Austurland


Austurland - 29.05.1987, Page 4

Austurland - 29.05.1987, Page 4
4 FÖSTUDAGUR, 29. MAÍ 1987. Neskaupstaöur Snyrtilegur bær Hreinsunarherferðin tókst með miklum ágætum, veðrið lék við okkur og fjölmargir bæjar- búar hjálpuðust að við að fjar- lægja tugi tonna af rusli úr bænum. Bærinn okkar hefur tekið miklum stakkaskiptum, nú er bara að fylgja málinu eftir þannig, að ekki sæki aftur í sama farið. Annars er það hreint ótrúlegt hvað mikið rusl safnast fyrir á einu ári. Á hreinsunardaginn voru tveir vörubílar í stöðugum flutningum allan daginn og höfðu ekki undan. Þó saxast hafi verulega á hina ýmsu ruslahauga í bænum að undanförnu, vantar enn tölu- vert á að verkinu sé allsstaðar % Skák Verkalýðsfélag með skákmót Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar gekkst fyrir skákmóti um páskana. Keppt var í tveimur flokkum. I meist- araflokki voru 6 keppendur og í unglingaflokki 10 keppendur. Úrslit voru sem hér segir: Meistaraflokkur: 1. Magnús Valgeirsson 4Vi vinningar, 2. Ingólfur Kristjánsson 4 vinning- ar, 3. Hilmar Gunnþórsson 3 vinningar. Unglingaflokkur: 1. Harpa Pálmadóttir 5 vinningar, 2. Hjörvar Högnason 5 vinningar, 3. Heiðar Atlason 4 vinningar. Verðlaun voru afhent 21. maí sl. í Verkalýðshúsinu og í máli formanns Verkalýðsfélags- ins, Eiríks Stefánssonar, kom þá fram að mót sem þetta yrði árlegur viðburður og að hús Verkalýðsfélagsins stæði opið þeim sem efna vilja til móta- halds í skák. MSIGB Æfmæli Guðrún Árnadóttir, Nesgötu 27, Neskaupstað, varð 50 ára 24. maí sl. Hún fæddist í Hafn- arfirði og fluttist til Neskaup- staðar árið 1971. Anna S. Árnadóttir, Mýrar- götu 20, Neskaupstað, er 95 ára í dag 29. maí. Hún fæddist á Eyvindará, Egilsstaðahreppi, en fluttist til Neskaupstaðar 1941. Anna er elsti íbúi Nes- kaupstaðar og dvelur nú á elli- deild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. lokið, enn standa sundurrifin og hálfónýt bílhræ í bænum og enn vantar mikið á að búið sé að hreinsa svæðið umhverfis steypusílóið og bifreiðaþjón- ustuna, þó mikiðhafi einnigver- ið flutt þaðan. Ástæða þess að ég nefni það, sem eftir er, er sú að þegar svo stór hópur bæjarbúa, sem raun ber vitni, hefur lagt jafn mikið á sig til að bærinn okkar verði snyrtilegur, þá eiga þeir líka heimtingu á að þurfa ekki að hafa rusl hinna fyrir augunum. Bæjarverkstjóri mun því strax í næstu viku hefjast handa um að fjarlægja það rusl, sem eftir er á kostnað eigenda. Járnarusl, bxlhræ og annað óbrennanlegt rusl á að flytja að gömlu öskuhaugunum sunnan við kirkjugarðinn, en brennan- legu rusli skal ekið í sorpþróna. Meiningin er sú, að þegar bær- inn okkar hefur verið hreinsað- ur af öllu járnarusli þá verði gömlu sorphaugunum lokað og sáð í moldarbakkana. Bæði með tilliti til umhverfisins og þeirra íbúa, sem næstir búa á Bökkun- um þarf að ljúka þessu verki strax. Umgengnin við sorpþró bæjarins hefur oft verið til um- ræðu og margar leiðir verið reyndar til að bæta þar úr, en enginn hefur borið tilætlaðan árangur. Ég ætla því að leita til ykkar um aðstoð við úrbætur og máli mínu til stuðnings nefni ég nokkur atriði: Dæmi um úrgang, sem bæjar- starfsmenn hafa verið að losa úr þrónni eru: Vírrúllur, bobbing- ar, stálkör, baðkör, reiðhjól. þakjárn, þvottavélar o. fl. og þetta hafa ekki verið eitt og eitt tilfelli, bárujárni af heilu íbúð- arhúsi hefur verið sturtað í þróna, svo dæmi sé tekið. Auð- vitað gera menn sér grein fyrir því að þessir hlutir brenna ekki. Þegar svo stórum og þungum hlutum er hent í þróna þá ryður járnið léttara efni niður úr þrónni, þaðan sem það svo fýk- ur um svæðið. Til að koma í veg fyrir svona umgengni var ákveðið að hafa soprþróna aðeins opna á vissum tímum og þá starfsmenn til að taka við ruslinu. Sú aðferð reyndist þannig að aldrei leið vika án þess að keðjan, sem lok- aði veginum, væri slitin og rusli hent á víð og dreif og aðrir fóru með ruslið sitt að keðjunni ofan við hesthús og hentu því þar á götuna, fuglinn sá svo um að dreifa draslinu um stórt svæði. Það fór þó ekkert á milli mála hver skildi þannig við, því að allt rusl er merkt ef betur er að gáð. Eina leiðin til úrbóta er því sú, að allir hugsi sig um þegar þeir henda rusli í og við sorp- brennsluþróna. í sumar verður haldið áfram vinnu við fegrun og snyrtingu í bænum, gangstéttar verða lagð- ar í miðbænum, áfram verður unnið að uppbyggingu í skrúð- garðinum og