Austurland


Austurland - 16.08.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 16.08.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 16. AGUST 1984. Verulegur aflasamdráttur Frá 1. janúar til 31. júlí á þessu ári hafa borist á land í Neskaupstað 5.100 lestir af fiski (loðna undanskilin). Á sama tíma í fyrra höfðu borist hingað tæpar 8.200 lestir þannig að afla- samdrátturinn milli ára er um 38%. Helsta ástæðan fyrir þess- um mikla aflasamdrætti er sú að togararnir hafa verið mikið frá veiðum. Bjartur var frá í um tvo mánuði á árinu vegna vélaskipta og Birtingur í rúma fjóra af sömu ástæðu. Þá var Beitir í fullum rekstri á síðasta ári en á þessu ári var Beitir einungis gerður út í tvo og hálfan mánuð til togveiða, enda fékk hann sáralítinn kvóta. Eins og áður sagði eru 5.100 lestir komnar hér á land, þar af hafa togararnirlandað4.331 lest eða um 85%. Smærri bátar og trillur hafa landað 769 lestum eða um 15%. Af þeim 8.200 lestum sem bárust hér á land í fyrra höfðu togarar fengið 7.547 tonn og trillur 630 tonn. Annars skýrist þetta best á meðfylgjandi töflu: Ar Heildarafli Lestir Afli togara Lestir Afli smærri báta Lestir 1984 1983 5.100 8.200 4.311(85%) 7.547(92%) 769(15%) 630 ( 8%) Afli togaranna á þessu ári miðað við 31. júlí er sem hér segir: Lestir Barði NK-120 .... 1.470 BeitirNK-123 .... 690 Birtingur NK-119 . . 690 Bjartur NK-121 . . . 1.620 Heildarkvóti Norðfjarðar- togaranna í ár er um 8.200 lestir þannig að óveidd af honum um síðustu mánaðamót eru 3.730 tonn. Ættu menn því ekki að þurfa að kvíða atvinnuleysi í fiskvinnslunni hér í Neskaup- stað það sem eftir er af þessu ári, nema til rekstrarstöðvunar flotans komi af öðrum orsökum. Pegar þetta er skrifað hefur nótaskipið Börkur selt þrívegis í Grimsby alls um 435 lestir og hefur skipið fengið allgott verð fyrir aflann. Verður framhald á siglingum Barkar fram eftir hausti. G. B. Frá sundráði Þróttar Sundæfingar hjá sunddeild Þróttar hafa staðið yfir af miklum krafti í sumar undir leiðsögn Auð- uns Eiríkssonar, sundþjálfara. Á landsmót UMFI fóru 3 sund- menn á vegum UÍA, þar af 2 frá Þrótti og á aldursflokkameistara- mót SSÍ, sem haldið var í Vest- mannaeyjum dagana 20.-22. júlí, fóru 14 sundmenn á vegum UÍA, þar af 9 frá Þrótti. Stóð sundfólkið sig allvel á þessum mótum. Dagana 12. og 13. ágúst stóð sundráð Þróttar fyrir maraþon- sundi í sólarhring, og hóf bæjar- stjórínn, Logi Krístjánsson, sundið kl. 18 á sunnudag. Bæjarbúar höfðu verið hvattir til að taka þátt í sundinu, og voru þó nokkrir, sem sýndu þessu máli áhuga, ogsyntu með. Um óOmanns á aldrinum 9-50 ára tóku þátt í sundinu, og var um helmingur þeirra utan sunddeildarinnar. Synt- ir voru 62.9 km. Maraþonsundið var fjáröflunarleið fyrir sunddeild- ina. Gengið var í hús og safnað áheitum á hvern syntan km og var tekið vel í það hjá bæjarbúum. Þann 20. ágúst nk. er ætlunin að fara í æfingabúðir til Bolunga- víkur og verða Siglfirðingar þar einnig. Eru þarna að myndast sterk vinabæjatengsl milli þessara þriggja bæja. Siglfirðingar buðu Bolvíkingum og Norðfirðingum í æfingabúðir í fyrra, sem Bolvík- ingar eru nú að endurgjalda, og Norðfirðingar munu endurgjalda næsta sumar. Áætlað er, að ferðin standi yfir í viku og verður farið með flugvél beint til ísafjarðar. Sunddeildin þakkar bæjarbúum fyrir góðar undirtektir við fjár- öflun þessa og einnig Neskaup- staðarbæ fyrir ókeypis afnot af sundlauginni, meðan á maraþon- sundinu stóð. Sundrád Próttar. TOPPM YNDIR! OPIÐ ALLA DAGA 1-9 IESVAL VERSLUN — VIDEÓ S7707 VERKAFOLK - VERKAFOLK Okkur vantar nú þegar fólk til snyrtingar og pökkunar í frystihúsi voru Vinsamlegast hafið samband við verkstjóra í síma 7505 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Til sölu er Mazda 929 árgerð 1978 Ekinn 20.000 á vél Upplýsingar S 7556 ARNAÐ HEILLA Afmæli Þorvaldur Einarsson, útgerð- armaður, Hlíðargötu 5A, Nes- kaupstað er 65 ára í dag, 16. ágúst. Hann er fæddur á Orms- staðastekk íNorðfjarðarhreppi, en hefir átt heima í Neskaupstað í um 40 ár. EGILSBUÐ S7322—Neskaupstað Fimmtudagur 16. ágúst kl. 2100 „FANNY HILL" Djörf og spennandi mynd eftir samnefndri skáldsögu Sunnudagur 19. ágúst kl. 1500 „VINUR INDÍÁNANNA" Sunnudagur 19. ágúst kl. 2100 „BRÆÐRAGENGIÐ,, Einn besti vestri sem sýndur hefur verið Við Sundlaug Neskaupstaðar á sjómannadag 1983. Ljósm. Jóhann G. Krislinsson. NESVlDEÓ Eitthvað nýtt yfir helgina S 7780 Ökuleikni Ökuleikni Bindindisfélags ökumanna verður haldin á planinu fyrir neðan Egilsbúð þann 20. ágúst kl. 1800 Keppt verður bæði í karla- og kvennariðli Þátttaka tilkynnist til Sveins Ásgeirssonar S 7256 Allir er hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl geta verið með Bindindisfélag ökumanna Auglýsið Austurlandi Heimilistölvur Eigum til í versluninni: Sinclair Spectrum SHARP MZ731 m/prentara og segulbandi Lynx og Acorn electron Lítið inn og fáið nánari upplýsingar oiMcesf Frystikistur 300 lítra frystikistur á aðeins kr. 16.200.- emc® sf

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.