Austurland - 27.10.1988, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR, 27. OKTÓBER 1988.
3
Umhverfismál
Sameinast sveitarfélögin
um sorpeyðingu?
Búast má við að á næstu árum
verði sveitarfélögum settar mun
strangari kröfur varðandi eyð-
ingu sorps en verið hafa hingað
til. Nú þurfa sveitarfélög að
sækja um sérstök starfsleyfi fyrir
sorpbrennslur sínar og vegna
þessa hefur Hollustuvernd ríkis-
ins látið kanna aðstæður við
sorpbrennslur í nokkrum sveitar-
félögum hér eystra að undan-
fömu. Þannig hefur Hollustu-
vemdin nú þgar gert athuga-
semdir vegna sorpbrennslu á Eg-
ilsstöðum en reyk frá henni legg-
ur yfir nærliggjandi sveitabæi og
reykur sem frá sorpbrennslum
kemur er mjög mengaður.
Sveitarstjórinn á Reyðarfirði
og bæjarstjóri Eskifjarðar fund-
uðu um hugsanlega sameigin-
lega lausn á sorpeyðingu þess-
ara tveggja staða fyrir skömmu
og í samtali við AUSTUR-
LAND sagði Hörður Þórhalls-
son sveitarstjóri á Reyðarfirði
að sorpþró þeirra Reyðfirðinga
væri nú að syngja sitt síðasta og
þeir þyrftu því að huga að fram-
tíðinni og eins væri ástand þess-
ara mála slæmt hjá Eskfirðing-
um. Hörður sagði að fyrir tilvilj-
un hefði bæjarstjórinn á Egils-
stöðum einnig setið þennan
fund og hefðu þeir rætt mögu-
legar leiðir í þessum málum.
Hann sagði að hugmyndin um
sameiginlega sorpeyðingu
byggðarlaganna hér eystra væri
ekki ný af nálinni. Hún hefði
verið á umræðustigi fyrir um 15
árum en þá hefði allt strandað
á flutningsmálum sorps en nýjar
leiðir hefðu opnast í þeim
málum, t. d. með notkun sorp-
gáma og sjóflutningar.
Ásgeir Magnússon bæjar-
stjóri í Neskaupstað sagði að hjá
Norðfirðingum væri áhugi fyrir
hendi að skoða allar mögulegar
leiðir í sorpeyðingarmálum, því
vandamálið væri vissulega fyrir
hendi í Neskaupstað sem annars
staðar. Ásgeir sagði að sorp-
brennsla eða urðun á hverjum
stað fyrir sig yrði aldrei framtíð-
arlausn og brýnt væri að sveitar-
félögin kæmu sér saman um var-
anlega lausn á þessu máli með
einni stórri sorpeyðingarstöð
fyrir Austfirði.
Þorvaldur Jóhannsson,
bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði
ekki nokkurn vafa á því að hert-
um kröfum um sorpeyðingu
þyrfti að mæta með samstarfi
sveitarfélaganna. Hann sagði
vandamálið vera fyrir hendi á
Seyðisfirði. „Við erum nú að
ganga frá öðrum sorpbrennara
við hlið þess sem fyrir er og
vissulega er sorpbrennari okkar
ekki á eins áberandi stað og er
í nágrannabyggðarlögunum og
ekki nálægt byggð, þannig að
vandamálið er ekki af sama
toga.“ En hann sagði það engu
að síður fyrir hendi og stærsta
vandamál Seyðfirðinga væri að
koma brotajárni fyrir kattarnef
en mikið af því leggðist til á
Seyðisfirði og kostnaður bæjar-
félagsins við að urða brotajárn
næmi nú þegarorðiðhálfri millj-
ón króna á þessu ári. „En þaö
er engin spurning, við þurfum
sameiginlega sorpeyðingarstöð
á þetta svæði og þegar búið
verður að bora göt á fjöllin þá
verður ekkert vandamál að
flytja þetta", sagði hann.
