Austurland


Austurland - 27.10.1988, Qupperneq 5

Austurland - 27.10.1988, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR, 27. OKTÓBER 1988. 5 Happdrætti Heppnin með Norðfirðingum í síðustu viku sögðum við frá því að tveir bílar hefðu komið í hlut Norðfirðinga í happdrættum nýverið og það virðist lítið lát á heppni Norð- firöinga. Laugardaginn 15. október sl. kom tæp milljón í hlut Norðfirðings fyrir 5 tölur réttar í Lottóinu. Vinnings- hafinn uppgötvaði hinsvegar ekki vinning sinn fyrr en um síðustu helgi, þegar hann kom í Shell-skálann og taldi sig vera með þrjá rétta á seðlin- um og hafði í raun gert sig ánægðan með það hlutskipti. Hið rétta kom þá í ljós og í stað rúntlega þrjú hundruð króna var vinningurinn 991.299 krónur. Einar Guðmundsson í Shell-skálanum, sem hefur umboð fyrir Lottóið, sagði í samtali við AUSTURLAND, að þetta væri sjöundi vinning- urinn fyrir 5 rétta semkæmi í hlut Norðfirðings, frá því Lottóið byrjaði. Þrír vinning- ar væru komnir á þessu ári en fjórir hefðu komið í fyrra. „Við eigum því einn eftir á þessu ári til að fylla kvótann", sagði Einar. hb Farskólirm Löndun sjávarafla síðustu 9 mánuði Seyðisfjörður næsthæsta löndunarhöfn landsins Misjafn áhugi kaupfélaga Farskólinn á Austurlandi, samstarfsverkefni Verkmennta- skóla Austurlands og Atvinnu- þróunarfélags Austurlands hef- ur nú haldið tvö námskeið. Hið fyrsta var verslunarmannanám- skeið í Neskaupstað og annað slíkt námskeið var fyrirhugað á Egilsstöðum en því var frestað vegna fámennis. Jóhann Steph- ensen umsjónarmaður Farskól- ans sagði að þar hefði munað mestu að Kaupfélag Héraðsbúa hafði ekki áhuga fyrir að senda starfsmenn sína á námskeiðið en 6 starfsmenn lítilla verslana á Egilsstöðum höfðu þegar til- kynnt þátttöku. Hann sagði fyrirhugað að halda eitt sameig- inlegt námskeið fyrir verslunar- menn á Egilsstöðum, Reyðar- firði og Eskifirði fyrst svona hefði farið með Egilsstaðanám- skeiðið. Kaupfélögin virðast því misáhugasöm um námskeiðin því Jóhann sagði að 7 af 11 þátt- takendum á námskeiði í Nes- kaupstað hefði verið frá Kaup- félaginu Fram. Fyrir skömmu var haldið bók- legt námskeið í rafsuðu og suðu- tækni í Neskaupstað og voru 22 þátttakendur á því víða úr fjórð- ungnum. Verklegt framhalds- námskeið í sama efni verður haldið fljótlega í Neskaupstað og síðar á Eskifirði og suður- fjörðum ef næg þátttaka fæst. Annað bóklegt námskeið í raf- suðu verður svo á Egilsstöðum seinna í háust. Á þriðjudaginn verður bók- haldsnámskeið á Egilsstöðum og erþað námskeið hentugt fyr- ir starfsmenn lítilla fyrirtækja í iðnaði og einstaklinga sem vinna sjálfstætt. Þetta er eina námskeiðið sinnar tegundar sem áformað er á vegum Far- skólans í vetur. hb Frá Seyðisfirði. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskifélags íslands hefur mestum afla verið landað í Vest- mannaeyjum fyrstu 9 mánuði ársins, eða rúmum 140 þúsund tonnum. í öðru sæti var Seyðis- fjörður með um 100 þúsund tonn. I þriðja sæti yfir löndun- arstaði fyrstu 9 mánuðina var Neskaupstaður með tæp 72.000 tonn og Eskifjörður var í fjórða sæti með rúm 70 þúsund tonn. I fimmta sæti var svo Akureyri með tæp 57 þúsund tonn. En samkvæmt bráðabirgða- tölunum var löndun fiskafla á einstökum höfnum Austfjarða frá 1. janúar til 30. september sem hér segir: Lestir Bakkafjörður............ 1.847 Vopnafjörður .... 12.634 Borgarfjörður ............ 986 Seyðisfjörður .... 100.007 Neskaupstaður .... 71.816 Eskifjörður............ 70.320 Reyðarfjörður .... 34.842 OKTÓBER ||U^JFER€MFt NYKOMINN panell, rásaður og sléttur Hagstætt verð Parket fyrirliggjandi Litir: eik, beyki, askur Trésmiðja Fljótsdalshéraðs Fellabæ S 11329 Lestir Fáskrúðsfjörður . . . 7.101 Stöðvarfjörður .... 4.408 Breiðdalsvík ........... 2.759 Djúpivogur....... 3.861 Höfn í Hornafirði . . 42.732 Hér er um allan fiskafla að Myncl Ótarr Magni ræða og munar þarna að sjálf- sögðu rnest um loðnuna enda raða stórir loðnulöndunarstaðir sér í efstu sætin. Þá má geta þess að erlendis var landað 75.946 lestum af fiski á þessum tíma. hb Ferðamenn! Sparisjóður Norðfjarðar vekur athygli á að ferðagjaldeyrinn fáið þið afgreiddan hjá okkur Persónuleg og fjölþætt þjónusta okkar sparar þér sporin * SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Neskaupstaö ® 71125

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.