Austurland


Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 11. APRÍL 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað 557756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ríkisstjórn í stríði við bændur í fyrrasumar rak sjávarúíveginn upp á sker stjórnarstefnunnar, um miðjan vetur voru það húsbyggjendur sem fundu sig komna á kaldan klaka og nú undir sumarmál er röðin komin að landbúnað- inum og bændum að reyna að gera stjórnvöldum ljóst í hvert óefni er komið í sveitum landsins. Vaxtaokur ofan á verðtryggð lán þrengir að fjölda bænda, sem lagt hafa í framkvæmdir og leyft sér þann munað að taka lán síðustu árin. Við þeim blasir sama vonlausa dæmið og hjá húsbyggjendum, en blikurnar eru þó enn fleiri og dekkri í landbúnaði. þrátt fyrir einmuna árgæsku frá náttúrunnar hendi. Lausaskuldalánin sem ýtt var að bændum sem bjarghring og marg- ir neyddust til að fleyta sér á eru nú þegar orðin eins og myllusteinn um háls margra bænda og hlaða utan á sig eins og snjóbolti. Framleiðslusamdráttur í hefðbundnum greinum hefur bitnað hart á landbúnaðinum og kvótakerfið reynst meingallað stjórntæki. sem kemur harðast niður á bændum með lítil bú. Þetta kerfi hefur þannig aukið á mismunun meðal bænda og ýtt undir óhagkvæman búrekstur. Mikill samdráttur í niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur dregið úr sölu á kjöti og mjólkurafurð- um og þannig í senn aukið á vanda heimila launafólks og hjá bændastéttinni. Síðustu tvö ár hafa bændur ekki fengið fullt verð fyrir afurðir sínar og tilkynningar þar um borist þeim eftir dúk og disk, nú síðast í janúarmánuði nær hálfu ári eftir lok síðasta verðlagsárs. í reynd er þessi verðskerðing bein lækkun á kaupi bóndans. Til viðbótar þessu boða svo stjórnvöld afnám á rétti til útflutningsbóta sem er ávísun á enn frekari kjaraskerðingu. Meðallaun fyrir ársverk í landsbúnaði reyndust á árinu 1983 nema aðeins 147 þúsund krónum, sem er nærri tvöfalt lægra en hjá þeim viðmiðunarstéttum, sem laun bóndans eiga að taka mið af. Engin stétt í landinu býr við jafn þröngan kost nú og drjúgur hluti bænda, og kreppir þó víða að. Florfurnar framundan eru heldur ekki bjartar. Áburðarverð hefur ekki verið ákveðið, þegar þetta er skrifað, en mikil hækkun þess talin yfirvofandi. Margir bændur sjá ekki fram úr því hvernig þeir eiga að klj úfa áburðarkaupin, og j afn óljóst er hvaða verð þeir muni fá fyrir framleiðslu yfirstandandi árs, hvað þá á næsta ári. Ríkisstjórnin hefur marga leikið grátt, en engan þjóðfélagshóp jafn hraklega og bændur. Pví miður hafa forráðamenn bænda flestir látið þetta þegjandi yfir sig ganga, og því ríkir nú trúnaðarbrestur milli þeirra og bændastéttarinnar, svo ekki sé minnst á ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Bændur víða um land eru nú að rísa upp til nauðvarnar. Stofnuð hafa verið samtök kúabænda á Suðurlandi og nú er verið að stofna sérstakt Landssamband sauðfjárbænda. Hér er mikil alvara á ferðum, sem ógnar byggðum víða um land. Það er stjórnarstefnan sem er að gera fjölda bænda að bónbjargarmönnum í einu mesta góðæri, sem verið hefur um mestan hluta landsins síðustu misseri. Vonandi er viðnám sveitafólksins ekki um seinan. H. G. FRÁ ALÞINGI Námskeið fyrir fatlaða í tölvufræðum Helgi Seljan og Geir Gunn- arsson hafa flutt svofellda til- lögu til þingsályktunar