Af viðtölum blaðsins við
sveitarstjórnarmenn má ráða að
mikill áhugi er meðal þeirra fyr-
ir að gera eitthvað raunhæft í
þessum málum. Vitað er að
sorpeyðingarstöð er dýrt fyrir-
tæki og flutningskostnaður lík-
lega hár. Menn hafa bent á að
nýta mætti ferðir Ríkisskips á
milli fjarða til að flytja sor-
pgáma. Þá hefur verið nefnt að
mikil orka myndast í sorpeyð-
ingarstöðvum og hana mætti
nýta í fjarvarmaveitu og spara
þannig rafmagn.
Þá er Ijóst að mikil aukning á
einnotaumbúðum hvers konar
skapar mikinn vanda við sorp-
eyðingu og gosdósafárið er þar
nefnt sérstaklega. Læknir í
Neskaupstað nefndi sem dæmi
um fáranleikann í einnotaum-
búðanotkuninni að Lyfjaversl-
un ríkisins hefði nýlega tilkynnt
ÚTGERDARMENN, SKIPSTJÓRAR!
Við getum nú afgreitt með stuttum fyrir-
vara splittvindur fyrir djúprækju, grálúðu
eða fiskitroll.
Með togvindum okkar getum við nú
einnig afgreitt mjög fullkominn sjálf-
virkan togbúnað (autotroll) með lita-
skjá.
Vindurnar hafa sjálfvirk vírastýri,
sjálfvirkar bremsur, sjálfvirka út-
slökun og fjarstýringu frá brú.
Hagstætt verð
Hagstæðir greiðsluskilmálar
Lán allt að 60% til þriggja til fimm ára
VÉLfiVERKSTÆÐI
SIG. SVEIMBJÖRMSSOM Hfi
SKEIÐARÁSI — 210 GARÐABÆ — SÍMAR 52850 & 52661
PCB-mengunin í sjónum undan gömlu sorphaugunum í Neskaup-
stað sýnir að urðun sorps við sjávarsíðuna er ekki án áhœttu.
Mynd hb
að framvegis yrðu lyf frá fyrir-
tækinu send í plastumbúðum í
stað glerflaska áður og geta
menn þá ímyndað sér hve hollur
hann verður reykurinn úr sorp-
brennurunum þegar lyfjaglösin
brenna. Þetta og margt fleira í
umhverfismálum verður á
dagskrá hér í AUSTURLANDI
á næstunni en það er ætlun blaðs-
ins að fjalla um þessi mál í víðu
santhengi því ljóst er að íslend-
ingar er áratugum á eftir öðrum
þjóðum í mengunarvörnunt
hvers konar og spurningin er því
hve lengi við getum státað okkur
af hreinu lofti og ómenguðum sjó
ef ekki verður hugað að úrbótum
í mengunarvörnum hið fyrsta.
Það er nefnilega fleira en hvalirn-
ir sem getur haft áhrif á fiskmark-
aði erlendis. hb
Fatasöfnun
Rauða kross
íslands
Norðfirðingar
Tekið verður á móti fötum í safnaðarheimilinu
laugardaginn 29. okt. 1988 kl. 1600 - 1800
Einnig er hægt að hringja í síma 71766 á sama
tíma og láta sækja fötin
Stjórn Rauða krossdeildar Norðfjarðar
ATHUGIÐ ÞETTA!
Díselolíusíuhitari.
Látið ekki kuldann
eyðileggja fyrir ykkur
daginn.
Setjið olíusíuhitara í
bílinn.
Fyrir allar tegundir
dísel bíla og
þungavinnuvéla.
Útsölustaðir:
Reykjavík: HPH dísilverkstæði, sími 91-686615
Akureyri: Valgarður Stefánsson, sími 96-21866
Reyðarfjörður: Birkir sf, 9ó Reynir Gunnarsson, sími 41158
Keflavík: Gljái hf., sími 92-14299
EINKAUMBOÐ fyrir Sumí Finnland og Coolab Svíþjóð
JÁKÓ
Sími 91-641819