Austurland


Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 4

Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 1. SEPTEMBER 1988. Fimmtudagur 1. september 18.50 Fréttaágríp og táknmálsfréttir. 9.00 Heiða. 25 íþróttasyrpa. .50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Mannskaði við Mýrar. Heimilda- mynd um leiðangur nokkurra Frakka vestur á Mýrar á þær slóðir er rann- sóknarskipið Pourquoi Pas? fórst árið 1936. Einnig er rakinn ferill Jean- Baptiste Charcot, skipstjóra og leið- angursstjóra. 21.20 Glæfraspil. Lokaþáttur. 22.10 „Komir þú á Grænlands- grund . . .“ Danskir sjónvarpsmenn ferðuðust um Grænland á síðasta ári á hundasleðum, þyrlum og jeppum. Þetta er fyrsti þátturinn af fjórum um Grænland sem Sjónvarpið mun sýna næstu fimmtudaga. 23.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 2. september 18.50 Fréttaágríp og táknmálsfréttir. 19.00 Sindbað sæfarí. 19.25 Poppkorn. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Basl er bókaútgáfa. 21.00 Derríck. 22.00 Atlantic City. Kanadísk/frönsk bíómynd frá 1980. Aðalhlutverk Burt Lancaster og Susan Sarandon. Rosk- inn smáglœpamaður finnur vœnan skammt af eiturlyfjum og œtlar sér að hagnast vel á sölu þeirra. 23.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 3. september 17.00 íþróttir. 18.50 Fréttaágríp og táknmálsfréttir. 19.00 Mofli - síðasti pokabjörninn. Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir börn. .25 Smellir. 50 Dagskrárkynning. u.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Ökuþór. Breskur gamanmynda- flokkur um ungan lágstéttarmann sem ræður sig sem bílstjóra hjá auðmanni. 21.00 Maður vikunnar. 21.25 Ærslagarður. Bandarísk bíómynd frá 1978. Aðalhlutverk John Belushi, Thomas Hulce, Tim Matheson, Donald Sutherland og Karen Allen. Gamanmynd sem gerist í menntaskóla á sjöunda áratugnum og fjallar um tvœr klíkur sem eiga í sífelldum erjum. 23.00 Hörkutól. Bandarísk bíómynd frá 1968. Aðalhlutverk Richard Wid- mark, Henry Fonda, Inger Stevens og James Withmore. Leynilögreglumað- ur frá New York fer sínar eigin leiðir við lausn erfiðra mála, sem ekki eru vel séðar af lögregluyfirvöldum. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur 4. september 16.00 Reykjavík - Reykjavík. Leikin heimildamynd gerð í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurbofgar þann 18. ágúst 1986. Höfundur og leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Myndin var síð- ast á dagskrá 17. ágúst sl. og er endur- sýnd nú vegna hljóðtruflana sem komu fram í sýningu myndarinnar þá. 17.30 Það þarf ekki að gerast. Mynd um störf brunavarða og um eldvarnir í heimahúsum. Áður á dagskrá 22. des. 1987. 17.50 Sunnudagshugvekja 18.00 Törraglugginn. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Knáir karlar. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá næstu viku. 70.45 Kvikmyndastjaman Nathalie Wood. Heimildamynd um ævi og leikferil Nathalie Wood. 21.45 Snjórinn í bikamum. 4. þáttur. 22.40 Úr Ijóðabókinni. 22.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Norðfjarðarkróníka Það hefur ekki farið framhjá mörgum að ýmislegt er ekki eins og það ætti að vera í þessum bæ okkar. Sumir tala um leiðinda- mál og aðrir nota sterk lýsingar- orð til að útlista ástandinu í mannlífi bæjarins. Sparisjóðsmál Fyrst er að nefna svokallað sparisjóðsmál. Hefði ekki verið auðvelt að forða okkur frá því leikriti öllu saman. Ekki hefur það skemmt fleirum en illum tungum. Hvað veldur því annars að mannleg samskipti virðast ekki vera nothæf til að leysa stjórn- unarvandamál. Svo mikið hefur mál þetta verið til umræðu manna á meðal í sumar að óþarfi er að fjalla um efnisþætti þess. Öllum væri samt hollt að hugleiða hvað hægt er að læra af þeirri málsmeðferð sem viðhöfð hefur verið þannig að menn losni við að endurtaka hana. Síldarvinnslan og fólkið Að sögn kunnugra er andinn meðal starfsmanna ekki upp á það besta. Það sem helst fer fyr- ir brjóstið á fólki er að fyrirtæk- inu, sem það lítur gjarnan á sem sitt fyrirtæki, er ekki lýðræðis- lega stjórnað. Ef þessu er farið á þann veg, þ. e. að fólkið og Síldarvinnslan eru ekki í takt, er vissulega þörf á að stilla saman. Það skal tekið fram að hér er gerður skýr greinarmunur á hinu