Austurland


Austurland - 16.08.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 16.08.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstad, 16. ágúst 1984. SPARISJOÐUR NORÐFJARÐAR 3PARISJÓÐUR HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjardar Færeyskur dans á Austfjörðum Hópur Fœreyinga úr þjóðdansafélögunum í Klakksvík og á Pvereyri kom með Norrœnu sl. fimmtudag og heldur heimleiðis í dag. Þeir hafa ferðast um Austurland og Norðausturlandþessa viku og haldið þjóðdansasamkomur: í Neskaupstað sl. föstudag, á Seyðisfirði á mánudag og á Egilsstöðum á þriðjudag. Gestgjafar Færeyinganna hér voru félagar úr Fiðrildunum á Egilsstöðum og dansklúbbnum Spor í rétta átt á Seyðisfirði. Bjuggu Færeyingarnir hjá þeim þennan tíma og nutu leiðsagnar þeirra í skoðunarferðum. Héldu þeir Færeyingunum kveðjusam- sæti á Iðavöllum í gærkvöld. Fiðrildin er þróttmikið þjóð- dansafélag, sem verður 10 ára á næsta ári. Félagar Fiðrildanna hafa sýnt dans víða og m. a. farið í ferðalög til Finnlands, Búlgaríu og Sovétríkjanna í fyrra. For- maður er Þráinn Skarphéðinsson. Spor í rétta átt var stofnað fyrir um 10 árum og telur um 30 fullorðna félagsmenn og um 40 börn. Félagið æfir dans hvern vetur frá október til maí og eru þar æfðir allir dansar. Æfingum stjórna hjónin Erna Halldórsdóttir og Hilmar Eyjólfs- son sem er formaður félagsins. Tvö pör úr félagjnu fóru með Fiðr- ildunum til Sovétríkjanna í fyrra. Ætlunin er, að Fiðrildin og Spor í rétta átt endurgjaldi heimsókn Færeyinganna og sæki þá heim á næsta ári. Færeyski hópurinn kom til Neskaupstaðar sl. föstudag ásamt nokkrum gestgjafanna. Færeyingar, búsettir í Neskaup- stað, áttu með þeim stund sam- an og buðu þeim til tedrykkju, en um kvöldið héldu Færeying- arnir samkomu í Egilsbúð. Sam- koman tókst hið besta, og glað- værð Færeyinganna var ósvikin í færeyska hringdansinum, sem þeir svo sungu undir. Áhorfend- ur voru ekki margir, enda sam- koman sennilega illa auglýst, en dansinum í Egilsbúð lauk með þátttöku nær allra áhorfenda. Síðan var marserað út og niður á plan ofan við bryggjurnar í miðbænum og dansað þar um stund í kvöldblíðunni. Sú var tíð, að færeyskur dans var oft stiginn í sjávarplássum og verstöðvum á Austfjörðum, og vafalaust hefir vísnasöngur- inn færeyski oft hljómað áður á bryggjunum á norðfirsku sumarkvöldi. Hafi grannar okkar Færeying- ar þökk fyrir komuna. B. S. Pessi mynd var tekin í keppninni á Egilsstöðum í fyrra. Sigurveg- arinn í þeirri keppni Björn Björnsson vann utanlandsferð í úrslita- keppninni og keppti fyrir íslands hönd í norœnni ökuleikni í Vín- arborg í fyrrahaust. Okuleikni í Neskaupstað Næstkomandi mánudagverð- ur haldin ökuleikni í Neskaup- stað. Þessi keppni verður sú síð- asta af undankeppnum öku- leikninnar í sumar. Keppt hefur verið á 23 stöðum víðs vegar um landið og alls staðar verið mjög góð þátttaka. Yfir heildina séð hefur fjöldi keppenda slegið öll met í sumar. Keppendur eru nú orðnir 322 talsins og hefur fjöldi keppenda aldrei verið meiri frá byrjun keppninnar 1978. Þessi 7 ár sem keppnin hefur verið haldin hafa alls 1367 keppendur tekið þátt. Hvernig er svo þessi keppni upp byggð? Settar verða upp nokkar þrautir og í þeim reynir á þekkingu og kunnáttu öku- manns á bíl sínum. Auk þess verða nokkrar krossaspurningar og umferðarmerki lögð fyrir keppendur. Þar koma fram at- riði sem allir ökumenn eiga að vita. Gefin eru refsistig fyrir rangar spurningar, villur í þrautum og tíminn sem öku- maðurinn er að aka í gegnum þrautaplanið er einnig reiknað- ur sem refsistig. Sá keppandi sem lægst refsistigin hefur, sigrar. Keppt er bæði í karla- og kvennariðli og fara sigurvegarar úr hvorum riðli í úrslitakeppni sem haldin verður í Reykjavík þann 8. september nk. Ef kepp- endur verða fleiri en 15, fara 3 keppendur í úrslit. í keppninni í Neskaupstað verða veitt gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum riðli og gef- endur verðlaunanna í Neskaup- stað verða Síldarvinnslan í Nes- kaupstað og Sparisjóður Norð- fjarðar. Allir sem hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl geta verið með. Engin hætta verður á að bílar skemmist í þessari keppni því akstur verður mjög hægur og hæfni og öryggi látin sitja í fyrirrúmi. Fréttatilkynning. UR EINU Jákvætt eða neikvætt? Ég hef í sumar eins og reynd- ar áður skrifað pistla um um- gengni og umhverfismál í Nes- kaupstað. Tilgangurinn hefur að sjálfsögðu verið sá að