál á Austurlandi - útgerð og fiskvinnsla - verða aðalmálin á aðalfundi SSA ásamt uppbyggingu verk- og tæknimenntunar í fjórðungn- um. Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi verður haldinn á Höfn dagana 24. -25. ágúst. Auk hefðbundinna aðal- fundarstarfa verða þar tekin til umræðu sameiginleg stórmál. Að þessu sinni verða málefni sjávarútvegsins aðalmálin sem vonlegt er, enda stendur og fell- ur allt mannlíf hér með því, að sigur af hólmi, vinnur sér sæti í 3. deild. Þau lið sem næst koma Leikni í 4. deildarriðlinum hér eystra, eru Súlan, Höttur og Sindri. Um öll þessi lið má segja, að þau geta náð góðum leikjum, en get- an er ekki jöfn. Ekki fer á milli mála, að lið Sindra á framtíðina fyrir sér, en það er nær eingöngu skipað kornungum og efni- legum leikmönnum, sem eiga eftir að ná langt, ef þeir halda hópinn. Lið Borgfirðinga og Neista Margar af trillunum í Nes- kaupstað, sem stunduðu neta- veiðar fyrir bann, eru byrjaðar netaveiðar aftur. Byrjunin lofar góðu, þó að bræla hafi verið fyrstu daga vikunnar. veiðar og vinnsla gangi. Lífið er fiskur, hvað sem þeir segja syðra. Annað stórmál er verk- og tæknimenntun í fjórðungnum, staða hennar og uppbygging. Austfirðingar hafa borið gæfu til að starfa vel saman í skólamál- um og vonandi verður svo áfram. Við óskum sveitarstjórnar- mönnum gæfu og gengis á aðal- fundi og vonum, að hann verði til að treysta enn betur þá góðu samstöðu, sem hér ríkir í flest- um málum. Krjóh. frá Djúpavogi standa fyrr- nefndum liðum ekki langt að baki. Borgfirðingar hafa þó lengst af ekki verið eins frískir og þeir voru í fyrra, en Neisti má vel við árangur sinn una, því að þetta er í fyrsta sinn, sem félagið tekur þátt í deildakeppn- inni. Neðstu liðin í riðlinum eru Hrafnkell Freysgoði og Egill rauði. Vonandi láta þessi félög mótlætið ekki á sig fá og mæta galvösk til keppni næsta vor. 5. G. Varað við hækkun lyfjakostnaðar „Fundur í Heilbrigðismála- ráði Austurlands haldinn á Eg- ilsstöðum 12. júní 1984 vararvið hinni miklu hækkun á hlutdeild sjúklinga í kostnaði við lyf og læknishjálp, sem nýlega hefur orðið. Þar á oft í hlut fólk með lágar tekjur og hljóta því þessar ráðstafanir að leiða til þess, að það dragi við sig að leita læknis og að kaupa nauðsynleg lyf. Hinn tilfinnanlegi kostnaður við rannsóknir og röntgen- skoðanir getur haft í för með sér, að læknar beiti þessum rannsókn- um minna en ástæða er til. Fund- urinn telur, að þegar til lengdar lætur, geti hin aukna þátttaka sjúklinga í kostnaði við heilbrigð- isþjónustu leitt til versnandi heilsufars þjóðarinnar og aukins kostnaðar síðar meir.“ Sveitarstjórnarmenn þinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.