Austurland


Austurland - 29.05.1987, Síða 2

Austurland - 29.05.1987, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR, 29. MAÍ 1987. Austmland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson Ritstjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) S 7750 og 7756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir © 7750 og 7629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 • Pósthólf 31 ■ 740 Neskaupstaður • © 7750 Prentun: Nesprent s I tilefni samræmdra prófa Samræmda prófið í íslensku vakti talsverða athygli og ekki að ástæðulausu. Annarsvegar reynd- ust málvillur í sjálfu prófinu og verður að segjast að það er fyrir neðan allar hellur. Þeir sem fóru yfir prófið og áttu að sjá til þess að það væri í alla staði gott og gilt reyndust svo sannarlega ekki starfi sínu vaxnir. Hins vegar var útkoman úr prófinu mun lélegri en í fyrra. Reynt var að grafast fyrir um ástæður þessa og vantaði þar inn í umræðuna nokkur mikilvæg atriði. Þar virtist ástand í kennaramálum úti á landsbyggðinni t. d. skipta litlu máli. Það má ekki gleymast að sá árgangur sem nú útskrifaðist úr níunda bekk hefur mjög víða haft hvern réttindalausan kennarann á fætur öðrum jafnt í íslensku sem í öðrum greinum, fyrir utan að stór hluti þeirra hafa skipt um kennara árlega. Vegna síversnandi kjara kennara á valdaferli síð- ustu ríkisstjórnar yfirgaf stór hluti þeirra stéttina og þeir sem starfa fara fáir út á land. Helstu ástæður eru eftirfarandi: Þjónusta er léleg, félagslíf liggur að miklu leyti í láginni vegna óhóflegs vinnuálags, kennarar eru oft óvinsælir og einangrast því gjarnan félagslega, og þeir fáu sem koma út á land flytja síðan burt með framfærsluvíxil á herðunum. Auðvitað er ástandið misgott milli skóla en á heild- ina litið er það slæmt. Sérmenntaðir kennarar eru sjaldséðir á landsbyggðinni og íslenskan jafnvel kennd af fólki sem ekki hefur lokið stúdentsprófi hvað þá meir. Ómenntaðir kennarar eru að sjálf- sögðu ekki verra fólk en aðrir en kennslan fer því miður oft fyrir ofan garð og neðan þrátt fyrir góðan vilja á stundum. Sú landsbyggðarpólitík sem rekin hefur verið síð- ustu fjögur ár er svívirðileg. Við erum að missa flest úr höndum okkar og meira að segja menntun barna okkar er í hættu. Samræmt próf í íslensku er samið miðað við að nemendur hafi vel menntaða kennara ekki bara ní- undabekkjarárið heldur að þeir hafi haft þá allan grunnskólann. Von margra fyrir kosningar var sú að fólk myndi afneita þeirri ránstefnu sem stunduð hefur verið síð- ustu ár en slíkt reyndist ekki á rökum reist, og fyrir því er framtíð landsbyggðarinnar fyrirkvíðanleg. Unnur Sólrún Bragadóttir. Sósíalismi og vor Nú er um það rætt fyrir sunnan hverjir skuli stjórna landinu okkar. Við auðmjúkir kjósendur bíðum úrslita. Við kusum flokkinn okkar, listann okkar eða manninn okkar og nú bíðum við eftir þvf hvað þeir hinir kjörnu gera. Pað tekur einhverjar vikur, jafnvel mánuði að mynda ríkisstjórn og á meðan við bíðum situr gamla stjórnin og Sverrir fær ráðrúm til að gera meiri usla og húsnæðiskerfið hans Alex- anders raknar áfram upp í frumþætti sína. Porsteinn reynir að mynda kvenlega viðreisn, en Stein- grímur er búinn að gefast upp einu sinni og bíður nú bara eft- ir því að fá tilboð um forsætið í fjögurra flokka stjórn. Steingrímur er líklegastur í það vegna þess að hann kann þá stjórnkænsku að geta verið bæði sammála og ósammála. Það er líka eina sérstaða Steingríms. Annars er Þorparanum meira umhugað um annað en ríkisstjórnarmyndunarviðræð- ur. Á meðan róttæk stjórmála- stefna er svo slöpp sem raun ber vitni er nokkuð sama hverskonar ríkisstjórn kemur. Það er því spennandi að fylgjast með því á hvaða hátt hinsir róttæku hyggjast leysa tilvistarvanda sinn. Dálítið hefur umræðan einkennst af fumi og fáti og lítið hefur hinn róttæki armur lært af t. d. Kvennalistanum. Með skír- skotun til þess sem þær kalla reynsluheim kvenna hefur þessu pólitíska afli tekist að sniðganga margar ófærur gömlu flokkanna og skapa sér sérstöðu. Um leið hefur þetta stjórnmálaafl veitt nýjum hug- myndum inn í stjórnmálin. Það er öllum hollt að fá eitt- hvað nýtt að hugsa um. Hin sósíalíska hreyfing hefur ekki notað sér það bragð að skír- skota til hinnar sósíalísku lífs- sýnar, en sú hugsjón er ekki síður raunveruleg og gagnleg en reynsluheimur kvenna. Með slíkri skírskotun veitir sósíalíska hreyfingin nýjum hugmyndum inn í stjórnmálin og fær okkur efnivið í nýjar hugsanir. í raun og veru felur sósíalísk lífsskoðun í sér enn umfangsmeiri reynsluheim en þann sem tekur mið af reynslu annars kynsins. Reynsluheim- ur alþýðunnar á fslandi segir að breytinga sé þörf og sósía- lísk skoðun segir að það sé ekkert sjálfgefið að þjóðskipu- lagið skuli vera með þeim hætti sem við þekkjum hér á landi eða jafnvel annars staðar. Það er kannski út í hött að vera að pára um pólitík þegar sólin skín svona glatt og sumarið hellist yfir okkur. Það er engum sama um veðrið og við hugsum vel um garðana okkar. Garðagróðurinn skal dafna og til fjalla sjáum við grösin verða græn. Það er engum sama um náttúruna. í miðri blíðunni og gróandanum er pólitíkin auðvitað jafn sjálf- sögð og allt annað. Og í blíðunni ætti sósíalism- inn að leita sterkt á hugann því það er svo margt líkt með sósíalismaog vorinu. Þorpari Aðalfundur Stangveiðifélags Norðfjarðar veröur haldinn sunnudaginn 31. maí kl. 16 í Netagerð F. V Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLORINUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM T. g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.