Austurland


Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 11.04.1985, Blaðsíða 4
NEISTAR Kvennahreyfingin Pórður Kr. Jóhannsson: Trillukvótinn Eins og alkunna er hefur ástand fiskistofna verið með þeim hætti á undanförnum árum að ástæða hefur þótt til að stjórna veiðum með svoköll- uðum kvóta. Kvótinn er settur á einstök skip eða báta yfir 10 tn að stærð en hinir minni fá sameiginlegan kvóta og er framkvæmdin þann- ig að veiða má ákveðið magn á tilgreindu tímabili. Pessi tímabil eru fjögur: jan.- apr., maí-júní, júlí-ágúst og sept.-des. Þessi aðferð við ákvörðun smábátakvótans hefur í sér inn- byggt óréttlæti og kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi getur veðurfari og fiskigöngum verið þannig hátt- að að búið sé að mestu að veiða kvóta tímabilsins í einum lands- hlutanum áður en hinir eiga nokkurn möguleika á veiðum. í öðru lagi eru sóknarmögu- leikar þessara báta svo mismun- andi eftir stærð og byggingu - þ. e. hvort þeir eru opnir eða dckkaðir - að fráleitt er að setja þá alla í einn flokk. Hér á eftir verða settar fram tillögur um hvernig haga megi veiðum þessara báta svo að til meira réttlætis horfi. Það skal þó skýrt tekið fram að undirritaður telur ekki að hér komi fram hið eina rétta fyrir- komulag en er þó sannfærður um að fyrir allan fjöldann er það til mikilla bóta. Einnig eru til- lögur þessar settar fram í þeirri von að þeir sem um þessi mál fjalla í ræðu og riti láti sér ekki nægja að fordæma það sem fyrir er heldur setji jafnframt fram sínar tillögur til úrbóta. Fyrirkomulag veiða smábáta verði með þessum hætti. 1. Veiðar báta undir 6 tn að stærð með handfæri og línu verði utan kvóta. 2. Netaveiðar þessara báta verði takmarkaðar t. d. með þeim hætti að þær megi þeir aðeins stunda vissan daga- fjölda á ári en án annarra tímamarka. E. t. v. finnst einhverjum að þessir bátar njóti hér hlunninda fram yfir aðra en rökin fyrir því eru þau að vegna smæðar eru sóknar- og aflamöguleikar þeirra svo takmarkaðir að veiðar þeirra geta engin afgerandi áhrif haft á fiskistofnana. Hins vegar geta þessar veiðar gef- ið þeim sem þær stunda þokkalegar tekjur án mikils tilkostnaðar og jafnframt skapað öðrum vinnu í landi. Þær eru því þjóðhagslega hagkvæmar. Síðast en ekki síst er að geta þess að afkoma manna í sumum byggðarlögum hér á Austurlandi t. d. Borgar- firði og Bakkafirði, er veru- lega háð veiði þessara báta frá vori til hausts. 3. Bátar 6 - 10 tn fái aflamark á hvern bát eftir svipuðum reglum og gildir um hin stærri skip. Ef sjávarútvegs- ráðuneytið vill einhverra hluta vegna halda sig við sameiginlegan kvóta fyrir þessa báta verði það lands- hlutakvóti. Athuga þarf einnig hvort ekki er ástæða til að opnir bátar af þessari stærð geti notið sömu kjara og hinir minni ef betur þykir henta. Ef þessar hugmyndir eða aðr- ar af svipuðum toga yrðu að veruleika skiptir vitanlega miklu máli hvernig að fram- kvæmdinni yrði staðið. T. d. væri nauðsynlegt að hafa nokk- urn sveigjanleika á skiptingu í stærðarflokka eftir aðstæðum en einblína ekki á dauðar tölur mælingabréfsins. Að lokum þetta. Efsmábáta- eigendur ætla sér að koma fram breytingum á núgildandi kvóta- fyrirkomulagi og berjast fyrir öðrum hagsmunamálum sínum verða þeir að mynda með sér félög á hverjum stað og þau síð- an landssamtök. Þá fyrst geta þeir vænst þess að ná eyrum þeirra sem þessum málum stjórna. Barátta kvenna fyrir mann- réttindum í þessum heimi er