Austurland


Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 6

Austurland - 01.09.1988, Blaðsíða 6
Passamyndir í öll skírteini Pantanir S 71758 eftir kl. 18 STEINSMIÐI - LEGSTEINAR Biöjið um myndbækling eða komið í heimsókn ALFASTEINN '*/i 720 - Borgarfjöröur eystri Egilsstaðir Hafin bygging íbúðarhúss fyrir aldraða Um miðjan ágústmánuð var tekin fyrsta skóflustungan að stórhýsi fyrir sjálfseignaríbúðir aldraðra á Egilsstöðum. I hús- inu verða 18 íbúðir og verða 8 þeirra 59 m2, 6 íbúðir verða 47 m2 og fjórar íbúðir 41 m2. í heild verður húsið 1700 m2 og er fjór- ar íbúðarhæðir auk 131 m2 þjón- usturýmis í kjallara. Egilsstaða- bær mun eiga þjónusturýmið í kjallaranum en þar verður til húsa félagsaðstaða fyrir aldr- aða. Þá munu 5 íbúðanna í hús- inu verða í eigu bæjarins en aðr- ar íbúðir eiga íbúarnir sjálfir. Nú þegar er helmingur íbúð- anna seldur eða leigður en sölu- verð hverrar íbúðar er frá 3 milljónum til 3,9 milljóna. Arkitekt hússins er Björn Kristleifsson en framkvæmda- Hrafnkell A. Jónsson formaður SSA Á aöalfundi SSA um síð- ustu helgi var kosin ný stjórn SSA. Hina nýju stjórn SSA skipa: Hrafnkell A. Jónsson Eskifiröi, Þrá- inn Jónsson Fellabæ, Magnús Ingólfsson Vopna- firði, Birgir Hallvarðsson Seyðisfirði, Einar Már Sig- urðarson Neskaupstað, Ólafur Ragnarsson Bú- landshreppi, Guðm,undur Þorsteinsson Fáskrúðsfiröi, Guðjón Þorbjörnsson Höfn og Hálfdan Haraídsson Norðfjarðarhreppi. Hin nýja stjórn hélt fund strax að aðalfundinum loknunt og þar var kosið í framkvæmdaráð SSA. Tveír af þremur fyrrverandi framkvæmdaráðsmönn um eru ekki í hinni nýju stjórn, en það eru Björn Hafþór Guðmundsson fyrrverandi formaður og Smári Geirs- son. Nýja framkvæmdaráðiö skipa: Hrafnkell A. Jónsson formaður, Guðmundur Þor- steinsson varaformaður og EinarMárSigurðarson. hb stjóri byggingarinnar er Ragnar Jóhannsson. Vökvavélar hf. sjá um uppgröft úr grunni hússins og er vinna við það þegar hafin en útboð í fyrsta áfanga stendur nú yfir. Gert er ráð fyrir að ljúka byggingu hússins í desember á næsta ári. hb Helgina 9. - 10. sept. verður opið bridgemót á vegum Bridgesambands Austurlands haldið í Hótel Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Búnaðarbankinn og Samvinnubankinn á Egilsstöð- um, Landsbankinn á Reyðar- firði, Kaupfélag Héraðsbúa, Flugleiðir og Egilsstaðabær styðja mótshaldið fjárhagslega auk Valaskjálfar. Spilað er um vegleg verðlaun sem skiptast þannig: 1. verðlaun: 80.000 kr., 2. verðlaun: 50.000 kr., 3. verð- Knattspyrnufélögin Fram og Valur bjóða í samvinnu við ferðaskrifstofuna Samvinnu- ferðir/Landsýn upp á sérstakar pakkaferðir af landsbyggðinni til Reykjavíkur í sambandi við Evrópuleiki félaganna 6. og 7. september nk. Fyrri leikurinn er þriðjudag- inn 6. september en þá leikur Sigurður Símonarson bæjar- sljóri ávarpar vidstadda. laun: 30.000 kr., 4. verðlaun: 20.000 kr., 5. verðlaun: 10.000 kr. Keppnisgjald er kr. 3.800 á mann og er þá innifalinn sam- eiginlegur kvöldverður að móts- lokum svo og aðgöngumiði að dansleik. Spilamennska hefst kl. 20{XI föstudagskvöldið 9. sept. