Austurland


Austurland - 26.06.1991, Side 2

Austurland - 26.06.1991, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR, 26. JÚNÍ 1991. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgeíandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritneínd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritstjóri: Smári Geirsson (ábm.) S 71630 Ljósmyndari: Ari Benediktsson Ritstjórnarskrifstofa: S 71750 og 71571 Auglýsingar og dreifing: Sólveig Hafsteinsdóttir © 71571, 71750 og 71930 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 8 ■ Pósthólf 75 ■ 740 Neskaupstaður ■ © 71750 og 71571 AUSTURLAND er aðili að Samtökum baejar- og héraðsfréttablaða Prentun: Nesprent Ferðaþjónusta og umhverfísvernd Árleg vertíð ferðaþjónustu stendur nú yfir og nær 'hámarki á næstu vikum. Þessi atvinnugrein skilar nú um tíunda hluta af gjaldeyristekjum landsmanna og þeim störfum fer fjölgandi sem henni tengjast um land allt. Hér á Austurlandi munar orðið verulega um ferðaþjónustu í atvinnulífi, bæði í þéttbýli og strjálbýli. Ferðamannavertíðin hefur verið að lengj- ast ár frá ári, og eiga þar hlut að máli íslendingar og ekki síður útlendir ferðamenn. Af örum vexti ferðaþjónustunnar má ráða að unnt á að vera að treysta hana til muna sem arðbæra atvinnugrein. Hér á Austurlandi hafa menn verið að fika sig áfram með nýjungar til að laða að ferðafólk með góðum árangri, t. d. á vegum Jöklaferða og siglingum á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Þjónusta veitinga- og gistihúsa fer batnandi ár frá ári og nú eru menn farnir að átta sig á að þróa verður jafnframt framboð á afþreyingu til að fá ferðamenn til að staldra við. Það sem dregur erlenda ferðamenn hingað er fyrst og fremst náttúra landsins. Hún er sú auðlind sem við erum að nýta sem undirstöðu í þessari atvinnugrein, ekki síður þegar um er að ræða ferðir landsmanna sjálfra. Pað skiptir því höfuðmáli í ferðaþjónustu ekki síður en í fiskveiðum að virða þau takmörk sem náttúran setur. Umhverfisvernd þarf því að vera óaðskiljanlegur þáttur ferðaþjónustu með góðu skipulagi og takmörkunum eftir því sem við á. Góð umgengni hvarvetna ætti að vera kappsmál og sjálfsögð menningarvið- leitni. En vegna ferðamanna þarf víða að koma upp aðstöðu í þeirra þágu til að tryggja góða umgengni og koma í veg fyrir náttúruspjöll. Á þessu sviði er mikið verk að vinna. Aðstaða til móttöku ferðamanna á fjölförnum stöðum er víða engin eða næsta ófullkomin. Þetta á ekki síst við um eftirsótta staði til skoðunar fjarri þéttbýli, t. d. við Dettifoss. Á slíkum stöðum leysa fámenn sveitarfélög ekki vandann og því verða fleiri að koma þar við sögu. Sama máli gegnir um vegabætur og lagningu göngustíga. Alls staðar blasa verkefnin við. Steingrímur J. Sigfússon beitti sér sem samgönguráðherra í síðustu ríkis- stjórn fyrir mótun opinberrar ferðamálastefnu og lagabreytingum á sviði ferða- mála. Tillögur lágu fyrir síðasta Alþingi, en Sjálfstæðismenn í Efri deild hindruðu því miður afgreiðslu þeirra á lokastigi. Þær tillögur gerðu m. a. ráð fyrir stuðningi við grunnþætti ferðaþjónustu í hverju kjördæmi með uppbygg- ingu ferða- og upplýsingamiðstöðva og stuðningi ríkisins við ferðamálasamtök landshlutanna til að tryggja starf ferðamálafulltrúa. Þá gerðu þessar tillögur ráð fyrir skipulegum aðgerðum til að hlúa að umhverfisvernd í tengslum við ferðaþjónustu. í því skyni var m. a. samþykkt í Neðri deild að ekki minna en þriðjungi af mörkuðum tekjustofni Ferða- máiaráðs verði varið