Austurland


Austurland - 28.10.1992, Blaðsíða 6

Austurland - 28.10.1992, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR, 28. OKTÓBER 1992. Nýtið ykkur afsláttarmiðann f Sparihefti heimilanna VERSLUNIN VÍK Hafnarbraut 3 - S 71900 Neskaupstað Nýjar vörur í hverri viku Verið velkomin og lítið inn Laufskálinn Nesgötu 3 Neskaupstað ® 71212 Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldinn að Egilsbraut 11, miðvikudaginn 28. október og hefst kl. 2030. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Félagar fjölmennið - Nýir félagar velkornnir Stjórnin NESKAUPSTAÐUR Ibúðir fyrir aldraða Þrjár hjónaíbúðir eru til leigu í Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað. Ein íbúðin er laus nú þegar en tvær eru í byggingu í þriðja áfanga og verða tilbúnar í lok næsta sumars. Allar nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í Neskaupstað eða formaður bygginganefndar. Bygginganefnd íbúða aldraðra. FYRIR VETURINN Skíðagallar á frábæru verði Fullorðinsgallar st. 40-44 á kr. 6.890 Barnagallar st. 120- 170 á kr. 5.980 Einnig gott úrval af kuldaskóm VIÐ LÆKINN NESKAUPSTAÐ S 71288 Austurland Sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu fer vaxandi Aðalfundur Læknafélags Austurlands sem haldinn var á Egilsstöðum um miðjan okt- óber beinir eftirfarandi til heil- brigðismálaráðherra, þing- manna Austurlandskjördæmis og þingmanna í heilbrigðismála- nefnd Alþingis. 1. Að þeir beiti sér fyrir því, að við fjárveitingar til heilsu- gæslustöðva verði tekið fullt til- lit til kostnaðaráætlana þeirra vegna sérfræðiþjónustu á stöðv- unum, enda á að veita þessa þjónustu þar, samkvæmt reglu- gerð um heilsugæslustöðvar. 2. Að þeir beiti sér fyrir því að á fjárlögum fyrir árið 1994 verði gert ráð fyrir stöðu fyrir sérfræðing í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum við Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Enginn slíkur sérfræðingur er í fjórðungnum í dag. „Á íslandi er einhver besta heilbrigðisþjónusta, sem völ er á í heiminum í dag og þar með er á vissan hátt fullnægt fyrstu málsgrein 1. greinar laga um heilbrigðisþjónustu. í dag er þessi þjónusta hvað varðar sérfræðiþjónustu mjög mismunandi aðgengileg lands- mönnum, allt eftir búsetu. Petta veldur því að þeir sem búa úti á landi þurfa oft að kaupa þjón- ustuna dýrara verði, en hinir sem búa í þéttbýlinu. Hlutur sérfræðiþjónustu í heilbrigðisþjónustunni fer stöðugt vaxandi. Austurland hefur orðið útundan í þessari þróun og sífeilt eykst því þörfin fyrir ferðir suður í leit að sér- fræðiþjónustu. Á þessu þarf að verað breyting og auka þarf sérfræðiþjónustu í fjórðungn- um. Þetta er stórpólitískt byggðamál, til hagræðis fyrir sjúklinginn og dregur úr kostn- aði bæði hans og þjóðarbúsins af sérfræðiþjónustu (heilbrigð- isþjónustu). Hvað sem öllu tali um há- tækni líður, þá er það svo að mjög stóran hluta sérfræðiþjón- ustu má veita víða úti á landi, án þess að byggja upp frekari aðstöðu en þegar er víða búið að fjárfesta í. Hér er átt við allar heilsugæslustöðvar og sjúkra- hús landsbyggðarinnar, búnað þeirra og starfsfólk. Á Austurlandi er að staðaldri ekki sérfræðiþjónusta, nema