Austurland


Austurland - 18.06.1987, Page 1

Austurland - 18.06.1987, Page 1
Austurland 6 ARA RYÐ- VARNARÁBYRGÐ Á NÝJUM BÍLUM Hjólastillingar fyrir sumarið BENNI & SVENNI ® 6399 & 6499 Knattspyrnumenn framtíðarinnar Pjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Víða setja íþróttakeppnir stóran svip á daginn og þessi vösku knatt- spyrnulið tóku þátt í hátíðarhöldunum í Neskaupstað ígœr. Mynd hb Fáskrúðsfjöröur Fjölbreytt hátíðarhöld Við minnisvarða drukknaðra sjó- manna. Porleifiir Kristmundsson prófastur og Nanna Steinunn Þórð- ardóttir sem minntist drukknaðra sjómanna. Mynd GB Knattspyrnupunktar Vegna þrengsla í blaðinu nú komum við ekki fyrir skrá yfir næstu knattspyrnuleiki en birt- um úrslit í þeim leikjum sem við vitum um: 4. deild: Höttur - Huginn 2-0, Valur - Hrafnkell 3-1.3. deild: Austri - Próttur 0 - 3. 2. deild: Víkingur - Ein- herji 4-1.5. flokkur: Einherji - Valur 1 - 3, Þróttur - Súlan 1 -1.4. flokkur: Einherji - Valur 5 - 2. 2. flokkur: Valur R. - Höttur 6-0, UBK - Höttur 2 -0. Hátíðarhöld sjómannadags- ins á Fáskrúðsfirði hófust með guðsþjónustu í Fáskrúðsfjarð- arkirkju kl. 1030. Prófasturinn, sr. Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað messaði og sjó- menn aðstoðuðu við guðsþjón- ustuna. I upphafi guðsþjónustu voru 2 aldraðir sjómenn heiðraðir, þeir Guðjón Daníelsson, Kol- múla og Gísli Guðmundsson, Búðum. Skafti Skúlasonj stýrimaður, predikaði og Berglind Agnars- dóttir söng stólvers og kirkju- kórinn söng undir stjórn Árna ísleifs. Eftir guðsþjónustuna var lagður blómsveigur að minn- isvarða drukknaðra sjómanna. Nanna Steinunn Þórðardóttir flutti minningarávarp og minnt- ist hún sérstaklega þeirra 12 er- lendu sjómanna er drukknuðu við Skrúð um jólin. Eftir hádegi fóru fjölmargir Fáskrúðsfirðingar í siglingu með Ljósafellinu og síðan var hefðbundin skemmtidagskrá sjómannadags sem lauk með dansleik um kvöldið. mslhb Frá hópsiglingunni á Norðfirði á sjómannadaginn. Mynd hb Neskaupstaður Vel sótt sjómannadagshátíðarhöld Að venju var mikið um dýrðir í Neskaupstað um sjómanna- dagshelgina. Hátíðarhöld hóf- ust á laugardag með björgun- aræfingu, kappróðri og ungl- ingatónleikum. Kl. 10 á sunnu- dagsmorgun fóru skip og bátar Norðfirðinga í hópsiglingu með börn og fullorðna og var haldið Hlaupið á brattann Góð þátttaka var í alþjóða- friðarhlaupinu hér eystra en hlaupið var jafnframt júníhlaup UÍA og IBM. Félagar í Ungmenna- og íþróttafélögum austanlands hlupu víða inn á aðalleiðina og t. d. var hlaupið frá Norðfirði og er þessi mynd tekin er Þrótt- arar hlupu upp Oddsskarðsveg. Mynd hb inn á Mjóafjörð. Mikil þátttaka var í siglingunni en það voru togararnir þrír ásamt loðnu- skipinu Beiti og fjöldanum öll- um af smábátum sem sigldu. Kl. 14 var svo hátíðarmessa í Norð- fjarðarkirkju og kl. 16 hófust hátíðarhöld við sundlaugina. Ræðumaður dagsins var Finn- bogi Jónasson forstjóri SVN. Tveir aldraðir sjómenn, þeir Ölver Þorleifur Jónsson og Þor- steinn Júlíusson. Síðan hófust skemmtiatriði þar sem keppt var í reiptogi, koddaslag og sundi. Um kvöldið var svo fjölmenn- ur dansleikur í Egilsbúð. hb Húsbruni í Helgustaðahreppi f síðustu viku kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Hvammi í Helgustaðahreppi. Húsið var orðið alelda þegar slökkviliðið á Eskifirði kom á staðinn og urðu miklar skemmdir af völdum eldsins. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp en húsráðandi var staddur skammt frá og hafði ekki verið lengi í burtu þegar hann varð eldsins var. hb NES^IDEÓ ® 7780 PFAFF i SAMUAVELAR KENNUM Á VÉLINA"

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.