ekki hvað minnsta fegrunaraðgerðin er endurbæt- ur á félagsheimilinu Egilsbúð. Bærinn okkar er að verða mjög snyrtilegur þar vantar að- eins herslumuninn á, Ijúkum verkinu fyrir helgi og látum snyrtilegt umhverfi hvert sem litið er verða stolt okkar fallega bæjar. Bestu þakkir fyrr frábært framlag. Asgeir Magnússon Túnþökur til sölu Guðröður Hákonarson ® 7668 eða 7244 ÞVI EKKI ÍSLENSKA ISVEL? ★ ísvél er framleiðir betri ís. ★ ísvél, íslensk hug- og handarsmíð. ★ ísvél sem er ódýrari. + ísvél sem fylgja betri greiðslukjör. •jc ísvél sem kominerá lOára reynsla. •ir ísvél sem hefur 1. flokks þjónustu. ■ir ísvél sem kemst nánast alls staðar fyrir. ■jc ísvél sem er hafin útflutningur á. ■if ísmark ísvél, framleiðsluafköst 0.5-100 tonn á dag, hvort sem er úr n fersku vatni eða sjó. ÍSVÉLAR HF - Höföabakka 3 Sirm 91-83582 P.O Box 4305 Raykjavik. Seyðisfjörður Félagslíf eldra fólks og yngra Um síðustu áramót var Kristjana Bergs- dóttir ráðin í hálft starf sem félagsmálafull- trúi á Seyðisfirði. Það hefur vakið athygli fréttaritara að hún hefur rœkt þetta starf af mikilli alúð og dugnaði og margt hefur ver- ið og er á döfinni. Hér verður drepið borgara og barna og það sem af er árinu. Félagsstarf eldri borgara Félagsmálanefnd skipaði í vetur þriggja manna hóp til að vinna að uppbyggingu félags- starfs eldri borgara og stofnun félags þeirra í fyllingu tímans. Eldra fólk hefur komið reglu- lega saman í safnaðarheimilinu á undanförnum mánuðum og er þar spilað og spjallað. Smíðanámskeið fyrir eldri borgara var haldið undir hand- leiðslu Jóns Björnssonar hand- menntakennara og var það vel sótt og gagnlegt. Staðlað námskeið á vegum Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu, sem nefnt er „Árin okkar“, var fengið og stóð það yfir eina helgi. Félags- ráðgjafar frá Borgarspítalanum voru leiðbeinendur á námskeið- inu þar sem farið var yfir helstu hagsmunamál aldraðra og ýmis- legt sem tengist verklokum, heilsufari og tómstundum. Að- sókn að námskeiðinu var góð og ríkti almenn ánægja með það. Ástæða er til að hvetja önnur byggðarlög að notafæra sér til- boð MFA um þetta ágæta fræðslunámskeið. á félagsstarfsemi eldri unglinga á Seyðisfirði Leikfélag Seyðisfjarðar bauð eldri borgurum á Egilsstöðum á sýningu á Síldin kemur, síldin fer á annan páskadag. Um 100 manns komu. Eldri borgarar á Seyðisfirði stóðu fyrir kaffiveit- ingum og reyndist þetta hvort tveggja vera hin besta skemmtun. Áhugi er fyrir auknu samneyti og samstarfi við nágrannabyggðir á þessu sviði. Félagsstarf barna og unglinga Leiksjtórinn Hlín Agnars- dóttir, sem starfaði hjá leikfé- laginu í vetur hélt leiklistarnám- skeið fyrir börn á öllum aldri og tókst það afar vel. Nokkrir ungl- inganna tóku síðan þátt í sýn- ingu leikfélagsins á Síldin kemur, síldin fer. í febrúar var sólarkaffi og á öskudag var kötturinn sleginn úr tunnunni með tilheyrandi gamni. í félagsheimilinu voru nokkuð reglulega unglingadans- leikir og kvikmyndasýningar. Borðtennisklúbbur keypti með aðstoð bæjarins og fyrir- tækja þrjú góð borðtennisborð og var þeim komið upp í félags- heimlinu. Eru þau mikið notuð og vinsæl. Unglingarnir standsettu her- bergi í kjallara félagsheimilisins og hafa rekið þar samkomustað að eigin frumkvæði. í vor hefur módelklúbbur haft þar aðsetur. Ljósmyndaklúbbur er með góða aðstöðu í félagsheimilinu og starfar allnokkuð. Sögustundir fyrir yngri börn voru í bókasafninu síðari hluta vetrar einu sinni í viku. Tókust þessar stundir vel og kölluðu krakkarnir, sem sóttu þær sig „bókaormana". Þegar voraði var efnt til hjól- reiðanámskeiðs og var þar mjög fjölmennt. Farið var yfir allar almennar reglur og hvað helst skal varast í umferðinni. í góða veðrinu stönsuðu námskeiðs- nemarnir oft á álitlegum stöðum og var þá umhverfið skoðað og stundum grillaðar pylsur og far- ið í leiki. Hjólreiðanámskeiðinu. lauk 23. maí en þá hafði lögregl- an hina árlegu hjólreiðaskoðun. Leiðbeint var um útbúnað hjól- anna o. fl. Síðan var farið í þrautakeppni í þremur flokkum. 1 fyrsta lagi var keppt í flokki 6 ára og yngri. í öðru lagi var keppt á BMX-hjólum og í þriðja lagi á venjulegum hjólum. Margir fóru heim með verðla- un sem voru hjólhestapumpur, bjöllur o. s. frv. o I næsta blaði verður greint frá hugmyndum um áframhald- andi uppbyggingu félagsstarf- seminnar á Seyðisfirði. JJ/SG

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.