Austurland


Austurland - 06.12.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 06.12.1984, Blaðsíða 1
Austurland LEIKFANGA- MARKAÐUR Benni & Svenni S 6399 & 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 6. desember 1984. 45. tölublað. Kvóti smábáta verði felldur niður Sl. sunnudag gekkst Alþýðubandalagið í Neskaupstað fyrir al- mennum fundi um sjávarútvegsmál. Var fundurinn allvel sóttur og umræður fjörugar, en þœr snerust að mestu leyti um fiskveiði- stefnuna ogþá ekki sístþáþætti hennar, sem snúa að bátum undir 10 lestum og afkomu þeirra manna, sem á þeirri útgerð byggja. Hilmar Bjarnason, erindreki flutti fróðlegt erindi um fiskveiðistefnuna og greindi frá afgreiðslu tillagna í þeim málum bæði á fiskiþingi og aðalfundi LÍÚ. Helgi Seljan, alþingismaður skýrði m. a. í máli sínu frá til- lögu til þingsályktunar um kosn- ingu þingnefndar vegna rekstr- arvanda í íslenskum sjávarút- vegi, sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa flutt á Al- þingi, en í greinargerð með til- lögunni og fylgiskjali með henni koma fram ýtarlegar tillögur um lausn á vanda sjávarútvegsins. Eins og lesendum AUSTUR- LANDS er kunnugt, voru veið- ar báta undir 10 lestum að stærð stöðvaðar fyrirvaralítið þann 21. nóv. sl. Þá var búið að veiða upp í þann kvóta, sem smábát- um var ætlaður á árinu, en hann var óskiptur yfir landið allt. Mikil óánægja hefir ríkt hvar- vetna úti um land með þessa ráðstöfun og kom það greinilega fram á fundinum. Bent var á, Minningargjöf Fyrir skömmu afhentu rúm- lega 20 skipverjar á Berki NK safnaðarheimilinu í Neskaup- stað málverk að gjöf til minning- ar um Sigurð Hálfdanarson, sem var skipverji á Berki og lést við störf sín 24. nóv. 1983. Sóknarnefndin bauð skip- verjunum og aðstandendum Sigurðar heitins í kaffi í safnað- arheimilinu af þessu tilefni. Þar afhenti Magni Kristjánsson, skipstjóri málverkið fyrir hönd núverandi og fyrrverandi skip- verja á Berki. Málverkið er eftir Tryggva Ólafsson, listmálara og heitir það Fregn. Það er gert fyrir kirkjulistarsýningu, sem haldin var á Kjarvalsstöðum um pásk- ana 1983 og var henni ætlað að efla tengsl milli listamanna og kirkjunnar. Reynir Zoéga, formaður sóknarnefndar og séra Svavar Stefánsson, . sóknarprestur þökkuðu þessa veglegu gjöf fyr- ir hönd safnaðarheimilisins. Fréttatilkynning. að afli þessara báta skipti ekki sköpum um það, hvort um of- veiði væri að ræða eða ekki, en hins vegar skipti hann miklu máli fyrir eigendur þessara báta og fiskvinnslufólk í landi á hin- um einstöku stöðum og þar að auki kæmu þessir bátar með einna besta hráefnið að landi. I Neskaupstað einum eru þetta nær 15 bátar, sem voru stöðvaðir 21. nóv. sl. en þeir hefðu annars stundað sjó áfram til áramóta, ef gæftir leyfðu. Blaðið hefir fregnað, að á Aust- urlandi öllu stundi nú aðeins þrír bátar, sem voru rétt yfir stærðarmörkunum. Á fundinum kom fram sú ein- dregna skoðun bæði hjá smá- bátaeigendum, sem voru margir á fundinum, og hjá öðrum fund- armönnum, að afnema bæri á næsta ári kvóta á smábáta, en verði það hins vegar ekki gert, þurfi að skipta kvótanum eftir landshlutum. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt með atkvæðum allra fundarmanna og ákveðið, að hún yrði send sjávarútvegsráð- herra, ráðgjafanefnd hans um fiskveiðistefnu svo og sjávarút- vegsnefndum Alþingis. »Fundur um sjávarútvegs- mál, haldinn í Neskaupstað 2. desember 1984 beinir þeirri áskorun til sjávarútvegsráð- herra og Alþingis, að aflamark það á smábáta undir 10 tonnum, sem í gildi var 1984, verði fellt niður.