við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað, en þar eru 3 sérfræð- ignar, lyflæknir, skurðlæknir og svæfingalæknir. Löng hefð er fyrir nokkuð reglulegum kom- um augnlækna á heilsugæslu- stöðvar hér eystra, sem annars staðar. Um aðra sérfræðiþjón- ustu hefur til skamms tíma ekki verið að ræða. Á síðustu árum hefur bæst nokkuð viðþessaþjónustu.t. d. kemur nú háls- nef og eyrna- læknir af og til á margar heilsu- gæslustöðvarnar og hefur sú þjónusta þróast yfir í að læknir- inn endar ferð sína á Fjórðungs- sjúkrahúsinu og framkvæmir aðgerðir. Annað dæmi er að Alltaf einhver tilboð í gangi Heimsendingarþjónusta alla virka daga Opið á laugardaginn kl. 1000 - 1400 Melabúðin Neskaupstað, sími 71185 Norðfjarðarkirkja I liiJtS IB E. L Q Q Q GQ Sunnudaginn 1. nóvember: Kl. 1030 fjölskyld- uguðsþjónusta. Fermingarbörn lesa texta. Krakk- ar úr Sunnudagaskólanum sýna hreyfisöngva. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Sunnudag- askólablöðin afhent. Pórhallur Heimisson tannréttingasérfræðingur kem- ur u. þ. b. einu sinni f mánuði á tannlæknastofuna á Egilsstöð- um, er 2 - 3 daga í senn og vinn- ur bæði greiningar- og meðferð- arvinnu á fólki úrfjórðungnum. Einnig má nefna að barnalæknir kemur orðið reglulega á tvær heilsugæslustööðvar og húð- sjúkdómalæknir á eina. Ljóst er að þessi þróun, þ. e. að flytja þjónustuna til fólksins en ekki öfugt hefur oðið til mikils hag- ræðis fyrir sjúklinga og sparað bæði þeim og þjóðarbúinu mikla fjármuni (dýr ferðalög, sem TR greiðir í sumum tilfell- um). Þessi þróun hefur orðið að frumkvæði heimamanna þ. e. starfsfólks heilsugæslustöðv- anna, enda eiga stöðvarnar lög- um samkv. að veita þessa þjón- ustu. Mjög erfitt hefur reynst fyrir stöðvarnar að fá fjármagn ætlað til þessa starfs og það tor- veldar mjög frekari þróun á þessu sviði. Þess vegna er nauð- synlegt að þegar heilsugæslu- stöðvarnar áætla og óska eftir fjármunum til sérfræðiþjón- ustu, þá sé orðið við þeim ósk- um en ekki bara ætlast til að þeir fjármunir sem til sérfræðiþjón- ustunnar fari komi til frádráttar á öðrum rekstrarliðum, sem þegar eru naumt skornir. Enginn sérfræðingur í fæð- ingarhjálp og kvensjúkdómum er á Austurlandi í dag, sem ekki verður lengur talið ásættanlegt. Fæðingar eru á 3 stöðum í fjórð- ungnum, Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað (FSN), Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og Skjólgarði á Höfn, samtals tæp- lega 100 fæðingar á ári, þar af 50 - 60 á FSN. Eðlilegt væri að sérfræðingurinn starfaði við FSN, en hluti af starfi hans yrði í formi heimsókna og ráðgjafar við heilsugæslustöðvar í fjórð- ungnum. Með tilkomu slíkrar sérþekkingar myndi stór hluti af þeirri sérfræðiþjónustu sem konur þurfa í dag að sækja til Reykjavíkur eða Akureyrar flytjast heim í hérað til hagræðis fyrir þær. Fæðingarhjálp innan fjórðungs myndi eflast og því myndi fylgja sparnaður bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og þjóðarbúið." Aðalfundurinn sendi þing- konum sérstaka áskorun um að þær beittu sér fyrir því að á fjár- lögum 1994 verði gert ráð fyrir stöðu fyrir sérfræðing í fæð- ignarhjálp og kvensjúkdómum við FSN.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.