koma á umræðu um þessi mál og reyna að bæta þau. Fólk hefur almennt tekið þessu vel og látið það í ljós. Sama er að segja um stjórn- endur fyrirtækja og stofnana. Reyndar man ég bara eftir ein- um slíkum, sem hefur brugðist illa við og talið þetta árásir á fyrirtæki sitt. Slíkt er auðvitað reginfirra og misskilningur, en leitt er til þess að vita, þegar menn telja verk sín svo fullkom- in, að ekki verði betur gert. Margt er enn ósagt um um- hverfismálin hér, en þar sem ég er á förum í frí verða aðrir að taka við. Þrennt vil ég þó nefna í lokin: Af hverju tekur lögreglan sig ekki til og fjarlægir öll bílhræin, sem við blasa og sendir eigend- unum reikning fyrst þeir sj á ekki sóma sinn í að gera það sjálfir? Nú er verið að endurbyggja Egilsbraut 11 og því fylgir auð- vitað rask, en varla getur það verið ofverk eigendanna að lag- færa garðinn sunnan hússins. Hann er aðstandendum sínum til skammar svona. Bæjaryfirvöld hafa fengið sinn skammt af gagnrýni hér og jafnan tekið því vel. Því finnst mér full ástæða til að vekja at- hygli á hinum miklu fram- kvæmdum í sumar í umhverf- ismálum og bendi t. d. á svæði á mótum Tröllavegar og Urðar- teigs, kanta við Sólvelli og Þilju- velli, hleðslu við Sverristún og norðan íþróttavallar. Bæjar- stjóra og starfsliði hans ber þakkir fyrir þetta góða framtak, sem væntanlega hvetur íbúana þarna til að láta ekki sitt eftir l'ggja- Nafli alheimsins? Verð á olíum hefur talsvert verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við vanda sjávarút- vegsins. M. a. hefur NT skrifað a. m. k. í tvígang um, hvað gerðist, ef verðjöfnunargjald yrði lagt niður. Og ekki er hann hár sjónarhóllinn, sem blaða- maðurinn stendur á né víðsýnið mikið. Hann kemst að því, að gasolía myndi lækka í Reykja- vík, en hækka eftir því sem fjær drægi höfuðborginni. M. a. sýn- ist honum, að eigendur dísilbíla þar um slóðir greiði óbeint niður olíu til útgerðarinnar. Þetta byggist auðvitað á því, að í augum blaðamannsins er Reykjavík nafli - ef ekki heims- ins - þá a. m. k. íslands. Hann virðist telja það óumbreytanlegt lögmál, að allri olíu skuli fyrst skipað upp í Reykjavík og hún síðan flutt þaðan aftur til þeirra, sem nota hana. Þetta er auðvit- að fáránlegt, en því miður er þessi hugsun ríkjandi á alltof mörgum sviðum. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu, fara að flytja inn til Austurlands í aukn- um mæli og skapa hér fjölda starfa í verslun og viðskiptum í stað þess að halda uppi fjölda manns í þessum störfum syðra. Við höfum oft talað um nauð- syn þess að koma þessum mál- um í betra horf, en ekkert oröið úr. Eigum við nú ekki að fara að orðum stúlkunnar í lystadún- auglýsingunni í sjónvarpinu, sem segir: „Hættu nú að tala elskan mín . . ." Léttir og söknuður Gamla persneska skáldið Omar Khayam segir á einum stað: „Sjá, Tíminn það er fugl, sem flýgur hratt / hann flýgur máski úr augsýn þér í kvöld." Mér komu þessi orð í hug um helgina, þegar ég fór að rifja upp setu mína í ritnefnd AUST- URLANDS. Það var einhvern tímann á árunum 1965 - 1966, að Bjarni heitinn Þórðarson spurði mig, hvort ég vildi koma inn í ritnefndina, og ég jánkaði því. Síðan hef ég verið þar, en þegar þetta blað kemur út (16. ágúst) verð ég þar ekki lengur. Mér fannst tími til kominn, að aðrir tækju við og bað um lausn eða a. m. k. frí um tíma. Það er ótrúlega mikið starf að vera í ritnefnd blaðs eins og AUSTURLANDS, en það er líka afskaplega skemmtilegt og því er léttirinn tregablandinn. Parna hefur alltaf verið samval- inn hópur af góðu og skemmti- legu fólki, sem hittist vikulega, skiptir með sér verkum og sér um, að blaðið haldi áfram að koma út. Auðvitað getur rit- stjórinn og ritnefndin ekki alltaf skrifað allt í blaðið og oft er þyngsta þrautin að fá aðra til að skrifa, ekki síst þá, sem kvarta og vilja hafa blaðið öðruvísi en það er. Þeir vilja bara ekki gera það sjálfir. Sjálfur hefði ég helst kosið, að AUSTURLAND væri fyrst og fremst „bæjarblað", en kjördæmisráð AB gæfi svo út blað 6-8 sinnum á ári fyrir kjör- dæmið, en ég er víst í minni- hluta með þessa skoðun og ekk- ert við því að segja. Mest er um vert, að AUSTURLAND komi út og flytji lesendum sínum upp- lýsingar, fróðleik og fréttir auk stjórnmálaskrifanna. Heitið á þessum rabbdálki stendur sannarlega undir nafni í dag, því að ég hef vaðið úr einu í annað, en nú er mál að linni. Krjóh. I ANNAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.