« B. S. Upplýsingarit Húsnæðisstofnunar ríkisins Húsnæðisstofnun ríkisins vill vekja athygli á því, að stofnunin hefur gefið út upplýsingarit um lán til orkusparandi endurbóta á íbúðum. Með sérstöku orkusparnað- arátaki, sem Iðnaðarráðuneytið og Félagsmálaráðuneytið standa að í sameiningu, er unnið að efldri tækniþjónustu og auk- inni lánafyrirgreiðslu við hús- eigendur á dýrum orkusvæðum. Upplýsingarit Húsnæðis- stofnunarinnar er unnið í sam- vinnu við sérstaka verkefnis- stjórn á vegum Iðnaðarráðu- neytisins. Orkusparandi endurbætur, sem hér um ræðir, teljast þær breytingar á íbúðarhúsnæði, sem leiða til lækkunar á kyndi- kostnaði, t. d. aukin einangrun þaka og útveggja, fjölföldun glers eða ef skipta skal úr olíukyndingu í rafhitun. Verða sérstaklega leituð uppi þau íbúðarhús, sem nota mesta og dýrasta orku. Skoðun og skipulagning á endurbótum húsanna annast sérstakir skoðunarmenn, sem eru 16 verk- og tæknifræðingar starfandi víðs vegar um landið. Lán til orkusparandi endur- bóta verða eftirleiðis eingöngu veitt á grundvelli fullkominnar skoðunar og hagkvæmnisút- reikninga. Lánskjör verða breytileg eftir upphæð fjárfestingar, en mest verða lánuð 80% heildarkostn- aðar til 16 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Upplýsingaritið er fáanlegt í Húsnæðisstofnuninni að Lauga- vegi 77 og á skrifstofum bæjar- og sveitarfélaga um land allt. Fréttatilkynning. Unglingar og fullornðir skemmta sér saman Nk. fóstudagskvöld verður hin árlega skemmtun Foreldra- félags grunnskólastigsins í Nes- kaupstað og Nemendafélags Framhaldsskólans haldin í Eg- ilsbúð. Ýmislegt verður til skemmtunar, gómsætar kaffi- veitingar og dans. Þetta er eitt af fáum tækifærum fullorðinna og unglinga til að skemmta sér saman, og eru fullorðnir hér með hvattir til að mæta og skemmta sér með unglingunum. E. M. S. Frá smábátahöfninni i Neskaupstað. Ljósm. Jóhann G. K. Mokveiði af loðnu Það hefur víst ekki farið fram til fjarlægari staða, og jafnvel til hjá Austfirðingum, að geysigóð Færeyja og Danmerkur. loðnuveiði hefur verið út af Láta mun nærri að búið sé að Glettinganesi síðastliðnar 3 veiða um 340 þúsund tonn og vikur. hefur um 115 þúsund tonnum Þegar þessar línur eru ritaðar verið landað hér fyrir austan. virðist ekkert lát á veiðunum. Skipting milli staða er nokk- Bátarnir eru í mörgum tilvik- urn veginn þessi: um komnir til hafnar drekk- hlaðnir eftir sólarhringinn. Staður Lestir Að sjálfsögðu njóta næstu Seyðisfjörður.....45000 staðirgóðsaf þessum veiðumog Eskifjörður......38000 mun nú Seyðisfjörður vera orð- Neskaupstaður .... 17000 inn hæstilöndunarstaðurinn, en Reyðarfjörður .... 13000 þar eru sem kunnugt er21oðnu- Hornafjörður..... 1200 verksmiðjur, en bræðslan á Nokkuð illa hefur gengið að Eskifirði hefur fengið mest af bræða loðnuna að undanförnu hráefniaf einstökum verksmiðj- vegna átu, og hafa loðnuverk- um. smiðjurnar því ekki getað unnið Þróarrými er nú á þrotum hjá með fullum afköstum, en lík- öllum stærstu verksmiðjunum á lega stendur það til bóta, því að Austfjörðum og ýmist löndun- átan virðist fara minnkandi. arbið, eða þá að menn hafa siglt P. J. Ný stjórn NAUST Aðalfundur Nátttúruvernd- arsamtaka Austurlands 1984 var Djúpivogur: Sauna og sóllampi KBF og BD hafa nýlega opn- að sauna og sólbaðsstofu í kjall- ara hótelsins. Nokkuð vel hefur tekist til með innréttingu hús- næðisins miðað við allar aðstæð- ur, eins og þær voru þarna, áður en hafist var handa við breyting- arnar. Saunaklefi er fyrir 8 manns og Philips samloku-ljósa- lampa hefur verið komið upp. Mjög góð aðsókn hefur verið að stofunni og komast færri að en vilja. Baðverðir eru Matt- hildur Stefánsdóttir og Jónas Yngvi Ásgrímsson. Öllum er heimill aðgangur. haldinn að Stafafelli í Lóni, dag- ana 18. og 19. ágúst. Þar var kjör- in ný stjórn til þriggja ára og er hún öll af syðsta hluta fclags- svæðisins. Stjórnin hefur skipt með sér verkum sem hér segir: Benedikt Þorsteinsson, Höfn, formaður. Ingimar Sveinsson, Djúpa- vogi, varaformaður. Halldór Tjörvi Einarsson, Nesjum, ritari. Sigurður Björnsson, Kví- skerjum, gjaldkeri. Skafti Benediktsson, Hraun- koti, meðstjórnandi. Félagsvist AB er í kvöld í Egílsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.