Austurland


Austurland - 29.05.1987, Síða 3

Austurland - 29.05.1987, Síða 3
FÖSTUDAGUR, 29. MAÍ 1987. 3 „Frelsið" í verslunarálagningu dýrkeypt Athyglisverðasta frétt síðustu viku kom frá Verðlagsstofnun, sem birti niðurstöður verð- könnunar á vörum í Reykjavík og Bergen. Samanburðurinn var afar óhagstæður fyrir Reykjavík og liggur öðru frem- ur í langtum hærra innkaups- verði á flestum þeim vöruteg- undum, sem könnunin tók til. Ritstjóri DV telur þessa niður- stöðu með réttu „mikið áfall stuðningsmönnum frjálsrar samkeppni“. Þótt talsmenn Fé- lags íslenskra stórkaupmanna neiti því að heildsalar taki enn umboðslaun, sem sömu aðilar töldu að hyrfu með frjálsri álagningu, eru flestir á öðru máli. Formaður Neytendasamtak- anna, Jóhannes Gunnarsson, segir að eðlilegt sé að kröfur komi fram um að verðlagsá- kvæði verði tekin upp á nýjan leik. Ásmundur Stefánsson hef- ur sett fram þá hugmynd, að hámarksverð út úr búð í Reykjavík megi ekki vera hærra en í Bergen og milliliðirnir geti slegist um hagnaðinn innan þeirra marka. Á sama tíma og þetta er rætt er verið að telja dagana þangað til opnað verður 3 hektara hús- næði yfir 70 verslanir í Kringlu- mýrinni í Reykjavík. Ymsir hafa undrast þau miklu umsvif og útþenslu annarra verslunar- halla á höfðuborgarsvæðinu. Hér sem annars staðar sannast það að verðmæti falla ekki af himnum ofan, og hluti af upp- sprettum verslunargróðans birt- ist okkur í könnun Verðlags- stofnunar. Einherji hefur nú leikið tvo leiki í II deild íslandsmótsins í knattspyrnu og hefur þeim báð- um lokið með jafntefli 1-1. Fyrst gerði Einherji jafntefli við IR í Reykjavík og sl. föstudag gerði liðið jafntefli við KS á Siglufirði. Keppni í þriðju deild Norður- og Austurlandsriðli hefst nú um helgina. 7 lið leika í riðlinum og í fyrstu umferð leika saman Þróttur og Tindastóll í Nes- kaupstað kl. 14 á laugardag og á sama tíma leika Austri og HSÞ b á Eskifirði. Leik Reynis frá Árskógsströnd og Magna Grenivík hefur verið frestað til 16. júní en Sindri frá Hornafirði situr yfir í fyrstu umferðinni. Þá hefst einnig íslandsmótið í 4 deild um helgina og taka 6 lið héðan af Austurlandi þátt í mótinu. Á föstudag kl. 20 leika Valur og Leiknir á Reyðarfirði og á laugardag kl. 14 mætast Huginn og Hrafnkell á Seyðis- Svo er eftir að sjá, hvort póli- tískur vilji er til að lækka þenn- an kúf og færa eitthvað af hagn- aði verslunarinnar til baka til al- mennings, m. a. á landsbyggð- inni. HG firði. Umferðinni lýkur svo með leik Hattar og Súlunnar á Egils- staðavelli kl. 14 á sunnudag. Ekki er að efa að áhorfendur fjölmenni á þessa fyrstu leiki sumarsins og hvetji sína menn til sigurs. Hestamennska Reiðnámskeið hófst þann 25. maí sl. hjá hestamannafélaginu Blæ á Norðfirði og taka 35 manns þátt í námskeiðinu og eru börn þar í meirihluta. Kennari á námskeiðinu er Bjarni Sigurðsson skólastjóri frá Þorlákshöfn. í gær var bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra boðið formlega í eina kennslustund á reiðnám- skeiðinu og með því vildu hesta- menn kynna forráðamönnum Neskaupstaðar starfsemi hesta- mannafélagsins Blæs. Hin árlega firmakeppni fé- lagsins fer fram laugardaginn 30. maí og hefst hún klukkan 16. Verður hún með hefð- bundnu sniði og e. t. v. verður eitthvað um óvæntar uppákom- ur og að lokinni keppninni verð- ur öllum börnum boðið að fara á hestbak. Firmakeppnin verð- ur haldin á Hafnartúninu og eru allir hestavinir boðnir velkomn- ir. Fréttatilkynning Kirkja Messa í Norðfjarðar- kirkju nk. sunnudag, 31. maí kl. 18 (6) síðdegis. Athugið breyttan messu- tíma. Sóknarprestur Túnþökur Verð með túnþökur til sölu Vinsamlegast gerið pantanir sem allra fyrst í síma 7141 eftir kl. 1900 Bjarni Jónsson Þrastarlundi m NESKAUPSTAÐUR Knattspyrnupunktar VERKMENNTASKÓLI AUSTURLANDS SÍMAR 97-7620 OG 97-7285, PÓSTHÓLF 262, 740 NESKAUPSTAÐUR Innritun Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám í Verkmenntaskóla Austurlands skólaárið 1987 - 1988, lýkur 25. júní nk. Skrifstofa skólans verður opin alla virka daga til 10. júlí á milli kl. 9 og 12 Hægt er að afla upplýsinga um námsframboð og starfsfyrirkomulag skólans með því að hringja á skrifstofuna á opnunartíma hennar (S 7285 & 7620), eðaí skólameistara (S 7630) Skólameistari Kökubasar Sjálfsbjargar verður í safnaðarheimilinu laugardaginn 30. maí kl. 15 Ágóði rennur til endur- hæfingarstöðvarinnar Verið velkomin Nefndin Sjálfsbjargar- félagar Mætið til skrafs um útimarkaði sumarsins o. fl. föstudaginn 29. maí kl. 14 - 18 eða hafið samband í síma 7779 Formaður NESKAUPSTAÐUR Frá Bæjarsjóði Neskaupstaðar 1. júní nk. er 5. gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1987 Þriðji og síðasti gjalddagi fasteignagjalda var 15. maí sl. Þeir sem eru í vanskilum með áðurtalin gjöld eru hvattir til að gera skil nú þegar Dráttarvextir verða reiknaðir 1. júní Fjármálastjóri MYNDLIST ARS YNIN G Þuríður Una Pétursdóttir og Jónína Kristín Berg sýna myndir í Egilsbúð, dagana 28. — 31. maí og 5. — 8. júní Sýningin verður opin frá kl. 1600 — 2 200 ofantalda daga Aðgangur ókeypis og allir velkomnir Menningarnefnd Neskaupstaðar 1—”1 litl-ri iT Garðyrkjusti e Animónur, bóndarósi Hafið sam £>ðin á Grísará E-31129 >01 Akureyri 30 tegundir sumarblóma r, garðrósir, skrautrunnar, pottablóm, matjurtir band, sendum hvert á land sem er

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.