Dægradvöl - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Dægradvöl - 01.12.1947, Blaðsíða 3
DÆGRADVÖL s B. TÍMASP U RSMÁL. 2. mynd. I. Úr lííi piparsveins. Ragnar var piparsveinn meS mi&’lungs tekjur, en lifði samt ekki óþægilegu lifi þrátt fyrir það. Hann var í kringum 28 ára gamall þegar fyrsta myndin, af sex meðfylgjandi, var tekin. Hann sat tíðast al- einn heima á kvöldin úr því að klukkan var farin að ganga ellefu, í hægindastólnum sínum við arininn og reykti vindla og dreypti á glasi af léttu víni. 1. mynd var tekin kl. 10.30 e. h. 10. Janúar 1902. 2. mynd var tekin kl. 10.31 e. h. 10. Janúar 1902. 3. mynd var tekin kl. 10.50 e. h. 10. Janúar 1902. 4. mynd var tekin kl. 10.30 e. h. 10. Júlí 1912. 5. mynd var tekin kl. 10.80 e. h. 10. Júlí 1914. 6. mynd var tekin kl. 11.00 e. h. 10. Janúar 1922. Eins og sjá má af myndum þessum, sem teknar eru á 20 ára tímabili, hefur Ragnar verið mjög vanafastur maður. Auðvitað sýna myndirnar hann aðeins þessi nánar tilteknu kvöld, þegar hann var einn heima og í þungum þönkum. Ragnar var ekki alltaf svona, og hann átti ?neira en ein föt; en það kemur nú annars ekki þessu máli við. Spurningin er þessi: Hvenær voru hinar einstöku myndir teknar, og hverjar eru sannanirnar fyrir því?

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.