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Friðjóni í síma 41200 eða Sveini í síma 11604. Fréttatilkynning Valur við Monaco og daginn eftir, þann 7. september leikur Fram við Barcelona. Umboðs- menn Samvinnuferða/Landsýn- ar veita allar frekari upplýsingar og eins aðalskrifstofa SL og Skrifstofur Vals, sími 91-623730 og Fram, sími 680343. Úr fréttatilkynningu Jón Sigurðsson frá Kirkjubœ settist upp í skurðgröfu og tók fyrstu skóflustunguna. Myndir Hallur Jónsson Bridge í Valaskjálf Knattspyrna Pakkaferðir á Evrópuleiki Hvarer Eskifjörður? Eitt af leiðbeiningarmerkjunum og hvergi er minnst á Eskifjörð. Hvar er Eskifjörður? - Þetta er spurning sem ekki þarf að spyrja Austfirðinga um en hins vegar getur svarið vafist fyrir ferðamönnum sem koma að norðan og ætla til Eskifjarðar. Þeir hinir sömu geta í það minnsta ekki treyst á merkingar Vegagerðarinnar því Eskifjarð- ar er hvergi getið á spjöldum þeirrar stofnunar. Einar Þorvarðarson umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Aust- urlandi sagði í samtali við blaðið að við merkingar væri farið eftir ákveðinni reglu um svokallaða nær- og fjærstaði. Þess vegna væri það, til dæmis, að þegar komið væri að Fagradal frá Egilsstöðum á Norðfjarðarveg, þá væri þar vegvísir sem segði til um vega- lengd til næsta staðar, sem er Reyðarfjörður og fjærsta staðar, sem er Norðfjörður. Hann sagði hins vegar ljóst að þar sem stutt væri á milli staða eins og hér á Austfjörðum gæti þurft að hafa frávik frá þessari reglu og það væri engan veginn nógu gott að geta hvergi Eskifjarðar. Einar sagði að nú stæði til að hefja endurskoðun á öllum vega- merkingum á landinu og hefði verkfræðistofa verið ráðin til þess verks svo úrbóta mætti vænta í þessum málum á næstu árum. Auk þessa er algengt að ferða- menn aki í gegnum allan Eski- fjarðarkaupstað og endi úti í sveit í leit sinni að veginum til Neskaup- staðar. Við þau vegamót er hins vegar merking en hún er beint á móti vegamótunum og einnig er að mönnum þykir þetta heldur ótrúleg leið. Úr þessu mætti bæta með því að hafa vegvísi nokkuð frá vegamótunum sem gæfi til kynna hve langt væri í þau. í framhaldi að þessum vanga- veltum um merkingar við vegi má svo nefna hér að vtða er ábótavant merkingum hjá opin- berum stofnunum og fyrirtækj- um í þéttbýli hér eystra og þurfa ferðamenn oft að hafa talsvert fyrir því að leita upplýsinga um matsölu- og gististaði, svo eitthvað sé nefnt. hb Fáskrúðsfjörður Bátarnir í siglingum Bátar Pólarsíldar, Guðmund- ur Kristinn og Þorri hafa að undanförnu aflað í siglingar. Guðmundur Kristinn hefur ver- ið á línu síðan 13. ágúst og á mánudaginn seldi hann 51 lest í Englandi. Fyrir aflann fékk bát- urinn tæpar 4 milljónir og er meðalverðið 77,47 kr. á kg. Þorri hefur verið á netum og sigldi í vikunni áleiðis til Eng- lands með 65 - 70 en þar átti báturinn að selja á morgun, föstudag. Hjá Pólarsíld er nú hafinn undirbúningur að síldarsöltun haustsins. í sumar hefur verið unnið að lokafrágangi á lager- húsnæði fyrir saltsíld sem reist var í fyrra. Það húsnæði cr um 900 m2 en áður hafði verið reist 500 m2 hús þannig að lagerhús- næði Pólarsíldar fyrir sahsíld er nú 1400 nr. Togarinn Hoffcll landaði á mánudaginn 115 lestum af blönduðum fiski, þar af voru 50 tonn ufsi, 20 tonn karfi og 38 tonn af þorski. Hoffellið er nú langt komið með þorskkvóta sinn og mun verða á skrap- fiskiríi til áramóta. ms/hb

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.