til umhverfismála tengdum ferðaþjónustu. Samþykkt nýrra laga um ferðaþjónustu er aðkallandi verkefni, ekki síst til að tryggja umhverfisvernd og gera öllum landshlutum kleift að verða gildir þátttakendur í þróun þessarar atvinnugreinar. Jafnframt þarf að stuðla að því að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði áfram sem mest í höndum íslendinga sjálfraog þessi atvinnugrein verði til að treysta byggð sem víðast á landinu. Hjörleifur Guttormsson Neskaupstaður Knattspyrnufréttir Stelpurnar áfram í bikarnum Sl. miðvikudag spiluðu þær gegn Sindra á Höfn og unnu nokkuð létt 4-1. Það voru þær Anna 2, Karitas Jónsdóttir og Jóna Lind Sævarsdóttir sem skoruðu. í næstu umferð þurfa stúlkurnar að fara til Akraness og spila við ÍA. í kvöld er aftur á móti næsti deildarleikur og koma bikarmeistarar Vals í heimsókn. Síðast sluppu ís- landsmeistarar UBK með skrekkinn. Hvað gerist í kvöld? Enn tap hjá strákunum Meistaraflokkur karla tapaði þriðja leiknum í röð er Magni kom í heimsókn og sigraði 3 - 2 í leik þar sem Þróttur virtist hafa undirtökin svo til allan leik- inn. Hörður Rafnsson og Guð- bjartur Magnason skoruðu. í gærkvöld spiluðu Huginn og Þróttur í bikarnum á Seyðisfírði en úrslitin voru ekki ljós er blað- ið fór í prentun. Yngri flokkar 3., 4. og 5. flokkur spiluðu á Reyðarfirði í síðustu viku og urðu úrslit þessi: 3. fl. Valur - Þróttur 3-2 Nemendur knattspyrnuskólans ásamt Sigurði Jónssyni og Guðbjarti Magnasyni. Ljósm. Guðmundur Haukur Pórsson 4. fl. Valur - Þróttur 1-11 5. fl. a Valur - Þróttur 0- 1 5. fl. b Valur - Þróttur 1-6 Knattspyrnuskóli Sigurður Jónsson atvinnu- maður með Englandsmeistur- um Arsenal er í heimsókn þessa dagana og leiðbeinir ásamt Guðbjarti Magnasyni. Hann kemur einnig til með að líta á æfingar annarra flokka. Nem- endum knattspyrnuskólans var öllum afhentur nýr bolti í þess- ari viku. Karitas valin í landsliðið Karitas Jónsdóttir hefur verið valin í 22 stúlkna landsliðshóp sem er að undirbúa sig fyrir Evr- ópukeppnina. Samningur við Sparisjóð Norðfjarðar Líkt og í fyrra hefur knatt- spyrnudeild Þróttar gert samn- ing við Sparisjóð Norðfjarðar og spilar í búningum merktum þeim. Einnig hefur deildinni borist að gjöf frá Sparisjóðnum og málningarfyrirtækinu Pensli sf. nýir upphitunargallar. Úrslit í 4. deild Höttur - KSH 5-0 Leiknir - Austri 5-1 Sindri - Valur 4-1 Firmakeppni Hestamannafélagsins Blæs Hfestamannafélagið Blær á Norðfirði hélt sína árlegu firma- keppni 8. júní sl. og var þar keppt undir nafni þrjátíu og tveggja fyrirtækja. Tókst keppnin vel í alla staði og fara helstu úrslit hér á eftir: 1. Blossi. Eigandi og knapi Leifur Jónsson. Keppti fyrir ESSO. 2. Fjalar. Eigandi og knapi Sigurður Sveinbjörnsson. Keppti fyrri Viðskiptaþjónustu Guðmundar Ásgeirssonar. 3. Sikill. Eigandi og knapi Guðbjörg Friðjónsdóttir. Keppti fyrir Sparisjóð Norð- fjarðar. 4. Bára. Eigandi og knapi Halldóra Jónsdóttir. Keppti fyr- ir Viðskiptaþjónustu Austur- lands. 5. Funi. Eigandi og knapi Páll Jónsson. Keppti fyrir Rafgeisla. Knapi mótsins var valin Guð- björg Friðjónsdóttir. Samhliða firmakeppninni fór fram unglingamót fyrir 16 ára Pórarinn Guðnason á fálmandi tölti á Lukku sinni. Ljósm. hb 3. Snorri Jónsson. Keppti á og yngri. Orslit urðu eftirfar- andi: 1. Jóna Þórðardóttir. Keppti á H-Blesa. 2. Sigrún Þorsteinsdóttir. Keppti á Háfeta. Fleigi. 4. Katrín Keppti á Sólon. 5. Halldóra Keppti á Rauð. Einarsdóttir. Jónsdóttir.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.