Austurland


Austurland - 28.10.1992, Blaðsíða 8

Austurland - 28.10.1992, Blaðsíða 8
Ö|C Átak tíl framfara er öflugur sparisjóður #1 v mstunana Austurland Harma dreifingu og neyslu fíkniefna Sameiginlegur héraðsfundur Múla- og Austfjarðaprófast- dæma sem haldinn var í Kirkju- miðstöð Austurlands 10. okt. sl. harmar þá vá, sem steðjar að íslenskri þjóð vegna dreifingar og neyslu fíkniefna og þau voð- averk sem framin eru vegna neyslu þeirra. Fundurinn skorar á ráðuneyti mennta- og dómsmála að taka höndum saman til aðgerða og útrýmingar þessara skaðvalda, með stórefldri fræðslu á grunn- skólastigi og skilvirkari lög- gæslu. Fundurinn lýsir einnig yfir stuðningi við baráttu verslunar- fólks fyrir helgi hvíldardagsins og beinir því til fólks að gera slíkt hið sama, því 10 boðorðið er grundvöllur hins kristna sam- félags, eins og segir í ályktun- inni. Vopnafjörður Pólsk hjón við Tónlistarskólann Nýlega voru ráðin hingað ung Pólsk hjón til kennslu við Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Er maðurinn með próf í flautu- og fiðluleik og einnig í kirkjuorgelleik. Þá er hann og með mastergráðu í tón- smíðum. Kennir hann einnig á flest blásturshljóðfæri og rafmagnsorgel. Konan annast kennslu í píanóleik ásamt Kristjáni Davíðssyni sem kennir í hlutastarfi. Þessi hjón koma hingað beint frá Póllandi og leiðir það hugan að því í vaxandi atvinnuleysi hversu erfitt er að fá íslenska kennara í þessi störf, að minnsta kosti á landsbyggðinni. Eftir því sem næst verður komist er kennari tónlistarskólans á Þórshöfn frá Belgíu og á Raufarhöfn munu vera hjón frá Tékkó- slóvakíu. AH Neskaupstaður Birtingurtil S-Afríku Birtingur NK 119 eign Birt- ings hf. hefur verið seldur til Suður Afríku. Skipið verður afhent nýjum eigendum í Neskaupstað eða á Akureyri í nóvember. Það er sama útgerðar- fyrirtækið sem kaupir Birting og keypti Barða á sínum tíma, en fyrirtækið hefur til þessa keypt flest skipanna í þessarri rað- smíði. Söluverð Birtings er yfir 90 milljónir króna að framlagi úr- eldingasjóðs meðtöldu. Birting- ur var keyptur til Neskaup- staðar frá Frakklandi 1977 en skipið var smíðað í Póllandi. Að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra Síldar- vinnslunnar hf. sem á 50% í Birtingi hf. er verið að leita að öðru skipi fyrir félagið. Mikið framboð er af skipum í dag sér- staklega þó erlendis frá. Nokkur skip hafa verið skoðuð bæði innanlands og erlendis, en engar ákvarðanir um kaup hafa verið teknar ennþá. Birtingur hf. fór mjög illa út Atvinnuleysi bitnar á fötluðum sem búa við sæmilegan efnahag leikum, segir í fréttatilkynning- liðsinni þeim sem eiga í erfið- unni. Fyrirlestrar um sorg og sorgarviðbrögð Aðalfundur Öryrkjabanda- lags íslands var haldinn í Reykjavík um miðjan mánuð. f ræðu formannsins Arnþórs Helgasonar kom fram að menn hafa nú verulegar áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi í landinu, en það bitnar mjög á fötluðum. Þess vegna hefur Öryrkja- bandalagið ákveðið að gera sér- stakar ráðstafanir til að tryggja þau störf sem nú þegar eru fyrir hendi í þágu fatlaðra. Aðalfundurinn styður heils hugar hugmyndir um að íslend- ingar veiti fé til aðstoðar fötluð- um í þróunarlöndunum. Eðli- legt verður að telja að þjóðir úr síðustu kvótaskerðingu, þar sem kvóti fyrirtækisins var að mestu þorskur. Þar af leiðandi er fyrirséð að fyrirtækið getur Sr. Bragi Skúlason sjúkrahús- prestur á ríkisspítulunum mun koma austur um næstu helgi og flytja fyirlestra um sorg og sorg- arviðbrögð. Mun sr. Bragi fjalla um sorgarferlið, tilfinningar sorgarinnar, kistulagningu, útför, verkefni sorgarinnar, missi í dauða, skilnað, atvinn- umissi og fleira. ekki haldið rekstri Birtings NK áfram og því er leitað nýrra leiða t.d. með því að kaupa skip með meiri möguleika. Sr. Bragi hefur verið starfandi í sorgarsamtökunum „Ný dögun“ í Reykjavík frá árinu 1989 og á þar sæti í stjóm. Sorgarsamtöldn Ný dögun í Reykjavík hafa nú starfað í fimm ár. Byggist starfsemi þeirra á hugmyndafræði Cmse samtak- anna í Bretlandi. Að loknum fyrirlestrunum á Reyðarfirði og í Neskaupstað mun sr. Bragi ásamt tveimur sjálfboðaliðum úr sorgarsam- tökunum í Reykjavík standa fyrir opnu húsi. Mun þá gefast tækifæri til þess að ræða saman um málefni sorgarinnar. Einnig verður boðið upp á persónulega ráðgjöf og upplýsingar. ■' 1 1 P 1 ' I ■ !i' > . . Birtingur NK 119. Á milli 400 og 500 manns í Neskaupstað tóku þátt í gönguátaki ÍFA sl. fimmtudag. Hér má sjá glaðbeitta grunnskólanema á göngu. Ljósm. AB Sr. Bragi Skúlason.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.