Austurland


Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 5

Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 1. SEPTEMBER 1988. 5 Ráöstcfna haldin á Hall- ormsstað 27. - 28. ágúst 1988 á vcgum Alþýöubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi cystra undir hcitinu „ísland - hcrstöð cða friðarsctur" tclur aö baráttan gcgn hcrstöðvum á ís- lcnskri grund og aðild íslands að hcrnaðarbandalagi sé nú scm fyrr brýnasta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Ráðstcfnan bcndir á að að- stæður á alþjóðavcttvangi hafa brcyst mikiö til batnaðar að undanförnu og vcrulcg hreyfing cr í rctta átt. í því sambandi má minna á: aö risaveldin hafa samið um fækkun og eyöingu skamm- drægra og meðaldrægra kjarnaflauga; að unnið cr að samningi um fækkun langdrægra kjarna- flauga; að í undirbúningi eru viðræður um samdrátt í hefðbundnum herafla á landi; að afnám erlendra herstöðva risaveldanna er komið á dagskrá; að fyrir liggja tillögur um frið- lýsingu hafanna; að hafnar cru umræður um al- þjóðlegt eftirlitskerfi. Pað er í hróplegu ósamræmi við þessa þróun að nú er verið að festa í sessi herstöðvar á ís- landi og auka hernaðarumsvif í Norðurhöfum. Hér eru í bygg- ingu ratsjárstöðvar á vegum Bandaríkjahers og um er að ræða gífurlega aukin umsvif í Keflavíkurherstöðinni, m. a. með olíubirgðahöfn í Helguvík, sprengjuheldum flugskýlum og nýrri stjórnstöð fyrir herinn, sem á að standast 7 daga ein- angrun í kjarnorkustríði. Þrátt fyrir tilkomu ratsjárstöðvanna á áfram að gera út AWACS-rat- sjárflugvélar frá Keflavíkurflug- velli og unnið er að því með leynd að hér verði komið upp varaherflugvelli með stuðningi mannvirkjasjóðs NATÓ. Með þessum og fleirum að- gerðum er verið að breyta Islandi í þýðingarmestu herstöð Banda- ríkjanna við norðanvert Atlants- haf og gera landið að stökkpalli í stórauknum vígbúnaði og vax- andi umsvifum NATO-heraflans í Norðurhöfum. í þessu sam- bandi er í engu skeytt um öryggi íslendinga, þvert á móti er landið gert að skotmarki og vígvelli í byrjun stríðsátaka. Ríkisstjórn íslands hefur á vettvangi NATÓ samþykkt víg- búnaðarscfnu sem m. a. felur í sér: að NATÓ eigi að verða á und- an að beita kjarnavopnum; að halda eigi áfram framleiðslu og þróun kjarnavopna; að kjarnorkuveldin innan NATÓ eigi að geta flutt kjarnavopn til allra aðildar- ríkja bandalagsins. r Fellabær Prentverkið fimm ára Ráðstefnan telur mikilsvert að öll Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði og að Island verði í hópi þeirra ríkja sem beiti sér fyrir samn- ingsbundnu banni við öllum til- raunasprengingum með kjarna- vopn. Barátta smáþjóðar fyrir sjálf- stæði sínuerævarandi. Lýðveldi var ekki stofnað á íslandi til að þjóðin yrði njörvuð í hemaðar- bandalag eða yrði leiksoppur í hernaðarátökum stórvelda. Pegar nú hefur rofað til á al- þjóðavettvangi eigum við fs- lendingar að endurmeta stöðu okkar og leggja fram okkar skerf til friðvænlegri heims með því að gera landið að óháðu friðarsetri. „Island - herstöo eða friðarsetur“ Ávarp ráðstefnu á Hallormsstað 27. - 28. ágúst vettvangi Sameinuðu þjóðanna og að íslendingar tækju form- lcga þátt í viðræðum um afvopn- un. Hins vegar blasir við sú nöturlega staðreynd að ekkert hefur breyst í afstöðu íslenskra stjórnvalda til herstöðvanna hérlendis og til vígbúnaðar- stefnu NATÓ. Þaö væri