um námskeið fyrir fatlaða í tölvu- fræðum: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því að haldin verði nám- skeið fyrir fatlaða í meðferð og notkun á tölvum til að auð- velda fötluðum að fá störf á vinnumarkaðinum. Félags- málaráðuneytið standi fyrir þessum námskeiðum, viðkom- andi að kostnaðarlausu." f greinargerð er lögð áhersla á, að auka þurfi þátttöku fatl- aðra í atvinnulífinu og nám- skeiðahald af þessu tagi muni skila sér til samfélagsins á margan veg auk þess sem það bæti hag og líf fatlaðra. En orðrétt segir í greinargerð flutningsmanna: „Tölvutækni og tölvunotk- un ryðja sér æ meir til rúms í atvinnulífinu. Til starfa við tölvur þarf ákveðna þekkingu byggða á námi, en augljóst er að tölva sem vinnutæki hentar sérstaklega vel fötluðum, m. a. hjólastólafólki. Fá störf munu þessu fólki þægilegri viðfangs, auk þess sem þau gefa betri tekjumöguleika en mörg önnur. Störf, sem lúta að tölv- um og notkun þeirra, ná til æ fleiri þátta og svo mun verða enn frekar í náinni framtíð. Fatlaðir þurfa að eiga kost námskeiða til þess að geta orð- ið hlutgengir til þessara starfa. Upp á slík námskeið þarf að bjóða fötluðum, þeim að kostnaðarlausu, til örvunar og hvatningar til frekari atvinnu- þátttöku, en fjárhagur fatlaðra almennt er slíkur að námskeið getur verið þeim ofviða fjár- hagslega." Skattaívilnun vegna ættleiðingar barna Helgi Seljan og Karvel Pálmason hafa flutt svofellda tillögu til þingsályktunar um skattaívilnun vegna ætt- leiðingar barna: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undir- búa nú þegar breytingar á lögum um tekjuskatt sem mæli fyrir um ákveðna skattaívilnun til þeirra foreldra sem ættleiða börn erlendis frá með gífur- legum tilkostnaði. Kannaðar verði leiðir til lækkunar út- svars af sömu ástæðum. Enn- fremur verði kannaðir mögu- leikar til afturvirkni þessara ívilnana svo sem frekast er kostur." í greinargerð er bent á, að ættleiðingar barna erlendis frá fari stöðugt í vöxt og ástæð- ur þess séu öllum kunnar og augljósar og eigi „sér fyllstu réttlætingu frá tilfinningalegu og mannlegu sjónarmiði". Síðan segir orðrétt. „Auk þess að hafa ómetanlegt og var- anlegt lífsgildi fyrir viðkomandi foreldra er einnig oft um að ræða björgun mannslífa. Hins vgar er hér um verulegar fjár- upphæðir að tefia og mikinn aukakostnað - en óhjákvæmi- legan og full ástæða cr til að kanna hvort ekki eigi að taka tillit til hans við álagningu tekj u- skatts árið eftir og jafnframt veita lækkun á útsvari." Bent er einnig á, að hér sc aðeins talað um ívilnun í eitt ár og það skipti litlu fyrir sam- félagið, en hins vegíir miklu fyrir viðkomandi aöila, sem kostað hafi til mikilli fyrirhöfn og fjármunum, oft til að öölast meiri lífsfyllingu og nýjan lífs- tilgang. Bók Önnu Sigurðardóttur Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár kemur út í þessum mánuði, en verkfallið í haust seinkaði útkomu hennar Bókin er 480 blaðsíður, með 190 myndum Ath.: Enn er hægt að fá bókina á áskrifendaverði sem er ótrúlega lágt Uppl. gefur ína S 7226 á kvöldin NESKAUPSTAÐUR Starfsfólk Starfsfólk óskast á barnaheimilið Sólvelli, Neskaupstað Um er að ræða hálft starf eftir hádegi, og afleysingar eftir hádegi Skriflegar umsóknir sendist forstöðumanni Barnaheimilið Sólvellir Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.