Austurland


Austurland - 26.06.1991, Síða 6

Austurland - 26.06.1991, Síða 6
TROLLANAUST HF. eskaupstað s 71444 Söluskáli - Bensín Olíuvörur—Verslun—Vídeó—Billjard Austurland Alþýðubandalagið á Austurlandi SUMARFERÐ laugardaginn 6. júlí 1991 um Breiðdal og Suðurfirði Sandfell í Fáskrúðsfirði Dagsferð í rútum með stuttum gönguferðum við allra hæfi. Brottför frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 9°°. Tengirúta frá Neskaupstað kl. 730. HEL.STU ÁNINGARSTAÐIR: Haugahólar - Heiðarvatn - Breiðdalseldstöð - Norðurdalur - Staðarborg - Kambanes - Stöð - Hafnarnes - Sandfell - Daladalur - Vattarnes- tangi - Reyðarfjarðareldstöð - Búðareyri. Staðkunnugir leiðsögumenn lýsa söguslóðum og náttúru. Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamið- stöð Austurlands, Egilsstöðum, sími 12000. Hafið meðferðis nesti og gönguskó. Ailir velkomnir Kjördæmisráð AB MJ NESKAUPSTAÐUR F Utlagning á malbiki Malbik verður lagt út í Neskaupstað um 15. júlí nk. Þeir bæjarbúar sem óska eftir að fá lagt malbik á heimkeyrslur og plön vinsamlegast hafi samband við undirritaðan. Kostnaður pr. fermetra er 1100 krónur fyrir utan virðisaukaskatt, sem er 24,5%. Innifalið í verðinu er malbik, 5 cm jöfnunarlag og útlagning á malbikinu. Bæjarstjóri Skipt um þak á Nesskóla Nú er lokið við að skipta um þak á Nesskóla, en þakið var komið til ára sinna, smíðað 1930. Verkið gekk fljótt og vel fyrir sig undir stjórn Hjálmars Ólafssonar yfirsmiðs hjá Bæjar- sjóði Neskaupstaðar. Næsta smíðaverkefni á veg- um bæjarins verður Hafnarhús- ið en það verður reist við nýju hafnarvogina. Að því verki loknu verður farið í að skipta um glugga í Nesskóla og Tón- skóla en sá skóli verður einnig klæddur að utan. Unnið á þaki Nesskóla. Ljósm. AB AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Neskaupstaðar verður í Safnaðarheimilinu fimmtudaginn 27. júní kl. 2030 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Erindi: Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað ræðir m. a. um skógrækt á köldum svæðum. 3. Önnur mál Stjórnin AUSTFIRÐINGAR í nýja legsteinsbæklingnum okkar getið þið séð litmyndir af þeim steinum sem við bjóðum upp á. Hringið í okkur í síma 29977 og biðjið um eintak og verðlista, eða rennið til okkar við tækifæri. ÁLFASTEINW? 720 BORGARFIRÐI EVSTRI S 97-29977 „RC-hringferð“ á Austurlandi Um þessar mundir eru fulltrúar frá ölgerðinni Agli Skallagrímssyni á svo- kallaðri „RC-hringferð“ um Austurland og efna þeir til RC-hátíðar á flestum þéttbýlisstöðum. Megintilgangur hring- ferðarinnar er að kynna RC-Cola. Á hátíðunum er efnt til leikja fyrir yngri kynslóöina og ef aðstæður leyfa er blásin upp risastór RC-dós sem mun vera um 10 metrar á hæð. í flestum versl- unum austanlands er efnt til kynnignar á RC og öðrum vörum frá Agli Skalla- grímssyni auk þess sem þær eru boðnar á tilboðsverði. Par sem því verður við komið er sýndur RC-torfærubíll og RC- rallýbíll og eins verður krökkum gefið ýmislegt smálegt sem er í farteski þeirra sem kynninguna annast. Pegar hefur verið efnt til hátíða á Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðv- arfirði og Fáskrúðsfirði og í dag eru Eskifjörður og Reyðarfjörður heimsótt- ir. Annars er dagskrá hringferðarinnar svofelld: Fimmtudagur 27. júní, Neskaupstaður. Föstudagur 28. júní, Seyðisfjörður - Egilsstaðir. Laugardagur 29. júní, Egilsstaðir. Mánudagur 1. júlí, Vopnafjörður. Þriðjudagur 2. júlí, Bakkafjörður. NESKAUPSTAÐUR ATVINNA Leikskólinn Sólvellir í Neskaupstað auglýsir eftir starísliði frá og með 1. september nk. Um er að ræða fóstrur og matráðskonu í 80% starf, ófaglært starfslið í heilar og hálfar stöður. Ef þú hefur áhuga á að starfa með börnum, hafðu þá samband við yfirfóstru í síma 71485 eða undirritaða í síma 71700. Félagsmálastjóri

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.