þó í samræmi við sögu og hefðir íslendinga sem vopnlausrar smáþjóðar að vera boðberi friöar. Óháð ísland væri tilvalið friðarsetur, þar sem unnt á að vera að skapa aðstöðu og gott andrúmsloft fyrir við- ræður til tryggingar heimsfriði og fyrir bættum samskiptum þjóða. A undanförnum árum hefur þekking manna á afleiðingum kjarnorkuvígbúnaðar og ger- eyðingarstyrjaldar vaxið hröð- um skrefum, m. a. varðandi svo- nefndan kjarnorkuveturog eyð- ingu lífríkis á jörðinni. í þessu sambandi bendir ráðstefnan á að íslendingum stafargffurlegur háski af umferð kjarnorku- knúinna kafbáta og herskipa búnum kjarnaflaugum um norð- læg hafsvæði. Sú hætta blasir nú við, að samfara eyðingu kjarnaflauga á landi aukist vígbúnaður á höfunum. Enn eru ekki hafnar viðræður til að stemma stigu við slíkri óheillaþróun. Ráðstefnan krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að viðræður hefjist um af- vopnun á höfunum og í því sambandi verði bent á ísland sem vænlegan fundarstað. Sólveig 1‘órdardótlir Ijósmóðir í Keflavík fjullaði um nábýli við herstöð. Ráðstefnan mótmælir þessari háskalegu stefnu og krefst þess að herstöðvasamningnum verði sagt upp, erlendum her verði vísað á brott frá íslandi og þjóð- in skipi sér á bekk óháðra ríkja. Löngu var tímabært að breyta um áhcrslur varðandi einstakar tillögur um afvopnunarmál á Sönghópur kvenna af Héraði skemmti ráðstefnugestum. Mynd HG Fyrir skömmu varð Prentverk Austurlands hf. í Fellabæ 5 ára, en í upphafi starfseminnar hét fyrirtækið Fjölritun sf. en nafn- inu var breytt fyrir hálfu öðru ári síðan. Fyrirtækið hefur séð um ýmsa prentun fyrir fjöl- marga viðskiptavini sína af öllu Austurlandi og víðar. Útgáfustarfsemi hefur verið stór liður í starfseminni og gefur Prentverk Austurlands út aug- lýsingablaðið „Á skjánum", en útgáfa þess hófst strax á fyrsta starfsári fyrirtækisins. Pá hefur fyrirtækið gefið út tímaritin „Eros" og „Sannar sögur" um þriggja ára skeið og matreiðslu- klúbburinn „Létt og gott" er gefinn út í samvinnu við aðra. Á fimrn ára afmælinu hóf svo göngu sína tímaritið „Hulinn heimur". Þar sem útgáfa blaða og tíma- rita er orðinn veigamikill þáttur í rekstri fyrirtækisins, þá hefur vélakostur tekið mið af því og í þeim efnum má nefna röðunar- vél, sem er samstæða sem raðar, heftar og brýtur blöðin. Tölvu- tæknin er í þjónustu fvrirtækis- ins með umbrotskerfinu Ven- tura og með því hefur hraði á vinnslu blaða og tímarita aukist mjög auk þess sem hægt er að taka við efni af disklingum frá öðrurn tölvum. Mörg stór verkefni eru fram- undan hjá Prentverki Austur- lands og má þar nefna prentun á bókum fyrir útgáfufélag í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Prentverks Austurlands er Ás- geir Már Valdimarsson. Úr fréttatilkynningu Starfsfólk Prentverks Austurlands, en þó án framkvœmdastjórans. Verkafólk - Verkafólk Okkur vantar nú þegar fólk til starfa í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. Hafið samband við verkstjóra í síma Síldarvinnslan hf. Neskaupstað NESKAUPSTAÐUR Atvinna Ennþá vatnar okkur starfslið á dagvistarheimilið Sólvelli í Neskaupstað Um er að ræða hálfsdagsstörf og afleysingar eftir hádegi Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við forstöðumann í síma 71485 eða undirritaða í síma 71700 Félagsmálastjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.