Dægradvöl - 01.12.1947, Blaðsíða 5
DÆGRADVÖL
5
IV. Bræðurnir.
Tveii' ungir menn eru mættir til skrásetningar
við háskóla nokkurn í Bandaríkjunum. Einn pró-
fessoranna fékk þeim eyðublað til útfyllingar eins
og venja er til við slík tækifæri. Báðir umsækjend-
urnir fylltu eyðublöðin út á sama hátt og svöruðu
spurningunum eins. T. d. hétu þeir báðir James.
Báðir voru fæddir þann 3. Febrúar 1925 í húsi nr.
126 við Strandgötu í Boston. Báðir áttu föður, sem
hét Joseph James og móður, sem hét Lillian James.
Þegar þeir höfðu lokið skýrslugerðinni, afhentu
þeir prófessornum eyðublöðin. Prófessorinn leit sem
snöggvast yfir þau og spurði: „Eruð þið bræður?“
„Já“, svöruðu stúdentarnir samstundis. Þegar pró-
fessorinn hafði tekið eftir, hversu nauðalíkir bræð-
urnir voru — þeir voru nánast sagt alveg eins —,
sagði hann: „Já, auðvitað, þið eruð tvíburar". „Nei“,
var hið óvænta og hiklausa svar ungu mannanna.
Ef við gerum ráð fyrir, að svörin, sem prófessor-
inn fékk, bæði þau munnlegu og skriflegu, séu sann-
leikanum samkvæm, og að stúdentarnir hafi verið
fæddir af sömu foreldrunum, — hvernig geturðu þá
skýrt þá staðreynd, að þeir voru ekki tvíburar?
V. Þægilegur göngutúr.
Jakob Jordan, fasteignasali, ferðast með sömu lest-
inni á hverjum degi og kemur á brautarstöðina í
Stórborg (frá skrifstofu sinni, sem er þar í nágrenn-
inu) kl. 5.00. Bílstjóri hans er þá mættur og ekur
honum þaðan og áleiðis lieim, á mínútunni kl. 5.00.
Vordag einn fer Jordan óvenjulega snemnia af
skrifstofunni og er kominn á brautarstöðina kl. 4.00.
Bílstjórinn er þá auðvitað ekki mættur, en Jordan,
sem hyggst nota góða veðrið og fá sér ærlegan
göngutúr, leggur undir cins (kl. 4.00) al stað hcira-
leiðis. I>egar hann hcíur gengið nokkra stund, mæt-
ir hann hílstjóra sínum, »em þá cr á lciö lil stöðv-
arinnar eins og vant er á þessum tíma. Jordan
stekkur inn í bílinn, sem samstundis snýr við og ek-
ur heim á leið. Þegar Jordan kemur heim, lítur hann
á armbandsúrið sitt og sér, að hann er kominn heim
til sín 20 mínútum fyr en venjulega.
Ef við gerum ráð fyrir, að það hafi engan tíma
tekið fyrir Jordan að stíga upp í bílinn, né fyrir bíl-
inn að snúa við, og að bíllinn hafi alltaí gengið með
jöfnum hraða í þessum ferðurn — hvað tók göngu-
túr Jordans þá langan tíma?
VI. Háskaleg brú.
Einhversstaðar í Afríku liggur furðuleg brú yfir
feiknarlega klettagjá, sem er 1 km. á dýpt og 2 km.
á breidd. Brú þessi er því 2 km. á lengd; en er svo
veikbyggð, að hún þolir aðeins 80 kg. þunga í einu.
Hún er svo veikbyggð, að þótt þessum þunga væri
jafnað niður yfir allt ilatarmál hennar. myndi hún
samt sem áður ekki þola einu grammi meira.
Að brú þessari kom eitt sinn ungur maður, Karl
að nafni, léttlyndur, kænn og hugrakkur piltur.
Hann hafði meðferðis 3 billiardkúlur, sem hver um
sig vóg 1 kg. Ungi maðurinn var ákveðinn í að fara
yfir brúna, en þegar hann kom að brúarsporðinum,
rak hann augun í viðvörunarauglýsingu stjórnar-
innar um að brúin þyldi aðeins 80 kg. í einu. Hann
sté því á vog, sem þar var starfrækt af ríkinu, og sér
til undrunar sér hann, að hann vegur sjálfur 78 kg.
Kúlurnar eru samtals 3 kg. En Karl hugsaði sig ekki
lengi um, heldur lagði af stað út á brúna, með kúl-
urnar og sín 78 kg„ samtals 81 kg., eða 1 kg. meira
heklur en brúin undir nokkrum kringumstæðum
gat þolað.
Hvernig hinn snjalli ungi niaður komst heilu og
höldnu yfir þessa háskalegu brú, er enn í dag stöð-
ugt uraræðucfni brúarvarðanna og spurningin er
þessi---hvernig komst Karl yfir brúna?