Austurland


Austurland - 18.06.1987, Blaðsíða 2

Austurland - 18.06.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 18. JÚNÍ 1987. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson Ritstjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) S 7750 og 7756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir ® 7750 og 7629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 • Pósthólf 31 • 740 Neskaupstaður S 7750 Prentun: Nesprent Bættar samgöngur eru undirstaða framfara Nú er koraið sumar og um leið geta Austfirðingar vænst þess að geta á nokkuð öruggan hátt ferðast á milli byggða í fjórðungnum án þess að ófærð á vegum og vegleysum þeim er kallast þjóðvegir hindri för þeirra. Þó er langt í frá að ástand vega hér að sumarlagi sé eins og viðunandi getur talist í lok tuttugustu aldar. í því sambandi er helst að nefna að enn tíðkast hér fjallvegir í mikilli hæð þegar aðrar þjóðir sem búa við svipað landslag hafa fvrir mörgum árum og jafnvel áratugum leist slík vandamál með gerð jarðganga. Hérlendis hafa ráðamenn hins vegar einblínt á beinharða krónutölu við gerð jarðganga í stað þess að reyna á einn eða annan hátt að gera sér grein fvrir þeim fjölmörgu hagsmunum fyrir landið í heild sem jarðgangagerð snertir. Vegna hins þrönga hugsunarháttar hafa hug- myndir um jarðgangagerð því ávallt verið afgreiddar sem draumsýn fyrir framtíðina. Jarðgöng á milli byggða eru ekki eingöngu hagsmunamál þeirra sem á einangruðum stöðum búa. Tilkoma þeirra skapar svo fjölmarga möguleika að til mikilla þjóðþrifa hlýtur að teljast. A tímum markaðshyggju og hagnaðarvonar eins og alfarið hefur ríkt hér á undanförnum árum má telja furðulegt að svo arðbærum verkefnum skuli ekki hafa verið hrint í framkvæmd. Mið tilkomu jarðganga til þeirra staða sem eru hvað verst settir á Austfjörðum í dag má tengja saman mörg smá byggðarlög í eitt nokkuð stórt markaðs- og atvinnusvæði. Slíkt svæði hlýtur að skapa möguleika á fjölbreyttara atvinnulífi, blómlegra menningarlífi og um leið er það líklegra til að vaxa og dafna. Það er rétt að kostnaðartölur um gerð slíkra samgöngubóta eru háar. En hve háar fer einungis eftir því hvaða viðmiðun er tekin. Séu þær miðaðar við venjulega vegagerð er um svimandi upphæð að ræða, en sú viðmiðun er bara ekki réttlát. Sparnaður á öðrum sviðum er margfaldur, t. d. lögn raflagna í slík göng í stað lína yfir fjöll, sem lítið öryggi veita að vetrarlagi, hugsanlega gæti hitaveitulögn einhvers staðar legið um slík göng og þannig veit byggð hitaveitu sem ekki ætti kost á því annars. Sparnaður íbúanna yrði umtalsverður þar sem reikna má með að með stærra markaðssvæði geti þeir keypt fjölbreyttari þjónustu í fjórðungnum en ella og á það jafnt við um neysluvörur, sem aðra þjónustu svo sem heilbrigð- isþjónustu. Pað vafðist ekki fyrir ráðamönnum að leggja mikið fé í stóriðju til að efla atvinnulíf í fjórðungnum og ber að virða það. Sú hugmynd er nú líklega dottin upp fyrir og er því ekki úr vegi fyrir fjárveitingavaldið að verja þeim peningum sem í það fyrirtæki hefðu farið til raunhæfra samgöngubóta. Með slíkri ráðstöfun er ekki nokkur vafi á að atvinnulífi á Austfjörð- um er mikill greiði gerður og Austfirðingar geta þá hver og einn jafnvel framleitt útflutnings- afurðir á við enn fleiri Reykvíkinga í stað þess að framleiða á við 23 eins og verið hefur. Iib NESKAUPSTAÐUR Starfsfólk vantar á Dagheimilið Sólvelli, Neskaupstað Umsóknareyðublöð hjá forstöðumanni Sólvellir Neskaupstaður Skólaslit í Nesskóla Nesskóla Neskaupstað var slitið föstudaginn 22. maí. í skólanum voru 226 nemend- ur í 12 bekkjardeildum, þar af 42 nemendur í forskóla. Auk skólastjóra Gísla Sig- hvatssonar voru 15 fastráðnir kennarar viðskólann. Breyting- ar á starfsliði verða litlar en mikil og góð festa hefur ríkt í þeim efnum undanfarin ár. Samstarf heimila og skólans var með ágætum. Foreldradagar voru tveir og talsvert var um beina aðstoð foreldra í skóla- starfinu einkum í sambandi við hvers konar föndurstarf. Fréttabréf skólans kom fjór- um sinnum út á skólaárinu en þar var greint frá helstu við- burðum og upplýsingum komið á framfæri varðandi starfsemi skólans. Félagslíf nemenda var veru- legt. Margar kvöldvökur haldn- ar og þorrablót í lok janúar. Árshátíð var haldin í Egilsbúð 10. aprfl að viðstöddu fjöl- menni. Skólablaðið Gerpir kom einu sinni út á skólaárinu, efnismikið og vandað blað. Þá voru haldin þrjú íþrótta- mót auk skákmóts skólans. Sýning á vinnu nemenda fór síðan fram sunnudaginn 10. maí en þar var jafnframt boðið upp á ýmis skemmtiatriði og kaffiveitingar. Var mjög gestkvæmt í skólan- um þennan dag sem í alla staði var hinn ánægjulegasti. Ágóði af hinum ýmsu þáttum félagsstarfsins kostaði síðan 3 daga skólaferðalag nemenda í 6. bekk norður í land dagana 25. - 27. maí. í útileguna Svefnpokar, í veiðina: Hjól, flugur stangir, Bókaverslun Brynjars Júlíussonar Hafnarbraut 15 Neskaupstað fí 7132

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.