ekki ný af nálinni. Hins vegar hefír kvenfrelsisbaráttan skipst í bar- áttuskeið og lægðir eins og raun- ar öll barátta fyrir betra lífi gerir alla tíð. Á áratugnum 1960 - 1970 risu konur enn úr öskustó eftir niðurlægingartímabil fas- isma og stríðsrekstrar. Enn á ný varð til baráttu- hreyfing kvenna og nú ef til vill öflugri en nokkru sinni fyrr. Það var og er barist á mörgum vígstöðvum, á heimilunum, í félags- og stjórnmálum og svo auðvitað innan eiginlegra kvennahreyfinga. Kvennarannsóknum og kenningum um konur, líf þeirra og aðstæður hefur fleygt fram. Nú er það fráleitt svo, að konur í aldanna rás hafi hvorki stund- að listsköpun, ritað bækur eða haft áhrif á hinum ýmsu sviðum. Allt þetta hafa konur gert - en ekki „komist á blað“ fyrir. Framlag kvenna hefur allt of oft verið þagað í hel, gleymst. Til þess að sannfærast um þetta, dugir að glugga í mannkynssögu, eitt eða tvö bókmenntasögurit og svo sem eitt bindi af listasögu. Hugmyndafræði kvenna- hreyfinga og helstu sjónarhorn í kvennarannsóknum eru orðin það yfirgripsmikil fræði að flokkunar er þörf. Anna G. í tilefni alþjóðaárs æskunnar stendur nú yfir í 6. - 9. bekkjum grunnskóla teiknisamkeppni um fíkniefni. Hér á landi standa Menntamálaráðuneytið, Áfengisvarnaráð og Samtök skólamanna um bindindis- fræðslu að keppninni sem er al- þjóðleg. Vinátta er meginþema samkeppninnar sem kallast: Hollir vinir - Heilbrigt líf. Vin- átta er öllum mikilvæg og gefur lífinu aukið gildi. Þetta á e. t. v. sérstaklega við um unglings- árin. Þörfin fyrir félagsskap leiðir stundum til skaðlegrar neyslu tóbaks, áfengis eða ann- arra fíkniefna. Á hinn bóginn geta góðir vinir stuðlað að heil- brigðum lífsháttum og hjálpað Jónasdóttir, íslensk kona sem stundar fræðistörf á þessu sviði í Svíþjóð hefir ritað bók cr nefnist „Kvinnoteori, nágra perspektiv och problem inom kvinnoforskningens teoribildn- ing“ en í henni flokkar höfund- ur eða greinir fjögur megin- sjónarhorn í hugmyndafræði kvennahreyfinga og auðkennir með jafnmörgum lykilorðum: - Kynhlutverk, en hér er áhersl- an að skoða ólík hlutverk kynjanna með nýjum hætti. - Kvennamenning, þar sem reynt er að draga fram já- kvæða þætti í fari og rcynslu kvenna en jafnframt bent á undirokun þeirra. - Feðraveldið, en innan þess sjónarhorns er ýmist talað um pólitíska kúgun karla á konum í gegnum valdakerfi feðraveldisins eða efnahags- lega kúgun eða hvort tveggja. Ennfremur er hér bent á að valdatengsl kynj- anna komi vel í Ijós í einka- lífinu. - Sósíalismi/marxismi, en af mörgum mismunandi leiðum sem konur hafa reynt innan þeirrar hugmyndafræði, má benda á eina sem ágætlega er lýst með orðum Juliet Mitchell: „Við verðum að spyrja feminískra spurninga og reyna að finna marxísk svör“. E. J. hver öðrum til að forðast þær hættur sem steðja að. Með myndarlcgum stuðningi hefur Búnaðarbanki íslands gert kleift að veita glæsileg verð- laun. Fimm bestu myndirnar fá 10.000 króna verðlaun hver, auk réttar til þátttöku í úrslitum alþjóðakeppninnar í ágúst í sumar. Einnig verða veitt 25 aukaverðlaun og allir þátttak- endur fá viðurkenningarskjal Foreldrar og kcnnarar eru hvattir til að benda unglingunum á þessa samkeppni. Allir grunn- skólar hafa fengið sendar nák væm- ar upplýsingar um keppnina, en skilafrestur er til 30. apríl nk. Skólarnir veita myndum við- töku. Frétlatilkynninf’. T eiknisamkeppni í grunnskólum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.