hefðbundna naggi og krúnki um Síldarvinnsluna og ráðríki hennar og hennar stjórn- enda og því umtali sem nú geng- ur fjöllum ofar. Stjórnsýsla bæjarins I eyru undirritaðra hafa borist orð um eitt og annað aðfinnslu- vert í stjórnsýslu bæjarins. Að sjálfsögðu er það bæði eðlilegt og jákvætt að fólk láti ekki allt framhjá sér fara án athuga- semda og betur væri ef fleiri gagnrýnisraddir heyrðust opin- berlega. Eitt og annað í þeirri gagnrýni sem borist hefur í eyru okkar vekur upp spurningar um það hvort bænum sé stjórnað í þeim anda sem felst í stefnu Al- þýðubandalagsins - að vera í þjónustu fólksins. Hefur meiri- hluti Alþýðubandalagsins e. t. v. dottað við hliðina á sof- andi minnihlutanum? Tekur pólitíska staðan í bænum - allir flokkar og skoðanahópar með- taldir - mið af efnahagsstöð- unni, sem ku víst vera nálægt ördeyðu? Að hreinsa loftið Það er greinilega full þörf á að hið óhreina loft verði hreins- að. Það verður ekki gert með því að setja í hnakkann og full- yrða að allt sé í stakasta lagi, heldur með því að ræða opin- skátt um málefni bæjarins og þeirra fyrirtækja sem eru óað- skiljanlegur hluti mannlífsins. Okkur kemur öllum við hvernig málum er ráðið í umhverfi okkar. Markmiðið með þessari grein er ekki að fara í saumana á þeim málum sem verið hafa til um- ræðu manna á meðal í sumar, heldur aðeins að nefna þau op- inberlega, það er eins og oft þurfi slíkt til - einskonar stað- festingu á að málið sé mál. Við teljum okkur ekki búa yfir lausnum, en erum þess fullvissir að hægt sé að lægja öldur og leysa mál ef um þau verði rætt opinskátt og ærlega. Það er ekki verið að leita upp sökudólga til að hengja í næsta gálga, slíkt þjónar engum tilgangi. Við höfum þá trú að AUST- URLAND ljái mönnum pláss fyrir umræðu. Það skal tekið fram að enda þótt við tveir höfum tekið sam- an pistil þennan þá höfum við ekki fundið upp þau mál sem nefnd eru í honum og verið hafa milli tannanna á fólkinu í bænum. Albert Einarsson Einar Már Sigurðarson Norðf irðingar! Blakdeild Þróttar vantar heimilistæki og húsmuni fyrir veturinn T. d. ísskáp, hjónarúm og sjónvarp Til greina kemur að kaupa vel með farna hluti en eins er vel þegið að fá þá lánaða í vetur Upplýsingar veitir Grímur Magnússon í síma 71562 Skjala- og myndasafn Norðfjarðar: HVER ER MAÐURINN? Ljósmyndari: Eyjólfur Ljósmyndari: Ólafur Magn- Jónsson, Seyðisfirði. ússon, Reykjavík. Allar upplýsingar má senda til Guðmundar Sveinssonar, Urð- arteigi 10,740 Neskaupstað eða hringja í síma 71584 eða 71515 Nýjung í skólastarfi Farskólinn Austurlandi Nú í haust fer af stað athygl- isverð nýjung í skólastarfi, sem nefnd hefur verið Farskólinn Austurlandi. í frétt frá skólan- um segir að Farskólinn Austur- landi sé ekki nýr skóli og það sé heldur ekkert nýtt við það að fólk vilji læra eitthvað gagnlegt. Orðrétt segir síðan í frétt skólans: „Farskólinn Austur- landi er fræðsluhreyfing sem á heima hverju sinni þar sem námskeið á hans vegum er haldið. Farskólinn Austurlandi er vísvituð tilraun til að færa menntunarmöguleika til dreif- býlisins og þannig tilraun til að jafna aðstöðumun fólks. í far- skólakerfinu forðum daga vitj- uðu kennarar heimila og fluttu með sér eigi svo lítinn fróðleik og leiðsögn um lífsins vegu. Þeirri fræðsluhreyfingu sem af okkur er kölluð Farskólinn Austurlandi er ætlað það hlut- verk að vitja atvinnulífsins og flytja þangað fróðleik og starfs- þekkingu sem að gagni geti komið.“ Oefinn hefur verið út upplýs- ignabæklingur, sem í frétt skól- ans er nefndur „flettingur“ og þar gefur að líta upplýsingar um skólann og þau námskeið sem í boði eru á komandi skólaári. Það eru Verkmenntaskóli Aust- urlands og Atvinnuþróunarfé- lag Austurlands sem standa að Farskólanum Austurlandi. Úr fréttatilkynningu NESKAUPSTAÐUR Fundur Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar heldur fund í fundarsalEgilsbúðar mánudaginn 5. sept. kl. 21. Dagskrá: Kynning á námsefni um jafnréttisfræðslu. 1. Námsefni fyrir yngri nemendur. Stelpur — strákar, jafngildir einstaklingar. Kynnir Steinunn Aðalsteinsdóttir. 2. Námsefni eldri nemenda. Stelpur - strákar, starfsval. Höfundur og kynnir Gerður G. Óskarsdóttir. Allir velkomnir. Jafnréttisnefnd.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.