Austurland


Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 1

Austurland - 27.10.1988, Blaðsíða 1
Austurland Tölvupappír //•> ## WNESPRENT S 71189 & 71135 Síldin Afsöltunogfrystingu Talsverður dagamunur hefur verið á síldveiðinni hér eystra undanfama daga. Eins hefur áta verið að angra síldarverkendur en verkstjómm frystihúsa, sem blaðið ræddi við í gærmorgun, bar saman um að hún væri nú á undanhaldi og eins væri meira af stórsíld í aflanum. í fyrrinótt var mest síldveiði á Seyðisfirði og þar var um stórsíld að ræða sem hent- aði vel bæði í frystingu og salt. í gærmorgun, miðvikudag, var búið að salta í 39.138 tunnur á landinu öllu og hefur megin- hluti þess verið saltaður á Aust- fjörðum. Þó hafði verið saltað í 747 tunnur í Vestmannaeyjum, 873 tunnur í Grindavík og 26 tunnur í Þorlákshöfn. Norðfjörður Skotið á sumarbústað Talsverðar skemmdir voru unnar á sumarbústað í Norð- fjarðarsveit fyrir skömmu og er talið að það hafi verið um síð- ustu helgi. Þar hefur verið á ferðinni skúrkur með hagla- byssu og skotið inn um glugga á bústaðnum og urðu miklar skemmdir á klæðningu innan- húss af þeim sökum. Málið var kært til lögreglu en var óupplýst þegar blaðið fór í prentun. hb Söltun á einstökum höfnum hér eystra var í gærmorgun orð- in sem hér segir: Tunnur Vopnafjörður .... 3.528 Seyðisfjörður.......... 7.682 Neskaupstaður .... 519 Eskifjörður............ 8.518 Reyðarfjörður .... 3.779 Fáskrúðsfjörður . . . 5.384 Stöðvarfjörður .... 1.622 Djúpivogur............. 1.992 Hornafjörður........... 4.468 Af einstökum söltunarstöðv- um hefur mest verið saltað hjá Strandarsíld á Seyðisfirði 3.921 tunna, Norðursíld á Seyðisfirði 3.761 og hjá Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði 3.651 tunna. Mun meira hefur nú verið fryst af síld en áður og hafði blaðið samband við nokkra síld- arfrystendur í gærmorgun. Mest hafði þá verið fryst hjá Síidar- vinnslunni í Neskaupstað 410 tonn. Þar af 320 tonn á Japans- markað, 60 tonn á Evrópumark- að og 30 tonn höfðu verið fryst í beitu. Hjá Fiskvinnslunni á Seyðisfirði höfðu verið fryst 235 tonn, sem skiptust þannig að 120 tonn höfðu verið fryst á Evr- ópumarkað, 69 tonn á Japans- markað og 46 tonn í beitu. Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar höfðu í gærmorgun vcrið fryst 220 tonn. Á Japansmarkað fara 100 tonn, 80 á Evrópumarkað og 40 tonn höfðu verið fryst í beitu. Hjá Ness hf. í Ncskaup- stað höfðu í gærmorgun verið fryst 190 tonn sem skiptust þannig að 130 tonn höfðu verið fryst á Japansmarkað og 60 tonn á Evrópumarkað. hb Stödvarfjördur Tjónið 20-30 milljónir Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni, þegar saltfiskverk- unarhús Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar brann um síðustu helgi. Guðjón Smári Agnarsson framkvæmdastjóri sagði í sam- tali við AUSTURLAND í gær að menn frá Rafmagnseftirliti ríkisins hefðu komist að þessari niðurstöðu í fyrrakvöld. Húsið sem brann var um 1000 m2 steinsteypt hús og sagði Guðjón Smári að í því væri allt ónýtt nema útveggir. Talsverðar birgðir saltfisks og saltsíldar skemmdust í brunanum og áætl- ar hann að tjónið sé 20 - 30 milljónir króna. í húsinu hefur síldarsöltun haustsins farið fram og sagðist Guðjón Smári ekki úrkula von- ar um að hægt yrði að salta áfram á Stöðvarfirði því nú væri verið að kanna hvort hægt væri að nýta húsnæði bræðslunnar undir söltun en þó kæmi upp vandamál varðandi lagerpláss fyrir síldina. Hann sagði að um 40 - 50 fastráðnir starfsmenn hefðu unnið í þessu húsi og héldu þeir allir áfram vinnu, bæði í frystihúsi og við hreinsun brunarústanna. Guðjón Smári sagði óljóst hvenær hafist yrði handa við endurbyggingu hússins, staða fyrirtækisins væri mjög erfið núna og því væri ekkert ljóst í þeim efnum. hb Eskifjöröur Nýr bátur í flotann Ingvar Gunnarsson útgerðar- er beitningavél um borð í maður á Eskifirði hefur nú honum. keypt vélbátinn Núp frá Greni- Núpur kom til Eskifjarðar í vík. Núpur er nýlegur tæplega síðustu viku og hóf þegar línu- 200 tonna alhliða fiskibátur og veiðar úti fyrir Austfjörðum. hb NES^/lDEÓ © 71780 , TOSHIBA QjtUUU/ ORBYLGJUOFNAR Raðgreiðslur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.